Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Síða 6

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Síða 6
6 - Föstudagur 25. október 1996 jDagur-^Emrám FRETTASKYRIN G Biskupsembætti á berangri Hildur Helga Sigurðardóttir skrifar Þá er 27. kirkjuþingi lokið og hvað sem öðru líður, þurfa kirkjiumar menn varla að kvarta undan áhugaleysi almennings eða ijölmiðla á því sem þar fór fram. Hvort sá áhugi er allur af góðu til kominn er svo annað mál. En á göngum kirkjuþings, sem lauk í Bústaðakirkju í gær, mátti greina talsverð sárindi í garð íjölmiðla hjá mörgum prestum. Þeim þótti gæta allt of mikillar tortryggni í garð fjármála kirkjunnar, þar sem of- sjónum væri séð yfir ímynduðu ríkidæmi hennar, en hins vegar væri vanmetið allt það jákvæða starf sem innt er af hendi innan vébanda hennar. „Það virðist al- veg hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem fjalla um kirkjuna á opin- beriun vettvangi", sagði einn presturinn, „að safnaðarstarf hefur sennilega aldrei verið í meiri blóma á landinu en einmitt nú“. Aðrir prestar, ekki síst af yngri kyn- slóðinni, eins og t.d. séra Svavar A. Jónsson frá Akureyri, töluðu um gildi þess að kirkjan ynni markvisst að því með aukinni fræðslu og þjónustu við þegnana að bæta ímynd sína, ekki síst í fjölmiðlum. Svipaðar yfirlýsingar má heyra á að- alfundum hér um bil hvers einasta ver- aldlegs fyrirtækis. Þær vekja því ósjálf- rátt spurningar um það hvernig rekstur fyrirtækisins þjóðkirkjunnar standi í dag. Aukin aðgreining ríkis og kirkju Helsta meginbreytingin sem orðið hefm á högum kirkjunnar nýverið, er að hún hefur öðlast aukið sjálfstæði frá ríkis- valdinu. Þessu sjálfstæði fylgir mikil aukin ábyrgð, ekki síst á eigin fjármála- þáttum, sem nú hlaðast upp í ranni þjóðkirkjunnar, ekki síst hjá biskups- stofu. En fjárhagsleg umsýsla embættis biskups og það hvernig brugðist skuli við breyttum tímum, voru helstu viðfangs- efni kirkjuþings í ár. Með lagabreytingu 1994, þar sem kveðið var á um stóraukinn aðskilnað ríkis og kirkju færðist fjöldi stórra liða úr umsjá Dóms- og kirkjumálaráðneytis yfir tU biskupsstofu. Má þar nefna helst- an kirkjumálasjóð, en undir hann feUur rekstur prestssetrasjóðs og er gert ráð fyrir 52 milljón króna framlagi til hans úr ríkissjóði. Um það segir í áfangaskýrslu starfshóps þjóðkirkj- unnar um fjármál kirkjunnar: „Að mati kirkjunnar nægir þessi fjár- hæð ekki til að sinna þeim verkefn- um sem hvfia á sjóðnum....Kirkjan telur að ekki hafi verið tekið tillit til umsýslukostnaðar sjóðsins þegar málefni prestssetra voru flutt frá rfkinu til kirkjunnar". Og það er reyndar margt fleira sem kirkjunnar mönnum þykir ekki hafa verið tekið með í reikninginn þegar kirkjan tók yfir hinn ýmsa rekstur af ríkinu. Svo áfram sé tal- Silfrastaðakirkja í Skagafirði. Mynd: GS ið það sem nú heyrir undir biskupsstofu má nefna kostnað við kirkjuþing, kirkju- ráð, prestastefnu og viðhald biskups- garðs, fjölskylduþjónustu kirkjunnar, söngmálastjórn og tónlistarfræðslu og starfsþjálfun guðfræðikandidata. En kirkjuþing samþykkti einmitt til bráða- birgða að stytta starfsþjálfunartíma kandidata um helming, úr fjórum mán- uðum í tvo, í sparnaðarskyni. Biskupsstofa í bullandi mínus Þegar rýnt er í rekstraryfirlit yfir helstu útgjaldaliði þjóðkirkjunnar, rauntölm- fyrir 1994 og 1995 og áætlun fyrir 1996, vekur fyrst athygli hve mikill munur er milli ára undir liðnum „Biskup íslands". Sá liður er jákvæður um á þriðju milljón í hitteðfyrra, um á sjöttu milljón í fyrra, en áætlaður neikvæður um hátt í fimm milljónir í ár. Að sögn Sigríðar Daggar Geirsdóttur, nýráðins fjármálafulltrúa biskupsstofu, er þarna fyrst og fremst um uppsafnaðan „fortíðarvanda" ár- anna á undan að ræða. Þ.e. tilfærslurnar hafa kostað kirkjuna mikið í bókhaldinu, a.m.k. sé til skamms tíma litið. „Það þurfti að ráða nýtt fólk til að sinna nýj- um verkefnum og við fórum fram úr fjárlagaáætlun“ sagði Sigríður Dögg. Að öðrum málum slepptum, þá verð- ur ekki betur séð en að með öllum þeim mörgu málaflokkum sem biskupsstofa hefur nú beint á sinni könnu slagi hún nú upp í að jafnast á við eitt ráðuneyti. Starfsmenn biskupsstofu eru hins vegar ekki nema sextán, að fj ármálastj óranum nýráðna meðtöldum. Það virðist því skiljanlegt að kirkjan, lflct og önnur fyr- irtæki, þurfi ákveðinn tíma til að takast á við allar þessar rekstrarbreytingar -og þurfi jafnframt að huga vandlega að breytingum á innra skipulagi. Kirkjan hefur farið fram á auknar fjárveitingar til að standa straum af þessum breytingum, en oftast fengið þau svör hjá ríkisvaldinu að fyrst beri henni að skilyrða eigin starfssemi, t.d. með því að steypa saman einhverjum af þeim fjölmörgu sjóðum sem hún hefur innan sinna vébanda. Undir biskupsstofu heyra nú einir sex stórir sjóðir, en litlir sjóðir sem tengj- ast þjóð- kirkjunni skipta sem næst þúsund- um, þó að stund- um sé um afar smáar upp- hæðir að ræða. Undir lok kirkjuþings voru lagðir fram sundurliðaðir reikningar biskups- stofu, en umræður um þá ollu talsverðu fjaðarfoki fyrstu daga þingsins. Séra Geir Waage hafði sig mest í frammi þeirra, sem kröfðust þess að sjá þessa reikninga, en þeir munu ekki hafa verið lagðir fram áður. Séra Geir tók sérstak- lega fram að krafa sfh væri ekki til kom- in sökum þess að hann teldi óhreint mjöl í pokahorni biskupsstofu í fjármálum, heldur hlyti það að vera eðlileg krafa þingfulltrúa að sjá nú reikninga þar sem Helsta meginbreyting- in sem orðið hefur á högum kirkjunnar ný- verið, er að hún hefur öðlast aukið sjálf- stæði frá ríkisvaldinu umfang starfsemi hefur aifidst svo mjög. Biskup kvaðst í gær einnig telja slíkt eðlilegt, en harmaði þó að séra Geir hefði sett kröf- una fram í fjölmiðl- um með þeim hætti sem hann gerði. Til þess er hins vegar að taka, að í núverandi skipulagi er biskupsstofa það sjálfstæð eining að hún hefur í raun ekkert undir kirkju- þing að sækja og umræddir reikningar voru því fyrst og fremst lagðir fram að lokum til að eyða hugsanlegri tortryggni. „Kalda stríðinu er lokið“ Þó að margt missættið innan kirkjunnar þætti hafa verið viðrað að óþörfu í fjöl- miðlum, var einnig til þess tekið, m.a. í máli séra Karls Sigurbjörnssonar í tengslum við úrsagnir úr þjóðkirkjunni, að úlfúðin innan kirkjunnar sjálfrar hefði orðið til þess að margir hefðu hreinlega „gefist upp á henni“. Vígslu- biskup, séra Sigurður Sigurðsson á Sel- fossi, gerði einnig úrsagnirnar að rnn- ræðuefni, í víðu samhengi, þar sem hann ræddi um breytta tíma. „Kalda stríðinu er lokið“, sagði vígslubiskup. „Og ýmis borgaleg öfl, sem áður studdu kirkjuna telja sig ekki hafa not fyrir hana lengur“. Séra Sigurður bætti því við að kirkjan stæði nú á hugmyndafræðilegum ber- angri og það væri hin djúpa ástæða fyrir því að æ fleiri efuðust um að kirkjan hefði nokkra þýðingu fyrir þá. Það var því einnig litið í eigin barm hvað varðar trúfræðileg mál á þessu kirkjuþingi, en mál málanna voru þó flest fjármálatengd með einum eða öðr- um hætti. Séra Magnús Erlingsson lét þung orð falla varðandi ráðningu aðstoðarprests í Ísaíjarðarprestakalli, sem enn hefur ekki komið til framkvæmda. En mjög sterk krafa er um slíkt að vestan, þar sem m.a. hefur mætt mikið á prestum vegna náttúruhamfara í fyrra og var málið m.a. mikið rætt á presta- stefnu í sumar sem leið. „Er hér einveldi, eða er yfirstjórn kirkjunnar bara angi af lénsveldinu þeg- ar allt kemur til alls“, sagði séra Magnús og var mikið niðri fyrir þegar hann spurði hvort þessi embættisveiting væri endanlega dottin upp fyrir. Hann benti einnig á að einna flest niðurlögð prestaköll væru einmitt á Vestfjörðum. En Kristnisjóður sem á að kosta aðstoðarprestsþjónustu, fær ein- mitt tekjur sínar af árlegu framlagi rík- issjóðs, sem svarar hámarkslaunum presta í þeim prestaköllum sem lögð eru niður. „Aukið sjálfstæði kirkjunnar hef- ur sl. þrjú ár þýtt að sjálfstæði biskupsembættisins hefur hka auk- ist til muna“, segir séra Geir Waage. „Eina eftirlitið með biskups- stofu nú er í höndum ríkisend- urskoðunar, sem sér um að bók- haldið sé í lagi. Embætti biskups, biskupsstofa er nú stjórnfræðilega séð á berangri. Það er í raun alls ekki réttlætanlegt að ætla einum aðila alla þessa ábyrgð án þess að hann geti lagt sín verk einhvers staðar fyrir“. Meðal þess sem séra Geir vill breyta er að auka völd vígsluhiskupanna tveggja, þannig að í stað biskups eins komi til þrí- eyki. Hvort sem af slíku verður eð- ur ei, þá er ljóst að íslenska þjóð- kirkjan gengur nú í gegn um mikla umbrotatíma, ekki aðeins hug- myndafræðilega, heldur einnig skipulagslega. Hins vegar er fátt nýtt undir sól- inni í sögu kirkjunnar í heiminum, a.m.k. ekki það að biskupar þurfi að reka kirkju sína eins og hvert annað stórfyrirtæki. Það er þó deginum ljósara eftir þetta kirkjuþing, að bein umsvif fyrirtækisins þjóðkirkjunnar hafa aukist til muna.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.