Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Síða 1
Rjúpnaskytturnar
Geysilegur
kostnaður
Starfsmenn Pósts og
síma fundu bíl rjúpna-
skyttnanna með þvf að
mlða út GSM-sfma sem var f
bifreiðinni.
Rjúpnaskytturnar, sem sakn-
að var síðan í fyrrakvöld, komu
fram á bóndabæ við gamla Sel-
vogsveginn á 4. tímanum í gær.
Þeir voru líkamlega vel á sig
komnir og þörfnuðust ekki
læknisaðstoðar þrátt fyrir að
hafa verið í hrakningum í tæp-
an sólarhring. Talið er að um
300 manns hafi leitað að skytt-
unum og er kostnaður gífurleg-
ur að mati hjálparsveitarmanns
hjá Landsbjörg.
Mennirnir villtust í fyrra-
kvöld í mikilli þoku og vissu
ekki hvar þeir voru fyrr en þeir
sáu vörðu á gömlum slóða sem
vísaði þeim leið til byggða.
Laust fyrir miðnætti höfðu að-
standendur samband við lög-
regluna og leituðu menn á um
15 björgunarsveitarbflum í
fyrrinótt. í gær var leitarsvæðið
stækkað auk þess sem notast
var við þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar. Um hádegið tókst svo
Pósti og síma að miða út bfl
rjúpnaskyttnanna út frá GSM-
síma sem var í bifreiðinni og er
það í fyrsta skipti sem þessi
tækni er notuð hérlendis svo
vitað sé. „Þetta er mjög athygl-
isvert. Með því að hringja í sún-
ann og nota síðan sérstaka
tækni var hægt að miða út jepp-
ann með eins kflómetra ná-
kvæmni," segir Ingimundur
Guðmundsson hjá Landsbjörg.
Nokkrum tímum síðar komu
svo mennirnir til byggða.
Ingimundur sagði að það
yrði fundur eftir helgi og fram
að því væri ekki hægt að segja
fyrir um kostnað eða umfang
leitarinnar með nákvæmni.
„Það er alveg ljóst að kostnað-
urinn er geysilegur en annars
er aldrei hugsað út í það,“ sagði
Ingimundur.
Sjá einnig bls 3. BÞ
Heimtir úr helju
Bræðurnir Arnþór t.v. og Guðlaug-
ur Pálssynir voru þreyttir en sælir í
gær þegar þeir komust til byggða,
en þeirra hafði verið leitað í um 16
klukkustundir eftir að þeir viiltust á
rjúpnaveiðum á Bláfjallasvæðinu.
A innfelldu myndinni er bifreiðin
sem bræðurnir notuðu til fararinn-
ar en Póstur og sími miðaði út bíl-
inn með því að hringja í GSM-síma
sem var í bílnum. BÞ/Myndir BG og S
Reykjavík
Börnín voru bundin
Innanlandsflug
800 m.kr.
flugstöð við
Nauthólsvík
s
gær var samþykkt í
samgönguráðuneytinu að
stefna að byggingu nýrrar
flugstöðvar við Nauthólsvík,
sem þjóna myndi öllu flugi til
og frá Reykjavík. Kostnaðar-
áætlun gerir ráð fyrir að hún
muni kosta um 800 milljónir
króna. Staðsetningin er sam-
kvæmt skipulagi Reykjavíkur-
borgar og er stefnt að því að
ekki verði byrjað á fram-
kvæmdinni síðar en endurbæt-
ur heíjast við Reykjavíkurflug-
völl, væntanlega öðru hvoru
megin við aldamótaárið.
Jón Birgir Jónsson, ráðu-
neytisstjóri í samgönguráðu-
neytinu, segir að í umræðunni
sé að stofna fyrirtæki svipað og
gert var í kringum Hvalfjarðar-
göngin. Fjárfestar nytu síðan
tekna af starfseminni. BÞ
Foreldrar kæra dag-
mömmu til Dagvistar
barna í Reykjavík.
Dagmamma í Smáíbúða-
hverfi í Reykjavík var í
gær kærð til Dagvistar
barna fyrir vanrækslu í starfi.
Konan er sökuð um að hafa
bundið börnin niður langtímum
saman og látið hjá líða að sinna
þeim eins og lög og reglur gera
ráð fyrir. Hjónin sem kæra
segja að óeðlileg deyfð hafi ríkt
hjá börnunum Qórum sem kon-
an átti að sinna, einkum þegar
ekki viðraði til útivistar.
„Konan mín fór óvænt um
miðjan dag til dagmömmunnar
einn daginn. Hún hringdi dyra-
bjöllunni og gekk síðan beint
inn og hitti dagmömmuna sem
kom á móti henni og spurði með
nokkrum þjósti hvað hún vildi.
Konan mín sagðist vera að
sækja drenginn okkar. Þá sagð-
ist dagmamman ekki hleypa
henni inn, stóð í dyrunum að
eldhúsinu og rétti út hendurnar
þannig að konan kæmist ekki
inn í eldhúsið. Konan mín varð
reið og ýtti henni frá og spurði
hvað þetta ætti að þýða. Þá
kemur hún að börnunum fjór-
um - öll voru þau bundin niður,
tvö x kerrum og tvö í stólum,"
sagði faðir 2 ára drengs sem
var í vistun hjá dagmóðurinni.
Þarna upphófst rifrildi. Dag-
mamman sagði að hún væri að
fara að gefa börnunum að
borða. Faðirinn segir að það
hafi reyndar ekki passað, enda
klukkan orðin hálfþrjú, börnin
nývöknuð, enginn matur sýni-
legur, ekkert drykkjarhæft og
engin leikföng.
„Börnin þarna voru alltaf af-
skaplega dauf, við tókum eftir
því hjá syni okkar að hann tók
ekki almennilega við sér fyrr en
eftir svona hálftíma eftir að við
komxim heim, hann er kraft-
mikill strákur og mikill leikur í
honum,“ sagði faðirinn.
Það tók hálftíma þras að ná
barninu út frá dagmömmunni,
sem sagðist vera góð við börnin
og krafðist skýringa á því hvers
vegna móðirin vildi taka barnið
úr dagvistinni. Önnur dagvist
fékkst, og segir faðirinn að allt
yfirbragð drengsins hafi breyst
um leið, hann farinn að leika
sér og allur hinn hressasti.
Hjónin höfðu vakið athygli
Dagvistar barna á ástandinu í
þrígang en ekkert var aðhafst
af þeirra hálfu. Þau höfðu áður
orðið vör við að börrnn voru
bundin niður inni á heimflinu
og telja að það hafi
verið gert langtím-
um saman. Einu
siimi komu þau að
barninu sínu
bundnu niður í
kerru úti við dyr.
Steininn tók síðan
úr þegar móðirin
sá drenginn bund-
inn niður í eldhúsinu, eftir að
dagmamman hafði lofað að láta
af slíku.
Dagmóðirin sem um er rætt
hefur starfað í 20 ár. Dagmæð-
ur Reykjavíkur eru um 220
talsins og starfa samkvæmt
ströngum kröfum Dagvistar
barna og undir eftirliti Dagvist-
arinnar. Sjá einnig bls.3. -JBP
Það tók hálftíma þras að ná
barninu út frá dag-
mömmunni, sem sagðist
vera góð við börnin.
Lífið í landinu
Uppskríft
að góðu
hjóna-
bandi
Bls. 6
Biskups-
stofa á
berangrí