Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Side 6

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Side 6
VI - Laugardagur 16. nóvember 1996 (fflagur-®nttrmt SOGUR O G SAGNIR Hvinnskir heldrimannasynir Þekktir menn, sem heimild- ir eru um að hafi verið til, rata einstaka sinnum inn í þjóðsögur og stundum að ósekju. Magnús á Hnappavöll- um segir sögu af nokkrum nafngreindum heldrimannason- um, sem stálu peningum úti í kóngsins Kaupmannahöfn með séríslenskum hætti. Þeir notuðu uppvakning til verknaðarins. Skrásetjari getur nafna þjóf- anna af lítilli vinsemd eða hlut- tekningu með kjörum yfirstétt- anna. Sagan er svona: Einu sinni tóku sig saman átján menn úti í Kaupmanna- höfn, að stela peningum úr kon- ungskassanum. Voru þrír eða jjórir íslenskir: Ólafur Magnús- son Stephensen, Ölafur sonur Stefáns amtmanns Þórarins- sonar eða Ólafur sonur Hann- esar biskups, máske hann sé fjórði, og Páll sonur Páls klausturhaldara Jónssonar. Vöktu þeir upp draug og létu hann ná peningunum fyrir sig, og œtluðu sér á skip og sigla í burtu, en áður en þeir voru farnir, varð það uppvíst, og er sagt, að karl einn hafi komið því upp um þá. Átti hann að vekja upp draug og sýna, hvernig þeir fóru að því. Voru þeir allir teknir fastir og feðrum þeirra íslensku gef- inn kostur á að kaupa út syni sína og gjörðu þeir það. Magaóþægintli og brjóstsviði SÍIÍCOl bætir meltinguna. Silicol verndar okkur fyrir óæskilegum eiturefnum. Silicol er hrein náttúruafurð án hliðarverkana. SÍIÍCOl hjálpar. Fæst í apótekinu. tf, /'Sf f \ . 1 ):• 1'N / silico silicol fivhv FLUTNINGAMIÐSTÖÐ NORÐURLANDS Bílaafgreiðsla FMN flytur í nýtt húsnæði laugardaginn 16. nóvember. Nýtt símanúmer: 461-3600 Nýtt heimilisfang: Tryggvabraut 5 Voru þeir íslensku þá brenni- merktir og svo látnir lausir. Fóru þeir til íslands, og var þeim send skyrta með rauðum kraga út hingað. Afkomendur þeirra stoltu ætta, sem blandast í þjófa- og draugasögu þessa, geta andað rólega og haldið allir sinni ætt- göfgi, því enginn fótur er fyrir að heldrimannasynirnir hafi vakið upp draug til að stela peiúngum frá kónginum. Sagan er hreinn tilbúningur og að nefna mennina ekki annað en meinbægni. Skyrta með rauðum kraga var ekki eftirsóknarverður tískufatnaður í þá tíð. Rauði kraginn táknaði hausinn af. Magnús Stephensen dæmir konung til stórútláta Hér er svo önnur frásögn þar sem Magnús Stephensen kemur við sögu og nú að góðu einu: Það er sagt að einu sinni hafi Magnús Stephensen átt að dœma mál milli konungs og einhvers annars, og hafi hann Magnús Stephensen, konferensráð og yfirdómari. dœmt mikil útlát á hendur kon- ungi, en orðið frí. Átti þá stjómin að segja, að það vœri óhœtt að veita honum œðsta embœttið í Landsyfirrétt- inum þess vegna, að hann fœri ekki í manngreinarálit í dómum sínum. Heimild fyrir þessari sögn er álíka ónýt og að hinni fyrri, en þar fyrir er óhætt að hæla Magnúsi fyrir dóma sem hann kvað upp. Hann var réttlátur og góður dómari, sem breytti dómskerfinu á sínum tíma með því að kveða upp milda dóma, sem voru lausir við þá harðýðgi sem annars einkenndu dóma yfir sakborningum. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum sóðri husmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.