Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Qupperneq 11

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Qupperneq 11
^JþtgurÁDnmm Laugardagur 16. nóvember 1996 -XI MINNINGARGREINAR Ólafur G. Gíslason * lafur G. Gíslason fæddist í Hafnarílrði 18. septem- ber 1909 og bjó þar alla ævi. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gísii G. Guðmundsson frá Hákoti, Innri-Njarðvík, f. 15. júlí 1879, d. 18. mars 1963, og Ingunn Ólafsdóttir frá Höfða, Vatns- leysuströnd, f. 30. ágúst 1881, d. 16. aprfl 1968. Þau hjónin eignuðust auk Ólafs ijögur börn: 1) Guðfinnu, f. 23. ágúst 1914, 2) Sigurgeir, f. 6. júní 1919, d. 4. mars 1953. Tvö börn dóu í barnæsku. Ólafur var ókvæntur. Hann hélt heimili með foreldrum sín- um og systur og síðar einnig bróðursyni, Gísla Inga, f. 7. jan- úar 1942, en hann er elstur fimm barna Sigurgeirs og Guð- rúnar Karlsdóttur. Námi í Flensborgarskóla lauk Ólafur 1926. Hann réðst 1928 til Gunnlaugs Stefánsson- ar kaupmanns og vann í Gunn- laugsbúð til ársins 1956. Síðan starfaði hann sem verslunar- stjóri í vorslun Skipasmíða- stöðvarinnar Drafnar til 1988. Ólafur var í stjórn Verslunar- mannafélags Hafnarfjarðar 1931-1943. Var hann sérstak- lega heiðraður á 60 ára afmæli félagsins 1988, en það ár lét hann af samfelldu starfi við verslun í 60 ár. Þá var Ólafur meðal stofnenda Skíða- og skautafélags Hafnarfjarðar 1935 og sat um árabil í stjórn félagsins. Fyrir jólin 1928 leituðu foreldrar mínir til Ólafs G. Gíslasonar, þá 19 ára, um aðstoð í verslun föð- ur mlns, sem þá var flutt í nýtt hús á Austurgötu 25. Starfstím- inn varð lengri en í upphafi var ætlað, en í Gunnlaugsbúð starf- aði Ólafur allt til 1956, en þá hætti faðir minn verslunar- rekstri. Ég kynntist því strax á barns- aldri traustum mannkostum Ólafs. Hann varð okkur systkin- um fljótt eins og góður bróðir. Alltaf ljúfur og elskulegur, einkar hjálpsamur og naut þess að gleðja okkur og leiðbeina. Hon- um mátti treysta í orði og verki. Er mér mjög ljúft að mega minn- ast hans með nokkrum orðum. Ólafur tók lokapróf frá Flens- borgarskóla 1926. lllaut hann hæstu prófseinkunn þeirra, sem þá urðu gagnfræðingar. Þótt Ólafur hafi haft mjög góðar gáf- ur og verið vel hæfur til fram- haldsnáms, kaus hann fremur að fara strax að vinna. Mun þar mestu hafa ráðið hagir fjölskyld- unnar og löngunin að létta undir með foreldrum sínum og systkin- um. Og það gerði Ólafur svo sannarlega með miklum mynd- arskap. Öllum störfum í þágu foreldra minna sinnti Ólafur með ágæt- um. Á betri starfsmann varð ekki kosið. Hjá honum fór saman einstök samviskusemi, ósérhlífni, reglusemi, lipurð í samskiptum, ljúfmennska og einlægur vilji til að láta gott af sér leiða. — Þá var hann mjög fjölhæfur. Auk af- greiðslustarfa veitti hann föður mínum aðstoð við bókhald og reikningsfærslu og stundum í kaffibrennslu hans í Reykjavík. Ólafur hafði fagra skrift og var hugmyndaríkur við að kynna vörur, en jólaútstillingar hans í Gimnlaugsbúð vöktu alltaf mikla athygli. Sem dæmi um samviskusemi Ólafs er eftirfarandi atvik: Farist hafði fyrir eitt sinn, án þess að við Ólaf væri að sakast, að vörur úr búðinni kæmust á laugar- dagskvöldi með áætlunarbíl til Grindavíkur. Þá lét Ólafur sig ekki muna um að fara sjálfur á reiðhjóli með vörurnar eftir hol- óttum veginum alla leið frá Hafnarfirði að Hópi í Grindavík, svo að vinir hans þar misstu ekki af sunnudagssteikinni. Þetta gerði Ólafur að eigin frumkvæði og lýsir þetta atvik honum betur en mörg orð. Allt frá unglingsárum eru mér hugstæðar margar ljúfar sam- verustundir á heimili Ólafs. Þar ríkti eindrægni, heilbrigð glað- værð og gestrisni. Stundum var lagið tekið við orgelleik, en faðir Ólafs var söngelskur og lék á orgel. Og hlýleiki Ingunnar, móð- ur Ólafs, er mér ógleymaniegur. Það var alltaf svo notalegt að þiggja lijá henni velgerðir í litlu borðstofunni í Austurgötunni. Þannig bauð hún mér að borða hjá sér, meðan foreldrar mínir dvöldust um tíma í Grindavík, en þá var ég sendisveinn í búðinni hjá Ólafi. Og enn lifa í ljósu minni kvöldin, sem Ólafur sat með mér eftir strangan vinnudag í herberginu sínu og veitti mér fyrstu leiðsögn í ensku af áhuga og þolinmæði, en hann hafði gott vald á enskri tungu. Ólafur átti góða foreldra, sem höfðu kristin lífsviðhorf að leið- arljósi. Veganestið úr foreldra- húsum var dyggilega ávaxtað hjá þeim systkinum. Þannig var alltaf mikill kærleikur og einlægt trúnaðartraust milli Ólafs og Guðfinnu, en þau héldu saman heimili alla tíð. Þau voru mjög samhent og varðveittu af kost- gæfni þann anda góðvildar og hlýju, sem einkenndi heimilis- braginn frá upphafi. Eftir að Ijölskyldan hafði átt heima á Austurgötu 21 frá 1921- 1955 fluttust þau á Ölduslóð 36 í fallegt hús, sem Ólafur byggði með aðstoð foreldra sinna og systur. Þar undu þau vel hag sín- um við einkar fagurt útsýni. Og svo skemmtilega vfldi til að við Ólafur byggðum þarna hús okk- ar hlið við hlið. Ekki var hægt að hugsa sér betri nágranna og vini. Ánægjustundirnar með þeim geymast ætíð í þakklátum huga. Ólafur hafði sterka trúarvit- und og treysti á leiðsögn Guðs. Ileilög ritning kennir að ávöxtur andans sé meðal annars „kær- leikur, góðvild, trúmennska, hóg- værð og bindindi“. Ólafur hlúði vel að þessum dyggðum. Þannig hafnaði hann alla ævi neyslu áfengis, vitandi um kristilega samábyrgð og gildi hins góða fordæmis í baráttunni við bölvaldinn mesta. Aldrei sóttist Ólafur eftir veg- tyllum eða metorðum. Hann var mjög heimakær og þótti vænt um bæinn sinn og landið. Hafði yndi af því að ferðast um landið og njóta fegurðar. Aldrei fór hann til útlanda og sagði þá í gaman- sömum tón: „Ég á eftir að sjá svo mikið af landinu mínu.“ Já, Ólaf- ur gat oft verið gamansamur og sagði skemmtilega frá. Ólafur var vandaður í dagfari, jákvæður og bjartsýnn, heiðar- legur og ræktarsamur. Honum fylgdi rósemi og festa og hann var sáttur við ævistarfið, eins og fram kemur í eftirfarandi orðum hans í bókinni „Höfuðstaður verslunar": „Ég hafði ánægju af starfi mínu af því að ég var alltaf í góðu sambandi við fólk. Þeir, sem komu í búðina, voru kunn- ingjar mínir og vinir. Maður, sem hefur nýja gesti allan daginn, hvenær á honum að leiðast?“ Það er mér mikið lán að hafa átt vináttu Ólafs, foreldra hans, Guðfinnu og Gísla Inga, en Ólaf- ur reyndist honum sem besti faðir eftir að Gísli, ellefu ára, missti föður sinn. Veit ég, að Gísli metur að verðleikum alla umhyggjuna, sem hann hefur notið hjá Ólafi og Guðfinnu, og hefur hann sýnt það með hjálp- semi sinni og nærgætni. Þegar mikill fjölskylduvinur og velgerðarmaður er hér kvaddur með hjartans þökk og virðingu, er einnig mælt fyrir hönd bróður míns, Stefáns, en þegar þetta er ritað, er óvíst að hann geti, vegna fjarveru erlend- is, verið við útför Ólafs. Bróður mínum þótti alltaf mjög vænt um Ólaf og naut ríkulega velvildar hans og vináttu. Sú er bæn okkar bræðra að algóður Guð styrki Guðfinnu og Gísfa Inga, sem mest hafa misst við fráfall Ólafs. Megi bjartar minningar um göfugan mann verða þeim huggun og gleðigjaíi. Árni Gunnlaugsson. hetjan sem rataði í ýmsar ógöng- ur; bjó í kofum í frumskógum Afr- iku innan um framandlega þjóð- flokka og hljóp um í strápilsi. Oft báðu börnin um sömu sögurnar og þá kom fyrir að hann fór ekki al- veg rétt með, en þá var gjarnan einhver í hópnum sem leiðrétti sögumanninn. Frásagnargleðin var einstök og í augum hans brá fyrir einlægri, barnslegri kæti. Þegar við Ólafur komum heim frá námi, biðu okkar engar stöður, þannig að við opnuðum stofur og vorum ásamt Magnúsi Þorsteins- syni helstu vaktlæknar bæjarins í að minnsta kosti þrjú ár. Við Ólafur ákváðum snemma að nýta allan tíma sem gæfist til rannsókna. Við hvöttum hvor ann- an og unnum auk þess saman að rannsóknum á ákveðnum við- fangsefnum þar sem sérsvið okkar sköruðust. Aírakstur rannsókna okkar var Qöldi greina, sem birtar voru í ýmsmn fagritum. í september árið 1985 boðuðum við, ásamt Alfreð Árnasyni, til fyrsta alþjóðaþings um mylildi í miðtaugakerfi. Þingið var haldið í Reykjavík, var fjölsótt og vakti töluverða athygli sérfræð- inga utan landsteinanna. Ólafur náði miklum árangri á sviði vísinda og var hann árið 1994 sæmdur hinni íslensku fálka- orðu fyrir þau störf. Ólafur var gæfumaður í einka- lífi sínu. Hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Erlu ísleifsdóttur, og eignuðust þau þrjú heilbrigð og myndarleg börn. Erla studdi Ólaf í verki og hvatti hann ávallt til dáða. Það er tfl marks um nána vináttu og ástúð þeirra hjóna hversu vel hún reyndist Ólafi í erf- iðu veikindastríði hans. Þegar faðir minn, Guðmundur J. Guðmundsson prentari, lést árið 1959, ritaði Ólafur um hann minn- ingargrein þar sem hann sagði að viðkynning við foreldra mína hefði gefið lífinu fagurt innihald og mikla birtu. Mig langar að minnast Ólafs með því að gera þau orð hans að mínum og vera þess þá minnugur að sú birta, sem Ólafur gaf lífi mínu, heldur áfram að lýsa upp ó- farinn veg. Við Rósa höfum átt margar gleðilegar og eftirminni- legar stundir með Ólafi og Erlu. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar votta Erlu og fjöl- skyldu dýpstu samúð á þessari erf- iðu stundu. Gunnar Guðmundsson. Hreyfing okkar hefur verið samsett úr mörgum ólíkum einstaklingum, sem hafa samt átt einn hug á mikil- vægum augnablikum. Ekki bara í kosningum. Heldur lfka í kröfugöng- um. Á útifundum. Félagsfundum. Þegar þurfti að safna peningum. Þegar hreyfingin tók þátt í samstarfi við aðra aðila í fjölda mála, eins og í sjálfstæðisbaráttunni, í verkalýðs- baráttunni. Þegar maður hefur verið um skeið í þessari hreyfingu, verða félagarnir eins og óhjákvæmilegur hluti aðgerðanna eða fundanna eða verkefnanna af hvaða tagi sem þeir eru eða hafa verið. Einn þessara félaga var Ólafur Jensson, sem hér er kvaddur. í þess- um minningum er Ólafur gjarnan við hlið konu sinnar og ekki langt undan er Helga Rafnsdóttir, tengda- móðir Ólafs, ekkja ísleifs Högnason- ar, hert í eldi stéttabaráttunnar á kreppuárunum. ísleifur var einn þriggja manna sem kosnir voru á þing fyrir Kommúnistaflokk fslands 1937. Þetta fólk lyfti lífskjörunum á ísiandi og hefur skilið eftir sig dags- verk í vefferðarkerfi, menntakerfi, íslenskri menningu og atvinnuhátt- um, sem er ótrúlegt þrekvirki í þessu annars harðbýla landi. ís- lenskir sósíalistar. Þeim er sjaldan þakkað. En þeim má þakka. Ólafur var eðlilegur, svo að segja náttúrulegur hluti þessarar hreyf- ingar. Fæddur af sjómönnum með systkinahópi þaðan sem koma fal- legri raddir en úr flestum öðrum fjölskyldum á íslandi. Ætli það sé brimhljóðið sem veldur? Eða nýmet- ið umfram lognaðan troskostinn til sveita? Ólafur Jensson læknir sat einnig í framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins um skeið. Þar var hann ráðagóður og ráðsnjall og skemmti- legur. Hann hafði auga fyrir skopleg- um hlutum mannlífsins og skilaði þeim húmor vel til hinna. Það veitir oft ekki af því í erilsömu fiokks- starfi að hafa húmorista nálægt sér. En mestur hluti ævi Ólafs fór I að sjálfsögðu í vísindastörf. Hann var lengi forstjóri Blóðbankans. Hann gat sér þar framúrskarandi orð fyrir vísindastörf sín og hafði sem slíkur forystuhlutverki að gegna í þróun Ríkisspítalanna. Ilann gaf mér oft góð ráð þann tíma sem ég gegndi starfi heil- brigðisráðherra; þau ráð nýttust mér jafnan vel, þótt ég færi ekki alltaf eins vel með þau og Ólafur hefði kosið. Ólafur Jensson var góður og skemmtilegur félagi; orðheppinn var hann og átti auðvelt með að ná hljómi í og með umhverfi sínu. Sá hljómur lifir. Svavar Gestsson. Ásta Þorkelsdóttir Elsku amma, okkur langaði til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þær voru svo margar yndislegar stundir sem við átt- um með þér. Alltaf var jafn gott að koma til þín í Árbæinn. Þú hlustaðir alltaf af jafn miklum áhuga á hvað á daga okkar hafði drifið og studdir við bakið á okkur. Þær voru svo skemmtilegar sögurnar sem þú sagðir, sögur frá því í „gamla- daga“. Langömmubörnunum þínum finnst erfitt að skilja að þú sért farin, en þau ætla að tala til þín í bænum sínum. Elsku amma, það er svo margt sem kemur upp í hugann, svona þegar við hugsum til baka, og mikið eigum við eftir að sakna þín. Minningarnar um þig mun- um við varðveita í hjarta okkar. Ásta María og Guðjón Karl.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.