Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 2
Laugardagur 30. nóvember 1996 - II H U S I N B Æ N U M Jktg«r-<3Kitttmt Freyja Jónsdóttir skrifar Inóvember 1906 kaupir Er- lendur Guðmundsson skip- stjóri 465 ferálna lóð fyrir vestan Gíslholtslóð. Um miðjan janúar ári síðar fær hann leyfi til að byggja 11 x 10 álna hús á lóð- inni, að viðbættum skúr 4x4 álnir að stærð. f ágúst sama ár og Erlendur byggir fær hann afsal fyrir lóðinni. Kona Erlendar var Þorbjörg, dóttir Gísla í Gíslholti. Fyrsta brunavirðing á húsinu var gerð 5. ágúst 1907. Þar segir að Erlendur Guðmundsson skip- stjóri hafi byggt sér íbúðarhús á lóð sinni við Gíslholt, einlyft með porti og fjögurra álna háu risi. Húsið er byggt af bindingi, klætt utan með 1" plægðum borðum og járni þar yfir. Það er með járn- þaki á plægðri 1" borða súð og með pappa í milli. í útveggi er fyllt með sagspónum og í milligólf í báðum bitalögum. Niðri í húsinu eru þrjú íbúðarherbergi, eldhús og einn fastur skápur, allt þiljað, herbergin með striga og pappa á veggjum og loftum; allt málað. Þar er einn ofn og ein eldavél. Uppi eru tvö íbúðarherbergi, framloft og þrjár hhðarkompur (líklega átt við skáparými undir súð), allt þiljað og málað; þar er einn ofn. Kjallari er undir öllu húsinu, fjórar álnir á hæð, með steinsteypugólfi og timburgólfi ofan á öðrum helming kjallarag- ólfsins. Þar eru þrír geymsluklef- ar, gangur, eitt íbúðarherbergi, eldhús og einn fastur skápur. í- búðin og gangurinn eru þiljuð og máluð. Þar er einn ofn og ein eldavél. Við austurgafl er inn- og upp- gönguskúr með risi og kjallara, byggður eins og húsið. Hann er með eldvarnargafli að austan- verðu. Hólfaður í þrjá ganga, einn geymsluklefa og einn skáp. í ágúst 1907 kaupir Erlendur Guðmundsson 107 ferálna lóðar- spildu af Gunnlaugi Péturssyni. Spilda þessi er austan af lóðinni Framnesvegur 1. í febrúar 1909 kaupir Samúel Jónsson Vestra- Gíslholt með lóð og öllu tilheyr- andi. En Samúel átti eignina ekki lengur en til 19. nóvember 1909. Þá selur hann Sigurði Oddssyni skipstjóra. Bærinn krefst þess 1909 að þeirri kvöð verði þinglýst að hús- eigendur í Vestra-Gíslholti leyfi í- búum í Eystra-Gíslholti að taka þar vatn endurgjaldslaust. í manntali 1916 búa í húsinu: Sigurður Oddsson skipstjóri, fæddur 24. apríl 1874, Herdís Jónsdóttir, fædd 6. júlí 1884; börn þeirra sem þá voru fædd: Steinunn Hall, Jón, Oddur og ó- skírt meybarn. Þá bjó þar einnig önnur fjöl- skylda: Jón'-Steingrímsson hús- maður, fæddur 1. apríl 1868 að Nesi í Miðneshreppi, Eh'n Anna Halldórsdóttir, fædd 7. september 1879; dætur þeirra: Helga, Andr- ea Þórdís og Guðrun. Einnig bjó í húsinu Jónína Nikulásdóttir lausakona, fædd 27. júlí 1866 að Króki í Hvammsgerðishreppi. Sigurður Oddsson skipstjóri var fæddur í Pétursey í Dyrhóla- hreppi. Foreldrar hans voru Odd- ur Jónsson frá Bakka í Landeyj- um og Steinunn Sigurðardóttir frá Úthh'ð. Sigurður hóf for- mennsku á opnum bátum aðeins 17 ára gamall. Arið 1904 tók hann hið meira fiskimannapróf Ránargata 50 (Gíslholt) frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Fyrsta skipið sem hann var skipstjóri á var kútter Friðrik og síðan var hann á nokkrum öðrum íslenskum skip- um þar til hann gerðist leiðsögu- maður á dönskum varðskipum. Kona hans var Herdís Jónsdóttir frá Bfldsfelli í Grafningi. Þau eignuðust átta mannvænleg börn. Sigurður Oddsson lést 9. apríl 1942. Herdís Jónsdóttir lést 23. júní 1963. í brunavirðingu frá 1920 segir að húsið só óbreytt frá upphafi virðinga 5. ágúst 1907. Þá er skráður eigandi að Gíslholti breytt frá upphaflegri virðingu. Húsið var í eigu Runólfs og fjöl- skyldu hans til ársins 1948. Samkvæmt íbúaskrá 1925 búa í húsinu: Runólfur Jónsson, fædd- ur 15. aprfl 1881 að Þverárholti í Álftaneshreppi, Karitas Sigurðar- dóttir, fædd 20. október 1878 að Skildinganesi í Seltjarnarnes- hreppi, og Sigurður Runólfsson, sonur þeirra. Á öðru heimili voru: Gunnar Ólafur Kristjánsson, húsbóndi og sjómaður, fæddur 10. ágúst 1893, Jóhanna Sæunn Sigurðardóttir, kona hans, fædd 5. júní 1896 á Barðaströnd, og synir þeirra Núverandi eigendur vinna að endurbótum á húsinu. Kristín Bjarnadóttir, fædd 22. júlí 1892. Auk hennar búa þar: Pálína barn hennar, Fanney Oddsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, fædd 23. október 1845, og Svan- hildur Jónsdóttir verkakona, fædd 7. júní 1861. Jóm'na Dið- riksdóttir býr ein í heimili, fædd 27. júh' 1866. Á þriðja heimilinu voru Jón Steingrímsson, fæddur 1. apríl 1868, Elín Anna Hall- dórsdóttir, fædd 7. september 1879. Runólfur Jónsson verður eig- andi Gíslholts 1922. Hann var harðduglegur maður, sem vann öll venjuleg störf bæði til sjós og lands. Sama ár og hann kaupir var gerð brunavirðing á húsinu og í henni segir að húsið sé ó- Gunnar Kristófer og óskírt svein- barn. Einnig var á heimilmu Amah'a Þorsteinsdóttir gamal- menni, fædd 24. júlí 1857 að Sauðlauksdal í Rauðasands- hreppi. Þórdís Sigurðardóttir sauma- kona, systir húsmóðurinnar, var sér í heimili. Hún var mjög lag- hent og vandvirk, vann fyrir sér með saumaskap og tók vinnuna heim. Hún var fædd á Skildinga- nesi á Seltjarnarnesi 22. maí 1879. Á fjórða heimilinu voru: Jón Steingrímsson, húsbóndi og verkamaður, fæddur 1. apríl 1868 að Nesjum, Elín Anna Hall- dórsdóttir, kona hans, fædd 7. september 1879 í Reykjavík, og börn þeirra: Helga, Andrea Þór- dís, Guðrún, Guðmundur, Guð- finna, Steingrímur og Jóel. Sigurður Runólfsson mjólkur- fræðingur og Else Margrethe, kona hans, áttu heima í Gíslholti á fyrstu búskaparárum sínum, eftir að Sigurður kom frá námi við landbúnaðarháskóla í Dan- mörku. Nágranni þeirra handan götunnar var Vilhjálmur Guð- mundsson skáld frá Skáholti. Það hús er búið að rífa og byggja fjöl- býhshús á lóðinni. Einnig eru fót- boltamörk drengjanna í hverfinu horfin, en þau voru á Brekku- stígnum. Framan af öldinni tald- ist Gíslholt ekki til neinnar götu og ekkert undarlegt við það, það lá ekki nein gata að húsinu, að- eins ójafn troðningur sem vatn rann eftir í rigningartíð. Á þess- um árum voru matjurtagarðar við mörg af húsunum nálægt Gíslholti, en þar var ekki garður. Sigurður man eftir því að þar sem nú er hús Vélsmiðjunnar Héðins var stórgrýtt holt, sem fiskur var breiddur á þegar viðr- aði til þess. Hann man einnig þegar Grandinn fram í Örfirisey var mjó ræma upp úr sjó, áður en stórvirkar vinnuvélar náðu að umturna hans upphaflegu lögun og vörubílar með hlöss af möl og öðru uppfyllingarefni gerðu þá jörð, sem núna er undir götum og húsum á Grandanum. Hann man lflca nokkra vahnkunna menn, sem á góðviðrisdögum böðuðu sig í sjónum við Grandann. Eftir að Vesturgata var lögð vestur að Framnesvegi var Vestra-Gíslholt talið til hennar. Einnig tilheyrði Eystra-Gíslholt götunni. Það hús er nú farið af sínum upphaflega stað og var endurbyggt í Skerjafirði. En eftir 1950 hefur Vestra-Gíslholt verið Ránargata 50. Það er skemmtileg tilviljun að næsti íbúi Gíslholts, eftir að Sig- urður mjólkurfræðingur og fjöl- skylda hans seldu, var maður menntaður í landbúnaðarfræðum frá Danmörku eins og Sigurður Runólfsson. Það var Hólmjárn Jósefsson, fæddur 1891 á Bjarna- stöðum í Kolbeinsstaðahreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jósef Björnsson skólastjóri og kona hans, Hólmfríður Björns- dóttir. H.J. Hólmjárn, eins og hann skrifaði nafn sitt eftir að hann kom frá námi í Danmörku, varð búfræðingur frá Hólum 1909. Búfræðikandídat frá Bún- aðarháskólanum í Kaupmanna- höfn 1914. Hann var kennari við Bændaskólann á Hólum 1914 til 1916. Stundaði framhaldsnám við Búnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn og tók lokapróf 1919 í landbúnaðarfræðum. Efhafræð- ingur 1921 frá Statens Plantea- vlslaboratorium í Lyngby. Eftir að hann fluttist tíl Reykjavíkur 1928 var hann með- stofnandi að Ölgerðinni Þór og Efnagerðinni Svan hf., en hann var forstjóri hennar um árabil. Hólmjárn var einn af stofnendum Skdgræktarfélags íslands, Loð- dýraræktarfélags íslands og Landssambands hestamannafé- laga. Einnig var hann ríkisráðu- nautur í loðdýrarækt. Fátt eitt hefur hér verið talið upp sem þessi atorkumildi maður tók sér fyrir hendur. Nokkrir eigendur hafa verið að Gíslholti frá því að H.J. Hólm- járn seldi og þar til nú að ung hjón, Ólafur Tryggvi Magnússon og Björg Vilhjálmsdóttir, kaupa húsið í janúar á þessu ári. Af þeim má nefna Ólaf Þórarinsson, verslunarmann ættaðan að vest- an, og hans fjólskyldu. Um árabil átti Rauði krossinn Gíslholt og var þar fyrsta heimili úmflytj- enda sem komu til landsins á hans vegum. Það vekur athygli, þegar kom- ið er að húsinu, hvað tröppurnar að útidyrum hússins eru breiðar. Þessar tröppur lagði Sigurður Runólfsson á meðan hann bjó í húsinu. Núna eru eigendur að gera húsið upp og þess er vandlega gætt að láta upphaflegt útlit halda sér eins og kostur er á. Búið er að slípa upp gömlu gólf- fjalirnar og einnig panel á veggn- um. Vegna þess hvað eldhúsið var lítið var færður einn veggur, svo að núna er kominn snotur borðkrókur. Rósettur og allir íist- ar eru notaðir aftur og hurðir all- ar slípaðar upp. Núna eru á hæð- inni myndarlegt hol, tvær góðar stofur, eldhús og h'till gangur sem gengið er úr niður í kjallara, en þar þurfti að smíða nýjan stiga. Stiginn upp í risið var gerður upp og þar eru nú tvö rúmgóð her- bergi með skápum undir súð. Búið er að setja nýtt gólf í kjallar- ann með hitalögnum undir. Þar er eftir að innrétta. Þarna hefur verið unnið mikið verk á ótrúlega stuttum tíma. Svo var einnig þeg- ar húsið var upphaflega byggt, það tók aðeins sex mánuði. Heimildir frá Borgarskjalasafni, Þjóð- skjalasafni og Fclagi íslenskra búfræði- kandídata.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.