Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Side 3
|D;tgur-2Itmtrat ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 16. nóvember 1996 - III HAGYRÐINGAR Þær máttarstoðir þáttarins, Búi og Pétur Stefánsson, bregðast honum ekki og eru þeir skáldin í þessari viku. Nú var margt í flaumi frétta hinn fimmta dag í nóvemher; Clinton, Jeltsín — já og þetta jökulhlaup á landi hér. Spónn Mikið er skrafað um skeiðar og spúna, skjálfta og eldgos og beljandi flóð. Lýst eftir hentugu nafni er núna á nýjasta fjallið á ættjarðarslóð. Eldgosið magnaða mataði flóðið sem myljandi flæmdist um Spúnriversand. Skelkuð var þjóðin, en það er sko lóðið að þekkt er nú víða mitt ástkœra land. Áhöldin gömlu er mannfólkið mata — matkvíslin, diskurinn, skeiðin og prjónn — vísa mér leið, er ég reyni að rata að réttasta nafninu handa þér: Spónn. Haust Stjörnurnar merla og máninn er hálfur, myrkri vill felast hið jarðneska svið. Sestur að völdum er veturinn sjálfur, vorið er handan við mánaða bið. Búi. Að tjaldabaki Pó ég lifi kröpp við kjör, kátt er bak við tjöldin. Hátta ég, til ásta ör, upp í rúm á kvöldin. Úti á þekju Alltaf líður andinn skort, út’á þekju skálmar. Ég get vísur aldrei ort eins og Bólu-Hjálmar. Pétur Stefánsson. U M HVERN E R SPURT? 1. Hún fæddist í Reykjavík, þegar heimsstyrjöldinni síðari var nýlokið. Hún stundaði nám í heimabæ sínum, í Banda- ríkjunum og í Danmörku. Bróðir hennar er landsþekktur fyrir afskipti sín af þjóðmálum og sem athafnamaður. 2. Auk starfa á sínu sérsviði og stjórnunarstarfa hefur hún starfað mikið á vegum líknarsamtaka og er formaður landssamtaka, sem hafa það að markmiði að styðja og styrkja þá sam standa höllum fæti í samfélaginu. Foreldr- ar manns hennar eru þekktir rithöfundar. 3. Ekki er langt um liðið síðan hún snéri sér að stjórnmálum og þar hefur vegur hennar vaxið hratt og er henni spáð glæsilegri framtíð á því sviði. Hún hefur verið mjög í sviðs- ljósinu og hlotið óvæntan frama ekki alls fyrir löngu. •i|L'shsi) Bo jngeujofs ‘uossinajsjocj uujajsjod 60 jngeujnjojsjujis Jinopsjio -ÍAg sipsy :njsy JBjpiajoj -epunjoijju JEuossuEjajs sJEgiaJH Bo jnjjopsuap nuuap jnuos ja uueh -J!u>jae| uossjEpiajH a Jnpejjsy Jð njsy jnpew -uoljs -JOJ uossuiðjsjoc) jnpun|Bi/\ jo ‘jeuuðij jjpojq ‘uuunpeuieujeqjv ’Z86t uepjs jed|efqe>jsoJd jnpeuuoj puaA jnjeq ejsy -sue|ejjdspue-j uofjsepuiæA>|Uiejj -jeunjijnfq eunu ja Bo jnBuipæjjjeunjjjnfq jð unn 'sujs>|>|0|jnpAcf|v jnpeui -jojbjba uuuofijAu ‘jqjopsuiajsjocj a ejsy Jð uin Jð jjnds uios ueuo>j :yVAS Níu bœja byggð í Kolbeinsey Kolbeinsey með styrktarsteypu á kollinum, en reynt er að halda eynni of- ansjávar með þvílíkum aðgerðum. En fornar sagnir herma að áður fyrr hafi margir bæir verið á eynni og búskapur þar ágætur. Bornar eru brigður á að Kolbeinsey sé löglegur viðmiðunarpunktur auð- lindalögsögunnar, eins og ís- lendingar halda fram. Byggist það á því að eyjan sé ekki ann- að en óbyggt sker úti í Ballar- hafl og sé því ekki hægt að miða lögsöguna 200 mílur út af henni. Annað er það, að Kol- beinsey er að molna niður og mun að öllum líkindinn hverfa undir yfirborð sjávar áður en langt um líður. En eyjan var mun stærri og hefur minnkað óðfluga á síðari árum vegna ágangs sjávar og ísa. Sagnir eru um byggðar eyjar langt norður í hafi. Þá eru sög- ur af miklum umbrotum á hafs- botni og einu sinni fórst íjöldi skipa með innflytjendur frá ís- landi til Grænlands, er mikill ólgusjór reis úti á opnu hafinu í sæmilegasta veðri. Er þess getið til að jarðskjálfti haii þá orðið á hafsbotni. Eldgos er ekki útilok- að. Geta má að volgrur hafa fundist á hafsbotninum skammt frá Kolbeinsey. Eyjan norður af Grímsey, sem kennd er við Kolbein, hef- ur horfið áður, enda hvílir á eynni sú hula að menn finna hana ekki. Kolbeinn var bróðir Gríms sem samnefnd eyja er heitin eftir. Hann þurfti að flýja land og kom við hjá bróður sínum í Grímsey til að fá leiðarlýsingu. í Grímsey voru gömul munn- mæli, samkvæmt Jóni Norð- mann, að norðaustur af Langa- nesi væru sjö eyjar. Héti sú stærsta Kolbeinsey og væri það land sem Kolbeinn ætlaði til. Getið er þó um að einu sinni sigldu Hollendingar á skipi sínu nærri einni eynni og sáu rjúka þar á níu bæjum. Ætluðu þeir að sigla nær og kanna eyna bet- ur, en þá kom maður þar fram á annes og veifaði Hollending- unum að koma ekki nær. Skail þá samstundis á sótþoka og misstu hoUenskir sjónar af eynni og fundu hana ekki meir. Reyna mætti að segja dönsk- um þessa sögu til að sannfæra þá um að Kolbeinsey var byggð, og er kannski enn þótt hula sé yfir. Þá hætta þeir kannski að rengja að skerið sé löglegur grunnlínupunktur og útvörður Islands í norðri. Heimildin er í Grímseyjarlýsingu séra Jóns frá 1846. Grímur í Grímsey Sama heimUd segir að fyrsti mennskur maður sem byggði Grímsey héti Grímur. Hann lenti skipi sínu í vík, sem er syðst á eynni, og byggði sér þar bæ upp undan. Kallaði hann bæði víkina og síðan bæinn eftir henni Grenivík. En Grímur þurfti að berjast til landa, því eyjan var fuU- byggð þegar hann kom þar: Grímur þessi átti í miklu stríði og mannraunum við tröll þau og óvœtti, sem áður bjuggu á eynni. Eyddi hann þeim og stökkti með fulltingi goða sinna, svo þau áttu hvergi vœrt nema á eyjarfœtinum, en hann er norðurhali eyjarinnar. Grím- ur var trúmaður og reisti hof hof mikið og veglegt á hól ein- um þar á bjargbrúninni, skammt fyrir sunnan bœinn. Vígði hann hojið goðum tveim, líklega þeim máttkustu, Þór og Óðni. Þegar Kolbeinn bróðir hans flúði úr landi, kom hann við hjá Grími. Tók Grímur honum með miklum virktum, og sýndi hon- um hof sitt og spurði, hvernig honum litist á. Kolbeinn lét all- vel yfir, „en, vara máttu þig við, að það verði ekki of stöpulhátt í vestanveðrum". „Já, varaðu skipið þitt, að það verði ekki of kjalstutt í Sköruvíkurröst," svaraði Grím- ur, og skilja þeir svo í hálfstytt- ingi. Nú siglir Kolbeinn uns hann kemur undir Langanes. Lendir hann þá í Sköruvíkur- röst, og liðast skip hans þar sundur. Rak kjaltré úr því í Grenivíkurgjögrum í Grímsey. Nú er að segja frá hofi Gríms, að eitt sinn kom ofsalegt vestanveður, svo hofið fauk austur af. Ráku viðirnir úr því síðan í vík einni lítilli vestan til á eynni. Voru viðirnir bornir þar upp, og reisti Grímur þá hofið þar á Miðgörðum. Hélst hofið þar síðan við, uns kristni kom og kirkja kom í þess stað. Vík sú sem viðirnir ráku í var lengi kölluð Kirkjuvík, og svo er hún nefnd í gömlum skjölum. Nú heitir hún Sterta. Frá Grími er það að segja að hann varð gamall maður, og bað hann að heygja sig þar sem hann sœi bœði til lands (ís- lands) og hafs (úthafsins). Var hann þá heygður á klappar- stapa einum sem stendur upp úr sjónum á Sandvíkurgjögrum. Er sá stapi enn í dag kallaður „Grímur bóndi". Hann er íkúpt- ur ofan við og mikið lausagrjót uppi á, ekki svo ólíkt því, að menn hafi það þangað látið. Kona hans er heygð á öðrum stapa þar skammt frá. Er sá stapi kallaður „Kerlingin hans Gríms". Hóll sá, er hof Gríms stóð á, heitir nú Kirkjuhóll, og sjást þar enn merki mikillar húsasmíðar, sem snúið hefur austur og vestur. í austurend- anum virðist hafa verið breiður steinstallur. Síðar segir Jón að hann hafi grafið lítið eitt í hofstæð- ið, en ekki fundið annað en brunnin bein og kol. í tveim holum, sem sjást á steinstalli, segja eyjarmenn að goð Gríms hafi staðið. Á höfðanum þar sem kirkjan stendur nú, reisti Grímur hof sitt og helgaði það Óðni og Þór. Hofið fauk, en sagt er að enn sjáist ummerki eftir goðalíkneskin gömlu í berginu.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.