Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Síða 11

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Síða 11
ÍDagur-®farmtrt Laugardagur 14. desember 1996 - 23 ÍDctgur-®íminn Geymið blaðið! Fuglakjöt á miklum vinsœldum að fagna á jólunum hjá okkur íslendingum um þessar mundir. Kalkúninn er tölu- vert farinn að ryðja hinum hefðbundna hamborgarhrygg úr rúmi, enda góður og hátíðlegur matur. Einhver mesti uppgangur í kjötframleiðslu x heimin- xxm í dag er í kalkúna- kjöti. Fyrir nokkrum áratugum var þessi stóri fugl næstum ein- ungis bundinn við Ameríku, en nú eru kalkúnar orðnir algengir á borðum okkar Evrópubúa og birtist hann okkur í ýmsum myndum. Ræktun kalkúna hér á landi hefur verið við lýði í all- nokkur ár. Ég veit að- eins um einn stað sem ræktar þessa stóru fugla fyrir almennan neytenda- markað og er það Reykjabúið í Mosfells- sveit. Kal- kúnar vaxa hratt, en þykja samt frekar erf- ið dýr að eiga við. Fuglarnir eru stressaðir og þola ekki mikið álag eða breytingar á umhverfi sínu. Mér var sagt, að ef yfir- borð vatnsrennunnar yrði 2 sm of hátt, myndu fuglarnir drukkna; þeir dýfðu hausnum á bólakaf. Eg sel það ekki dýrara en ég keypti það. 5 kíló kjörþyngd Ameríkanar eru þekktir fyrir sína stóru „törkía“, sem stund- um verða í kringum 20 pund að þyngd. Þetta er næstum því kálfur. Svona stór kalkúiú er nú ekki, að mínu mati, góður mat- ur. Þá er ég ekki að tala um sjálft kjötið, heldur er ég full- viss um að þar er um að ræða fugl sem er heldur betur horm- ónafylltur. Kanarnir eru nefni- lega þekktir fyrir að gefa kal- kúnum sínum allskonar stera og lyf til að örva vöxtinn. Þessi lyf fáum við síðan í okkur og verðum skrýtin í laginu. Það er alveg tryggt að engin svona meðul eru notuð hér á landi. Eru því íslenskir kalkúnar, þó minni séu, öllu betri vara en margur amerískur stórfuglinn. Besta stærðin er um og í kring- um 5 kiló. Þar sem kalkúnar eru mjög fitulitlir, eru þeir mun vand- meðfarnari í eldun en margur annar matur. Það er ekki þar með sagt að það sé erfitt að elda kalkúna, heldur þarf mað- ur að vera nákvæmur á hitastig og tíma. Aðalatriðið er að elda hann lengi á mjög lágu hita- stigi. Best þykir mér að hafa hann á 110-120 gráðum og þá 45 mínútur á hvert kíló, til að byrja með. í lokin hækkum við hitann upp í 200 gráður og þá á kalkúninn að vera vel brúnaður og fínn. Þetta er svona í megin- atriðum aðferðin við að elda kalkúnann. í kringum þetta eru síðan til fjölmargar uppskriftir og aðferðir. Mikið atriði við matreiðslu á kalkúna er fyllingin. Líka þar er aragrúi uppskrifta og aðferða á sveimi. Vinsælust er fyllingin með brauði og kryddi. Þar blöndum við saman fransk- brauði skornu í teninga og söx- uðu grænmeti eins og t.d. sell- erístilkum, rauðlauk, papr- iku, fenekel ásamt bræddu smjöri og kryddjurtum, salti, pipar, rjóma og eggi. Þegar ég minn- ist á kryddjurt- ir, vill maður helst hafa þær ferskar og ís- lenskar, en þær eru nú bæði torfengnar og dýrar. Hvaða krydd? Oft hef ég gefið fólki það ráð að kaupa kryddblöndurnar hennar Sigfríðar hjá Pottagöldrum og nota þær. Þar veljum við þá blöndu sem okkur þykir best, og einnig erum við að styrkja íslenskan iðnað í leiðinni. ís- lenskur iðnaður á það skilið að hann sé hafður í metum hjá okkur á jólunum. Oft þegar ég er að tala al- mennt um eina tegund af kjöti, fiski eða grænmeti, hef ég frek- ar farið í að útskýra grunnhug- myndirnar í hvernig skal mat- reiða, heldur en að nefna ákveðnar uppskriftir og aðferð- ir. Það er nú nefnilega þann- ig með mat- reiðslu, að það er töluvert gert með hæfileik- ann og hugvitið að vopni; þann- ig að ef þessar föstu grunn- reglur eru fyrir hendi og farið er eftir þeim, þá bjóðast ótal möguleikar í fjölbreytileika með bragð og krydd. Það eru margar uppskriftir til að elda kalkúna eftir, veljið þið þá upp- skrift sem ykkur líst best á og prófið kalkúna um þessi jól. Það góða við kalkúnann er, að þótt nákvæmni þurfi við elda- mennsku, þá passar hann sig alveg sjálfur þegar í ofninn er kominn. SIG GI HALL Aðalatriðið er að elda hann lengi á mjög lágu hitastigi Best þykir mér að hafa hann á 110-120 gráðum og þá 45 mínútur á hvert kíló, til að byrja með. í lokin hœkkum við hitann upp í 200 gráður og þá á kalkún- inn að vera vel brúnaður og fínn. Fitulítill veislumatur Fitulítill partímatur? Jú, þetta er alveg satt og veitir víst ekki af smávegis hollmeti innan um allt nammið í jólaboðunum. Ekki nema eitt gramm af fitu í hvorum rétti fyrir sig; og þeir eru víst líka góðir á bragðið! Tómatar m/kúrbít 24 litlir tómatar (cherry) 2 bollar gróft rifinn kúrbítur (zucchini) 2 msk. rúsínur (fint saxaðar) 1/4 tsk. salt 1/8 tsk. pipar 2 tsk. hvítvínsedik 2 msk. ristaðar hnetur (gróft saxaðar) 2 tsk. fersk mintublöð (rifin) Skerið efsta hlutann af hverjum tómati, hreinsið steinana úr, hvolfið þeim á eldhúsrúllu og látið renna úr þeim. Snöggsteikið kúrbítinn, rúsín- urnar, saltið og piparinn úr lítilli fitu í fimm mínútur, eða þar til vökvinn hefur gufað upp. Bætið edikinu sam- an við og steikið áfram þar til það hefur gufað upp. Setjið á disk og kæl- ið. Hrærið hnetum og mintu saman við. Setjið í tómatana. Kælið þar til bera á fram. Krydduð egg 8 harðsoðin egg 1/2 bolli brauðmolar 100 g fitulítill rjómaostur 1 msk.fersk steinselja (söxuð) 2 tsk. eplaedik 1 tsk. sinnep 1/4 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1 msk. undanrenna (má sleppa) Takið skurnina af eggjunum og skerið í tvennt, langsum. Takið eggjarauðurnar úr og setjið fjórar þeirra í matvinnsluvél (geymið hvít- urnar). Setjið öll efnin, utan við und- anrennuna, í vélina og blandið sam- an við eggjarauðurnar. Bætið undan- rennu útí ef of þykkt. Notið skeið til að setja þessa blöndu í eggjahvíturn- ar. Skreytið með steinselju.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.