Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Page 3

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Page 3
;0aguT-(Eímúm Laugardagur 14. desember 1996 - 15 Tímamót í gallera Mér finnst hugsjón svo rosalega virðulegt orð. Ég segi frekar að óg geri þetta af áhuga,“ segir Þórey Eyþórs- dóttir en um þessar mundir eru tíu ár síð- an hún stofnaði Gall- erí AllraHanda á Ak- ureyri. „Ég flutti til Akur- eyrar eftir að hafa bú- ið í Noregi í íjölda mörg ár. Hugmyndin kviknaði þegar ég fór að huga að gjöfum til vina erlendis. Mér fannst ekki vera neitt til af fallegri nytjalist," segir Þórey um tildrög þess að hún kom gall- eríinu á fót. „Ég hafði svo mikinn áhuga á þessu að ég fékk leyfi frá störfum mínum á Fræðsluskrifstofunni en ég er talmeina- fræðingur að mennt,“ bætir hún við. Nú eru árin sem sagt orðin tíu og óhætt að segja að Þórey hafi látið hendur standa fram úr ermum þessi ár. Fyrstu árin var Gallerí AllraHanda til húsa í Brekkugötu 5 en fyrir fimm ár- um flutti Þórey starfsemina í gamla mjólkursamlagshúsið í Grófagili. Við flutninginn opn- uðust möguleikar til að bjóða Þórey Eyþórsdóttir, eigandi Gallerís AllraHanda. grunni er teppi sem hún óf sjálf. listafóki að halda einkasýningar og hafa verið haldnar 24 einka- sýningar í galleriinu þar sem listmálarar, grafíklistamenn, vefarar, gler- og leirlistarfólk hefur lagt muni sína fram til sýningar. Auk þess hef- ur Þórey staðið fyrir sýningum í sýningarsal í Hekluhúsinu á Gler- áreyrum og í sumar- kaffihúsi sem hún hef- ur rekið á Hjalteyri undanfarin siunur. Rúmlega þrjátíu listamenn sýna í tilefni afmælisins stendur Gallerí Allra- Handa fyrir sýningu í Hekluhúsinu þar sem um 30 listamenn sýna verk sín. Sýningin verður opnuð klukkan þrjú í dag og stendur til 5. janúar. „Ég hef verið svo lengi í þessu og langaði því til að gera eitthvað til að minnast þessara tímamóta," segir Þórey. En hvernig skyldi reksturinn hafa gengið. „Ég vil helst í bak- ekki tala um það. Gróð- inn er enginn heldur er þetta bara áhugamál. Almennt finnst mér fólk þó áhugasamt fyrir ís- lenskri listsköpun, sérstaklega unga fólkið." AI Árið 1992 flutti galleríið í Grófagil og opnuðust þá margir nýir möguleikar. Rúgbrauð og slátur gerð ódauðleg Sértu þjóðrœkin/n - en býður við ís- lensku harðindafœði - þá geturðu núna notið sláturs, kcefii og annars góðgœtis - án þess að súrþefinn leggi fyrir vitin. Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir ný og gömul verk í Lista- café í Listhúsinu í Laugardal um þessar mundir. Nýju myndirnar eru svo- kallaðar einþrykksmyndir og minna einna helst á uppstillimyndir gömlu frönsku og spænsku meistaranna, með ávaxtaskálunum og leirkönnunum. „Þetta eru matarmyndir. Ég var nefni- lega með vinnustofu heima. Á kvöldin hljóp ég alltaf niður í kjallara og hélt áfram að búa til mat þar. Steikti fisk og notaði spagettí og hrísgrjón og svoleiðis með.“ - Nú er tilgangurinn með því að steikja fisk einkum sá að éta hann, til hvers er þinn fiskur? „Þetta er svona leikur fyrir mér, að setja einhvern mat á plötu til að þrykkja. Kannski geri ég þetta bara þegar ég er svöng, maður gleymir svo oft að borða. Maður er frjáls x' þessu. Kannski er eitt- hvert jafnvægi í því að fara svona yfir línuna, þ.e. úr heimilisstörfunum og inn í listina. Matur getur verið svo listilegur fyrir augað. Mér finnst það koma fram í þess- um myndum, sumt af þessu er mjög kræsilegt. Ég notaði svona myndefni eins og slátur, lifrarpylsu, rúgbrauð, kæfu og smjör.“ - Þetta hljómar nú hvorki kræsilegt né myndrænt... „Jú, þetta eru ofsalega fallegir brúnir : litir, hkt og í mosa, landslagi og hrauni. Það er mikið gert af því að núna að sýna t.d. smjör þannig að fólk skynji það gegnum litinn. Mér finnst maður skynja smjörið og rúgbrauðið í þessum mynd- um, ég þrykkti t.d. með rúgbrauðinu og reyndi að hafa litina alveg eins. Það voru m.a.s. korn eftir. Matur getur verið mjög listrænn, bæði á blaði og borði.“ LÖA Orgeltónlist á geislaplötu Orgelið í Akureyrarkirkju hefur ver- ið nokkuð til umfjöllunar síðustu tvö árin. Á síðasta ári voru gerðar á því viðamiklar endurbætur og var org- elið vígt öði'u sinni 26. nóvember 1995. Ári síðar upp á dag var síðan brotist inn í kirkjunna og orgelið skemmt en sem betur fer urðu skemmdirnar minni en talið var í fyrstu. Og enn á ný er orgelið í sviðsljósinu því nú er komin út geislaplata þar sem Björn Stein- ar Sólbergsson, org- arnsti Akureyrar- kirkju, leikur á orgel- ið. Á geislaplötunni leitast Björn við að kynna sem best höf- uðkosti orgelsins. Efnisskránni má skipa í þrennt. í fyrsta lagi verk eftir Johann Sebastian Bach, í öðru lagi verk eftir íslensk tónskáld og í þriðja lagi orgel- verk franskra meist- ara. Orgelið í Akureyr- arkirkju var fyrst vígt árið 1961 og var á sínum tíma stærsta orgel landsins, eða þar til Klais orgelið í Hallgrímskrikju var vígt árið 1992. Orgel- ið hefur 49 raddir (3290 pípur) sem skiptast á hljómborð og pedal. Margir inn- lendir og erlendir organistar hafa leikið á orgelið og bera þeir allir mikið lof á það, sérstaklega hljóminn. Útgáfufyrirtækið Skref og Akureyrar- kirkja gefa geislaplötuna út í sameiningu og mun allur ágóði renna í orgelsjóð Ak- ureyrarkirkju. Platan er til sölu hjá Japis og í Akureyrarkirkju. AI

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.