Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Page 1

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Page 1
) Húsavík Grímsey Knörrinn vinnur enn til verðlauna Verðlaunagripurinn, sem þeir bræður Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir veittu nýverið viðtöku frá Ferðamálaráði, var varla kom- inn í hús, þegar þeim var tilkynnt um að enn séu verð- laun á leiðinni. Nú eru það samtök breskra blaðamanna sem eingöngu fjalla um nýjungar á sviði ferðamála sem hafa valið hvalaskoðunarferðir með Knerrinum á Húsavík það næst- besta sem í boði er í ferðamál- um í heiminum í dag. Verðlaun sem þessi hafa ver- ið veitt á hverju ári síðan 1978 og nefnast þau „Silver Otter Award" og að þessu sinni fara þau til Kenya og Masai þjóð- flokksins fyrir griðastað villtra dýra sem nefnist Ambolesi og hvalaskoðunarferðir með Knerrinum eru í öðru sæti. Það sem á eftir kemur er t.d. skög- ræktaráætlun í Abu Dabi, verndun villtra dýra í Costa Rica, nýtt gufuskipasafn í Suð- urríkjum Bandaríkjanna og stórhátíð á Nýfundnalandi, þar sem ferðar John Cabott frá 1497 er minnst. Til að öðlast tilnefningu til verðlauna sem þessara er þrennt sem verður að koma til: Verkefnið verður að miðast að því að fjölga ferðamönnum á Árni Sigurbjarnarson og kona hans, Line Werner, eru að vonum ánægð með viðtökurnar sem Knörrinn hefur fengið. Mynd: gkj svæðinu, vera til hagsbóta fyrir samfélagið og höfða til náttúru- verndarsjónarmiða. Að sögn Debru Taylor, mark- aðsstjóra hjá Artic Experience í Bretlandi, eru þessi samtök „ferðamálablaðamanna" í Bret- Iandi þekkt samtök og auk þess að veita verðlaun sem þessi, gefa samtökin út árbók, þar sem nýjungar í ferðamálum í heiminum og verðlaunahafar ársins fá sérstaka umfjöllun. Verðlaunin verða veitt þann 11. nóvember næstkomandi á World Travel Market í Bret- landi, þar sem viðstaddir verða allir helstu lykilmenn úr ferða- málabransanum auk fulltrúa erlendra sendiráða. GKJ Kjalarnes Leitað eftir sameiningu Bágborinn fjárhagsstaða Kjalarneshrepps þrýstir á samvinnu og hugsan- lega sameiningu við ná- grannasveitarfélögin. Rætt við Mosfellsbæ, Reykjavíkur- borg og Kjós. Sveitarstjórn Kjalarnes- hrepps er að hefja viðræður við nágrannasveitarfélögin um aukið samstarf vegna bágrar fjárhagsstöðu hreppsins. Fyrsti fundurinn var í gær við bæjar- stjórn Mosfellsbæjar en fyrir- hugað er að ræða þessi mál bæði við Reykjavíkurborg og Kjós. Jónas Vigfússon sveitarstjóri Kjalarneshrepps segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um samvinnu og þaðan af síður um hugsanlega sameiningu við eitthvert af þessum þremur sveitarfélögum. Hann segir að Reykjavíkurborg hefði sýnt áhuga á samstarfi við Kjalarnes þegar hreppurinn vildi ná út fjármagni úr sorpsamningi um urðun sorps á Álfsnesi og það hefði aðeins kveikt í mönnum hvort ástæða væri til að skoða þessi mál eitthvað frekar. Sveitarstjórinn segist að- spurður vel geta trúað því að landrýmið á Kjalarnesi sé með- al þeirra atriða sem nágranna- Jónas Vigfússon sveitarstjóri Kjalarneshrepp Erfitt fyrir sveitar- félag eins og Kjalar- nes að keppa við þjónustu sem veitt er í stóru nágranna- sveitarfélögunum. sveitarfélögin munu hugsanlega horfa einna mest í þegar kemur að viðræðum þeirra við sveitar- stjórnina um aukna samvinnu eða jafnvel sameiningu. í tengslum við það líta heimamenn einnig að- eins lengra fram í txm- ann og m.a. á fyrir- hugaða staðsetmngu svokallaðs Sundaveg- ar, þ.e. vegur yfir sundin og til Álfsness. Þar fyrir utan mun aðkoma að Hval- íjarðagöngunum verða um Kjalarnes. Að öðru leyti sagðist Jónas ekki geta tjáð sig mikið um hugsanlega þróun þessa máls vegna þess að viðræður væru rétt að hefjast, né heldur hver fjárhagsstaða hreppsins væri. „Við erum það nálægt þessu svæði sem veitir alla góða þjónustu og því er svo erfitt að keppa við það,“ segir sveitar- stjórinn. Hann segir að hugmyndir um frekari samvinnu sveitarfé- laga á milli séu í gangi um land allt og þá sérstaklega í því ljósi að það er alltaf að herða að með rekstur smærri sveitarfé- laga á sama tíma og kröfur eru um aukna þjónustu. Á sama tíma fer mikill tími sveitar- stjórnarmanna í það að skoða leiðir hvernig hægt sé að halda öllum kostnaði niðri. -grh fið í landinu GSM hvað? I mál við Alþýðu- blaðið SÍMIÁ RITSTJÓRN 4616000

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.