Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Side 9

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Side 9
Jbxgmr-®ntmttt Laugardagur 16. nóvember 1996 - IX MINNINGARGREINAR um þræði var þetta sprottið af þeim anda samhjálpar og fé- lagshyggju sem í uppvexti hans einkenndi mannh'f í Mývatns- sveit. Dæmi þar um eru þau fóðurforðabúr tvö sem hann lýsir í títtnefndu viðtali í “Heima er best.” Kynni mín af Jónasi hófust fyrir rúmum íjörutíu árum þeg- ar við gerðumst heitbundin, ég og elsta dóttir þeirra hjóna. A vissan hátt varð það mér ómet- anlegt að vera tekinn inn í fjöl- skylduna, kornungur maður, nýkominn í hérað þar sem ég var með öllu ókunnugur mönn- um og málefnum. Jónas var á þessum árum kominn yfir fimmtugt og kom mér fyrir sjónir sem lífsreyndur maður, rólegur og yfirvegaður. Börn hans telja hann hafa verið ákafamann við vinnu en mín reynsla á þessum árum stað- festi það ekki. Ég lagði hönd að verkum á Helluvaði næstu sum- ur, bæði heyskap og byggingar- vinnu. Verkstjórn hans fannst síður en svo einkennast af vinnuhörku miðað við það sem ég þekkti frá æskuslóðum í Borgarfirði. Ekki þurfti lengi að vera samtíða honum til þess að komast því að hann var hafsjór af fróðleik um menn og málefni heimabyggðar sinnar allt aftur á síðustu öld. Gilti hið sama um Hólmfríði og er skiljanlegt í ljósi þess hve ættir þeirra voru rót- fastar í sveitinni. Þegar ég h't til liðinna ára finnst mér eftir- minnilegast hve hófsamur hann var í umræðu sinni um sam- ferðamenn, lífs og liðna. Hann hafði vissulega misjafnt álit á mönnum en lagði þeim aldrei illt til í umtali heldur stillti orð- um sínum í hóf, valdi þau þannig að ekki voru meiðandi. Svo sem vænta mátti um fólk á þeirra aldri hnignaði líkams- kröftum og heilsu þeirra hjóna hin síðustu ár. Gætti þess meira með Hólmfríði og varð henni einkum þung í skauti sjóndepra er varnaði henni að lesa sér til dægrastyttingar. Bætti hún úr því með lánum frá Blindrabókasafni auk þess sem Jónas las löngum stundum fyrir hana. Peim hjónum hlotnaðist sú gæfa að geta búið á sínu gamla heimili allt fram eftir því sumri sem nú er að kveðja. Vitnar það um samheldni fjöl- skyldunnar að börn þeirra, aðr- ir afkomendur og venslafólk lögðu sig öll fram um að það mætti takast. Skipti þar mestu máli að sonurinn, Sigurgeir, var alla stund í heimili með gömlu hjónunum og sonardóttirin, Brynja Ingólfsdóttir, veitti þeim margvíslega hjálp. Hlutverk þetta var þeim mun ljúfara að þau héldu óbiluðu minni og skírri hugsun til hins síðasta. Einnig veittu sveitungar aðstoð og hjúkrun sem skylt er að þakka. Skulu hér nefnd þrjú nöfn af því tilefni: Frænka Hólmfríðar, Elín Einarsdóttir, Kálfaströnd, nágrannakona, Halldóra Jónsdóttir, Arnarvatni og síðast en ekki síst, Sigrún Skarphéðinsdóttir, sjúkraliði, Skútustöðum. Hér framar var þess getið að Jónas þótti efnilegur íþrótta- maður á yngri árum. Ekki varð það hlutskipti hans að iðka íþróttir að ráði síðar meir en efalítið kom þessi eiginleiki fram í því að hann hélt líkam- legri reisn til æviloka. Síðustu ár biluðu fætur hans svo að hann átti erfitt með gang en þegar hann reis úr sæti stóð hann teinréttur. Lífsvilja og bjartsýni hélt hann til hins síð- asta og leit svo á að læknishjálp og hjúkrun sem honum var veitt mundi færa honum bata. Þannig var viðhorf hans jafnvel þær vikur er liðu frá útför Hólmfríðar 30 ágúst s.l. fram andláti hans, en þann tíma dvaldi hann á Sjúkrahúsi Húsa- víkur. Aðstandendum öllum var þó ljóst til hvers mundi draga fyrr en seinna, líkamlegt þrek og heilsa var á þrotum. Hér í upphafi var getið þeirr- ar gæfu hans að lifa í sátt við umhverfi sitt og samferðamenn á lífsleiðinni. En hamingja hans var ekki einungis í því fólgin. Ómetanlegt var þeim hjónum báðum að lifa í farsælu hjóna- bandi í hartnær sjö áratugi. Einnig hlaut hann að eiga margar gleðistundir sem bóndi yfir þeim breytingum til fram- fara er hann sá á langri ævi. Við, venslafólk hans og afkom- endur, skynjuðum mætavel hve mikils virði voru honum sam- fundir fjölskyldunnar, ástúð og umhyggja yngri kynslóðanna. Nú að leiðarlokum er okkur ljúft og skylt að þakka honum samfylgdina, þá gæfu að fá að njóta fróðleiks um liðna tíma og kynnast hófstillingu hans, bjart- sýni og lífstrú. Guðmundur Gunnarsson Sigurjón Auðunsson Sigurjón Auðunsson járn- smiður, Grundargerði 21, Reykjavík, fæddist á Ysta- Skála, V.-Eyjafjöllum, 31. á- gúst 1919. Hann andaðist á heimili sínu 9. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Auðun Jónsson bóndi, f. 11.07. 1892, d. 15.01. 1959, og Jórunn Sigurðardóttir, f. 10.08. 1895, d. 11.01.1983. Systkini hans voru þrettán talsins: Unnur f. 22.08. 1918, Sigurður Þórberg f. 12.06. 1921, Frímann f. 12.03. 1922, d. 12.03. 1922, Kristinn f. 16.09. 1923, Guðrún f. 17.09. 1925, Lilja f. 21.04. 1927, Elí f. 11.11. 1928, Svanlaug f. 04.03. 1930, d. 05.01. 1995, Sigfús f. 16.11. 1932, Ólafur f. 13.07. 1934, Eyrún f. 28.08. 1935, Auður f. 10.03. 1937 og Jón f. 26.05. 1941. Sigurjón kvæntist 14. októ- ber 1950 Ólöfu Ólafsdóttur, f. 20.07. 1923, d. 25.06. 1991, dóttur Ólafs Hjartarsonar og Hólmfríðar Stefánsdóttur, en þau bjuggu á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Börn Sigurjóns og Ólafar: 1. Ólafur Hjörtur, f. 28.02. 1951, líffræðingur. Maki Krist- ín Hafsteinsdóttir. Börn þeirra: Sigurjón Auðun, Guðrún og Hafsteinn. 2. Jórunn, f. 09.08. 1952, fé- lagshjúkrunarfræðingur. 3. Vilberg, f. 17.02. 1954, vélfræðingur. Maki Sigrún Andrésdóttir. Börn þeirra: Ingibjörg, Ólöf og Andri. 4. Hólmfríður, f. 03.05. 1955, skrifstofustjóri. Maki Níls Jens Axelsson. Börn þeirra: Nfls Óskar og Aron. 5. Guðrún Sigríður, f. 08.06. 1956, Qármálafulltrúi. Börn Sigurjón og Arnar Gauti, faðir þeirra er Óskar Jóhannsson. Sigurjón fór ungur á vertíð- ir til Vestmannaeyja og síðar til náms við Iðnskólann í Reykjavík. Varð sveinn í vél- virkjun 1946 og öðlaðist meist- araréttindi í iðn stnni 1950. Starfaði við járnsmíðar alla tíð. Stofnaði og starfrækti Vél- smiðjuna Ketil í Súðarvogi í yfir fjörutíu ár. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn, 77 ára að aldri. Kynni okkar Sigurjóns hófust fyrir rúmum 14 árum. Allt frá okkar fyrsta fundi hefur hann reynst mér afar vel. Hæglátt og hlýtt viðmót voru hans aðalsmerki. Hann var einstaklega greiðvik- inn og hjálpsamur og vildi allt fyrir okkur gera, en aldrei á þann hátt að erfitt væri að þiggja hjálp hans eða hann ætl- aðist til nokkurs sér til handa í staðinn. Alltaf var hægt að treysta því að Sigurjón væri boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda. Sigurjón virtist hafa einstakt lag á börnum og skriðu þau upp í fang hans hvenær sem færi gafst og hans hægláta fas og æðruleysi sef- aði margan óstýrilátan ungann. Sigurjón sinnti starfi sínu af mikilli trúmennsku og vandvirkni. Það var fjarri honum að kasta til höndunum við nokkurt verk. Sigurjón var einkar heima- Fæddur 27. nóvember 1979 Dáinn 2. nóvember 1996 Guðmundur, Margrét, Lárus, Steindór, Vignir og aðrir ástvin- ir. Okkur langar til að minnast gamals bekkjarfélaga okkar. Minningarnar um öll skóla- árin streyma í gegnum huga okkar á þessari stundu. Þú varst mjög rólegur og tókst öllu með jafnaðargeði. kær og mikill fjölskyldumaður. Fyrir rúmum fimm árum lést eiginkona hans, Ólöf Ólafsdóttir, og var sá missir Sigurjóni afar þungbær. Sigurjón lést á heimili sínu, Grundargerði 21, að morgni laugardags 9. nóvember. Að leiðarlokum þakka ég tengdaföður mínum góð kynni, ást og umhyggju í okkar garð Samverustundir okkar gömlu skólafélaganna urðu ekki eins margar, þegar Fjölbraut kom og gamla bekkjarkerfið réð ekki lengur ríkjum. Engu að síður er skarðið, sem þú skilur eftir þig, stórt og það verður seint fyllt. Þegar við horfðum á bekkj- armyndina frá því í grunnskóla, var okkur ljóst að fyrr eða síðar myndi einhver hverfa úr hópn- um, en ekki óraði okkur fyrir að það yrði svo fljótt. og barnanna. Sem þá á vori sunna hlý sólgeislum lauka nærir og fífilkolli innan í óvöknuð blöðin hrærir, svo vermir fiógur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands, frjóvgar og blessun fœrir. (Jónas Hallgrímsson) Genginn er góður maður. Kristín Hafsteinsdóttir. Elsku afi okkar, við komum saman barnabörn þín, til þess að rifja upp margar góðar stundir sem við áttum með þér. Alltaf var lflýtt og notalegt að koma inn í Grundargerði, þar sem öll fjölskyldan kom saman og átti góðar stundir, sem í hjarta okkar allra eru ómetan- legar. Afi var gæddur þeim mannkostum að vera rólegur og yfirvegaður þótt mikið gengi á, og allir sem þekktu hann munu vera sammála um að hér var á ferðinni einstakur maður. Afi var mjög verklaginn, hann gat smíðað hvaða hluti SIT ÉG OG SYRGI Sit ég og syrgi mér horfinn sárt þreyða vininn, er lifir í laufgrœna dalnum þó látin sé ástin. Fjöll eru og firnindi vestra, hann felst þeim að baki. Gott er að sjá þig nú sœlan, þá sigrar mig dauðinn. Gott er að ganga til hvíldar og grátin að sofha, betra er að vakna til blíðu, sem er, og á verkstæðið var alltaf spennandi að koma í heimsókn og sjá afa vinna við stóru vélarnar. Oft á sumrin fórum við með afa og ömmu í afasveit að bæn- um Ysta-Skála, þar sem við fengum að kynnast sveitak'fi, fórum í sund og gönguferðir. Þrátt fyrir veikindi sín hélt hann alltaf virðingu og lífsvilja sínum, þó svo að hann væri mikið kvalinn. „Það var allt svo hreint, tært og bjart sem hún sagði og gerði,“ sagðir þú um ömmu eft- ir andlát hennar og eiga þessi orð einnig vel við þig. elsku afi. Huggum við okkur við það að nú eruð þið saman á ný og haldist hönd í hönd. Mikið mun- um við sakna þín og viljum við að þú vitir að þú munt eiga stað í hjarta okkar allra um ókomna tíð. Sigurjón, Ingibjörg, Ólöf, Níls ðskar, Sigurjón Auðun, Gauti, Guðrún, Andri, Aron og Hafsteinn. brosir mót eilífð. Sönginn þann hefja hinn sœla er síst vildir heyra, þá með þér ég dvaldist í mœðu sem mér var þó dulin. (G.J.) Óttar, minning þín er okkur kær og þú munt lifa í hjörtum okkar. Gamlir bekkjarfélagar. Óttar Signrjón Guðmundsson

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.