Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 9
^ktgvtt-Wixmxm Laugardagur 30. nóvember 1996 - IX MINNINGARGREINAR Guðjón Kjartan Viggósson Fæddur 15. aprQ 1978 Dáinn 13. okíóber 1996 Átján ára drengur, farinn að blómstra sem aldrei fyrr. Loksins, eftir ósegjanlegt andstreymi hafði hann fundið þau verðmæti sem allir þrá innst inni: Sátt við sjálfan sig, lífið og tilveruna, leiftrandi hamingju, m.ö.o. farinn að fQa sig gjörsamlega í botn svo notað sé orðalag sem flestir skilja núorðið. Þennan innblástur fann Guðjón Kjartan þegar hann gerðist sjó- maður fyrir stuttu og hafið virðist hafa fyllt hann af áður óþekktri orku. Iifsgleði og kraftur streymdu frá honum; hann var málglaðari en nokkru sinni, prjón- aði framtíðaráform og allir þeir sem báru taugar til hans sam- glöddust af innileik. Ofaná þessa gleði bættist sú gæfa að nýfengin, blóðheit og heilsteypt unnusta, Rakel, gaf honum í senn unað og smitandi fyrirheit. Hún var líka — og ekki síður — einlæg vinkona. Daginn áður en Guðjón lagði úr höfn í feigðarförina, sat hann á löngu eintali við ömmu sína og var greinilega búinn að gera rækilega upp við sjálfan sig hvað það væri sem skipti máli í tilverunni. Vinátt- an var honum meira virði en nokkuð annað, mun eftirsóknar- verðari en peningar, hús, bílar, áUt samborgaranna eða önnur for- gengileg yfirborðsverðmæti sem svo margir streða við lungann úr ævinni að komast yfir. Augu hans höfðu opnast og hugurinn tekið á- kvörðun, hjartað sló sterkar en nokkru sinni. Lífið var að opna sig eins og risavaxið blóm og Guðjón Kjartan var í vímu ilmsins frá því. Ganga hans hafði reyndar ekki alltaf verið um rósagarð. Rótleysi í uppvexti, orðinn föðurlaus í bernsku, flutningur til fjarlægs lands, ótrygg tilvera. Heimkoma til fslands og í níu ára barnshuga brann spurnin: Hvar er fótfesta, hvar fæ ég höfði mínu hallað? Erf- iðleikar við aðlögun að nýju tungu- máli sem faldi fyrir honum orð og merkingar, nýjum og oft fjandsam- legum heimi. Hann átti reyndar að liknarfaðm afa síns, sem var far- inn að heilsu, undurgóðrar ömmu og móður sem vann myrkranna á milli til þess að sjá honum og litla bróður farborða, en þau máttu sín lítils gegn grimmdinni úti í hinum stóra heimi þar sem barnið var að reyna að fóta sig. Svo dó afi bless- aður og ef einhver missti mikið þá var það Guðjón, því hvað sem á dundi þá átti hann alltaf skjól hjá afa sínum, jafnvel þegar sá síðar- nefndi var orðinn svo mátth'till að hann gat vart lyft penna, hvað þá meiru. Og áfram hólt raunasagan. Skólakerfið okkar sem á tyllidög- um skartar purpura og pelli gat ekki varið vanmátta fyrir einelti á skólalóð, aðeins góðhjarta kennar- ar, Pálína og Þórný, sóttu nemann í útskúfunarhornin og töldu kjark í vonsvikna sál. Það fékk undirritað- ur að reyna, að skólasálfræðingur hafði meiri áhuga á öðru en að koma þeim stöllum til raunhæfrar hjálpar. Svo má brýna deigt járn að bíti, segir gamalt spakmæli. Tíminn líð- ur hratt og í héraðsskóla var vinur minn kominn. Drengurinn óx að burðum — tók að verja sig er á var ráðist. Sviðans högg geta orðið þung, og með skilningsskortinn á vogarskál var unglingnum vísað á dyr. Vörn gegn einelti var að mati hæstráðenda stærri glæpur en ein- eltið'sjálft. En þrátt fyrir aiiar þessar hremmingar, allt þetta fáránlega mótlæti, náði hann að binda tryggðarbönd við tvo væna drengi í Reykjavík, þá Óla og Kára, sem nú hafa á unga aldri upplifað ó- vænt högg skelfilegrar helfregnar, sem getur sett hraustustu menn út af laginu. Þeim heiðursmönnum sendi ég vinarkveðju og djúpa þökk fyrir drenglyndið. Guðjón Kjartan var maður vörpulegur á velli, hávaxinn og myndarlegur, með sviphreint and- lit og stór brún augu sem í senn voru innhverf og geislandi af mildi og góðleika, ástúðarþörf. Það kom fáum sem til þekktu á óvart, að strax við umskiptin frá barni yfir í ungling naut hann mikillar kven- hylli, stúlkunum þótti hann ein- faldlega fallegur. Má vera að af- brýðisemi sumra jafnaldra kyn- bræðra hans hafi ýtt undir einelt- isstælana. Og á sumum sviðum náði Guðjón óvenjulega skjótum þroska. Mér er minnisstætt þegar hann sagði eitt sinn við mig eftir að hafa verið beittur ofbeldi: „Of- beldi er aldrei réttlætanlegt." Þessu fylgdu engin illyrði í garð á- rásarmannsins, hvað þá hefnigirni; áherslan var ekki á það að aumingja hann hefði verið meiddur, heldur var hér talað „abstrakt" eða óhlutbundið og al- mennt, eins og maður heyrir ein- stöku sinnum fullorðnar og þroskaðar manneskjur gera. Sam- kvæmt þeim fræðum sem Amer- íkulærðir sálfræðingar höfðu troð- ið í undirritaðan þegar hann var í kennaranámi í Háskólanum, þá gat það ekki stemmt að þrettán ára drengur talaði með shkum hætti, en þessi viturlegu orð hans voru reyndar enn ein staðfestingin á því hversu ólík og fjarri raun- veruleikanum fræðin geta verið og að andlegan þroska verður aldrei hægt að setja upp í skema. Hann verður til í hTinu sjálfu, sjaldnast á skólabekk og þjáningin er móðir hins göfuga skilnings, burtséð frá aldri. Guðjóni var líka margt til lista lagt og myndmenntakennari hans í barnaskóla, Guðrún, kom þeim skilaboðum áleiðis að þar færi hið ágætasta efni, barn sem gæti tjáð huga sinn og tiifinningar með hag- lega gerðum myndum. í framhaldi af því fór hann á námskeið í list- inni, undir góðri leiðsögn og að því loknu seldi hann tvær myndir. Ekki amaleg byrjun hjá kornung- um myndlistarmanni, en því miður entist honum ekki aldur til að þroska þessa hæfileika til þess blóma sem efni stóðu til. Forlögin gripu í taumana þegar síst skyldi — óvæntur harmur laust okkur, ástvini hans, óviðbúin. ÁfaUið var þess þyngra þar sem við vissum að skipstjórinn var annálaður fyrir gætni og sigldi samkvæmt veður- spá í þetta skiptið sem önnur — og það á bát sem var nýkominn úr gagngerum endurbótum. En nátt- úruöflin storka öllum mannlegum fullkomleika; þegar þau keyra sig upp í óvæntan ham þá er ekki til sá mannlegur máttur sem ræður við þvihkan ógnarkraft. Við erum nauðbeygð til þess að játa ósigur okkar og eigum ekkert eftir annað en tómið og sorgina. Sorgin sameinar á annan hátt en lífsgleðin. Við finnum sárlega til hvert með öðru og lyftum óafvit- andi grettistaki sameiginlegrar huggunar. Við finnum, stundum ó- bærilega, til smæðar okkar and- spænis ofurvaxinni þjáningu og söknuði, og grípum þá ósjálfrátt til bjargráða drukknandi manneskja, • hvort sem þau heita handtak, faðmlag, það að sitja saman, sím- töl eða einfaldlega óstöðvandi grátur. Og aldrei erum við ein í þessum hörmungum, ekki fremur en vinurinn okkar ungi sem barð- ist um í rafmagnslausum eikarbát sem sjór var kominn í og við bætt- ist komiðamyrkur og foráttuveður, sem enginn veðurfræðingur hafði getað séð fyrir. Ég trúi því að okkar elskaði vinur hafi orðið þess áskynja þeg- ar neyðin var orðin yfirgengileg, að lífið er stærra, mun víðáttu- meira en okkur grunar í landi og stundaröryggi mannsævinnar, og að hann væri kominn áleiðis að dásamlegri náðarfaðmi en við get- um orðað. Því legg ég kröm og kvíða í kistu fortíðar. Og leyfi tíma að líða án lasts og kveinstafar. Ég veit að bœnin brúar bil það er skilur að himingeim hárrar trúar og hjarta breysklundað. (Þ.R.K.) Systir mín kær Kristrún og Ingvar þú ágæti maður, Jerry vin- ur minn. Ég á fá orð ykkur til handa, önnur en þau að hugur minn er hjá ykkur og ég hef trú á því að sameiginlega getum við ræktað fallega minningu um drenginn sem hvarf. Og ég veit að með tímanum mun harmurinn fjara út og huggunin taka við, eins og ofurlítið kraftaverk sem seytlar í gegnum tfmann og sefar í fyllingu hans. Við Guðjón Kjartan vil ég segja þetta eitt: Farðu sæll elskaði vinur. Hafðu mína innilegustu þökk fyrir samveruna, rifrildin, fótboltann, kærleikann og allt það sem þú kenndir mór, aiunum mennta- manninum. Sjáumst þótt síðar verði. Aðstandendum Vignis og Jóns Gunnars sendi ég hjartans samúð- arkveðjur. Þorgeir Rúnar Kjartansson. Ingibjörg Sigurðardóttir Ingibjörg Sigurðardóttir hús- móðir fæddist 8. desember 1907 á Siglufirði. Hún andað- ist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. nóvember 1996. Ingibjörg var dóttir hjónanna Sigurðar Kristjánssonar frá Heiði í Sléttuhlíð og Guðrúnar Jóhannesdóttur frá Tjörn í Sléttuhlíð í Skagafirði. Ingibjörg kvæntist 17. júní 1937 Jóni Eðvarð Jónssyni rak- arameistara, en hann andaðist 19. janúar 1993. Börn þeirra eru: 1) Reynir Jónsson hárskera- meistari, f. 02.12. 1938, maki Rósa Andersen og eiga þau fjög- ur börn og fimm barnabörn. 2) Sigurður Heiðar Jónsson, skrif- stofumaður, f. 02.05. 1942. Sig- urður er tvíkvæntur og var seinni kona hans Friðgerður Frí- mannsdóttir, sem lést fyrir 10 árum. Börn Sigurðar eru sjö talsins og barnabörnin eru fimm. 3) Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 24.06. 1944, maki Tryggvi Páls- son og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. Útför Ingibjargar fór fram frá Akureyrarkirkju 26. nóvember 8.1. Þegar mér barst andlátsfregn tengdamóður minnar, hennar Ingibjargar, kom sú fregn ekki á óvart, því hún hafði verið heilsu- tæp síðustu árin og síðustu fjórar vikurnar legið á FSA. Bæði hún og hennar nánustu vissu að enda- lokin nálguðust, en Ingibjörg vissi að þau endalok voru aðeins þessa heims. Við tæki annar heimur þar sem hennar biði útbreiddur faðm- ur ástvina, sem á undan voru farnir. Og fyrir hana, sem hafði hfað svo hamingjurfka og langa ævi með nánast alla sína afkom- endur sér við Mið, var hugsunin um þessa hinstu för henni léttbær. Ingibjörg fæddist og ólst upp í foreldrahúsum á Siglufirði ásamt eldri systkinum sínum, þeim Þor- leifi og Kristínu, en bróðir þeirra Páll dó í frumbernsku. Faðir Ingi- bjargar stundaði sjósókn, en móð- ir hennar vann við síldarsöltun á sumrin og annað tilfallandi á vetrum. Á þessum árum var hfs- baráttan oft hörð og litlu úr að spila og urðu alhr í fjölskyldunni að leggja sitt af mörkum. Því fór Ingibjörg að vinna við hhð móður sinnar við síldarsöltun aðeins níu ára gömul. Sextán ára gömul fer Ingibjörg til Reykjavíkur að læra sauma- skap, en Kristín systir hennar hafði farið nokkrum árum áður sömu erinda. Um nokkurra ára skeið dvaldist hún á vetrum við saumanám í Reykjavík, en saltaði síld heima á Siglufirði á sumrin. Þrátt fyrir nauðsyn þess að vera sívinnandi á þessum árum, gaf Ingibjörg sér tíma til að stunda nám við Húsmæðraskólann að Laugarvatni og sagðist aldrei hafa séð eftir þeirri ákvörðun. í síldinni sumarið 1936 kynnt- ist Ingibjörg ungum manni, Jóni Eðvarð Jónssyni rakara, sem vann við iðn sína um skamma hríð á Siglufirði. Leiddu þau kynni til hjúskapar, en þau giftu sig á Akureyri 17. júní 1937 og hófu þá þegar búskap að Krabba- stfg 4. Árið 1940 flytja þau svo í eigið húsnæði að Lögbergsgötu 9 og þjuggu þar bæði til æviloka, en Jón Eðvarð andaðist 19. janúar 1993. AUt frá því að Ingibjörg og Jón Eðvarð eignuðust sitt fyrsta barn árið 1938 var Ingibjörg heima við að sinna búi og börnum. Líf henn- ar snérist því mest um fjölskyld- una, uppeldi og velferð barnanna. Jón Eðvarð hafði eignast son- inn Eðvarð nokkru fyrir kynni þeirra Ingibjargar, en hann ólst upp hjá móður sinni og stjúpa. Tók Ingibjörg honum eins og hann væri hennar eigin sonur og fjölskyldu hans, sem hann eignað- ist síðar, eins og fjölskyldu eigin barna. Ég kynntist Ingibjörgu fyrst árið 1961, þegar einkadóttir hennar kom með mig í foreldra- hús sem verðandi tengdason. Ég man alltaf þessa góðlegu og hæg- látu konu, þegar hún mældi mig og vó, og þó svo hún tæki mér með innileika og hlýju, tók það okkur nokkurn tfma að þróa á milli okkar trausta og ævarandi vináttu. Nokkurt tómarúm kom í líf Ingibjargar þegar öll börnin þrjú fluttu að heiman sama árið og stofnuðu sitt eigið heimili. Þá fann hún starfsorku sinni útrás með því að vinna um nokkurt skeið utan heimilisins. En tíminn líður hratt og fljót- lega komu barnabörnin hvert af öðru og fylltu upp í tómarúmið, sem myndast hafði við brottför barnanna. Aftur var Ingibjörg komin í sama hlutverkið og áður, að sinna búi og börnum og vera jafnan til taks ef eitthvert þeirra knúði dyra í Lögbergsgötunni. Það hefur verið mikil gæfa fyrir barnabörnin að eiga Ingibjörgu ömmu sfna að og geta ávallt gengið að því vísu að hún væri til staðar á hvaða tíma sem væri, hvort heldur sem var í frímínút- um eða eftir skóladaginn. Og margan mjólkursopann og brauð- bitann þáðu þau um dagana í eld- húsinu hjá ömmu sinni, sem á- vallt beið komu þeirra með út- breiddan faðminn. Elsta bamabarn Ingibjargar, sem hét í höfuðið á ömmu sinni, fluttist til hennar og afa súis í Lögbergsgötuna tíu ára gömul, en foreldrar hennar höfðu slitið sam- vistum, og ólst hún eftir það upp hjá þeim aUt fram á fuUorðinsár. Það er misjafnt hvað mennirn- ir hafast að í hfinu. Flestir láta LCf- ið snúast að verulegu leyti í kring- um sjálfa sig og svo aðra. Þessu var öfugt farið með Ingibjörgu. Líf hennar snérist fyrst og fremst um aðra, umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, eiginmanni og börnum. Og þegar börnin voru farin að heim- an, tóku barnabörnin hug hennar aUan. Það var jafnan spurt: Get ég ekki gert eitthvað fyrir þig? Liði einhverjum iUa, leið henni líka illa. Er hægt að búa yfir meiri kærleika? Þegar ég nú kveð tengdamóður mína hinstu kveðju, er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir góð kynni, langa samveru og um- hyggju við mig og fjölskyldu mína. Ingibjargar er sárt saknað af börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. En minning henn- ar mun lifa í hjortum okkar og lýsa til eftirbreytni í lífi okkar um ókomnar stundir. Tryggvi Pálsson.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.