Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 9
IDagur-©imra't Laugardagur 14. desember 1996 - 21 Anna (önnur til vinstri í fremri röð) í hópi verðlaunahafa á kökuskreytingarmótinu í Hamborg. Verðlaunakakan var einstaklega þjóðleg. íslendingar fleiri en Danirnir s slenskur skóli á danskri grund? Ekki alveg, en ís- lenskir nemendur eru engu að síður í meirihluta. „Ætli þetta sé ekki bara svona vinsælt fag heima á ís- landi núna,“ svarar Anna Björnsdóttir, þegar ijöldi ís- lenskra nemenda í köku- skreytinganámi í tækniskól- anum í Ringsted var borinn undir hana. Sjálf hóf Anna nám við skólann í haust og er ein fimm íslendinga í bekkn- um. Auk fslendinganna fímm stunda tveir Norðmenn og þrír Danir nám í sama hóp og hún. „Alls eru um 20 íslending- ar hér á svæðinu við nám eða á samningi í köku- skreyting- um, eða konditori eins það kallað hér,“ segir Anna og bætir við að Danirnir séu farnir að grínast með hvort ekki borgi sig að ráða íslenska kennara við skólann, svo mikil ásókn er í þetta nám frá íslandi. Anna er 37 ára Patreks- firðingur og hefur búið í Dan- mörku frá því í sumar. Pá flutti hún ásamt manni og börnum frá Patreksfirði til Danmerkur, hann í kokka- nám og hún í kökuskreyting- ar. „Við höfum aldrei búið er- lendis áður en þetta gengur ágætlega," segir Anna, sem er hin ánægðasta með að hafa drifíð sig af stað. Hvað með tungumálið? „Jú, svona... ég ætla reyndar að taka mér pásu frá náminu þegar ég er búin með þessa önn. Ég byrja á samningi í maí og ætla að nota tímann á milli til að fara á dönsku- námskeið.“ Sigraðir í fjölþjóðlegri keppni Anna vann áður á Sjúkrahús- inu á Patreksfirði en segist alltaf hafa haft áhuga á kökuskreytingum og verið Skemmtilegt að koma með algjör- lega heimatilbúna skreytingu og lenda ífyrsta sœti. dugleg að prófa sig áfram í eldhúsinu heima hjá sér. Þessar tilraunir hafa borið góðan árangur því í síðasta mánuði gerði hún sér lítið fyrir og sigraði í íjölþjóðlegu kökuskreytingamóti í Ham- borg. „Þetta er árleg skóla- keppni. Alls voru keppendur 30, þar af 3 úr mínum skóla en hann er sá eini í Dan- mörku sem sendir keppend- ur,“ segir Anna, sem var eini íslendingurinn í keppninni. Sigurkökuna hannaði Anna sjálf og segist ekki hafa séð neitt svipað annars stað- ar. Kakan var þannig saman- sett að hún myndaði opna bók og á síðunum var mynd af íslandi, Geysi, hestum og fuglum. Þar var m.a. ritað: „ísland er land íss og elda“. Einnig var bókar- merki í fánalitun- um. „Bróð- ir minn teiknaði fyrir mig myndirnar og ég skar þær síðan út í marsipan," segir hún. En kom sigurinn á óvart? „Já, hann gerði það. Mér fannst gaman að því að þó ég hafi gert svona kökur heima hefur enginn í faginu séð þetta áður hjá mér. Skemmti- legt að koma með algjörlega heimatilbúna skreytingu og lenda í fyrsta sæti.“ AI Opin bók með myndum af íslandi, Geysi, íslenska hestinum og fuglum. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616 Utboð F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Götusalt, efniskaup á salti til hálkueyðingar. Um er að ræða 7.000 tonn. Fyrsta afhending verður um miðjan mars 1997 og verklok haustið 1998. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,- frá þriðjud. 17. desember nk. Opnun tilboða: Fimmtud. 6. febrúar 1997 kl. 11.00 á sama stað. Verk þetta er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra auglýsir eftir starfsmanni Þarf að hafa uppeldisfræðilega menntun og reynslu í starfi með fötluðum. Þarf að geta sinnt foreldraráðgjöf og upplýsingamiðlun til aðstandenda fatlaðra, auk þess að vera stjórn Þroskahjálpar innan handar með ýmis verkefni. Starfið er 50% staða. Umsóknir sendist til skrifstofu Þroskahjálpar á Norður- landi eystra, Kaupangi v/Mýrarveg, Akureyri. Upplýsingar gefur Lilja í síma 462 6558. Menntamálaráðuneytið Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum fara fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 6,- 9. janúar næstkomandi sem hér segir: Enska .....................mánud. 6. janúar kl. 18. Spænska og þýska.............þriðjud. 7. janúar kl. 18. Franska, ítalska, stærðfræði.miðvikud. 8. janúar kl. 18. Danska, norska, sænska, tölvufræði . fimmtud. 9. janúar kl. 18. Stöðuprófin eru opin nemendum úr öllum framhaldsskólum. Nemendur sem fullnægja eftirfarandi skilyrðum eiga rétt á að ganga undir stöðupróf: Þeir sem hafa að baki samfellt skólanám erlendis frá vegna langvarandi búsetu. Skiptinemar og aðrir sem hafa verið lengur en 4 mánuði í námi erlendis. Þeir sem hafa aflað sér þekkingar umfram það sem best ger- ist í tiltekinni námsgrein í íslenskum grunnskólum. Tilkynna skal þátttöku símleiðis til skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð í síðasta lagi 20. desember í síma 568 5140 eða 568 5155. Prófgjald er kr. 1.500 og greiðist á prófdegi. AUGLÝSING UM STARFSLAUN LISTAMANNA ÁRIÐ 1997 Starfslaun handa listamönnum Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun tii handa lista- mönnum árið 1997, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda, 2. Launasjóði myndlistarmanna, 3. Tónskáldasjóði, 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 15. janúar 1997. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og tilgreina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknár- eyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991. Umsækjendur um starfslaun listamanna árið 1996 sem enn hafa ekki sótt fylgigögn með umsóknum eru beðnir um að sækja þau sem allra fyrst. Reykjavík, 13. desember 1996. Stjórn listamannalauna.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.