Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 1

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 1
Góða helgi! Laugardagur 14. desember 1996 - 79. og 80. árgangur - 240. tölublað MAÐURVIKUNNAR Gunnar í hundraðasta hlutverkinu. „Þetta er gamall maður sem er illa farinn,“ segir hann um persónuna sem hann leikur. Mynd:HilmarÞór „Ég hef aldrei safhað neinu og á enga dóma eða úrklippur um leikrit sem ég hef leikið í En mér er sagt að þetta sé hundraðasta hlut- verkið mitt hér í Þjóðleikhúsinu. “ Maður vikunnar er Gunn- ar Eyjólfsson, leikari, sem nú æfir sitt 100. hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Leik- ritið er „Villiöndin“ eftir Henrik Ibsen og leikur Gunnar gamlan mann, föður söguhetjunnar. „Þetta er ólánsmaður og þvælist kannski fyrir fólkinu en það hefur samt sitt út úr honum. Þessi persóna býður upp á möguleika og er alveg þess virði að leggja sig fram við hana," segir leikarinn um hlut- verkið. Hlutverk Gunnars eru þó fleiri en hundrað ef allt er tekið með því hann hefur líka leikið annars staðar en í Þjóðleikhús- inu. „Ég gæti trúað að þetta væru samtals ein 130 hlut- verk,“ segir Gunnar. Hann við- urkennir að sum þeirra séu honum minnisstæðari en önnur og hafi skilið eftir varanleg spor innra með sér en neitar að gera upp á milli þeirra. „Það væri eins og að gera upp á milli barnanna minna og það geri ég ekki. Öll hlutverk eru erfið og krefjandi því það gildir með leiksýningar eins og margt ann- að að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Eða eins og góður leikari sagði eitt sinn: „Það eru ekki til nein lítil hlut- verk, bara litlir leikarar.“ Sumum hlutverkum segist Gunnar einkum muna eftir vegna þeirra sem léku á móti honum. „Þetta er ekki sólóleik- ur og samleikurinn og heildar- útkoman eru oft það sem er eft- irminnilegast." Hundrað í viðbót? Fyrsta hlutverk Gunnars í Þjóð- leikhúsinu er honum í fersku minni. „Ég lék Húgó í „Flekkuð- um höndum“ sem var sýnt í janúar 1951,“ svarar hann að bragði. En ætli Húgó og gamli herra Ekdal, sem hann leikur í Villiöndinni, eigi eitthvað sam- eiginlegt? „Ekki neitt. Jú, nema þeir handleika báðir skotvopn.“ Hundrað hlutverk að baki, ætlar þú að leika hundrað í við- bót? „Guð einn ræður því, hvorki leikhússtjóri né ég,“ er svarið og skelhhlátur fylgir. „Ég hugsa samt að almættið láti mig ekki leika hundrað í viðbót en ef ég fæ að dóla með enn um stund yrði ég þakklátur." AI ÉG EREINSi OG KÖTTURINN ...þoli ekki boð og bönn,“ segir Snorri Ásmundsson. Hann hefur lifað hratt, drukkið stífi og var um tíma sokkinn í eiturlyjja- neyslu. Nú er hann hœttur neyslu og segist fá útrás við að mála. Kemst jafnvel í andlega vímu við það eitt að munda pensilinn. Hann sýnir um þessar mundir í Deiglunni á Akureyri og tileinkar sýninguna tveim- ur kœrum vinum sem urðu eiturlyjjunum að bráð. Sjá bls. 19. GLUGGAÐí LIÓÐABÆKUR 6 Ijóðabœkur, bœði stelpu- legar og óstelpulegar, í blaðinu í dag. Sjá bls. 16.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.