Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Qupperneq 10
Laugardagur 16. nóvember 1996 -X MINNINGARGREINAR JDítgur-CEímtrat * Olafur Tómasson fæddist á Sandeyri, Snæijalla- strönd við ísafjarðar- djúp, 25. september 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi hinn 11. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Sigurðsson, bóndi og oddviti á Sandeyri, og Elísabet Guðný Kolbeinsdóttir. Systur hans voru Rannveig, f. 8. ágúst 1907, Sigurborg, f. 22. aprfl 1909, d. 4. júní 1914, Sig- ríður, f. 4. janúar 1911, d. 26. júlí 1914, Ásta, f. 9. janúar 1913, d. 24. maí 1969, Sigríður María, f. 19. seplember 1917. Hinn 10. júní 1944 kvæntist Ólafur eftirlifandi konu sinni Þóru Guðmundsdóttur, f. 6. maí 1919. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bfldsfelli, og Guðríður Finnbogadóttir. Synir Ólafs og Þóru eru: 1) Guðmundur, f. 21. nóvember 1944, læknir í Reykjavík, maki Birna Þóra VUhjálmsdóttir. Synir hans og fósturdóttir af fyrra hjónabandi: Guðleif Þór- unn, Ólafur, Þórarinn Gísli og Guðmundur Tómas. Fóstur- böm: VUhjálmur og Hjördís Sóley. 2) Ottó Tómas, f. 4. sept- ember 1953, rafvirkjameistari í Reykjavík. Maki Arnheiður Björnsdóttir. Dóttir hans er Þóra Kristín. Fósturbörn Bríet og Breki. Ólafur átti tvö barna- barnabörn. Ólafur lauk stúdentsprófl frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1943, viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1948. FuU- trúi frá 1. júlí 1948 í hagfræði- deild Landsbanka íslands og hagfræðideUd Scðlabanka ís- lands frá stofnun hans. Deild- arstjóri í greiðslujafnaðardeUd Seðlabankans frá 1963 og for- stöðumaður deUdarinnar frá 1979. Starfaði hjá Alþjóða- gjaldejrissjóðnum í Was- hington D.C. 1958-1959. Lét af störfum hjá Seðlabanka ís- lands 1991 fyrir aldurs sakir. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Einn af traustustu starfsmönn- um Seðlabankans frá upphafl, Ólafur Tómasson viðskiptafræð- ingur, er horfinn af sjónarsvið- inu 75 ára að aldri, en fyrir rúmum fimm árum lét hann fyr- ir aldurs sakir af störfum for- stöðumanns greiðslujafnaðar- deildar bankans. Átti hann þá að baki 43 ára farsælt starf við Seðlabankann og forvera hans og var einn af ijórum elstu starfsmönnunum á þeim starfs- ferli. Hugur minn hvarfiar þó enn lengra til baka. Leiðir okkar Ó- lafs lágu saman fyrir nærri hálfri öld, er ég hóf nám í við- skiptafræðum við Háskólann. Meðal hinna virðulegu eldri nemenda veitti ég athygli stillt- um og festulegum manni, Ólafi Tómassyni. Mér er minnisstætt, þá er hann fiutti seminarfyrirlestra si'na ásamt öðrum nema og fórst það mjög vel úr hendi. Ilann brautskráðist svo sem viðskipta- fræðingur vorið 1948, er við höfðum verið eitt ár saman í deildinni, og fjallaði kandídats- ritgerð hans um skipulag og rekstur ríkiseinkasalanna. Starfsvettvangur hans reyndist þó verða á allt öðru sviði, og lítt gat mig þá grunað, hve mikið Ólafur Tómasson við ættum eftir að eiga saman að sælda. Skjótt að loknu prófi, eða hinn 1. júlí 1948, hóf Ólafur starf við hagfræðideild Lands- bankans, við hlið Klemensar Tryggvasonar, hagfræðings bankans, og síðan Jóhannesar Nordals og fleiri, sem þeirri stöðu gegndu síðar. Var þar unnið mikið grundvallarstarf í skýrslugerð um peningamál og greiðslujafnaðar- og gjaldeyris- mál, sem urðu starfsvettvangur Ólafs upp frá því. Má teljast ó- venjulegt, að menn hitti svo rakleitt á kjörsvið sitt og haldi svo þétt utan um það, sem Ólafi auðnaðist. Á því tímaskeiði, sem þá fór í hönd, var skýrslugerð og greining þessara mála mjög í mótun á alþjóðlegum vettvangi og í samstillingu við rísandi þjóðhagsreikningagerð. Til að fullnuma sig í þeim fræðum sótti Ólafur því námskeið Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í greiðslujafnaðar- og gjaldeyris- málum um nokkurra mánaða skeið 1958-59. Var hann upp frá því óumdeildur sérfræðingur á því sviði. Stofnanir á vettvangi pen- inga- og gjaldeyrismála hafa tekið miklum stakkaskiptum og örri þróun, frá því að Ólafur hóf þar störf sín. Seðlabankadeild Landsbankans var gerð að fjár- hagslega sjálfstæðri stjórnunar- legri einingu árið 1957, og féllu hagfræðideildin og Ólafur þar undir. Seðlabanki íslands var svo stofnaður í núverandi mynd árið 1961. Hagfræðideildin hafði vaxandi hlutverki að gegna í þeirri nýskipan hag- stjórnar og áætlanagerðar, sem þá fór fram, og var Ólafi falin stjórn sérstakrar greiðslujafn- aðardeildar innan hennar árið 1963. Umsvif hennar fóru vax- andi og urðu viðurhlutameiri, einkum með auknum erlendum lántökum innan ramma fram- kvæmda- og lánsfjáráætlana, svo að skuldastaða og lántöku- stefna urðu með stærstu stefnu- þáttum efnahagsmála. Með hlið- sjón af þessu var deildinni veitt sjálfstæðari staða og Ólafur skipaður forstöðumaður hennar árið 1979. Var það raunar fremur staðfesting þess sem orðið var, að deildin undir stjórn Ólafs hafði notið verulega sjálf- stæðrar stöðu innan hagfræðis- viðsins, enda heimildaöflun og vinnubrögð afar traust og áreið- anleg og stöðugt í þeirri þróun, sem ytri skilyrði veittu færi á. Samskipti okkar Ólafs hófust, þegar ég tók við starfi í hagdeild Framkvæmdabankans árið 1955, en hún vann að því að koma þjóðhagsreikningum á laggirnar. Greiðslujöfnuðurinn er að sjálfsögðu snar þáttur í þeim, og þurfti mikils samráðs við að fella skýrslugreinarnar saman. Þessi samskipti urðu til muna nánari eftir að ég kom heim frá framhaldsnámi 1960, og hagskýrslur komust til þroska og stefndu fram til spá- sagna og áætlanagerðar til notkunar við hagstjórn. í þeim samskiptum sýndi Ölafur lipurð og sveigjanleika sem æ síðan, þó aðeins að þeim mörkum, að ekki færi í bága við meginreglur skýrslugreina hans. Ef því var að skipta, var hann hinn fastasti fyrir, hverjum sem var að mæta. Loks atvikaðist það svo, að ég hafnaði einnig hjá Seðlabankan- um árið 1976, í stöðu hagfræð- ings bankans. Varð Ólafur þá einn af nánustu samstarfs- mönnum mínum, og hélst það jafnt þótt deild hans væri um árabil staðsett fjarri minni, en þær náðu saman á ný við flutn- ing í nýja húsið, og hélst þá sambýlið þar til Ólafur kvaddi í júnílok 1991. Féll mér samstarf- ið við hann afar vel. Hann var dagfarsprúður, hógvær og hlý- legur, sanngjarn og ósérhlífinn og hvers manns hugljúfi. Kímni- gáfu hafði hann í góðu lagi, með sínum rólega og yfirvegaða hætti, og gleðskaparmaður var hann, þegar því var að skipta. Veitull var hann og góður heim að sækja, og minnist ég þá eink- um sextugs- og sjötugsafmæla hans. í þessu sem öðru naut hann Þóru, sinnar góðu konu, sem studdi hann dyggilega og gerði honum kleift að gefa sig allan að starfsskyldum sínum. Ólafur var einstaklega hóg- vær maður og h'tillátur. Hann atti ekki kappi um stórembætti, hugsanlega sér í óhag með tilliti til hæfni og mannkosta, en virt- ist meta meira að valda hlut- verki sínu vel. Hógværð hans var slík, að í Viðskipta- og hag- fræðingatalinu lét hann engra ritverka getið, þótt eftir hann liggi löng röð greina á fagsviði hans í Fjármálatíðindum, auk nafnlausra greina í Hagtölum mánaðarins og skýrslukafla í ársskýrslum og haustskýrslum bankans og lánsíjáráætlunum, svo og óprentaðra yfirlita og greinargerða. Til þess að bæta aðeins úr má nefna, að hann var ásamt Jóhannesi Nordal höfundur að greininni „Frá floti til flots — Þættir úr sögu gengis- mála 1922-1973“ í Klemensar- bók, 1985, og saman rituðum við greinina „Þróun gjaldeyris- forðans og mat á æskilegri stærð hans“ í Fjármálatíðindi 1986. Ólafur var kvaddur úr starfi með söknuði á miðju ári 1991 og þá hvattur til að láta sjá sig sem oftast. Það gjörði hann endrum og eins, en mun sjaldn- ar en við vildum, sem best þekktum hann, að sumu leyti sökum þeirra áfalla, sem tóku að baga hann, en hann mætti af æðruleysi. Fyrir kom, að við leituðum samráðs um fyrndar heimildir, en við ritun greinar um þjóðarauð og þjóðarskuld á lýðveldistímanum kom glöggt í ljós, hve miklum framförum skýrslugerðin hafði tekið undir handleiðslu Ólafs. Nú er tjaldið falhð og söknuðurinn einn eftir. Fyrir hönd samstarfsfólks og bankastjórnar leyfist mér að þakka samstarf og samskipti, sem aldrei bar skugga á, og trúa og dygga þjónustu yfir langan starfstíma. Við og makar okkar sendum Þóru og ljölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Lifi og blessist minningin um góðan dreng. Bjarni Bragi Jónsson. Ólafur Jensson s lafur Jensson, dr. med., fyrrv. forstöðumaður Blóð- bankans og prófessor em- eritus, fæddist í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á hcimili sínu að morgni 31. október síð- astliðins. Ólafur var sonur hjón- anna Sigríðar Ólafsdóttur verka- konu og Jens R Hallgrímssonar sjómanns. Bræður hans voru Ket- ill, söngvari og fiskmatsmaður, og Guðbjörn skipstjóri, sem eru nú látnir. Eftirlifandi systir Ólafs er Guðfinna húsmóðir. Eiginkona Ólafs var Erla Guð- rún ísleifsdóttir, íþróttakennari og myndlistarkona. Börn þeirra eru: 1) Arnfríður námsráðgjafi, maki hennar er Þórður Sverris- son augnlæknir og börn þeirra eru Ólafur Arnar háskólanemi og Ása Þórhildur. 2) ísleifur, dr. med., yfirlæknir Rannsóknadeild- ar Sjúkrahúss Reykjavíkur, maki hans er Erna Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og börn þeirra cru Atli, Drífa og Ásrún. 3) Sigríður, Ph.D., lífefnafræðingur, maki nennar er Þorkell Sigurðsson augnlæknir, synir þeirra eru Sig- urður Rafn og Jóhann Arnar. Ólafur varð stúdent frá MR 1946, cand. med. frá HÍ 1954, stundaði framhaldsnám við Hammersmith-sjúkrahúsið í London 1955-57 og við Royal Victoria Infirmary í Newcastle 1958. Hann varði doktorsritgerð sína við HÍ 1978. Hann varð sér- fræðingur í blóðmeina- og frumu- rannsóknum 1959. Hann stund- aði rannsóknir hjá Krabbameins- félaginu frá 1958-1974 og rak eigin rannsóknastofu frá 1959- 76. Hann starfaði hjá Erfðafræði- nefnd HÍ frá 1972, var forstöðu- maður Blóðbankans 1972-94 og prófessor við læknadeild HÍ1990- 94. Ólafur var fastafulltrúi í sér- fræðinganefnd Evrópuráðsins um blóðbankastarfsemi frá 1972, formaður Blóðgjafafélags ísl. frá 1981-93, sat í yfirstjórn Mann- virkjagerðar á Landspítalalóð 1972-89, ritstjóri Læknablaðsins 1967-71, í stjórn Félags evr- ópskra mannerlðafræðinga frá 1966 og félagi í Vísindafélagi ísl. frá 1981. Ólafur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1994 fyrir vísindastörf. Heiðursfélagi í Blóðgjafafélagi ís- lands 1996. Eftir hann hefur birst mikill fjöldi vísindagreina í er- lendum og innlendum ritum. Við andlát vinar míns Ólafs Jenssonar lít ég yfir farinn veg og í hugskoti mínu stendur þrekinn og óvenju hressilegur skóladrengur, litríkur persónuleiki sem ætíð lá mikið á hjarta. Iðulega sá ég hann á göngum Menntaskólans í Reykjavík, en leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en í Háskóla íslands, er við lásum undir fyrsta hluta próf við lækna- deild ásamt Magnúsi Þorsteins- syni. Við vorum mjög áhugasamir um námið, en gáfum okkur þó tíma til að líta upp úr bókunum, gengum þá rúntinn eða settumst inn á veitingasalinn að Þórsgötu númer eitt þar sem nú er Hótel Óðinsvé. Þangað vandi ungt hug- sjónafólk komur sínar og þar var lagt á ráðin, undir kaffidrykkju, hvernig bylta ætti heiminum, mannkyninu til heilla. I umræð- unni var Óli eins og annars staðar miðpunkturinn. Þó markmið okkar væri það sama, vorum við sjaldn- ast sammála um leiðir. Oft spunn- ust af þessu heitar umræður, en sá ágreiningur breytti engu um vin- áttu okkar. Á Vogi, æskuheimili Ólafs vest- ur í Skerjaflrði, ríkti mikil glað- værð og söngur. Mér er minnis- stæður dillandi og innilegur hlátur Sigríðar, móður hans. Jens, faðir Ólafs, og bræður voru miklir söng- menn og má geta þess að einn bræðranna, Ketill, lærði söng á Ítalíu. Ólafur hafði geysisterka og hljómfagra rödd, enda hafði hann gaman af að spreyta sig á aríum. Á árlegum fundi blóðbankastjóra í Evrópu skapaðist hefð fyrir því að hann syngi einsöng og þá við mikil fagnaðarlæti áheyrenda. Á námsárunum var ÓIi heima- gangur á Lokastígnum, æskuheim- ili mínu, og var reyndar eins og einn af ijölskyldunni. Oft gisti hann, einkum þegar við höfðum vakað fram eftir nóttu, enda lang- ur vegur heim að Vogi. Að loknu embættisprófi frá Ilá- skóla íslands árið 1954 vorum við samtímis námskandídatar á Land- spítalanum. Þrátt fyrir mikið vinnuálag var Óli nánast óþreyt- andi, enda einstaklega ósérhlífinn og gerði sér ekki rellu út af smá- munum. Sem dæmi um hörku hans minnist ég þess er ég kom eitt sinn á morgunvakt og sá þá að önnur kinnin á Óla var stokkbólg- in. Þegar ég spurði hverju sætti, sagðist hann hafa haft svo slæma tannpínu í jaxli og ekki komist til tannlæknis sökum anna, þannig að hann hefði dregið tönnina sjálfur úr eftir létta deyfingu. Að loknu kandídatsnámi fórum við báðir til framhaldsnáms í London. Völdum við hvor sína sér- greinina, hann blóðmeinafræði en ég taugasjúkdóma. Á þeim tíma var aðeins einn íslenskur læknir við framhaldsnám í borginni, Dav- íð Davíðsson, og tókum við allir saman á leigu stórt hús. Þar bjuggum við ásamt fjölskyldum okkar í rúmt ár. Á því stóra heimili var fjöldi barna og sóttu þau mikið í félagsskap Ólafs. Hann spann upp úr sér skemmtilegar ævintýra- sögur þar sem hann var sjálfur

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.