Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Síða 7

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Síða 7
^Dagur-®mróm Laugardagur 14. desember 1996 -19 Ég er eins og kötturiim „Ég er eins og kötturinn, þoli ekki boð og bönn.“ Mynd: jhf Hann hefur lifað hratt. Fór að drekka ungur og orðinn túramaður strax um tvítugt. Seinna tóku eiturlyf- in við. Fyrir tveimur árum ákvað hann að hætta neyslu á eiturlyíjum, nokkru síðar hætti hann líka í brennivíninu og hef- ur ekki fallið. Nú fær hann út- rás í myndlistinni. í gær opnaði hann myndlistarsýningu sem hann tileinkar tveimur kærum vinum, sem urðu eiturlyíjunum að bráð. Hann býr í Gihnu á Akureyri, mitt á milli Deiglunnar og Café Karólínu. íbúðin flokkast tæp- ast undir það sem kallast getur hefðbundið. Stofan bæði vinnu- stofa og vistarvera. Hátt til lofts, stigi upp í glugga þar sem glittir í annan kirkjuturninn á Akureyrarkirkju. Veggirnir eru skreyttir myndum eftir hann sjálfan, úrklippum, ljósmynd- um, minningargreinum - eigin- lega öllu milli himins og jarðar. íbúinn er ekkert sérstaklega hefðbundinn heldur. Grannvax- inn og krúnurakaður. Augun dökk, nærri svört. En handtakið er þétt. Hver er maðurinn sem býr hérna inni? „Það er Snorri As- mundsson." Þögn. „Ég h't alltaf á mig sem grallara. Eg er ekki að leika neitt og er alveg laus við fullkomnunaráráttu, sem virðist vera að plaga svo marga. Ég leyfi mér að gera fullt af vitleysum og þykir vænt um grallarann í mér.“ Sáttur við sjálfan sig Fyrir tveimur árum var Snorri handtekinn og settur í gæslu- varðhald í tengslum við fíkni- efnamál. Á meðan hann sat í gæsluvarðhaldinu velti hann lífl sínu fyrir sér og komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki haldið áfram á sömu braut. „Ég hef lifað hratt en nú er farið að hægjast um hjá mér og ég orð- inn sáttari við sjálfan mig. Ég er búinn að vera á Akureyri í tvö ár núna og hefur liðið virki- lega vel. Áður var ég sjaldan sáttur við að vera hér. Alltaf einhver ævintýraþrá í mér. Ég hætti fíkniefna- neyslu fyrir tveimur árum en var að sulla í brennivíni fram undir áramót. Þá ákvað ég að hætta því líka og hef staðið við það. Ég fór ekki í meðferð. Ákvað að hafa þetta einfalt og hætti bara. Það virkaði. Annars er ég eins og kötturinn minn. Ég þoli ekki boð og bönn og verð því mjög pirraður ef mér er bannað eitthvað. Ég tek ekki leiðsögn og það hefur plagað mig.“ Útrás við að mála Kannski var það einmitt út af tregðu hans við að hlýta leið- sögn að hann byrjaði ekki að mála fyrr. „Ég var alltaf teikn- andi sem barn og var eigin- lega búið að ákveða fyrir mig að ég yrði myndlistamað- ur. Ég fór ung- ur í Myndlista- skólann á Ak- ureyri en kláraði varla fyrsta árið. Síðan lét ég myndlistina eiga sig þar til fyrir rúmu ári síðan,“ segir hann. „Ég er ekki mjög góður í að tala og á oft erfitt með að koma hugsunum mínum frá mér. En ég fæ útrás við að mála.“ Óhætt er að segja að Snorri hafi ekki setið auðum höndum frá því hann tók sér pensil í hönd. Hann sýndi á Karóh'nu fyrir tveimur mánuðum síðan, var með sjö sautján mínútna sýningar í sumar og hefur nú opnað sýningu í Deiglunni. „Ég er kannski svoh'tið kaldur að vera að sýna svona mikið. Það er mikil lífsorka í mér og ég þarf að eyða henni í eitthvað. Ég er svolítill spennufíkill og þarf alltaf að vera að gera eitt- hvað. Vinn best undir álagi.“ Sammála Emmu Bonino Sýning Sorra er tileinkuð tveim- ur vinum hans, þeim Pétri og Ninní, sem bæði urðu citurlylj- unum að bráð. Pétur fyrir nokkrum árum en Ninní núna nýlega. 30 prósent af ágóðan- um ætlar Snorri að láta renna til forvarnastarfa. „Annars er ég alveg laus við að vera fana- tískur," segir hann og bætir við að hann sé ekki frá því nema hann sé sammála Emmu Bon- ino um að best væri að leyfa eitur- lyf. „Eins og ég sagði er ég ekki mik- ið fyrir boð og bönn og held að þau geti virkað neikvætt. Menn eru í nornaveiðum núna. Fíkniefni verða alltaf til staðar hvort sem þau eru bönnuð eða ekki en ef þau verða leyfð myndu þau lækka í verði og glæpir myndu minnka. Má segja að 80-90 pró- sent þeirra sem eru í fangelsi á íslandi hafi brotið af sér til að íjárrnagna fínkiefnaneyslu." Andleg leiðsla Myndlistin hefur leyst fíkniefnin að hólmi hjá Snorra og með pensil í hönd á hann til að fljúga upp í hæstu hæðir. Fortíðin er ofsalega þokukennd. Ég rugla stundum saman tíma og röð atburða. „Stundum er ég alveg að springa úr orku. Má eiginlega segja að þetta sé leiðsluástand eða andleg víma. Ég verð ofsa hamingjusamur og glaður,“ segir hann og tekur fram að víman sem fíkniefnin gefi freisti sín ekki lengur. „Ég hef verið svolítið innan um fólk sem er í fíkniefnaneyslu og það snertir mig ekki. Ég veit ekki hvað hef- ur átt sér stað í kollinum á mér. Þetta er eins og blessun. í með- ferð verður allt svo flókið en ég tók þá ákvörðun að vera ekkert að flækja málin. Nú er ég eigin- lega búin að sparka minnimátt- arkenndinni niður í kjallara. Þó ég heyri einhvern hvísla um mig kemur það mér ekki úr jafnvægi. Ég er h'fsglaður þó auðvitað fari ég niður inn á milli. En það er gott að gera það líka því manni getur ekki alltaf hðið vel.“ Búinn að gera upp fortíðina? „Fortíðin er ofsalega þoku- kennd. Ég rugla stundum sam- an tíma og röð atburða. Ég hef brallað ýmislegt í gegnum tíð- ina, farið víða og lifað hratt. Stundum hef ég reynt að skrifa einhvers konar dagbók en það hefur ekki gengið. Annars er ég voðalega lítið í fortíðinni núna. Búinn að gera hluti sem ég hefði ekki átt að gera en gerði samt. En ég þurfti að gera þá til þess að verða sá maður sem ég er í dag þannig að ég er sáttur. Ég ráðlegg samt engum að fara sömu leið og ég. Alls ekki. Ég lít á fólk sem einstaklinga og hver þarf að velja sína leið. Þetta er sú leið sem ég þurfti að fara.“ AI Ég er ekki mjög góður í að tala og á oft erfitt með að koma hugsunum mín- um frá mér. En ég fœ út- rás við að mála. Fíkniefni verða alltaf til staðar hvort sem þau eru bönnuð eða ekki en ef þau verða leyfð myndu þau lœkka í verði og glœpir myndu minnka.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.