Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 5
íDitgur-'CEútrátn Laugardagur 16. nóvember 1996 - V fyrirhyggju. Jónas Hallgrímsson var rómantískt skáld, dýrkaði fortíðina og unni stórbrotinni náttúrufegurð. Var hann sá á- kefðarmaður um endurreisn Al- þingis á Þingvöllum að lá við þráhyggju. Hann átti formæl- endur fáa, en trygga og merka. Er það önnur saga, sem vert hefði verið að gera skil í fyrra- sumar, er liðin voru 150 ár frá setningu hins nýja Alþingis, en minning þess syðra var einstak- lega lítilijörleg. Niðurlægjandi. Að kvöldi hins 15. maí, iðu- lega ranghermt 21. maí, átti Jónas fund með vildarmönnum sínum og skoðanabræðrum. Sömdu þeir og undirrituðu skjal og áskorun um Þingvalla þing- stað. Voru fáir og þókti sýnt hvernig færi. Jón Sigurðsson varð að biðja að koma málinu á framfæri, en hann var á förum heim. Hefur Jónas verið næsta daufur, þegar hann sá hvert stefndi. Eru um þetta ýmsar frásögur, læsilegar og samúðar- fullar, en ekki að sama skapi raunhæfar. Eins það, að alúðar- vinir hans fylgdu honrnn til húsa hans, en hann hafði þá á leigu stofu á efri hæðinni í Sankti Pétursstræti í Latínu- hverfinu. Tvö steinþrep eru af stéttinni upp í bæjardyrnar, en þaðan stigi til lofts, pallur miðju hæða, en þrepin vel breið og lág. Þessi stigi er enn með um- merkjum og hlýtur að kaUast prýðilegt smíði. Gluggar eru við paUana og bjart, þótt enn væru fullar 5 vikur til Jónsmessu, en Danir telja að hinar ljósu nætur, sem þeir kalla svo, byrji hinn 5. maí og ljúki 7. ágúst. Að vísu ekki viðjafnanlegt ljósnættinu hér norður frá. Og þó að Jónas þegar upp er gengið. Vindist fótur þess, sem upp stígur, t.d. vegna blautra leðursóla á stíg- vélum eða fótskóm, væri það vinstri fóturinn, sem yndist eða brysti. Niður stigann hins vegar hægri fóturinn. Skal fullyrt, að hann færi brátt aftur á stjá, þegar velviljaðir vinirnir voru farnir. Gæti ekki sofnað af á- hyggjum og kvíða vonbrigð- anna, og vildi því út og á göngu, ekki ósennilega til þess að fá sér hressingu í öli. Hann snýr sér fimlega í þessum hæga stiga og við paUinn er bjart við gluggann. En honum er fastur fótur, með því líka, að nokkur bleyta hefur verið á þrepunum eftir hann og vinina rétt áður. Þegar hann snarar sér með hægri hendi á handriðsbogan- um, vinst hann úr ökklaliðnum, svo heiftarlega að var opið brot, a.m.k. önnur pípan stóð út. Slíkt brot var næsta vís dauði. Náttúrufræðingnum var það full ljóst. Hann ákveður að bíða dauða síns með karl- mennskuró. Hitt er misskiUn tU- gáta, að hann léti ekki vita af sér eða kallaði á hjálp, af því að hann ætti ekki fé til að greiða læknis- og sjúkrakostnað, því að stórt hundrað ókeypis sjúkrarúma var á Friðriksspít- alanum eins og fyrr er getið. Hann vissi, að það var ekki tU nokkurs að láta flytja sig þang- að, en heldur auðmýking að fá- tækra sænginni þekktum há- skólaborgara, fræði- og vísinda- manni, sem aukinheldur var dáður og lofaður af löndiun sín- um í Höfn fyrir óviðjafnanlegan skáldskap. Vinur hans tók að undrast um hann, vissi um vonbrigðin á Legstaður Jónasar í Hjástoðarkirkjugarði. Myndir af skáldinu og frá Hraunsvatni við hrapaðan legstein af öðru leiði settar hér vegna gesta úr Norðurlandi 1986, þegar 40 ár voru liðin frá broti grafarinnar. Á.s. 1986 þingstaðarfundinum og hættu á þunglyndiskasti, en þeir frændur voru ekki ýkja sterlíir á taugum sumir hverjir eins og síðar greinir, og fór því í Pétursstræti og fann hann þar veikan af hita- sótt, enda þegar kominn eldur í beinin, ígerð, sem varð blóðeitr- \ 7907 Friðriksspítali, aðaldyr við Breiðgötu 1910. Nú iðnminjasafn. hefði aðeins haft þetta leigu- húsnæði í stuttan tíma, var hann alvanur stiganum. Hér varð slysið, sem bauð honum bana. Á hann að hafa misstigið sig á leiðinni upp stigann með félögum sínum örlaganóttina eftir þingstaðarfundinn. Talið, að væri eitthvað við skál. Má það vel vera. Leynt vini sína ó- happinu, enda dofinn og vonað að væri eigi svo stórfellt. Eiga þeir síðan að hafa kvatt, þegar hann var lagstur útaf. Þessi gamla sögn um skáldið og vinina er auðsæilega röng, en búin líkindalegum orðum í góðu skyni. Enda trúað og næsta lífseig. Jónas skáld vast ekki aðeins um ökklann, heldur hlaut hann opið fótbrot. Því hefði ekki tekist að leyna, þótt vildi vera einn með Guði sínum á örlagastundu. Og það var hægri fóturinn sem brotnaði. Sú staðfesta vitneskja er öll sönn- un þess, hvert hann var að fara. Vandað og haldtraust. handriðið er á vinstri hönd, Tekinn í notkun 1757. Lagður niður Á.S. 1988 Strikalínan á að sýna útlínur grafarinnar, sem rofin var 1946. Tveir þriðju hlutar kistu 1875 voru upp teknir og öll barnakistan frá sama ári, en hún lá á loki kistu Jónasar frá 1845. Voru það jarðneskar leifar Stryvings græn- metissala og 4 ára barns hans. Mestur hiuti kistu frá 1907 lenti í brotinu, leifar Trine Madsen, en 1898 var maður hennar, Adolf Christian, jarðsettur hér og að nokkru yfir gröf Jónasar. Þegar réttur til 20 ára grafarhelgi rann út 1928, fékk ísienska sendiráðið í Kaupm.höfn umráðarétt yfir hinu marg- nýtta, óreglulega grafstæði. — Teikningin verður nánar útfærð í næstu grein um líkamsleifar í tveimur löndum. «- — í hinni skrautmiklu Þrenningarkirkju, sem upphaflega var byggð 1637-1657, fór útför Jónasar fram. Stóra klukkan minnir á, að tíminn líður og ævi hins jarðneska manns. Á.s. 1986 un, þó fyrst á nokkurra daga fresti. Var hann þá kominn á Friðriksspítala, en áður færi þangað var prófessor Finnur Magnússon fenginn til að ganga í ábyrgð mn greiðslu, svo að hann þyrfti ekki að þiggja náðarrúm innan um öreigana, íslenskur lærdómsmaður og skáld, af góð- bændum og prestum kominn og niðji hins valinkunna danska klausturhaldara á Möðruvöllum, Hans Schevings. Segir Konráð Gíslason, trúnaðarvinur hans, að hann lægi í 4 daga á spítalanum og ekki brenndur dauðans marki, heldur hfvænlegur að sjá. En á stofugangi að kvöldi hins 25. maí, á 10. degi eftir slysið í stiganum, lét læknirinn svo um- mælt, þegar hann hafði skoðað fótinn, að aflima yrði að morgni. Skyldi það vera kl. átta, en ekki varði yfirlækninn að það yrði um seinan. Jónas Hallgrímsson dó jöfnu ris- og dagmála, þ.e. kl. hálf átta, þann 26. maí. Útförin var gerð frá Þrenn- ingarkirkjunni, sem vant var um íslendinga á Hafiiarslóð. Báru landar, sem íjölmenntu í sorg og söknuði, kistuna að gröfinni í norðan- og vestan- verðustum Hjástoðarkirkju- garði í blíðuveðri hinn 31. maí. Líkflutningur milli landanna kom vitanlega ekki til greina á þeim tímum. Ekki einu sinni norður yfir heiðar, þótt lista- skáldið hefði dáið í Reykjavík, hinum nýja þingstað. Og eng- um, hversu heitt sem hann elskaði landið sitt og var stoltur af uppruna sínum, kom til hug- ar að grafarró skáldsins yrði nokkru sinni raskað. Leiðið greri von bráðar í gróðursæld garðsins og mildi hins danska sumars, ómerkt, en fært af ná- kvæmni í legstaðaskrána, er síðar var þó hnikað ögn til vegna réttingar á skipulagi og við lagningu gangstíganna. Samt er ekki um að villast hvar íslenski náttúrufræðingurinn var leiddur, lagður djúpt í mold, né heldur hinar kisturnar löngu síðar í þetta sama, afrétta graf- arstæði, leiði nr. N 1095. Mis- vísunina á meðfylgjandi teikn- ing að sýna, en það er höfuð- atriði hins s.n. beinamáls fyrir hálfri öld, eins og frá verður sagt síðar í þessum greinaflokki um Leifar í tveimur löndum. Ágúst Sigurðsson, Prestbakka. Höíundur máls og mynda er fyrrv. sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.