Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Side 4

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Side 4
IV - Laugardagur 26. október 1996 ÍDagur-Œtmmn SÖGUR O G SAGNIR MIKIL samanburðar- vísindi eru iðkuð þegar verið er að semja um kaup og kjör. Hálaunuð- ustu embættismenn fá drjúgar hækkanir vegna þess að þeir hafa dregist aftur úr og aðrir krcfjast kjarabóta út á saman- burð við öðruvísi menntaðan starfskraft. Svo er gerður sam- anburður milli kynja, lands- hluta, ríkja og tímabila og allir eru gróflega hlunnfarnir vegna þess að einhverjir aðrir gera það betra. Erfitt er um vik að gera sam- anburð á kjörum fyrr og nú af mörgum ástæðum. En hægt er að fá samanburð á milli laun- þega á einstökum tímabilum og atvmnugreinum. Hér verða tí- unduð kjör starfsfólks hjá Eyr- arbakkaverslun á síðustu ára- tugum 19. aldar. Heimildin er sá merki fræðimaður Jón Páls- son, en hann starfaði við versl- unina á árunum 1886-1902. Gífurlegur launamunur Kaup fastra verslimarþjóna, þeirra er heima áttu í „Húsinu“, var 100 krónm fyrsta árið, 200 krónm næstu þrjú árin og 400 krónm á ári, ef lengur voru. Auk þessa voru þeim ætlaðar 450 krónur á ári fyrir fæði, húsnæði og þjónustu. Laun verslunarstjóranna vissu menn eigi um með vissu, að öðru leyti en því, að árið 1875 voru þau 3000 krónur og 1892 4000 krónm. Sennilega munu þeir einnig hafa fengið einhvern ágóðahluta af við- skiptaveltu verslimarinnar. Dagkaup karfmanna við erf- iðisvinnu var kr. 1,35 á vori og hausti, en 2 krónm frá Jóns- messu til ágústmánaðarloka. Kvenfólk og vikadrengir fengu 1 kr. dagkaup um vortímann, en 1,35 um sláttinn. Þeir, sem unnu við skriftir á skrifstofu og ekki voru ráðnir til lengri tíma en nokkurra mán- aða í senn — t.d. á haust- og vetrarmánuðum — fengu 20 aura um klukkutímann eða 2 krónur á dag. Aukavinnan ekki ný af nálinni Að vinna margar vinnm var ekki óþekkt fyrir hundrað árum fremur en nú. Jón lýsir eigin kjörum á eftirfarandi hátt: Þótt kaupið væri ekki hærra en þetta, dró það sig saman, Ilf IP m 1 il’M lj* m fí®í ,i u 19 ■irwwAtt Verslunarbúð í Reykjavík á áttunda áratug síðustu aldar. Ekki er vitað með neinni vissu hversu nákvæm teikningin er, en hún birtist í bresku blaði með frásögn um íslandsferð. Teiknarar voru ekki alltaf með í ferðum og Ijósmyndun vandasöm og erfið og á fárra færi. En stórblöð þeirra tíma höfðu teikn- ara á sínum snærum, sem myndskreyttu fréttir og greinar og teiknuðu fólk, atburði og staði sem þeir höfðu aldrei séð. Kaup og kjör ffyrir 100 árum svo ég hafði um 150 krónm af- gangs yfir allan veturinn frá 1. október til 1. mars, eða þar til vetrarvertíðin byrjaði, en þá fór ég austur að Stokkseyri tif róðra um vertíðina, til saltmæl- inga og búðarstarfa fyrir versl- unina, sem ég gat því aðeins stundað, að ég réri hjá for- mönnum þeim, sem fljótir voru á sjónum, og tókst mér það ávallt, án þess það kæmi nokkru sinni að sök. Fyrir salt- mælinguna fékk ég 10 aura á hverja tunnu eða 80-100 krón- m yfir vertíðina. Kennslukaup mitt var 150 krónur fyrir alla vetrarmánuðina flmm, eða 1 króna á dag. Skonrok og brennivín Daglaimamenn þeir eða erf- iðismenn, sem unnu úti við að upp- og útskipun o.s.frv. þegar atvinna var mest um sumartím- ann, fengu auk dagkaupsins, eina skonroksköku og kvartpela af brennivíni fyrir hvern viku- dag. Var þessu úthlutað (6 skonrokskökum og hálfum öðr- um pela af brennivíni) að lok- inni vinnu laugardagskvöld hvert. í stað brennivínsins var kvenfólki og unglingum í té lát- inn kvartpeli af messuvíni, og var þetta ne&it „góðgerðir“, en voru í raun og veru aðeins nokkurs konar launauppbót. Þessu var síðan breytt þannig, að í stað góðgerðanna komu 12 aurar fyrir hvern virkan dag vikunnar, sem greiddir voru í peningiun á hverju laugardags- kvöldi. Venjulega var kaupgjald allt og vinnulaun greitt í vörum, en þeir sem inni áttu gátu þó ávallt fengið þriðjung inneignar sinnar greiddan í peningum. Eins þótti sjálfsagt að allir, jafn- vel þótt skuldugir væru, fengju peninga út í reikning sinn til nauðsynlegustu þarfa, t.d. opin- berra gjalda, þinggjalds, presta og kirkju og annarra slíkra álagna. Síðar voru gjöld þessi og fleiri slík skrifuð á milli- reikninga og talin sem peninga- greiðsla. Var þetta gert til hægðarauka fyrir alla þá, er áttu hlut að máli, kröfuhafa og gjaldendm. Illa þokkaðir vöruseðlar Um skeið gaf verslunin út gjaldmiðil þann er „vöruseðlar“ nefndust. Þetta voru 1 kr., 2 kr. og 5 kr. pappírsseðlar, nokkms konar ávísanir á vöruúttekt. Seðlar þessir voru mjög illa þokkaðir og síst betur en Landsbankakrónuseðlarnir, sem notaðir voru hér um eitt skeið og jafnvel enn í dag. (Hér mun höfundur eiga við svonefnda kvislinga, sem gefnir voru út á árum síðari heims- styrjaldarinnar þegar málmar Ódýrt brennivín og rándýrt kaffi Jón Pálsson gerir nokkra grein fyr- ir kaupi á síðasta áratug 19. ald- ar. Tímakaup verkamanna var 20 aurar og dagkaupið því 2 krónur, þar sem starfsdagurinn var 10 klukku- stundir. f vegavinnu höfðu menn 3 krónur á dag, verkstjórar 3.50. Kaupamenn höfðu 12 krónur á viku, eða fullorðinn sauð. Kaupakonur þén- uðu 6 krónur á viku, helming í smjöri og helming í peningum. Húsaleiga reiknaðist 10 krónur á mánuði og þjónusta á 2 krónur. Þá eru það útgjöldin. Verð á útlendri vöru var svolítið breytilegt milli ára þar sem heimsmarkaðsverðið breyttist. En munurinn var yfirleitt ekki mikill á greindu tímabili. Pund af hveiti kostaði 10 aura, kaffi- pundið 1,20 krónur, rúsínur 25 aurar pundið. Rúgmjölspundið kostaði 8 aura og sex punda rúgbrauð 60 aura. Brennivínspotturinn kostaði 87 aura og þriggja pela flaska af koníaki kr. 1.15. Hér eru upp taldar nokkrar algeng- ar vörutegundir og kaup erfiðsfólks fyrir um 100 árum. Er auðvelt að reikna út hve langan tíma það tók að vinna fyrir hveitipundi þá og nú, eða brennivínstári. Ljóst er að kaffið hefur verið fokdýr lúxusvarningur og klukkutíma tók að vinna fyrir kílói af hveiti. Og eins og sjá má tók það konur helmingi lengri tíma að vinna fyrir nauðþurftum en karlana.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.