Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Qupperneq 4
16- Laugardagur 14. desember 1996 MENNING O G jDagur-Œírnmn LISTIR Gluggað IBókatíðindum þetta árið eru fáar íslenskar ljóðabækur, þær eru vel innan við tutt- ugu. Nokkrn- heildarsöfn eru þá ekki talin með. Ljóðahöfundar Bókatíðinda skarta heldur ekki eins frumlegum útgáfunöfnum og í fyrra. Stóru forlögin gefa flestar bækurnar út og Bókaút- gáfan ein stendur ein! Alla leið hing- að heitir ljóða- fá ljóðabók Nínu Bjarkar Árnadóttur. Titilll bókar- innar er sér- lega skemmtfleg- ur því fjar- lægðin langa er umfjöllunareíh- ið, lengdin og löngunin í hið horfna og þá kannski helst ást- ina. Og ljósrauði endurminn- ingaglampinn gengur upp. Ljóðin eru full af innileik og til- Nína Björk íinningu, lesandinn skynjar ótta og bælingu ég-sins sem er furðu hlutlaust eða atkvæðalítið í eig- in heimi. í bókinni Engilhnn í snjónum (1994) var flóttinn frá raun- veruleikanum dálítið ofgerður, sem hin eina lausn. Hér er þessi flótti farinn, ljóðmælandi velkist frekar um og með yfir- vegaðri ró og tryllingi til skiptis. En það eru frostrósir á hjart- anu og óttinn er þarna en hann hefur læst sig lengst inni í hjartanu. Þessi örfáu ljóð, 24 stykki, eru hnitmiðuð og í einfaldleika sínum segja þau oft mikla sögu, sögu sem hefur þó verið sögð ótal sinnum. Gripið niður í Ijóðið Forboðin: (...) En þetta er bara ég að elska þig ég gat þá aldrei hœtt því og vitaskuld tárastu vitaskuld ÞJÓÐLEIKHDSID Stóra sviðið kl. 20.00 Jólafrumsýning: VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Frumsýning: 26. des. kl. 20, 2. sýn. föstud. 27. des. 3. sýn. lau. 28. des. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT AÐ HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Föstud. 27. des. Laugard. 28. des. Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Kari Ágúst Úlfsson Sunnud. 29. des. Athugið að ekki er hægt að hleypa gest- um inn í salinn eftir að sýning er hafin. ★ ★ ★ GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF ★ * ★ Listaklúbbur Leikhúskjaliarans sunnudag 15. des. kl. 16.00 Jólakaffi með skáldskap Leikarar og höfundar mæta með jólabækurnar: Þórarinn Eldjárn, Nína Björk Árnadóttir, Bragi Ólafsson, BöðvarGuðmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Vigdís Grímsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Gyrðir Elíasson, Ólafur Haukur Símonarson, Þorsteinn Gylfason og Bjarni Bjarnason. Umsjón: Helga Bachmann og Edda Þórarinsdóttir. Miðasalan er opín mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti síma- pöntunum frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. 14 1 Undir berum himni eftir Steve Tesich Frumsýning á „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) sunnudaginn 29. des. kl. 20.30. Uppselt 2. sýning mán. 30. des. kl. 20.30. 3. sýning fös. 3. jan. kl. 20.30. 4. sýning lau. 4. jan. kl. 20.30. 5. sýning sun. 5. jan. kl. 20.30. Athugið takmarkaðan sýningarfjölda. Leikhúsunnendur athugið! Leikfélag Akureyrar opnar nýft leiksviS á 80 ára afmælisári sinu. I tilefni af því verður þeim gestum sem koma á einhverja af fyrstu fimm sýningunum boðið að fá nöfn sín rituS á sérstaka árnaðaróska- skrá í leikskránni. Til þess þurfa leik- húsunnendur að tryggja sér miða fyrir 15. desember. Miðasalan er hafin. Tryggið ykkur miða. Dýrin í Hólsaskógi eftir Thorbjorn Egner Sýningar: Sunnud. 15. des. kl. 14. Síðasta sýning. MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miSasölu: 462 1400. ífjafxtkwt £d(ipé£agA (Mwteysuvt &t géd jólagjitf, ®agur-®mtirat - besti tími dagsins! í lj óðabækur Gyrðir Eiíasson Indíánasumar Gyrðis Elías- sonar er mun léttari og ein- faldari bók en margar fyrri bækur hans og minnir efnið og stíll- inn stundum á smásagnasafnið Tréfiskur. Himininn, jörðin og sólkerfið, allt er þetta á fleygiferð í ein- hverri tímavitund sem er alltaf undir hjá Gyrði. Tíminn vinnur hægt og bítandi á öllu saman, en nú er ekki eins dimmt í sál- arholunni eins og í Mold í skuggadal (1995). Myndirnar eru líka einfaldari þó lífsþrosk- inn djúpi sé einnig til staðar og þá grunurinn um að eitthvað muni gerast. Það er spenna og þrá í þessari efnismiklu og vel gerðu bók. Það gæti einfaldlega verið von á öðru Indíánasumri. Hófatak Dökku hestarnir í túninu þessa nótt, hvert rása þeir? Hliðið er opið, og ég sé út um svefn- herbergisgluggann uppi að þeirfara suður mýrarnar, svo dökkir að andartak held ég að mig sé að dreyma En mig dreymir ekki Dökkuhestarnir sökkva og hverfa í gljúpa mýri þessa nótt í sumarlok Yfir mýrinni œða skýin Jónas Þorbjarnarson Villiland Jónas- ar Þorbjarnar- sonar byrjar á ljóði um Ind- íána, en það er frekar hægt að festa hönd á Indíánum Jón- asar en Gyrð- is. Þeir reyn- ast álftir, hvítir Indíánar, enda er heimurinn hjá Jónasi að opnast í allar áttir, flýgur jafn- vel útundan sér! Ljóðmæland- inn er verulega sjálfhverfur, sem er skemmtilegt. Maðurinn er að basla við að átta sig á því hvar honum sleppir og hvar eitthvað eða einhver tekur við. Þetta gerir Jónas með æðru- leysi og því skellir maður upp úr á köflum. Myndirnar eru oftast einfald- ar, einn hjólar dagana þangað til kemur að kollveltunni og annar fiskar lífið uppúr djúpun- um því fyrir honum eru sfldar- árin aðeins skáldskapur. Enn er fjaliað um tímann á kómískan hátt sem er nýlunda, en dauð- inn er fyrirferðaminni en í And- artaki á jörðu (1992). Villiland er heilsteypt og skemmtilegt land. Stfll Jónasar minnir stundum einum of á stfl Sigfús- ar Bjartmarssonar þótt þar sé einfaldleikinn tekinn fram yflr margræðnina hjá Sigfúsi (sbr. Veggir bls. 46). Brot úr Hvalnum: (...) égferðast um eigin tilverudjúp og öðru hverju sérðu mér skjóta upp gerir ósjálfrátt þá athugasemd: „þarna er þessi“ og svo hverf ég undir yfirborð huga þíns á ný Stundum vildi ég helst að ég hefði ekki meira af mér að segja en þúc kæmi einstöku sinnum til sjálfs mín til að tuldra „þetta er ég" en þess á milli einhver algleym- issigling- milli endurfœðinga, endur- funda Óskar Árni Óskar Árni Óskarsson er hættur við hækurnar sem I fylltu Norður- leið (1993) en ferðalagið er honum eins liugleikið í nýju bókinni Ljós til að mála nóttina, þó fremur sé ferðast um í tíma en rúmi. Ljóð- in sem mála nóttina eru oftast stakar myndir en eins eru lengri prósaverk og mætti Ósk- ar gera meira af því að flæða. í stuttu ljóðrænu ljóðunum næst ekki alveg nógu sterk tilfmning, kannski vegna hátíðleika. Æskuminningar, sumar í anda Þorpsins, eru áberandi í bókinni og það eru helst til mik- il þyngsli yflr hugsuninni. Kald- hæðni hefði kannski átt betur við? -mar Ljóðfrexjur bjóða veitmgar Tvær ljóðfreyjur koma á vettvang í jólabókaflóðinu og bjóða eitt og annað af bökkum sínum: Elísabet Jökuls- dóttir kemur fram með „Lúðra- sveit Ellu Stínu“ og Linda Vil- hjálmsdóttir er með „Valsa úr síðustu siglingu". Báðar eru áhugaverðar. Lúðrasveit Ellu Stínu er sjálf- stætt framhald af Galdrabók Ellu Stínu sem höfundur gaf út sjálf fyrir nokkru. í hvorugri bóka Ellu Stínu er um ljóð að ræða, frekar ljóðrænar örsögur. Galdrabókin var skemmtilega „stelpuleg" enda Elísabet mikið fyrir þá stemmningu. Hægt var að hafa talsvert gaman af sög- um Ellu Stínu og sumar hreint fínar og talsvert dýpri en við blasti fyrst; eins og kom fram á upplestrarkvöldi fyrir nokkru hefur Ella Stína bætt við sig lúðrasveit í nýju bókinni og er jafnvel enn skemmtilegri en fyrr. Við sumar sagnana nær maður sambandi, við aðrar glímir maður lengur ef maður er ekki „stelpa“. Nú gefur Mál og Menning út. Þetta eru enn „stelpulegar sögur", hugtak sem ekki mun notað mikið í bókmenntafræðum en orðið gefur til kynna hvað er á ferð- inni. Léttlyndi, kerskni, hæðni, draumar og tilfinningar við alls kyns aðstæður sem brugðið er upp með smámyndum þar sem óvæntur endir er nánast regla. Og kannski ekki svo óvæntur þegar maður er viðbúinn hon- um. En það er gaman að vera með Ellu Stínu. Linda Vilhjálmsdóttir er ein af okkar bestu skáldkonum og sendir frá sér agnarsmátt en efnismikið kver. Állir ljóða- og blómaunnendur ættu að tvinna þetta tvennt (blóm og valsa Lindu) saman til tækifærisgjafar við hátíðleg tilefni. En Iesa fyrir sig sjálfa fyrst. Linda fer í sigl- ingu með stóru skipi og á því ferðalagi er sálin greinilega besti ferðafélaginn. Eftir stórskemmtilegan og vel skrifaðan inngang með æskuminningum sjómannsdótt- ur er látið úr höfn og ljóðin streyma fram við hæga undir- öldu úthafsins og stúss um borð. Margt er þarna vel gert hjá Lindu og kverið hinn besti ferðafélagi, fjölbreyttar ferða- myndir koma fram og gleðja mann hvort heldur maður situr í Fokker, strætó eða húsbónda- stólnum. Allt er kverið hið besta mál og er mælt með því við alla sem leita að fallegri tækifærisgjöf fyrir sig sjálfa eða aðra. Linda er snjöll: Bókin ætti að fást í öllum betri blómabúð- um. -sjh. Linda Vilhjálmsdóttir með agnarsmátt en efnismikið kver. Mynd:GVA

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.