Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Side 2
2 - Þriðjudagur 22. október 1996
iH'igur-CEhtrám
jj
F R E T T I R
Ríkissaksóknari:
Umræðuefni manna í heita
pottinum er skandallinn sem
varð í lokahófi knattspyrnu-
manna í Reykjavík sl. föstudags-
kvöld. Það voru Radíusbræður
sem héldu uppi bömmernum
það kvöld með meintu gríni sínu.
Knattspyrnuhetjurnar í sam-
kvæminu kunnu greinilega ekki
að meta grín grínistanna enda
gekk það nánast allt út á að at-
ast í Guðjóni Þórðarsyni þjálfara
Akraness. Menn kunnu illa að
meta framlag skemmtikraftanna
ekki síst þar sem eiginkona Guð-
jóns og sonur voru í salnum en
Guðjón sjálfur var með Bjarna
syni sínum í Austurríki að þreifa á
hugsanlegum samningum fyrir
þann síðarnefnda..
Það þótti því vissara að vísa
Radíusþræðrum úr húsi eftir
skemmtunina, sumir segja að
það hafi verið til að tryggja þeirra
eigin öryggi — það mun hafa
verið farið að sjóða á ýmsum úti í
sal..
Nú er heldur að draga til tíð-
inda í forustumálum krat-
anna því frést hefur að Jón Bald-
vin hyggist boða til blaðamanna-
fundar í dag. Kratarnir í pottinum
voru farnir að naga neglurnar því
þeir fullyrða að ekki einu sinni
Bryndís viti fyrir víst hvort Jón
ætli að halda áfram í pólitík eða
ekki...
Minningartónleikarnir um Ingi-
mar Eydal þóttu takast von-
um framar. í pottinum á Akureyri
voru menn sammála um að alit
hafi farið fram eins vel og frekast
varð á kosið nema eitt. Pottorm-
arnir voru allir sammála því að
Þorvaldur Halldórsson hafi mis-
notað aðstöðuna þegar hann fór
að prédika guðs orp - guðs-
prédikanir séu ágætar en stund-
um eigi þær við og stundum
ekki....
Ákærir ritstjóra
Alþýðublaðsins
Ríkissaksóknari kærir
ritstjóra Alþýðublaðs-
ins fyrir meintar
ærumeiðingar um
fangelsismálastjóra.
Ríkissaksóknari hefur
birt Hrafni Jökulssyni
ritstjóra ákæru fyrir
ummæli um Haraid Johann-
essen fangelsismálastjóra,
sem birtust í grein Hrafns í
biaðinu þann 9. mars sl. Þau
telur saksóknari að séu æru-
meiðandi aðdróttun um Har-
ald. Málið verður tekið fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur á
þriðjudag í næstu viku.
í grein Hrafns sem ber yflr-
skriftina Ástir í hrútakofa er
aðbúnaður fanga á Litla-
Hrauni gagnrýndur og hann
sagður vera ómannúðlegur sem
og ýmsar innanhúsreglur í
fangelsinu. Þær leiði ekki til
þess að fangar snúi af helvegi
glæpa og afbrota, heldur haldi
áfram á sömu braut. „Haraldur
Johannesson er ekki fangelsis-
málastjóri, heldur glæpa-
mannaframleiðandi ríkisins,"
segir í niðurlagi greinarinnar
og það eru þau ummæli sem
Hrafn er ákærður fyrir.
Þessi ummæli telur ríkissak-
sóknari stangast á við 234. og
235. grein almennra hegning-
arlaga. Þar segir að sá sem hafi
yfir ærumeiðandi ummæli geti
Harald
Johannes-
sen fang-
elsismála-
stjóri.
búist við sektum eða varðhaldi.
Ákæru sína byggir saksóknari
hinsvegar á 242. grein sömu
laga þar sem segir að hver sem
hafi aðdróttanir eða ærumeið-
ingar um opinberan starfs-
mann sem tengist starfi hans
skuh refsa með sektum eða
fangavist í allt að eitt ár. „At-
hylgi er vakin á því að heimiidir
til áfrýjunar shks dóms eru tak-
markaðar, sbr. 150. grein sömu
laga,“ segir í fyrirkalli til dóms
sem Hrafni Jökulssyni hefur
verið birt.
í samtali við Dag-Tímann í
gær sagði Hrafn að hann teldi
sig vera í fullum rétti í þessu
máli og frá sínum bæjardyrum
séð fjallaði það ekki um per-
sónu Haraldar Johannessen.
„Þann mann hef ég aldrei hitt.
Efni greinar minnar sem fer svo
fyrir brjóstið á hinum háu herr-
um fjallar um ranga og ómann-
úðlega stefnu Fangelsismála-
stofnunar, sem ég tel að stuðli
að því menn haldi áfram á
glæpabrautinni í stað þess að
snúa af henni - einsog tilgang-
urinn með fangavist ætti að
vera. Ég tel mig jafnframt hafa
skýlausan rétt til að gagnrýna
emættisfærslu og stefnu stofn-
unar sem kostuð er af almanna
fé,“ segir Hrafn.
Hrafn sagði ennfremur að
við réttarhöld í Héraðsdómi
kæmu án efa upp mörg atriði
sem varpa myndu ljósi á em-
bættisfærslu, stefnu og störf
Fangelsismálastofnunar.
Áhugavert væri að að fá eitt-
hvað af því fram í dagsljósið.
„Að því leyti gætu þetta orðið
mjög áhugaverð réttarhöld, en
jafnframt geta þau og dómur í
þeim orðið prófmái í því hver
réttur almennings til að gagn-
rýna opinberar stofnanir raun-
verulega er,“ sagði ritstjóri Al-
þýðublaðsins -sbs.
Þroskahjálp
Vantar fé
í sjóðínn
Það vantar 255 milljónir
króna á að lögboðnu
framlagi sé varið í Fram-
kvæmdassjóð fatlaðra miðað
við íjárlagafrunivarpið. Sam-
kvæmt lögum eiga að renna í
sjóðinn um 420 m.kr en í frum-
varpinu er gert ráð fyrir 165
milljónum. Þetta kallar fulltrúa-
fundur Þorskahjálpar aðför að
sjóðnum og mótmæla henni
harðlega. Þá vekur fulltrúa-
fundurinn athygli á að ekki er
gert ráð fyrir nýrri búsetuþjón-
ustu í frumvarpinu utan eins
meðferðarheimilis fyrir ein-
hverf börn og ungmenni. Á
sama tíma eru yfir 300 manns
á biðlistum.
Þá vill fundurinn að fötluð-
um sé tryggt ijögurra ára fram-
haldsnám að loknum grunn-
skóla og skorar á menntamála-
ráðherra að tryggja að fyrir-
hugað framhaldsnám fatlaðra í
Borgarholtsskóla í Grafarvogi
heíjist um næstu áramót.
Jafnréttisnefnd
P&S braut
jafnréttislög
Póstur og sími braut jafn-
réttislög, þegar karl var
ráðinn deildastjóri í sölu-
deild fyrirtækisins í Kringlunni í
Reykjavík, í stað konu sem
einnig sótti um. Konan kærði
ráðninguna í vor. í áliti kæru-
nefndar jafnréttismála segir að
ekki verði séð að karlinn hafi
verið hæfari en hún til að gegna
starfinu. Flestir deildarstjórar
hjá P&S séu karlar og með hlið-
sjón af því og yfirlýstri stefnu
fyrirtækisins í jafnréttismálum,
verði að telja að því hafi borið
að ráða konuna. Kærunefnd
beinir þeim tilmælum til Pósts
og síma að fundin verði viðun-
andi lausn á málinu.
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Seilst í vasa gmnnskólabama
Unnur Halldórsdóttir
framkvœmdastjóri
Heimilis og skóla
Svo viröist sem það sé að
fœrast í vöxt að grunnskóla-
börn séu látin greiða fyrir
ýmsar vettvangsferðir sem
farnar eru í tengslum við
námið. Heimili og skóli
sœtta sig ekki við það og
ekki heldur að kennarar séu
að klípa af lögbuhdinni
kennslu til fundahalda.
Jk rru bœjar-og sveitarfélög farin
M~4 að láta grunnskólabörn greiða
M J fyrir svonefndar vettvangsferð-
ir?
„Ég hef t.d. fengið hringingu frá for-
eldrum á Suðurnesjum þar sem börnin
voru send á vegum skólans í rútu í
Húsadýragarðinn og þeim gert að
borga sig inn. Það er einnig áleitin
spurning hvaða stefna það sé af hálfu
borgaryfirvalda að láta börnin greiða
fyrir vettvangsferðir. Það eru m.a.
dæmi um að börn hafa verið send með
skóla til að planta einhversstaðar á
vegum Yrkjusjóðs og það hefur kostað
börnin 500 krónur. Þannig að þetta
virðist vera nýtt hjá borginni sem við
munum ekki sætta okkur við. Þá veit
ég dæmi þess að í Hafnarfirði eru börn
látin greiða fyrir rútuferðir í Þjóð-
minjasafnið. Það væri því fróðlegt að fá
að vita það hvort einhver áherslu- eða
stefnubreyting hefur orðið í þessum
efnum t.d. hjá borginni um það að
vettvangsferðir grunnskólabarna sem
farnar eru í tengslum við kennslu, séu
ekki hluti af námi barnanna."
Hvernig hefur gengið það sem af
er skólaárinu að samrœma starfs-
daga kennara og halda lögbundnum
kennslustundum?
„Það sem stingur okkur er að marg-
ir vilja krukka í þessa 170 lögbundnu
kennsludaga. Við höfum vakið athygli
á því að kennarafélög vítt og breitt um
landið auglýsa sín haustþing á
kennsludögum og þá er kennsla felld
niður. Þegar spurt er að því hver hefur
veitt leyfi til þess af því að það má eng-
inn veita til þess Ieyfi nema skóla-
nefndin, þá hef ég t.d. heyrt að þegar
kennarar á Suðurlandi héldu sitt þing
2. og 3. september sl. að þeir hefðu
sótt um leyfi hjá stjórn skólaskrifstofu
Suðurlands. Hún er hinsvegar þjón-
ustustofnun og á ekkert með að leyfa
þetta. Ég veit jafnframt ekki hvar
kennarar á Norðurlandi vestra sóttu
um leyfi til að halda sitt þing í október
á kennslutíma. En svo getur vel verið
að þetta sé allt í lagi og böínin fá sína
lögbundnu kennsludaga þegar upp
verður staðið þannig að við skulum
spyrja að leikslokum."
Er þá ástœða til að œtla að það sé
víða pottur brotinn í þessum efnum?
„Það er allavega ástæða til að halda
vöku sinni. Okkur þykir í það minnsta
merkilegt ef einhver er að gefa svona
leyfi sem ekki má gera það.“
Hvernig hefur tekist til með for-
eldraráðin?
„Þetta er byrjendavinna og er mikið
að eflast. Ég hef t.d. mikið verið á ferð-
inni í fyrravetur og núna þar sem
Heimili og skóli hafa verið beðin að
hjálpa til að koma fólki af stað. Þá er
ég nýkomin af fundi í Hólmavík þar
sem ég hitti kennara, skólanefndina,
stjórn foreldrafélagsins og foreldraráð-
ið og síðan var haldinn almennur
fundur um kvöldið. Hið sama verður
uppá teningnum í ísafjarðarbæ, þang-
að sem ég vonast til að komast. Það er
hinsvegar alveg greinilegt að það er
mikill hugur í mörgum sveitarstjórnum
og skólanefndarfólki sem vill virkilega
styðja vel við skólann. Það hefur m.a.
áhyggjur af þessum erfiðleikum með
að ráða kennara en það vill halda í og
laða til sín gott fólk og er reyna að
finna leiðir til þess. Svo eru líka til þeir
staðir þar sem enginn mætir úr bæjar-
stjórn eða hreppsnefnd á almenna
fundi sem haldnir eru um skólamál,"
segir Unnur Ilalldórsdóttir fram-
kvæmdastjóri hjá Heimili og skóla.
-grh