Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Page 2

Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Page 2
2 - Laugardagur 28. desember 1996 jBagur-®mmm Gamlársdagur mengað- asti dagur ársins Gamlársdagur skar sig al- gerlega út í mengunar- mælingum á köfnunar- efnisildum í Reykjavík, sam- kvæmt niðurstöðum í skýrslu Heilbrigðiseftirlits borgarinnar um mengunarfar í andrúmslofti A gamlársdag 1994 fór loftmengun af völdum köfnunarefnistvíildis 18 sinnum yfir viðmiðun- armörkin, mest 226%. Ails fór loftmengun 109 sinnum yfir viðmiðunarmörk á árinu. borgarinnar á árinu 1994. Þannig að hollusta af flugeldum og brennum er í öfugu hlutfaUi við augnayndið. Mælingar fóru fram á 8 stöð- um í borginni, samtals í rösk- lega 8.300 klukkustundir. Loft- Tryggðu þér skattaafslátt og greiðslukjör með einu símtali Einstaklingur sem kaupir hlutabréf fyiir 130 þúsund krónur getur lækkað skattana um allt að 44 þúsund krónur. Upphæðin er tvöföld fyrir hjón eða 260 þúsund krónur og 88 þúsund krónur. ■KA UPÞING NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri. mengun fór alls 109 sinnum yf- ir viðmiðunarmörk á árinu. Lang oftast var þar um kolildi að ræða, eða í 89 skipti yflr klukkustundar viðmiðunar- mörk, þá 2 mánuði sem það var mælt. Fimmtungur þeirra til- feUa var á gamlársdag sem áð- ur segir. Kolildi fór fjórum sinnum yf- ir 8 klukkust. viðmiðunarmörk þegar stUlur voru í borginni; tvisvar í Austurstræti (14. jan.) og fimm sinnum við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar (15.—17. nóv.) Á öðrum tímum mældist b'til mengun af kolildi. Ósón fór 4 sinnum btillega yfir mörkin, í janúar og febrúar og síðan í tvígang í desember. Svifrik fór tvisvar á árinu lít- illega yfir viðmiðunarmörkin, í annað skiptið í mars og hitt í nóvember. Brennisteinstvíildi fór aldrei hærra en í 58% af viðmiðunar- mörkunum. Var það í maí og talið stafa af malbikunarfram- kvæmdum. Vegna kvartana íbúa við Miklubraut um mikla loftmeng- un frá umferðinni fóru meng- unarmælingar fram neðarlega við götuna bæði í febrúar og síðan aftur í júní og júlí. Mæli- gildin fóru aldrei yfir viðmiðun- armörkin og voru m.a.s. tiltölu- lega fág við gatnamót Mikfu- brautar og Engihlíðar. Fátækt og kvíði Guðríður Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags eldri borgara, segir að félags- menn séu mjög kvíðnir yfir rekstrarstöðu sjúkrahúsa vegna afgreiðslu fjárlaga. Þar fyrir ut- an hefur það mikil áhrif á af- komu þeirra þegar afnumin var tenging á milli bóta og launa- hækkana. „Það kemur sér mjög illa ef lífeyrir heldur ekki verðgildi sínu miðað við almennar launa- breytingar. Það sést bara á fá- tæktinni í landinu. Lífeyrisþeg- ar hafa æ ofan í æ orðið fyrir skerðingu, eða frá árinu 1992,“ segir Guðríður Ólafsdóttir. -grh

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.