Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 18

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 18
30 - Laugardagur 14. desember 1996 JDagur-'3ltmhTn S K Á K Meistari Menchik Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar um skák S eins konar framhaldi af síðasta pistli, þar sem við ijölluöum eilítið um hinar ýmsu skýringar á meintu getu- leysi kvenna í skák, munum við öðru hverju á næstu vikum kynna nokkrar af skærustu kvenstjörnum skáksögunnar. Þessum stjörnum, rétt eins og Polgar og fleiri nú á dögum, hefur undantekningalaust verið lýst sem „undantekningum“ skáklistarinnar, það er að segja sem undantekningum frá hinni almennu reglu að konur og skák eigi ekki saman. Nöfn flestra þessara kvenna eru nú gleymd og grafin, og einmitt þessi gleymska ieyfir ungum skákstjörnum nú á tímum að alast upp í gömlum kreddum um einhvers konar „karl- mennskuskák". Við byrjum á því að rifja upp ferii fyrstu op- inberu „undantekningarinnar", Veru Menchik. Vera Menchik fæddist í Moskvu 1906. Faðir hennar var Tékki en móðirin bresk og þeg- ar Vera var 15 ára fluttist fjöl- skyidan til Englands. Heppnin var að mörgu leyti með Menc- hik í Englandi, því að óhkt öðr- um stúlkum á hennar aldri á þessum tíma fékk hún að læra með sérstökum skákþjálfara, ungverska stórmeistaranum Geza Maroczy, sem sjálfkrafa fleygði henni langt fram úr öðr- um stúlkum. Menchik vakti fyrst athygli þegar hún vann „Bretlandsmeistaramót Vera Menchik. stúlkna", og ekki svo löngu síð- ar, þegar Menchik var aðeins 21 árs að aldri, kom Aiþjóða- skáksambandið, FIDE, í fyrsta skipti á fót sérstakri heims- meistarakeppni kvenna. Keppn- in fór fram í London jafnhliða fyrsta Óiympíumótinu í skák, og Menchik bar höfuð og herðar yfir alla aðra keppendur. Hún fékk 10 og hálfan vinning úr 11 skákum og varð þar með fyrsti heimsmeistari kvenna í skák. Upp frá því vann hún öll heims- meistaramót kvenna, sem hún tók þátt í, með algjörum yfir- burðum. Af 83 skákum, sem hún tefldi í keppninni frá 1930- 1939, tapaði hún aðeins einni. Menchik tefldi hins vegar sjaldnast í mótum sem voru eingöngu fyrir konur. Hún var fyrsta konan sem tefldi af krafti við „karlmeistara" í alþjóðieg- um mótum og hún stóð jafnfæt- is mörgum af betri skákmönn- um síns tíma. Á meðai þeirra sem hún sigraði á ferlinum voru dr. Max Euwe, Samuel Reshevsky, C.H.O.D. Alexander, Frederick Yates, Edgar Colle, Karel Opocensky, Sir George Thomas og Sultan Khan. Árið 1929 var Menchik boðið að taka þátt í sterku alþjóðlegu móti í Carlsbad þar sem meist- arar eins og Capablanca, Tar- takover, Nimzowitsch og Euwe voru á meðal keppenda. í fyrstu gerðu sumir grín að því að Menchik skyldi vera boðið, og Albert Becker, skákmeistari frá Vín, lýsti því hæðnislega yfir að hver sá sem tapaði fyrir kven- manninum yrði þarmeð hátt- virtur meðiimur í „Veru Menc- hik klúbbnum". Becker varð fyrstur siíkra meðiima og á næstu árum fylgdu margir aðrir í fótspor hans. Dr. Max Euwe, síðar heimsmeistari, komst til dæmis inn í ktúbbinn með glæsibrag með því að tapa tvö- falt fyrir Menchik. Menchik ienti í hópi neðstu manna í Carlsbad, en á öðrum slíkum alþjóðlegum mótum varð hún síðar á meðal þeirra efstu. í Ramsgate verindi hún annað sætið ásamt Akiba Ru- binstein, aðeins háifum vinningi á eftir Capablanca, en á undan meisturum eins og þjálfaranum Maroczy og George Kolt- anowski. Menchik lenti sömu- leiðis í öðru sæti í London 1932, og í því þriðja bæði í Maribor 1934 og Yarmouth 1935. Menchik naut virðingar á meðal bestu skákmeistara þess- ara ára og sem kona braut hún blað í sögu alþjóðlegra skák- móta. Skákstíl hennar var þó á stundum lýst sem síðri en karl- manna, og bæði Tiller og Gol- ombek kölluðu stíl hennar „tæknilegan fremur en hug- myndaríkan“. Sjálfur Aljekín fór hins vegar fögrum orðum um Menchik: „Hún er einstak- lega hæfur skákmaður,“ sagði Aljekín, „og ef hún heldur áfram vinnu sinni og þjáifun, á hún eftir að útskrifast sem fyrsta flokks alþjóðlegur meist- ari.“ Menchik fékk hins vegar ekki tækifæri til að „útskrifast“ og blómstra sem skyldi. Aljekín, stuðningsmaður nasista, ílúði undan bandamönnum til Spán- ar og Portúgal, en Menchik og öll hennar íjölskylda týndu lífi árið 1944 í einni af síðustu sprengjuárásum Pjóðverja á Bretland. Menchik var þá 38 ára gömul og á hátindi ferilsins sem skákmeistari, hátindi sem ef til vill hefði getað orðið mun hærri, ef marka má orð Alje- kíns. Við skulum hta á fallega skák sem Menchik tefldi í Lond- on árið 1932: Hvítt: Vera Menchik Svart: Sir George Thomas Kóngs-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 e5 7. Rge2 b6 8. Dd2 Rc6 9. d5 Re7 10. g4 Rd7 11. Hgl a5 12. 0-0- 0 Rc5 13. Rg3 Bd7 14. h4 a4 15. h5 Db8 16. Bh6 Da7 17. Bxg7 Kxg7 18. Rf5+! 18...Rxf5 19. gxf5 a3 20. f6+! Kh8 21. Dh6 axb2+ 22. Kbl Hg8 23. hxg6 fxg6 24. Dxh7+!! og svartur gaf. Þorláksson Akureyringarnir Magnús Magnússon og Stefán Stefánsson sigruðu ör- ugglega í firmakeppni Bridge- sambands íslands sem fór fram um síðustu helgi. Þeir hlutu 92 stig en Sigurður B. Þorsteins- son-Gyffi Baldursson urðu aðrir með 40 stig. Sigurvegararnir kepptu fyrir hönd Strýtu en Gylfi og Sigurður fyrir hönd Ríkisspítala. í þriðja sæti urðu Ólafur Steinason-Guðjón Ein- arsson með 38 stig. Þeir kepptu fyrir hönd Mjólkurbús Ffóa- manna. Aðeins 17 pör kepptu á mót- inu. Þrautin A/enginn * ÁD VK95 * KG943 * 932 N S ♦ KGT V ÁGT83 ♦ 8 * D875 Firmakeppnm 1996 Norðanmenn sigruðu Sagnir: ltígufi dobl pass 2grönd pass 3hjörtu pass 4hjörtu pass pass pass Útspil tígultvistur Þú setur lítið í bfindum og aust- ur drepur með drottningu. Austur tekur nú ás og kóng í laufi og spilar laufgosa. Drottn- ing sagnhafa á slaginn þegar vestur fylgir lit. Nú veltur aflt á að finna hjartadrottninguna. Hvar er hún? í Sherfock Holmes sögu einni segir frá frægum veðhlauphesti sem hvarf. Helsta vísbendingin í málinu reyndist sú að Holmes komst að því að þar sem hund- urinn á bænum gelti EKKI, þeg- ar hesturinn hvarf, þá hlyti sá sem tók hann að hafa verið honum kunnugur. Það leiddi svo síðar til handtöku þjálfara hestsins. Hér er leitað svipaðra raka. Athugum hönd austurs. Hann á varla tígultíuna því þá hefði hann spilað henni í fyrsta slag í staðinn fyrir drottning- una. Líklegast er því að vestur hafi byrjað með tíuna þriðju í tígli (með tvíspil hefði hann spilað tíunni) og þá á austur ADxx og ÁKG í laufi. Þar með eru sex spili eftir í hálitunum sem skiptast 3-3 eða 4-2 (hann hefði ekki farið að segja á fjórlit í láglit með 5- eða 6-lit í hálit. Með hjartadrottninguna að vopni og jafnskipta hönd ætti austur 16 punkta og hvað væri þá eðlilegra en að segja eitt grand. Af hverju sagði hannn ekki 1 grand? Áf því að hann á ekki hjartadrottninguna. Hana á vestur. Föstudagsbridge BSÍ 29. nóvember sl. var spilaður einskvölds monrad-barómeter með þátttöku 26 para. pör: 1. Bogi Sigurbjörnsson- Efstu Sævin Bjarnason 2. Sv.einn R. Þorvaldsson- 85 Steinberg Ríkharðsson 3. Jakob Kristinsson- 71 Stefán Jóhansson 59 Að tvímenningnum loknum var spiluð miðnæturútsláttar- sveitakeppni og þar sigraði sveit Svölu Pálsdóttur örugg- lega. Spilað verður næst föstudag- Magnús Magnússon bætti enn einni dollunni í safnið um síðustu helgi með sigri í firmakeppni BSÍ ásamt Stefáni Stefánssyni. Myn<± bþ inn 20.12, mitchell, en 27.12. verður monradbarómeter. Frá Bridgefélagi Breiðfirðinga Símon fékk rauðvín Fimmtudaginn 5. desember var spilaður einskvölds tölvureikn- aður Mitchell með forgefnum spilum. Efstu pör: NS 1. Helgi Hermannsson- Páll Þór Bergsson 327 2. Lárus Hermannsson- Guðlaugur Sveinsson 309 3. Jóhannes Guðmannsson- Aðalbjörn Benediktsson 307 AV 1. Páll Bergsson- Símon Símonarson 2. Ragnheiður Nielsen- Hjördís Sigurjónsdóttir 313 3. Þórður Jörundsson- Jörundur Þórðarson 296 Siguvegarar í báðar áttir fengu jólarauðvín í verðlaun en 19. desember, þegar næst verð- ur spilað, er hangikjöt í boði. Frá BR VÍB sigraði Sveit Verðbréfamarkaðar ís- landsbanka sigraði í fyrstu sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur á keppnisárinu. Sveitin skoraði 185 stig, sveit Júlíusar Sigurjónssonar skoraði 176 stig og sveit Roche varð í þriðja sæti með 168 stig. Keppnisformið var monrad- sveitakeppni, 9 umferðir alls.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.