Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Síða 12

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Síða 12
ÍD^tgur-CErmttttt Þriðjudagur 22. október 1996 Hörður Þórðarson veðurfrœðingur Reykjavík Mið Fim Fös Lau mm 5- 0- -5- NA3 SA2 V2 NNA 4 A2 NA3 SSV3 N3 N3 Stykkishólmur !? Mið Fim Fös Lau mm 10 -f ---- f—- »i -M5 5NA 4 ANA 4 NV3 NNA 7 SA 3^ NAS SSV3 NNA6 NNA4 Bolungarvík !9 Mið Fim Fös Lau mm 10-|------ -------- ------- --------f-15 NA 4 NNA 5 NNA 6 NNA 6 SSA 3 NA 5 NA 3 NNA 5 NNA 3 Blönduós °c Mið Fim Fös Lau mm 10 ---------- ---------- ---------- ----------1-15 NA 2 A2 N1 N3 NNV1 ANA 2 SSV1 NNA3 N2 Akureyri ANA 3 SA3 V2 N4 NV3 ANA 3 S 2 N3 NNV3 Egiisstaðir A3 SA3 SV3 NNV4 NV4 SSA4 SSV3 NV3 NV 4 Kirkjubæjarklaustur 9 Mið Fim Fös Lau mm ANA3 S 2 V2 N2 NNV 2 SA3 SV3 VNV3 NNV 3 Stórhöfði °g Mið Fim Fös Lau mm 5- 0- u -10 5 ANA6 SV 3 VNV3 N5 NNA2 A3 SV3 vsv 3 N3 á innimálningu gljástig 10 1 lítri 4 lítrar 1996 H| 10 lítrar 4990 Þúsundir lita í boði □ KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Línuritin sýna Qögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Norðaustan kaldi á Vestfjörðum en annars fremur hæg suðaustlæg átt. Um landið sunnan og vestanvert verða skúrir en skýjað með köflum norðaustan til. Undir kvöld fer að rigna með vaxandi austanátt á Suðausturlandi. Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig, hlýjast um landið austanvert. Búist er við hlýju veðri fram á föstudag en á laugardaginn verða sennilega él og vægt frost á Norðurlandi. KÖRFUKNATTLEIKUR Herbert i atvinnumennsku IR-ingurinn Herbert Arnarson er hættur að leika með liði sínu og er á leið í atvinnu- mennsku til Hollands. Þar mun hann leika með fyrstudeildarliðinu Donar. Herbert tjáði Degi - Tímanum að Donar liðið væri gott lið og stefnan væri sett á íjögurraliðaúrslitin í hollensku deild- inni í vor. Um ástæður þess að hann færi nú sagði Herbert að margir af lykilmönnum liðsins væru meiddir og forráðamenn félagsins því farið á stúfana að leita að nýjum leikmönnum. Þeir hefðu haft samband við sig í gegnum umboðs- mann Guðmundar Bragasonar og Teits Örlygs- sonar. Herbert sem verið hefur einn af burðarstólp- um ÍR og landsliðsins frá því hann kom til lands- ins frá Bandaríkjunum fylgir því í fótspor fyrr- nefndra félaga sinna úr landsliðinu, þeirra Guð- mundar og Teits og verður þriðji íslenski atvinnu- maðurinn í Evrópu í vetur. Segja má að nú séu ís- lenskir körfuboltamenn loksins komnir á kort at- vinnumennskunnar aftur síðan Pétur Guðmunds- son lék með LA Lakers í NBA deildinni forðum. gþö. Herbert Arnarson í baráttu við Þórsarann Fred Williams Mynd: gb KNATTSPYRNA Heimir tHÚ? Svo gæti farið að Heimir Guðjónsson Ieiki ekki með KR á næsta keppnistíma- bili. Hann er eini leiionaður fé- lagsins sem ekki hefur undirrit- að samning um áframhaldandi veru í vesturbænum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa Skagamenn sett sig í samband við KR- ing- inn og reynt að fá hann til að ganga til liðs við ÍA. Heimir er tvímælalaust einhver besti leik- maður landsins í dag og því er það hverju liði styrkur að fá hann í sínar raðir. Að sama skapi er það mikil blóðtaka fyr- ir KR að missa Heimi úr her- búðum sínum og fljótt á litið eru það ekki margir leikmenn hérlendis sem gætu fyllt það skarð sem Heimir skildi eftir, yfirgæfi hann vesturbæjarveld- ið. Ekki náðist í Heimi til að bera þessa frétt undir hann, þar sem hann er staddur er- lendis. gþö GOLF • Alþjóðlegt mót ðm Ævar sigraði Orn Ævar Hjartarson, kylf- ingur úr Golfklúbbi Suð- urnesja, gerði sér lítið fyrir og sigraði á sterku alþjóð- legu unglingamóti sem haldið var í Frakklandi og lauk á föstudaginn. Örn Ævar spilaði hringina fjóra á 284 höggum, en franskur spilari í öðru sæti með 287 högg. Örn Ævar lék hringina á 72, 69, 74 og 69 höggum, en mótið var leikið á tveimur völlum. Kylfingar fengu ágætis veður síðari tvo keppnis- dagana, eftir úrhellisrigningu fyrstu dagana. Þrír aðrir íslendingar tóku þátt í mótinu. Birgir Haraldsson úr GA hafnaði í 12.-13. sæti af 49 keppendum á 305 höggum, Þorkell Snorri Sigurðsson úr GR lék á 310 höggum og Pétur Sig- urðsson úr GR á 330 höggum. Skagamenn genguút íslands- og bikarmeistarar ÍA yfirgáfu salinn á lokahófi 1. deildarleikmanna í knatt- spyrnu sem haldið var á Ilótel íslandi sl. föstudags- kvöld. Radíusbræður skemmtu í hófinu og beindu skotum sínum að Skaga- mönnum, sem þótti nóg um og yfirgáfu salinn. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, bað Skagamenn afsökunar á skemmtiatriðunum og fékk Skagamenn til að koma aft- ur í salinn. Koumeev enn meiddur Rússneski leikmaðurinn Al- exander Kourtneev, sem leikið hefur með KA-liðinu í blaki, mun að öllum líkind- um ekki leika með liðinu fyrr en eftir áramótin. Kourtneev hefur átt við þrá- lát meiðsl í hné að stríða og fyrr í þessum mánuði gekkst hann undir minni háttar að- gerð á sjúkrahúsi, þar sem fjarlægt var brjósk úr lið- þófa. Elsbestur / holukeppni Ernie Els frá Suður Afríku tryggði sér þriðja heims- meistaratitilinn í holukeppni í röð á sunnudaginn þegar hann lagði Vijay Singh frá Fiji að velli í úrslitum. Mótið var samkvæmt venju haldið á Wenthworth vellinum í Englandi. Els er fyrsti kylf- ingurinn til að sigra á mót- inu þrjú ár í röð, en Spán- verjinn Seve Ballesteros sigraði á mótinu fjórum sinnum á fimm ára tímabili. HANDBOLTI • Dregiö í Evrópumótunum í dag Þrjú ísiensk íið i pottinum Dregið verður í 2. umferð á Evrópumótunum í handknattleik um hádeg- isbilið í dag, en þrjú xslensk lið eru í pottinum, en sextán lið eru eftir í pottinum í mótunum Qórum. Stjarnan mátti þola eins marks tap gegn Hirschmann frá Hollandi f síðari leik liðanna í EHF-keppmnni, sem háður var ytra á laugardaginn. Stjarnan náði um tíma sex marka for- skoti í leiknum, en átti í miklum vandræðum í sóknarleiknum á lokakaflanum og mátti síðan þola tap 17:16. Stjörnumenn unnu með fjögurra marka mun í fyrri leiknum. Haukar mættu Martve frá Georgíu í Borgakeppninni í tveimur leikjum í Hafnarfirði og reyndist þar um ójafna leiki að ræða, Haukarnir unnu fyrri leikinn með tuttugu marka mun, 36:16 og þanh síðari 35:20. Valsmenn mættu andstæð- ingum sínum, Donetsk frá Úkraníu í tveimur leikjum í Þýskalandi um helgina og máttu þola tap í báðum leikjun- um, 19:20 og 16:29. Þriðja íslenska liðið áfram er KA, sem sló svissneska liðið Amiticia út í Evrópukeppni bik- arhafa.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.