Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 4
Laugardagur 30. nóvember 1996 - W SOGUR OG SAGNIR JOítgur-'ðltmirat AMosfelli í samnefndri sveit er digur silfur- sjóður í jörðu, sem leit- að hefur verið en ekki fundist. En vafalaust kemur hann í leitirnar, eins og Mið- húsasilfrið og fleiri sjóðir sem fornmenn létu eftir sig. Einn er samt mestur og er það silfur Egils Skallagrímssonar, sem hann gróf í Mosfellssveitinni. Þar í eru mörg dýrmæti, því Eg- ill var fengsæll í ránsferðum sínum og þáði gersemar af stór- höfðingjum. Kæmi ekki á óvart þótt gull og dýrir steinar séu innanum silfur Egils. En það kemur í ljós þegar sjóðurinn finnst, hvenær sem það verður. Fleira er verðmætt í jörðu í Mosfellssveitinni. Þar er gnótt af heitu vatni, sem er sannköll- uð auðlind og nú er farið að grafa eftir gulli í sóknum Mos- fellspresta. Gullleit hófst þar fyrr á öld- inni, en var hætt. Nú er byrjað aftur að grafa og nýtt gullæði er skollið á. Segja þeir sem kunna skil á jarðvísindum og tækni að námagröftur þarna sé arðbær og er nú verið að setja gull- vinnsluna í gang. Fundvísir á glópagull Gullleit hefur víða farið fram, en með misjöfnum ár- angri. Leitin að gullskipinu í sandinum fyrir austan hefur reynst ríkissjóði dýr, en hins vegar mun ekki þurfa að leita lengi í sjálfum sandinum að málminum dýra. í honum er svoh'tið gull, en ekkí meira en svo að ekki svarar kostnaði að vinna það. í sjónum er líka gull, ef útíþað erfarið. En gullleitarmenn kæra sig h'tið um annað gull en það sem ghttir á í árfarvegum, í bergi eða kistum víkinga og annarra sjóræningja. Mikil gullleit fór fram við rætur Öskjuhlíðar upp úr alda- mótunum síðustu og hið næsta sem leitarmenn komust hinum dýra málmi var að finna leifar af látúni í borholum sínum. En þær voru úr hvellhettum sem þeir notuðu sjálfir þegar þeir sprengdu sér leið gegnum berg- ið í leit að gullæðum. Glópagull er heiti á kristals- myndun í tílteknum bergteg- undum. Það h'tur út eins og gljáandi málmur, en eðliseigin- Miðhúsasilfrið hefur vakið deilur og illindi og sýnist lítil gæfa hafa fylgt því að grafa það úr jörðu. Vœttir vemda dýr- mœtin í jörðu leikar þess eru allt aðrir. Mikið er af slíku gulli í Drápuhlíðar- fjalli í Helgafellssveit og hefur það freistað margra til að hefja gullleit í fjallinu. En grjótið það- an er verðlítið, nema hvað fólk sem langar til að sýnast efhað, lætur hlaða Drápuhh'ðargrjóti kringum eldstæði í stássstofum sínum. Þar ljómar það eins og glópagull. Málmskortur var landlægur Námagröftur og málm- vinnsla hafa löngum verið mikl- um erfiðleikum bundin á fs- landi, enda jarðefni hér ólík því sem gerist í flestum öðrum löndum. En máhð sýnist það, að hér hafa vættir falið málma fyr- ir mönnum og láta þá ekki hirða frá sér silfur, gull né dýra steina. Málmskortur var landlægur og kvað svo rammt að, að leður var notað í mynt vegna vöntun- ar á hæfara efni. Oddur biskup Einarsson víkur að þessu vandamáh í fslandslýsingu sinni: Kannski mœtti ráða bót á þessum myntskorti, ef íslend- ingar þekktu og nœðu til þeirra málma, sem ísland er einmitt í Mosfellssveit er grafið eftir gulli og er vonast til að það beri rfkulegan ávöxt. talið auðugt af. Margir telja nefnilega sennilegt, að hér sé ekki aðeins natrón og brenni- steinn í jörðu, heldur einnig aðrir málmar, að minnsta kosti ræða eyjarskeggjar stöðugt um járnkennt efni, sem menn nefndu rauða, enda var fyrr meir grafið upp þó nokkuð magn af honum sums staðar á íslandi, svo kom að notum. En furðulegt er það, sem sögur herma að átti hafi sér stað, er verið var að leita hans, sem sé að þar sem gnœgð var af honum einn daginn, þar fannst ekki urmull eftir nœsta dag, er leitarmenn komu til að hreinsa hann eða brœða, klyfj- aðir belgjum og öðrum smíðaá- höldum. Hyggja menn að þetta hafi orðiðfyrir tál og pretti ein- hverra fjallvœtta, sem almennt eru taldir leynast í slíkum málmœðum og gera mönnum sjónhverfingar. Af þessum sök- um eru íslendingar vanir að kalla þessi skyndilegu og ó- vœntu umskipti rauðaundur. Sagt er að finnist votta fyrir silfri á tveimur stöðum við sjó, sem nánast er ókleift að kom- ast að, og nefhist annar þeirra Krýsuvík, en hinn er nálœgt Hvalfirði, við Bláskeggsá, en þar lesum vér, að einhvern tíma hafi verið með miklum erfiðis- munum og ekki minni hœttu blásið nokkuð af silfri og smíð- að eitthvað úr því í Borgarfirði. Þá er og sagt, að fundist hafi efni nokkurt, ekki mjög ólíkt gulli, hjá bœnum Kalmanns- tungu, þar sem koma í Ijós smáagnir líkar gulli í malar- jarðvegi. En hvernig sem annars hátt- ar til um málmana, þá má sannarlega segja, að fyrir ein- hverja leynda ákvörðun náttúr- unnar eru þeir svo rœkilega faldir, að menn fá ekki unnið þá, að undanteknum brenni- steininum. Bæir í björtu báli Ætla má að Oddur hafi samið lýsingu sína undir lok 16du ald- ar og er þá greinilega almenn trú að bergbúar hafi geymt dýra málma og steina og varn- að mennskum mönnum að nálgast þá. Eftirmaður hans á biskupsstóli, Gísli Oddsson, var einnig vel að sér í náttúrufræð- um og er vitneskja hans og skoðanir í stórum dráttum svip- uð og hjá fyrirrennara hans. í riti hans um undur fslands er kafli um málma og annar um dýra steina. Um málma segir Gísli: Auk brennisteinsefnis, sem sums staðar varfullt afgleri og jarðbiki, notuðu fornmenn einnig járn, sem þeir söfhuðu saman úr gröfum sínum, og gekk það þó illa og ekki fyrir- burðalaust. Þegar þeir reyndu það, voru þeir að sögn almenn- ings hrœddir frá verkinu af ó- náttúrlegum sjónum, nema þeir kepptust við svo ákaft, að þeir litu aldrei af verkinu, því ann- ars sýndist þeim kot þeirra, eða einhverjir nálægir staðir standa í björtu báli, en ef þeir hlupufrá verkinu og ætluðu að slökkva eldinn, áður en þeir höfðu náð öllum málmkökkum úr gröfunum, þá er sagt, að þeir hafi ekkert fundið af þeim

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.