Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Page 7

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Page 7
JDagur-'Soramt Föstudagur 25. október 1996 - 7 ERLENDAR FRETTIR Jafnrétti Starfsmat gegn launamisrétti Með kynhlutlausu starfsmati er unnt að draga úr launamis- rétti kynjanna. Á ís- landi er í þann veginn að fara af stað til- raunastarfsmat á vegum félagsmála- ráðuneytisins Kynhlutlaust starfsmat er ein áhrifaríkasta leiðin til þess að draga úr þeim mun sem er á launum karla og kvenna, að því er sænski hag- fræðingurinn Anita Harriman segir, en hún er nú stödd hér á landi. Hún hefur sérhæft sig í vinnumarkaðsmálum og ein- beitt sér sérstaklega að því að þróa aðferðir við að draga úr kynbundnu launamisrétti. Hún stýrir nú umfangsmiklu rann- sóknarverkefni á vegum sænsku Vinnumarkaðsstofmm- arinnar þar sem verið er að þróa kynhlutlaust starfsmats- kerfi auk þess sem leitað er leiða við að efla áhrif kvenna í sjálfu samningaferlinu. Að sögn Anitu Harriman hafa verið reyndar ólíkar leiðir til þess að minnka launamun kynjanna eftir að kannanir leiddu ótvírætt í ljós að um slík- an mun væri að ræða í Svíþjóð, og hann væri fremur að aukast en hitt. Munurinn á launum karla og kvenna er nú um 8 prósent að með- altali í Svíþjóð, og hefur þá verið tekið tillit til þátta á borð við menntun, starfs- grein og aldur þannig að þenn- an mun er ekki hægt að skýra öðru vísi en svo að það sé kyn viðkomandi starfsmanna sem ræður honum. „Þegar þetta kom í ljós áttuð- um við okkur á því að við værum að brjóta eigin landslög og al- þjóðlega samn- inga sem við höf- inn skrifað xmdir og heitið því að fara eftir,“ sagði Harriman á blaðamannafundi sem haldinn var í gær á Skrifstofu jafnréttis- mála. Byrjað var á því að styrkja sænsku jafnréttislögin, sem eru frá 1980, en þau reyndust hafa verið frekar bit- laus í baráttunni gegn launa- misrétti kynjanna. Bætt var inn í þau nýrri grein þar sem at- vinnurekendum er gert skylt að kortleggja bæði störf og laun hjá fyrirtæki sínu og leggja í framhaldi af því fram áætlun um nákvæmlega hvað þeir ætli að gera til þess að minnka launamun kynjanna. Þetta ákvæði hefur að sögn Anitu reynst öflugt tæki við að fá upp- lýsingarnar fram á borðið og opna augu fólks fyrir því hvern- ig ástandið er. Enn meiri vonir eru þó bundnar við starfsmatskerfið sem verið er að þróa undir stjórn Anitu Harriman. Miklar kröfur eru gerðar til starfsmats af þessu tagi, því það þarf að vera bæði auðvelt í notkun og nægilega sveigjanlegt tU þess að hægt sé að nota það í ólíkum starfsgreinum. LykUatriðið er þó að matskerfið sé kynhlut- laust, þ.e. að þeir sem gegna því hlutverki að leggja mat á ólík störf geti ekki séð hvort þau eru unnin af karh eða konu. Kerfið hefur verið bæði þróað, prófað og metið inn á einstökum vinnustöðum og í náinni samvinnu aUra sem hlut eiga að máU. Tilraunaverkefni á ís- landi að fara af stað Á íslandi er launamunur karla og kvenna um 11 til 14 prósent, eða nokkru meiri en í Svíþjóð. Ljóst er að íslensk stjórnvöld og íslenskir atvinnurekendur eru með þessu að brjóta bæði landslög og alþjóðlega samn- inga ekki síður en Svíar. í lög- um um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna frá 1991 segir að konum og körlum skuli greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara „fyrir jafnverðmæt Anita Harriman og Siv Friðleifs- dóttir útskýra kosti á kynhlutlausu starfsmati. og sambærUeg störf." Þetta ákvæði kallar beinlínis á það að skoðað verði hvaða störf eru „jafnverðmæt og sambærileg“. Á síðasta ári skipaði félags- málaráðherra starfshóp, þar sem sæti eiga fuUtrúar frá aðil- um vinnumarkaðarins, sem skyldi safna upplýsingum og gera tillögur um starfsmat á ís- landi. Er starfsmatið, eins og í Svíþjóð, hugsað sérstaklega sem tæki til þess að draga úr launamun kynjanna. Nefndin skilaði frá sér áfangaskýrslu í febrúar síðastliðnum þar sem meðal annars er lagt til að framkvæmt verði tilrauna- starfsmat. Siv Friðleifsdóttir er formað- ur nefndarinnar, en hún var eiimig á blaðamannafundinum með Anitu Harriman. Að sögn hennar er nýbúið að ráða starfsmanna á vegum félags- málaráðuneytisins til þess að koma slficu tilraunastarfsmati af stað. Meiningin er að fá eina eða tvær stofnanir hjá ríkinu, eina hjá Reykjavíkurborg og eina frá vinnumarkaðnum tU þess að taka þátt í þessu verk- efni. Nefndin stendur núna frammi fyrir því að velja hvaða starfsmatskerfi verði notað í tU- rauninni, en Anita Harriman sat m.a. fund með nefndinni þar sem hún fór ýtarlega yfir nýja starfsmatskerfið sænska. -gb Rússland Ótti við íslam endurvakinn Svangur og niðurdreginn her: Rússneskir hermenn í Tjetjeníu. Aleksandr Lébéd, fyrrum öryggismálastjóri Rúss- lands, sagði nýlega að Rússland gæti ekki samþykkt fyrirhugaða stækkxm NATO í austur. í aðalstöðvum þess bandalags í Brussel sagði hann litlu síðar að pólitískt séð og lagalega væri ekkert athugavert við það að fyrrverandi austur- blokkarrfld gengju í NATO. En NATO skyldi hafa í þeim efnum náið samráð við Rússland. Andrej Kosýrev, fyrrum utanrfldsráðherra Rússlands, sem samtímis heimsókn Lébéds til Brussel var á ráðstefnu um öryggismál Evrópu í Humlebæk á Sjálandi, sagði þar að Rúss- land væri í raun hætt að beita sér gegn stækkxm NATO í aust- ur, en mæltist aðeins til þess að hún gengi hægar fyrir sig en fyrrverandi austurblokkarríki a.m.k. vilja. Á óformlegum fundi varnar- málaráðherra NATO-ríkja í Björgvin nýlega ákváðu þeir að endanlegum ákvörðunum um stækkun NATO yrði frestað til næsta árs, öðrum þræði kannski af tillitssemi við Rúss- land. Hörmungarástand á her Skýringa á bak við mótsagna- kennd viðbrögð rússnesku for- ystunnar í þessu máli o.fl. er lfldega að leita m.a. í slæmu ástandi þar innanlands og vax- andi ótta Rússa við íslamska heiminn, sem vera kann að far- inn sé að ýta ótta þeirra við Vestrið til hhðar. Af gífurlegum innanlands- vandamálum Rússlands ber hvað hæst um þessar mundir hörmungarástand á her þess. í rússneska hernum eru um 1,7 milljón manns. Vegna vand- ræða í íjármálum er mikill mis- brestur á að hermenn fái kaup sitt greitt. í Moskvu eru þeir sagðir vera farnir að betla sér fyrir mat, í Kalíníngrad- héraði stöðva konur og börn þar stað- settra liðsmanna flughersins járnbrautarsamgöngur með því að setjast á teinana, vegna þess að menn þeirra og feður hafa ekki fengið laun greidd síðan í maí. Herinn kvað vera mikið til lamaður vegna þess að hann á ekki fyrir eldsneyti á farartæki sín og hergögn, rafmagni eða mat handa hermönnunum. Nú er með meira móti talað um hættu á valdaráni hersins í Rússlandi, e.t.v. í samvinnu við róttæk öfl til hægri og/eða vinstri. Niðurstöður skoðana- kannana og skýrslur öryggis- þjónustu benda til þess að margir rússneskir herforingjar hneigist nú að því að óhlýðnast stjórnvöldum, að „beita valdi“ Baksvið Dagur Þorleifsson ef hermennirnir fái ekki a.m.k. brýnustu lífsnauðsynjar og jafn- vel að „taka rfldð í eigin hend- ur“. Óttast um Mið-Asíu Þá hefur sjálfstraust rússneska hersins, illa farið eftir Afganist- anstríðið, sigið enn neðar af völdum Tjetjenastríðsins. Þau hrakföll Rússa kváðu og hafa endurvakið gamalgróinn ótta þeirra við íslamska heiminn. Þessi ótti fékk byr undir vængi við fall Kabúl í hendur Talibön- um og meðferð þeirra á Nadji- bullah, fyrrum skjólstæðingi Rússa þar. Með hugann við sambönd Tyrkja við íslamskar Kákasusþjóðir fyrrmeir óttast Rússar að sjálfstæð Tjetjema verði fylgirfld Tyrklands. Frést hefur að í Grosníj, þar sem Rússar voru til skamms tíma meirihluti íbúa, séu tjetjenskir sjálfstæðissinnar teknir að framfylgja íslamslögmáli stranglega. Hversu langt verður þangað til íslamskir bænakall- arar verða farnir að tóna frá Rauðatorgi í Moskvu? spyr rússneska blaðið Moskovskíj Komsomolets. Með hliðsjón af síðustu at- burðum í Afganistan óttast Rússland um ítök sín í fyrrver- andi sovésku Mið-Asíu. Taliban- ar kunni að gera frið við Masood, helsta stríðsherra afg- anskra Tadsjíka, og muni hann þá ráðast inn í Tadsjíkistan, sem liggur norðxu- af Afganist- an, með það fyrir augum að mynda „Stór-Tadsjíkistan“ úr Tadsjfldstan og Norðaustur-Afg- anistan, sem er einnig byggt Tadsjíkum. Rússar hafa her í Tadsjíkistan, stjórn þess og ítökxun sxnum í Mið-Asíu til verndar, en rússneskir herfræð- ingar eiga ekki von á því að það lið gæti orðið Masood mikill þrándur í götu. Þar að auki er Úsbekistan, íjölmennasta ríki fyrrverandi sovésku Mið-Asíu, farið að spyrna frá sér rúss- neskum áhrifum og sýna áhuga á samböndum við Bandaríkin og Pakistan. Með hliðsjón af þessu má vera að rússneskir ráðamenn sækist í auknum mæli eftir góð- um samböndum við Vestrið, sem þeir telja að einnig hafi ástæðu nokkra til ótta við ís- lam.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.