Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Page 5

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Page 5
jDagnr-tlImmut Þriðjudagur 22. október 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS „ísland er prófsteinn á mína hönnun“ Um síðustu helgi fór Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir, fata- hönnuður á Akur- eyri, með haust- og vetrarlínuna sína til Reykjavíkur. Hún œtlar að kynna vör- una betur fyrir land- anum sem henni finnst heldur tregur til að klœaðst íslenskum skinnfatnaði. Fyrirtækið Sunneva Design mun nú selja vörur sínar fyrir norðan og í Leðuriðj- unni Atson á Laugaveginum auk þess sem framleiðslan sem verið hefur í Listagilinu á Akur- eyri flyst í húsnæði Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Sunneva segir að salan hafi verið stöðug en aðallega í mód- elfatnaði, sem er þungur og dýr í framleiðslu. „Sérpantanir eru skemmtileg dekurverkefni en ég vil losna aðeins úr því fari og kynna h'nuna betur fyrir íslend- ingum. Það er alltof sjaldgæft að sjá íslendinga klæðast mokka á meðan hverri mann- eskju á Ítalíu finnst slíkur fatn- aður sjálfsagður, dálítið tmdar- legt.“ Sunneva notar nær einimgis íslensk efni eins og skinn og fiskroð. En eru það aðallega út- lendingar sem kaupa? „Landinn minn tekur mér opnum örmum en hann kaupir ekki mikið. Kannski finnst hon- um þetta dýrt, en svo er ekki í samanburði við svipaða vöru annars staðar í heiminum. Mín von er auðvitað sú að íslending- ar fari að klæðast skinnfatnaði meira, þetta er menningin okk- ar og arfur. Allavegana ættum við alltaf að líta fyrst á vörur sem framleiddar eru hér heima úr hágæða íslensku hráefni áð- ur en við kaupum svipaðar vör- ur erlendis." Sunneva segir íslendinga mjög kröfuharða og með full- kominn fatasmekk. „Það er ekki út af engu sem BBC er að koma til íslands til að gera þátt um ís- lenska fatahönnun. Þannig er ísland prófsteinn á mína hönn- un, ef íslendingum líkar hún gengur hún alls staðar í heim- inum.“ Fjórar saumakonur auk Sunnevu og framkvæmdastjóri vinna við fyrirtækið Sunneva Design. „Við erum að verða hluthafafyrirtæki og við það verður fjárhagsstaðan vonandi sterkari og við getum komið vörunni betur frá okkur og unnið að markaðssetningu er- lendis og innanlands." Finnst þér þetta alltaf jafn gaman? „Þetta er líf mitt og sál, en núna vil ég fara að selja villt og galið. Ég er að vinna í því að gera þetta að öruggu framtíðar- fyrirtæki, sem getur haft marga starfsmenn og aukið á iðnaðar- flóruna innanlands. Ertu að vinna með einhver ný efhi? „Ekki sjálf í augnablikinu en vinkona mín starfar hjá fyrir- tæki á Ítalíu sem vinnur prjóna- flíkur úr silkiull, kasmír og svona fínni ull. Ég er að reyna að fá fyrirtækið til að selja lín- una sína hérlendis í samstarfi við mig. Fínleg ullarefni passa vel við t.d. geitaskinn og fisk- roð.“ Sunneva segir mikið að ger- ast í fatahönnun hérlendis enda hafi íslendingar smekkvísi til að bera framar öðum þjóðum. „Það er sprenging í okkur núna. Ég hef verið búsett er- lendis nógu lengi tii að sjá að hér á sér stað mikil nýsköpun í fatahönnun. Það þarf bara að koma vörunni á stærri markað án þess að framleiðslueining- arnar verði stórar því gæðin og fagurfræðin verða að halda sér.“ Ertu að flytja til Reykjavík- ur? „Ekki í bráð. Framleiðslan er hentug á Akureyri og efnahags- lega séð mikilvæg. Þetta er gamalgróinn fataiðnaðarbær og hér kunna gamlar og ungar konur að vinna með skinn og uilarvörur. Það getur þó verið að ég fari til Reykjavíkur til að halda betur utan um þetta seinna því öll markaðssetningin fer fram þar. Og framleiðslan er að flytja í nýtt húsnceði á Akureyri? Já, ég gat ekki lengur verið í galierístflnum. Þetta er gott iðn- aðarhúsnæði sem við flytjum í, hátt til lofts og vítt til veggja. Fólki verður eftir sem áður frjálst að kíkja inn þótt ég búist við að þetta verði ekki alveg eins opið. Ég eyddi of miklum tíma í að spjalla við fólk sem leit inn til mín í Listagilinu og fannst það alveg frábært, en svona er „bissnesinn“! mgh Gamli Nói með poppkomið í kassabílniim BÁgústsdóttir skrifar s húsinu þar sem ég hef mitt litla hreiður búa einnig ungir foreldrar með tvö börn, annað komið í skóla hitt í leikskóla. Þetta eru öndvegis börn og raunar bráðskemmtileg stundum. Þau eru nefnilega íhugular litlar manneskjur. Um daginn fór litla stúlkan að raula inni í herberginu sínu þegar ég hafði plantað mér við eldhús- borðið hjá mömmu hennar til að ræða landsins gagn og nauð- synjar. Þarna sat hún flötum beinum á gólfinu og lék ímyndunarleik með ýmsar skrítnar skepnur sem hún á í fórum sínum og söng fyrir þær: „Gamli Nói, gamli Nói keyrir kassabfl. Kann hann ekk’ að stýra, brýtur alla gíra. Gamli Nói, gamli Nói keyrir kassabfl“. Svo mörg voru þau orð. „Hvar lærðirðu þetta?“ spurði ég þegar litla konan kom fram að biðja um kex. Hún horfði á mig í djúpri undrun. „í leikskól- anum uððita.“ „Það er nefni- lega það“, sagði ég. „Og finnst þér gaman að syngja?“ „Uðð- ita“, svaraði sú stutta og hélt aftur á vit tuskuskrímslanna með nýfengið kexið. „Gamli Nói, gamli Nói keyrir kassa- bfl...“ og við móðir hennar héldum áfram að ræða fyrr- nefnd gögn og nauðsynjar. Það leið örlítil stund. „Gamli Nói, gamli Nói er að poppa popp. Kann hann ekk’ að poppa, læt- ur poppið skoppa”, o.sv.frv. Og þá gerðist það. Það sner- ist eitthvað við innan í mér, eins og þegar kefli veltur hring eftir hring og reisist svo upp á end- ann þar sem síst skyldi. Allt í einu fékk ég yfir mig af aum- ingja Nóa, sem var einu sinni guðhræddur og vís, þó hann væri full ölkær á köflum skv. mínum heimildum. En ég kann mig svona yfirleitt í öðrum hús- um og sagði því ekkert. „Hvað er manneskjan að fara?“ spyrja frjálslyndir nútíma lesendur. „Mega börnin ekki syngja fyrir þessu kerlingaróbermi?" Jú. Hér með gef ég öllum börnum þessa lands leyfi til að syngja - og það bæði hátt og mikið við sem flest tækifæri. Nú urðuð þið fegin, ekki satt? Ég vil hins veg- ar svipta fullorðið fólk leyfi til að kenna börnum hverja am- böguna á fætur annarri. Raun- ar er mér stórlega til efs að leyfi til að afbaka ljóð og vísur hafi nokkurn tíma verið gefið út. Þetta bara gerðist einhvern veginn og var látið kyrrt liggja. Og fóstrur landsins, ekki bara í Eyjafirði - o sei, sei nei - kyrja þennan „kveðskap” með blíðu brosi. „Það heitir leikskóla- kennari góða mín, leikskóla- kennari". Já ég veit það. En kennarar þurfa að mínu mati að huga afar vel að því sem þeir láta sér um munn fara í návist nemenda sinna, hvort heldur er í bundnu eða óbundnu máli. Mér finnst það gilda jafnt um innihald orð- ræðu, málfarið og það að fara rétt með texta sem börnum eru kenndir. „ísland farsælda frón upp um alla veggi og kannski Gunnarshólma líka?“ spyr nú einhver í hæðnistón. Nei, nei ekki nauðsynlega í leikskólan- um. En fljótlega upp úr því; svona í öðrum bekk! - Þetta var nú bara fyrir ykkur sem eruð orðin reið og viljið alls ekki skilja hvað ég er að fara. Það er áhyggjuefni hvernig við fullorðna fólkið látum í vax- andi mæli undan málfarslegum dægurflugum og teljum okkur koma til móts við unga fólkið á öllum aldri, með því að slaka sí- fellt meira á málfarstaumnum. taka upp slettur og afbakanir af margvíslegum toga. Ég h't svo á að það sé ein af mörgum skyld- um kennara að hjálpa æskunni til að varðveita tunguna í sem gróskuríkastri mynd í stað þess að fara „niður“ á stig þeirra sem óþroskaðri eru og láta hentistefnu dagsins ráða ferð- inni. „Kommon. Maður meikar nú ekki sona sikk þröngsýni. Djísess“. (Láttu þér segjast. Það kærir sig enginn um svona sjúklega þröngsýni. Jesús.)

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.