Dagur - Tíminn


Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Qupperneq 1
Póstur & sími hf. Hlutafélag með einn eiganda Fjármálaráðherra og samgönguráðherra undirrituðu í gærdag stofnsamning eins stærsta hlutafélags landsins, - Pósts & síma hf. - hlutafélag með eitt prentað hluta bréf í eigu ríkissjóðs. Stofnfundurinn hófst kl. 15 í gær í Háteigi í Grand Hóteli Reykjavík og var lokaður fundur. Stjórn félagsins var kjörin á fundinum. Guðmundur Björnsson verð- ur forstjóri hins nýja fyrirtækis, en Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri lætur af störfum eftir 40 ára starf við P&S, þar af 10 ár sem æðsti yfirmaður þess. „Þetta er gjörbreytt umhverfi frá því ég hóf hér störf. Það hef- ur nákvæmlega allt breyst síð- an. Ég vona að breytingin á fyr- irtækinu nú verði til góðs, svona fyrirtæki er erfitt að reka nema með miklu frjálsræði," sagði Ólafur Tómasson í gær. -JBP Heimir kominn heim Heimir Steinsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, er aftur kominn í sitt gamia embætti sem þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann söng á jóladag sína fyrstu messu eftir að hann tók aftur við embætti, þann 15. desember sl. Um langa hríð hefur sá háttur verið hafður á kristnihaidi á Þingvöllum, að þar sé messa sungin á jóladag - og út af þeirri venju brá Heimir ekki. í fyrri tíð hans á staðnum, á árunum 1982 til 1991, var einnig sungin messa á aðfangadagskvöld, enda þótt svo væri ekki nú. Heimir kvaðst í samtaii við blaðamann hins vegar mundu taka upp þann sið aftur í næstu framtíð. Fjölmargir íbúar úr Þingvallasveit sóttu messuna. Heimir Steinsson segist flytja búferlum að Þingvöllum fljótlega eftir ára- mót. Skilyrt er að þjóðgarðsvörður hafi búsetu á staðnum og sinni þar prestsskap og almennri staðarvörslu, á þessum helgasta stað íslensku þjóðarinnar. -sbs. ► Gamlárskvöld Flugeldar fyrir 250 milliónir Flugeldar og annað firverk- erí sem fuðrar upp núna um áramótin kostar rúm- ar 50 milljónir króna í inn- kaupi, hingað komið, en 44 milljónir frá framleiðsluland- inu. Rúmlega 140 tonn af púð- urvarningnum mun rjúka í loft- ið á gamlárskvöld og í upphafi nýársnætur, ef að líkum lætur, nærri hálft kíló á hvern lands- mann. Almenningur greiðir fyr- ir vöruna í það minnsta fimm- falt innkaupsverð, talsvert á þriðja hundrað milljónir. Hagn- aðurinn af flugelda- og blysa- sölu, sem er verulegur, rennur að mestu til björgunarsveita landsins og til íþróttafélaga. Árið 1992 var metár í inn- flutningi, 153 tonn voru keypt erlendis fyrir 53,5 milljónir, sannkallað sprengiár, því árið á undan var innflutningurinn „aðeins" 89,1 tonn fyrir 34,6 milljónir króna. Langstærsti innflutningsaðili flugelda er Landsbjörg, sem komið hefur sér upp góðum samböndum í Kína og í Þýska- landi, og flytur inn um það bil helminginn af öllum skemmti- legheitunum. Víðir Reynisson, fram- kvæmdastjóri hjá Hjálparsveit skáta, sem selur vöru frá Landsbjörgu sagði í gær að reiknað væri með líflegri sölu. Aðallega kæmi varan frá Kína, upphafslandi púðursins. Varan þaðan er ódýr. Kílóverðið í fyrra var 306,50 krónur þaðan, - en þýska varan kostaði 1149 krónur kílóið samkvæmt inn- flutningsskýrslum. Terturnar njóta mikilla og vaxandi vinsælda. Dýrustu tert- urnar, á stærð við gott sófa- borð, kosta allt að 17 þúsund krónur, og veita góða skemmt- an í örfáar nu'nútur. -JBP Verið viðbúin vinningi! Ber er hver ab baki... Þegar/á reynir áttu okkur aá HJALPARSVEIT SKATA A AKUREYRI SELUR FLUGELDA í FJÁRÖFLUNARSKYNI N* V

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.