Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Síða 2

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Síða 2
14- Laugardagur 14. desember 1996 |Dbt0ur-'3Rmhm Jólasveininn verður í miðbæ Akureyrar í dag frá klukkan 13. Foreldrar geta kom- ið með börn sín og myndavél og tekið myndir af börnunum með jólasveininum. Klukkan 14:30 verða síðan jólasveinar á svölum KEA eins og venja er. Á mánu- daginn verður sveinki aftur mættur í göngugötuna frá 14:30-17:00. Giljagaur tekiim á beinið Nú er rétti tíminn til að heimsækja Jóla- landið í Eyjafjarðarsveit. Lítið skrýtið jólahús sem öll börn hafa gaman af að skoða. Og foreldrarnir gætu fundið þar eitthvað fallegt í pakkana til vina og vandamanna. Tilvalið er að stoppa einnig í Blómaskálanum Vín, gæða sér á kaffi og kökum, og taka þátt í getraun um piparkökuhúsið. Opið á báðum stöð- um til klukkan 22. Foreldrar fá klukkustund til að reika frjálsir um bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum í dag frá kl. 14-15. Þá munu Vilborg Dagbjartsdóttir, Sigrún Eldjárn og Jórunn Sigurðardóttir lesa upp úr nýútkomnum barnabókum sínum og þýðingum á bókakaffi Súfistans. „Óvæntir gestir" reka líklega inn nefið. Sýningar Furðuleikhússins á íslenska leikritinu, Jólin hennar ömmu, eru í dag kl. 14 og á morgun kl. 14 x Möguleikhús- inu við Hlemm. í leikritinu segir Sigríður amma frá því þegar Grýla tók besta vin hennar til kvöldverðar og þegar heimi tókst að fræða Stekkjastaur um það hvers vegna við höldum jól. Miðaverð: 700 kr. Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki geta frestað jólainnkaupunum leng- ur, þurfa ekki að hafa samviskubit gagn- vart börnunum. Á meðan þeir rölta um í Kringlunni geta börnin dvalið í Ævin- týra-Kringlunni sem er barnagæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Opið 14-18:30 virka daga og 10-16 á laugardögum. Tvær "syhlngár á myndum eftir börn verða opnaðar í Norræna húsinu á morgun. Annars vegar frá nemendum úr Myndlistarskólanum í Reykjavík og hins vegar úr jólalistasmiðju Norræna húss- ins. Kl. 14 á morgun hefst þar dagskrá á vegum íslandsdeildar Barnabókaráðs- ins. Börn sýna leikþætti og syngja, nokkrir barnabókahöfundar lesa úr verkum sínum o.fl. Allir velkomiúr og aðgangur ókeypis. tBBði Árbæjarsafn neldur áfram kynningu sinni á jólahaldi fyrri tíma á morgun frá 13-17. Þar geta börn fylgst með kerta- steypu, laufabrauðsútskurði og hægt verður að fá jólakort prentuð í prent- smiðju safnsins. Ki. 15 verður jólatrés- skemmtun fyrir börn. Aðgangseyrir er enginn fyrir börn undir 16 ára en 300 kr. fyrir fullorðna. Jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða, einn af öðrum. I fyrrinótt var það Giljagaur sem skreiddist um landið til að lauma góðgæti í skó allra góðra barna. Varla hafði hann lok- ið við að fylla síðasta skóinn þegar hann þeyttist eins og eldibrandur upp á rit- sjórn Dags-Tímans, sveittur og þreyttur eftir erfiða nótt, og vildi endilega að við sig yrði tekið viðtal. „Þetta var nú meiri nóttin. Góðu börnin eru alltaf að verða fleiri og fleiri og við jólasveinarnir höfum varla und- an.“ Engar kartöflur í nótt? „Jú, alltaf ein og ein. Það voru nokkrir strákgeml- ingar á Dalvík sem höfðu verið eitthvað óþekkir, ein stelpa í Mosfellsbæ og svo þurfti ég að setja kartöflur hjá nokkrum börnum á Eyrinni á Akureyri. En það var nú bara út af því að ég var búinn með allt annað og vil því nota tækifærið og biðja blessuð litlu skinnin afsökunar. Annars eru kartöflurnar ekki svo slæm- ar. T.d. fullt af C vítamíni í þeim og ekki veitir af miðað við allt þetta kvef sem er að ganga.“ Hvað með reykvísku börnin? „Þau eru bara búin að vera svo svaka- lega góð allt þetta ár að það er alveg með eindæmum. Engin kartafla þar.“ Þurfum enga yfirstjórn Askasleikir foringi jólasveinanna. Hvað segir þú um það? „Foringi hvað? Askas- leikir er númer sex í röðinni og á bara að halda sig heima hjá Grýlu þar til komið er að honum. Ég skil ekki þessa athyglissýki í manninum. Við bræðurnir komum okkur saman um það fyrir löngu síðan að kommúnisminn væri okkur að skapi og við þurfum sko enga yfirstjórn.“ En þið eruð nú farnir að markaðs- setja ykkur ansi mikið. Skemmtið þegar enn eru 17 dagar til jóla og farnir að heimta viðtöl í blöðum? „Þessir jóla- sveinar um síðustu helgi voru bara ein- hverjir svikasveinar, það er alveg ljóst. Ég skil ekki að fólk hafi ekki séð í gegn um þá. En þetta með blöðin. Við þurfum nátt- úrulega að fá að verja okkar og koma okkur sjónar- miðum á fram- færi. Við erum minnihlutahópur í þjóðfélaginu og allt of lítið tillit tekið til okkar. Bræður mínir nenna ekki að hugsa um pólitík þannig að ég verð að taka þetta að mér.“ Ertu ekki bara að reyna að stela senunni frá Aska- sleiki? „Hvurslags eigin- lega ofsóknir eru þetta? Hór kemur maður í mesta sak- leysi í smáviðtal og bara ráðist á mann með áleitnum spurningum. Þessir blaða- menn! Þið fáið allir kartöflur í skóinn frá mér næst.“ Allt að hætta s Utsala í desember? Nei, þetta er ekki prentvilla heldur bláköld staðreynd. í versluninni Allt í Reykjavík er stórútsala um þessar mundir. Eigandinn, Vigdís Stefáns- dóttir, ætlar að sameina tvær búðir í eina og því á að rýma til. Nylonsokkabuxur á 100 krónur, 30% afsláttur af snyrtivörum, bús- áhöld, barnafatnaður og ýmislegt fleira á góðu verði. 'Ekki slæmur kostur fyrir auralausa gefendur! En hvernig skyldi salan ganga í þess- um verslunarmánuði ársins? „Jú, það hefur verið fjör,“ segir Hanna Jónsdóttir. AI Hanna Jónsdóttir og Erla Káradóttir, starfsmenn í versluninni Allt, Drafnarvöllum 6 í Reykja- vík, virða fyrir sér barnafötin. ----____ Mynd: mm<

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.