Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Qupperneq 1
79. og 80. árgangur 198. tölublað • Verð í lausasölu 150 kr. Landlæknir : Stöð 2 Póstur og sími Hafnarfjörður Stáíbræðslan opnar að nýju Fimmtíu manna vinnustað- ur í Hafnaríirði mun væntanlega opna aftur að nýju áður en langt um líður. Þar er um að ræða fyrirtæki sem tekur að sér reksturinn þar sem Stálfélagið hf. starfaði, en það varð gjaldþrota. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- ráðherra, sagði í gær að hér væri um að ræða fyrirtæki sem framleiddi 100 þúsund tonn af afurðum, sem hann vildi ekki gefa upp hverjar væru. Rafafls- þörfin er 14 megawött. Þá er von á fulltrúum fyrir- tækja frá Kóreu á næstunni til viðræðna, en þeir hafa áhuga á að kanna matvælaiðju og stór- iðju hér á landi. JBP af miklum kvíða, þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingum. Og stór hluti unglinga sem ljúka vistun á meðferðarheimilum snúa aftur til síns heima, þar sem þeirra nánustu eiga við veruleg vímuefnamál að stríða. Vandamál þessara foreldra setja mark sitt á unglingana á unga aldri, rýra öryggi þeirra og sjálfsmynd, segir landlæknir. Og vandamál þeirra leysist ekki nema að til komi öflug íjöl- skyldumeðferð. Vegna þess hluta hópsins sem stríðir við al- varlegan heilsufarslegan vanda þurfi að efla geðlæknisþjónustu í landinu. Ný hús bjarga litlu nema þá samvisku valdhafa Uppnám Breytingar á fróttastjórn á Stöð 2 eru fyrirhugaðar. Páll Magnússon forstjóri Sýnar á að taka við yfirmanns- stöðu á fréttastofunni. Ekki hef- ur verið útfært hver staða núver- andi fréttastjóra, Elínar Hirst, verður í hugsanlegu samstarfi við Pál. Eins og Dagur-Tíminn hefur skýrt frá greina heimildir frá því að hugsanlegt sé að Elín hverfi úr stöðu fréttastjóra. Deil- ur um sjálfstæði fréttastofunnar gagnvart eigendum og yfirmönn- um koma við sögu í þeim hrær- ingum sem þar nú eru. Mér finnst þetta hreinlega ekki nógu gott. Að mínu mati á Póstur og sími ekki að reka þjónustu sem særir siðgæðisvitund viðskiptavin- anna“, segir Guðmundur Björns- son, verðandi Póst og símamála- stjóri, í samtali við Dag Tímann um bersöglis- og stefnumótah'n- ur þær sem fyrirtækið starfrækir undir ýmsum nöfnum. Guðmundur segir að reglu- gerð um símatorgsþjónustu Pósts og síma sé í endurskoðun hjá vinnu- hópi í Samgöngu- ráðuneytinu með það fyr- ir augum að aðgreina þjónustuna. „Þá geta þeir sem vilja hafa aðgang að þessum línum sótt um það skrif- lega, en hinir verið lausir og Guðmundur. jafnframt nýtt sér áfram aðra al- menna þjónustu Símatorgsins“, segir Guðmundur. Einnig stendur til að fylgjast nánar með því efni, sem sett er á þessar „rauðu" línur Pósts og síma og setja því fastari skorður. Á sama tíma og þessar línur, sem nú skipta tugum og fer fjölgandi, skapa Pósti og síma luntalsverðar tekjur, hafa þær orðið mörgrnn heimilum í land- inu þungur íjárhagslegur baggi. Sjá bls. 6. H.H.S. Unglinga skortir ekki þekkingu um hættur vímuefna, segir land- læknir. Aðalmarkhóp- urinn er í flestum til- fellum fjölskyldan. Olafur Ólafsson landlæknir vísar til skólahjúkrunar- fræðinga um það að ung- linga skorti í fæstum tilfellum þekkingu um hættur vímuefna - þá skorti að tileinka sér þekkinguna. Landskönnun land- læknisembættisins, m.a. á áhrifum af áfengisfræðslu, leiddi m.a. í ljós þessa óvæntu niðurstöðu: „Marktækt hærra hlut- fall þeirra sem sögðust enga fræðslu hafa fengið segjast ekki neyta áfengis“. „Menn virðast sammála um, og éta það hver eftir öðrum, að höfuðatriðið sé að kenna ungl- ingum að segja nei. En hvernig gengur það eftir þegar foreldrar segja ekki nei. Auglýsingaher- ferðir eru einnig vinsælar, þótt árangur þeirra hafi reynst tak- markaður. Og hvern er verið að auglýsa?", spyr landlæknir, sem ekki efast um að allt sé þetta þó af góðum hug gert. Ólafur trúir heldur ekki að ný steinsteypt hús mundu bjarga miklu - „nema þá samvisku valdhafa“. Raunhæfar leiðir fel- ist fyrst og fremst í stórefldri íjölskylduráðgjöf og því að skapa villuráfandi unglingum verkefni, með námi og starfs- Ólafur Ólafsson þjálfun. Erfitt reynist hins vegar að fá fjármagn til slíkra hluta, því árangur sé þar ekki eins sýnilegur og í vel hönnuðu húsi. Landlæknisembættið hefur fylgst með vímuefnaneyslu unglinga í framhaldsskólum landsins á annan áratug. Komið hafi í ljós, segir Ólafur að áfengi sé langal- gengasti vímugjafinn. Þótt tölu- verður hópur unglinga fikti við ólögleg vímuefni þá sé það rangt að 200 unglingar í Reykjavík, 14-16 ára, séu ofurseldir vímu- efnrnn, eins og haldið hefur ver- ið fram að undanförnu. Raunhæfar lausnir segir Ólaf- ur ekki fást nema menn taki mið af niðurstöðum margra vel gerðra rannsókna um liagi þeirra sem ánetjast vímuefnum. Meðal einkenna þessa hóps séu; að hafa ekki lokið skyldunámi, hafa ekki starfsréttindi og fylla raðir atvinnulausra, óöryggi, lé- leg sjálfsmynd og minnimáttar- kennd. Margir þeirra búi líka við mjög erfiðar heimilis- og fjölskylduaðstæður, samskipta- erfiðleika, afskiptaleysi og lítinn stuðning. Allt að 'A hluti ungl- inga sem leita meðferðar þjást landlæknir „Ný steinsteypt hús bjarga litlu nema þá sam- visku valdhafa, Raunhœf- ar leiðir felast í stórefldri fjölskylduráðgjöf og að skapa villuráfandi ungl- ingum verkefni". Erria Rut Konráðsdóttir riióðlr f Reykjavík. Ungur sonur hennar skuldar nú Pósti og síma á þriðja hundrað þúsund krónur fyrir hringingar í „makalausar Amorslínur". Mynd: BG Munu læsa kynlífslínum Lífið í landinu Bls. 3 Forum i tvífrysta rækju íjulegir og demantsskornir lofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.