Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Qupperneq 11

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Qupperneq 11
ÍDagur-'ÍUmrttm Þriðjudagur 22. október 1996 -11 KNATTSPYRNAN Meistaramir niðurlægðir Newcastle náði fram hefndum gegn Man. Utd. með 5:0 sigri Tvöfaldir meistarar Manc- hester United voru niður- lægðir á St. James Park á sunnudag. Leikmenn Newcastle rúlluðu meisturunum upp og skutust upp á topp deildarinnar með 5:0 sigri. Petta er stærsta tap United í 12 ár og þar á bæ verða menn að huga alvarlega að varnarleiknum ef liðið ætlar að blanda sér baráttuna um meistaratitilinn í ár. Leikir þessara liða á síðasta tímabili gerðu útslagið og tryggðu United meistaratitilinn og í leiknum um Góðgerðar- skjöldinn í ágúst sigraði United 4:0 en nú náði Newcastle fram hefndum. Newcastle hefur verið ÚRVALSDEILD Úrslit Newcastle-Man. Utd............5:0 (Peacock 12, Ginola 30, Ferdinand 63, Shearer 75, Albert 83) Arsenal-Coventry .............0:0 Aston Villa-Leeds ............2:0 (Yorke 58, Johnson 65) Chelsea-Wimbledon ............2:4 (Minto 9, Vialli víti 84) (Earle 4, Ardl- ey 16, Gayle 64, Ekoku 78) Middlesbrough-Tottenham . .. .0:3 (Sheringham 21,90, Fox 23) Nottm. Forest-Derby .........1:1 (Saunders 2) (Dailly 58) Sheff. Wed.-Blackburn ........1:1 (Booth 3) (Bohinen 74) Southampton-Sunderland .......3:0 (Dodd 38, Le Tissier víti 53, Shipperl- ey 89) West Ham-Leicester ...........1:0 (Moncur 78) Staðan Newcastle .... : p.l0 8 0 2 20:10 24 Arsenal .........10 6 3 1 19: 8 21 Wimbledon .......10 70 3 20:11 21 Liverpool ........2 1 1$: 7 20 Man. Utd.........10 5 4 1 19:11 19 ' Chelsea ........ 104*4 2 16:15 16 ■' Aston Villa......10 4 3-3 13:10 15 Tottenham........10 4 2 4 10: 8 14 Sheff.Wed........10 4 2 4 12:1614 Everton .9 3 3 3 10:11 12 Middlesbr. ......10 3 3 4 16:18 12 Derby ...........10 2 5 3 9:12 11 Westilam ........10 3 2 5 9:14 11 Leicester .......10 3 2 5 7:13 11 Sunderland ......10 2 4 4 8:11 10 Leeds ...........10 3 1 6 8:15 10 Southampton ....10 2 3 5 14:13 9 Nottm. Forest ...10 15 4 10:17 8 Coventry ........10 1 4 5 4:14 7 Blackburn .......10 0 4 6 6:14 4 1. DEILD Urslit Tranmere-QPR ......... Bradford-Barnsley .. . Charlton-Bolton ..... Crystal Palace-Swindon Grimsby-West Brom . . Huddersfield-Southend Ipswich-Portsmouth . . Man. City-Norwic .... Stoke-Sheff. Utd..... Wolves-Port Vale . ■ . , Staðan Bolton ..........13 9 3 131:17 30 Norwicb • .......13 8 3 2 20: 9 27 Barnsley ........12 64 2 19:12 22 C. Palace ........13 5 6 2 26:12 21 Wolves...........146 3 518:14 21 Sheff. Utd.......11 6 2 3 23:12 20 Swindon ....:. .13 6 2 5 20:14 20 QPR ...... . . .14 5 54 18:18 20 Tranmere ..... .14 5 4 5 18:17 19 Stoke ......• ■. - .12 5 4 3 17:20 19 Huddersfield ... .12 5’3 4 17:18 18 Oxford .........13 4 4)5 13:'9.16.'/ Man. City;... .-. ... .1-2.5 1 6 13:16 16.. Birmingham ... .11 4 4 3 12:10 16 PortValé . . ! . .14 3 7 4 11:16 16 Ipswich ■..... . .13 3 6 4 18:18 15 WestBrom .....12 3 6 3 15:16 15 Reading ......! .13 4 3 6 15:23 15 ' Portsmouth ......14 4' 3 7 14:20 15 Southend ........14 3 6 5 13:23 15 Grimsby......, . .14 3 4 7 16:26 13 Bradford . ......14 3 3 811:22 12' ' Charlton ........l l 3 2 '6 10:16 11 Oldhain .........14 1 4 9 13:23 7 .2:3 .2:2 .3:3 .1:2 .1:1 .0:0 .1:1 . ,:1 .0:4 .0:1 lan Wright er kominn í vandræði á ný. Hann nefbraut Steve Ogrizovic í leik Arsenal og Coventry með fólskulegu broti. gagnrýnt fyrir varnarleikinn en nú vörðust þeir viturlega á með- an United-vörnin var hriplek. Heimaliðið var 2:0 yfir í leikhléi og United lagði allt í söknina í upphafi þess síðari en Newcastle hélt út og nýtti sínar sóknir til að bæta við mörkum. Mótlætið fór í skapið á Eric Cantona og hann var heppinn að sleppa við rauða spjaldið fyrir ljótt brot á Peter Beardsley en dómarinn sá ekk- ert athugavert. Þetta var stærsta tap United síðan liðið tapaði með sama markamun fyrir Everton í októ- ber 1984 og Alex Ferguson sagði þetta vera verstu úrslit á 22 ára ferli hans sem framkvæmda- stjóra. Þetta var sjöundi sigur Newcastle í úrvalsdeildinni í röð og fyrsti sigur hðsins á United í deildakeppni í níu ár. Ef Newc- astle sigrar um næstu helgi getur liðið jafnað met United, sem mest hefur unnið átta leiki í röð í úrvalsdeildinni. Wimbledon get- ur einnig jafnað það met, gegn Middlesbrough. „Þetta var einn af þessum leikjum þar sem úrslitin gefa ekki til kynna hversu mikið við lögðum í leikinn. Við fengum nokkur mjög góð færi í seinni hálfleik en nýttum þau ekki og okkur var refsað fyrir hver ein- ustu mistök sem við gerðum," sagði Ferguson, stjóri United. Al- an Shearer var öllu glaðlegri í leikslok. „Þetta var sæt hefnd eftir að þeir niðurlægðu okkur í leiknum um Góðgerðarskjöldinn. f dag niðurlægðum við þá og það eru ekki mörg hð sem hafa gert það á síðustu fimm árum,“ sagði Alan Shearer. Wright í vanda Arsenal fór á toppinn á laugar- dag á markahlutfalli þrátt fyrir að gera markalaust jafntefli við Coventry. Þetta var fyrsti heima- leikur liðsins undir stjórn Arsene Wenger og jafnframt í fyrsta sinn í ijögur ár sem Arsenal náði toppsætinu. Steve Ogrizovic var hetja Coventry og bjargaði hvað eftir annað en hann var borinn af leikvelli nefbrotinn undir lok leiksins eftir samstuð við Ian Wright, sem virtist sparka vilj- andi framan í markvörðinn. „Við vitum báðir hvað gerðist. Þetta var viljaverk. Ég hef nefbrotnað sex eða sjö sinnum og hef aldrei gert veður út af því vegna þess að þetta hefur alltaf verið slys. En þetta var ekkert slys. Hann kom með hnéð í andlitið á mér þegar boltinn var ekki nærri,“ sagði Ogrizovic, en Wright held- ur fram sakleysi sínu. „Það voru myndavélar þarna og þær munu sanna sakleysi mitt,“ sagði David Ginola átti stórleik með Newcastle gegn Man. Utd. og skoraði glæsiiegt mark. Hér fagnar hann með John Beresford. Wright kokhraustur í leikslok en reyndar hafði hann rangt fyrir sér þar sem myndir sýndu að árás hans á Ogrizovic var fólsku- leg og óþörf. Wright mætir fyrir aganefnd í vikunni, ekki fyrir þetta brot heldur fyrir að kalla David Pleat, stjóra Wednesday, „öfugugga" á dögunum. Wimbledon óstöðvandi Wimbledon gefur ekkert eftir og vinnur hvern leikinn af öðrum. Liðið heimsótti Chelsea og náði í öll þrjú stigin með enn einum stórsigrinum, 4:2. Wimbledon hefur nú skorað 20 mörk í síð- ustu 7 leikjum og eigandi liðsins sagði eftir leikinn að hann sætti sig ekki við svona stórsigra, þar sem hann hefði ekki efni á að borga svona mörgum leikmönn- um bónus fyrir að skora. Krafta- karlarnir í Wimbledon lögðu meira í leikinn en stjörnurnar í liði Chelsea og sigurinn var sanngjarn. Ruud Gullit setti sjálf- an sig í sóknina í seinni hálfleik þó svo vörn liðsins vantaði frek- ar hjálp. Gullit skoraði reyndar í leiknum en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Fyrirliði Chels- ea, Dennis Wise, mátti sætta sig við sæti á bekknum gegn sínum gömlu félögum en kom þó inná undir lokin. í kennslustund Middlesbrough virðist vera að falla í sama farið og á síðasta tímabili þegar liðið tapaði hverjum leiknum af öðrum eftir góða byrjun á mótinu. Fabrizio Ravanelli, markahrókurinn hjá Boro, hefur kvartað yfir hversu lélegir varnarmenn séu í liðinu og leikurinn gegn Tottenham rökstuddi mál hans. Tottenham sigraði 3:0 og Bryan Robson, stjóri Boro, sagði að sínir menn hefðu verið teknir í kennslu- stund. Boro byrjaði vel og Junin- ho skoraði strax á 3. mínútu en markið var dæmt af vegna rang- stöðu. Sóknarleikur liðsins var líflegur en um leið og Tottenham náði að sækja kom veikleiki Boro í ljós. Teddy Sheringham fór illa með varnarmenn Boro og sigur- inn var sannfærandi. Leeds lélegt Serbinn Sasa Curcic var maður- inn á bakvið sigur Aston Villa á Leeds. Villa hafði ekki unnið í sjö leikjum í röð en Leeds veitti liðinu litla mótspyrnu. Liðin mætast aftur annað kvöld á El- land Road í Coca-Cola bikarn- um og Leeds þarf að laga ýmis- legt ef liðið ætlar að eiga mögu- leika á sigri. „Þetta var lélegasti leikur liðsins síðan ég tók við því,“ sagði George Graham, stjóri Leeds, í leikslok. Brian Little, stjóri Villa, tók Sayo Mi- losevic út úr liði sínu og hann fékk ekki einu sinni sæti meðal varamanna. Framtíð hans hjá Villa er óljós, sérstaklega ef Tommy Johnson heldur áfram að leika eins og hann gerði gegn Leeds. BLAK • 1. deild karla Óvænt en sanngjamt hjá KA Fyrsta deild karla á ís- landsmótinu í blaki hófst um síðustu helgi með óvæntum úrslitum. KA sem hafnaði í neðsta sæti deildar- innar í fyrra lagði íslands- meistara Þróttar að velli 3:1 á Akureyri og Þróttur Neskaup- stað lagði ÍS. Báðir leikirnir fóru fram á föstudagskvöldið. „Það var mjög góð barátta hjá liðinu og liðsandinn var til fyrirmyndar. Þegar slíkt fer saman má reikna, með góðum úrslitum. Flestir ; reikna með okkur í botnbaráttunni en við ætlum okkur ekki að vera þar í vetur. Við byrjuðum að æfa í júní og höfum aldrei byrjað svo snemma, enda eru leikmenn í góðu formi,“ sagði Pétur Ólafs- son, annar þjálfari KA-liðsins eftir sigurinn gegn Þrótti. Meistararnir unnu í fyrstu hrinunni 8:15, en eftir það voru það heimamenn sem réðu ferðinni og unnu tvær næstu hrinur 15:8. Þróttarar höfðu betur framan af Ijórðu hrin- unni, höfðu yfir 8:10 en KA skoraði síðustu sjö stigin og sigraði því í síðustu hrinunni 15:10. KA-menn eru því þegar búnir að fagna einum sigri, en liðið sigraði aðeins í einum deildarleik í fyrra. Frábær leikur búlgarska uppspilarans Apostol réði miklu um lyktir leiks Stúdenta og Þróttar Neskaupstað. Apo- stol setti upp ófá færin fyrir Austíjarðaliðið og lágvörn liðs- ins var sterk og það lagði grunninn að 3:0 sigri, 15:5, 15:13 og ,15:13. Þróttarar unnu síðan Stjörnuna 3:0 í leik lið- anna í Garðabænum á sunnu- daginn og hafa farið mjög vel af stað. Tveir leikir verða um næstu helgi. KA leikur þá gegn ÍS og Þrótti í Reykjavik. Frá leik KA og Þróttar Reykjavík. Mynd: JHF

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.