Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Qupperneq 2
Laugardagur 16. nóvember 1996-11 Hagur-®mrirm H U S I N B Æ N U M Freyja Jónsdóttir skrifar Um mánaðamótin nóvem- ber-desember 1875 fær Sveinn Sveinsson snikk- ari útmælt fyrir hússtæði við Hlíðarhúsastíg, 36 x 30 álnir. Sú kvöð var á að húsið ætti að standa 5 álnir frá stignum. Hlíðarhúsastígur hét áður vegurinn frá Aðalstræti vestur að Seli og Ánanaustum, þar sem nú heitir Vesturgata. Nafn- ið dró hann af Hlíðarhúsabæj- unum, sem voru á þeim slóðum sem Vesturgata 24 til 28 eru nú. í nóvember 1876, áður en húsið var fullbúið, lét Sveinn Sveinsson gera brunavirðingu á því. Þar segir að lengd hússins sé 14 1/2 alin og breidd 10 áln- ir, en hæð 4 1/2 alin. Pað er með kvisti, 6 álnir á lengd og 3 álnir á hæð, sem nær inn á mitt hús. Byggt af bindingi múruð- um með holta- og hraungrjóti, með helluþaki á óplægðum borðum, klætt með hellum á tvo vegu, en að öðru leyti óklætt. Ilúsið er óinnréttað að innan, nema loft og gólf er komið í það. í desember árið á eftir hefur Sveinn lokið við að innrétta húsið. Þá eru í því fimm rúm- góð herbergi auk eldhúss. Árið 1881 byggði hann geymsluhús, 4 álnir á hæð og 7 álnir á lengd, jafnbreitt íbúðar- húsinu, byggt úr samskonar efni, með járnþaki á langbönd- um. Kjallari er undir öllu geymsluhúsinu. 1885 byggir Sveinn hæð ofan á íbúðar- og geymsluhúsið og gerði að einu húsi. Þá var stærð þess 21 1/2 alin á lengd, breidd 10 álnir og hæð 8 1/2 alin upp undir þak. Á suðurhlið var skífuþak, en á norðurhlið að hluta járn og að hluta skífa. Austurgafl og suðurhlið klætt með járni, en norðurhlið og vesturhlið með timbri. í húsinu voru m'u herbergi auk tveggja eidhúsa. í nokkur ár eftir að húsið var byggt gekk það undir nafninu „Hús Sveins Sveinsson- ar“. Samkvæmt manntali frá ár- inu 1980 eiga heima í húsinu: Sveinn Sveinsson trésmiður, 34 ára, fæddur í Staðarbakkasókn; Kristjana Helgadóttir, kona hans, 34 ára, fædd í Staðar- bakkasókn; Guðrún Sveinsdótt- ir, 5 ára, dóttir þeirra; Sigurður Þorkelsson, 21 árs, vinnumað- ur; María Níelsdóttir, 21 árs, vinnukona; Vigfús, 18 ára, lær- lingur; Helga Magnúsdóttir, 47 ára, ekkja, lifir á ekkjulaunum, og börn hennar tvö; Helga Jónsdóttir, 19 ára, og Jakob Jónsson, 9 ára. Sveinn Sveinsson var fæddur að Staðarbakka f Miðfirði 2. janúar 1846, sonur Sveins Ní- elssonar, prests þar, og síðari konu hans, Guðrúnar Jónsdótt- ur, dóttur Jóns Péturssonar prests í Steinnesi. Alsystkini hans voru Hallgrímur Sveins- son biskup og Elísabet, kona Björns Jónssonar ráðherra. Sveinn lærði ungur trésmíði og var fyrst formaður Trésmiðafé- lags Reykjavíkur. Hann er tal- inn vera fyrstur manna til að nota fótstigna bandsög. Kona Sveins Sveinssonar var i Vesturgata 38 Sveinn Sveinsson. eru tveir ofnar og ein eldavél. Kjallari er undir, 12 1/2 alin af lengd hússins, tvær álnir á hæð, helmingur hans er með timbur- gólfi. Þá er getið um inn- og uppgönguskúr við norðurhlið hússins, sem er byggður eins og húsið. Gísli var bæði með eld- og vélsmiðju á neðri hæðinni og bjó sjálfur á efri hæðinni. Það er talið að hann hafi stofnað fyrstu vélsmiðjuna í Reykjavík, nokkru vestar við götuna, en ílutt starfsemina þegar hann keypti Vesturgötu 38. Hann lét gera brunn í kjallara hússins. í þá daga þóttu það mikil þæg- indi að hafa vatnsból innan- húss. Kona Gísla Finnssonar var Þóranna Eyþórsdóttir. Gísli Finnsson var hneigður fyrir tónlist og spilaði á fleiri en eitt hljóðfæri. Sonur hans var Reynir Gíslason, þekktur tón- listarmaður í Reykjavík. Á árunum 1907 til 1910 verða nokkur eigendaskipti á eigninni og stoppa menn stutta stund. Gísli Finnsson selur Kristni Jónssyni, Kristinn selur Gunnari Einarssyni og Páli Stef- ánssyni. íslandsbanki fær upp- boðsafsal 12. ágúst 1910 og sel- ur í sama mánuði Kristjáni Þor- grímssyni og Einari J. Pálssyni. Árið 1918 er þess getið í brunavirðingu að gas-, vatns- og skólploiðslur séu í húsinu, Kristjana Hannesdóttir. í kringum 1895 verður Gísli Finnsson eigandi að húsinu. Ilann var járnsmiður að mennt og lærði hjá Sigurði Jónassyni. Samkvæmt manntah 1901 búa á Vesturgötu 38; Gísli Finnsson, 41 árs, Þóranna Ey- þórsdóttir, 45 ára, kona hans, og börn þeirra Pálína Eygló, 11 ára, og Reynir, 8 ára. Tvær vinnukonur voru á heimilinu: Agata Guðmundsdóttir, 27 ára, fædd í Álftanessókn, og Gróa Steinunn Sveinbjarnardóttir, 20 ára, fædd í Útskálasókn. Þá er þar einnig Sigurgeir Finnsson, bróðir húsbóndans, 38 ára, Jó- hann Guðjónsson járnsmíða- nemi, 28 ára, fæddur í Ilraun- hreppi í Mýrasýslu, og Sigurður Pétur Sveinbjarnarson, 15 ára, og tekið fram að hann væri þar án meðgjafar. í mati frá árinu 1907 segir að Gísli Finnsson járnsmiður hafi endurbætt húseign sína á Vesturgötu 38. Á neðri hæð eru fimm íbúðarherbergi, eldhús, búr og gangur, allt þiljað. Her- bergin með pappa á veggjum, striga og pappa á loftum, allt málað. Þar eru þrír ofnar og ein eldavél. Uppi er sami her- bergjafjöldi, eldhús og búr. Frá- gangur sá sami og niðri. Þar Hjónin Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson búa nú að Vest- urgötu 38. Þau hafa gert húsið forkunnarvel upp og á myndinni er hús- freyja önnum kafin við húsverkin og eiginmaðurinn fylgist með, auð- sjáanlega ánægður með framkvæmdasemi konu sinnar. en að öðru leyti sé það óbreytt frá mati 1907. Þá er Aðalsteinn Pálsson skipstjóri eigandi. Hann var fæddur 3. júlí 1891, sonur Páls Halldórssonar að Búð í Hnífsdal og Guðbjargar Bárðar- dóttur í Hvammi í Dýrafirði. Að- alsteinn var skipstjóri á togur- um og þótti farsæll í starfi. Kona hans var Sigríður Páls- dóttir í Hnífsdal, fædd 28. nóv- ember 1889. Hún lést 11. okto- ber 1930. Um árabil var Náttúrugripa- safnið þarna til húsa. f brunavirðingu, sem gerð var 21. júlí 1938, er sagt að húsið sé í öllum aðalatriðum ó- breytt frá síðustu virðingu, 22. nóvember 1918, en miklar end- urbætur hafi farið fram á því. Meðal annars hafi veggir og gólf á allri neðri hæðinni verið klæddir með masónítplötum og húsið allt veggfóðrað og málað að innan. Á efri hæð hefur verið innréttað eldhús þar sem áður var íbúðarherbergi. Á neðri hæðinni hefur verið sett vatns- salerni. Þá er þess getið að fyrir nokkrum árum hafi húsinu ver- ið lyft upp og kjallari þess og grunnur hækkaður. Þá var stoinsteypugólf sett í kjallarann. í honum eru tvö geymsluher- bergi, þvottahús og gangur. Miðstöðvarhitavól, kolavél, gas- og rafmagnseldavél eru í hús- inu. Vatns- og skólplagnir. Gólf- dúkur er á gólfum og húsið með rafmagnslýsingu. Þegar þessi virðing er gerð, eiga þeir Páll Einarsson hæsta- réttardómari og Einar Jónsson hafnsögumaður húsið. En áður hafði tengdasonur Páls, Theo- dór Jakobsson skipamiðlari, átt aðra hæðina og búið þar með fjölskyldu sinni í nokkur ár. Páll Einarsson var fæddur 25. maí 1868, sonur Einars Baldvins, hreppstjóra að Hraunum í Fljótum, og Kristín- ar Pálsdóttur. Hann lauk lög- fræðiprófi frá Iláskólanum í Kaupmannahöfn 1891. Var sýslumaður í Barðastrandar- sýslu, Gullbringu- og Kjósar- sýslu, bæjarfógeti í Ilafnarfirði 1899. Borgarstjóri í Reykjavík 1908 til 1914. Var eftir það sýslumaður Eyfirðinga og bæj- arfógeti á Akureyri. Skipaður hæstaréttardómari 1919. Kona hans var Sigríður Árnadóttir landfógeta Thorsteinssonar. Hún lést 29. janúar 1905. Seinni kona Páls Einarssonar var Sigríður Franzdóttir sýslu- manns í Ilafnarfirði. Afi Páls var séra Páll Jónsson sálma- skáld í Viðvík. Núverandi eigendur, Jón Baldvin Hannibalsson og Bryn- dís Schram, keyptu neðri hæð- ina 1967, af Sigríði ekkju Páls Einarssonar. Þá bjó Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari með Ijölskyldu sinni á efri hæðinni. Þegar Rögnvaldur seldi sinn hluta hússins, keyptu Jón Bald- vin og Bryndís af honum. Núna er búið að gera húsið upp, bæði að utan og innan. Þess hefur verið gætt að halda uppruna- legu útliti hússins sem hægt er. Húsið er glæsilegt og hefur yfir sér höfðinglegan brag. Ef litið er upp á þakið, prýða það tveir skorsteinar frá upphaflegri byggingu þess. í garðinum við húsið er silf- urreynir, sem talið er að hafi verið gróðursettur þar rétt upp úr aldamótunum. Helmildir frá Þjóðskjalasafiii og Borgarskj alasafni.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.