Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 3
IDagur-ÍEímtrat
Laugardagur 28. desember 1996 - 3
Akureyrarbær
Heilbrigðisráðherra, Ingi-
björg Pálmadóttir, og
bæjarstjórinn á Akur-
eyri, Jakob Björnsson, undir-
rituðu í gær þjónustusamning
milli Akureyrarbæjar og Heil-
brigðis- og tryggingaráðu-
neytisins vegna yfirtöku á
Heilsugæslustöðinni á Akur-
eyri og rammafjárveitingu til
öldrunarþjónustu á Akureyri.
Samningurinn er hluti af
verkefnum sem Akureyrarbær
hefur tekið að sér sem reynslu-
sveitarfélag og felur í sér að
Akureyrarbær, í samvinnu við
nágrannasveitarfélögin, tekur
að sér verkefni heilsugæslu og
öldrunarþjónustu í Akureyrar-
umdæmi næstu þrjú árin. Með
samningnum verður dregið úr
stofnanaþjónustu við aldraða
og að sama skapi aukið við
heimaþjónustu. Með samningn-
um er stefnt að því að sam-
ræma og reka sem eina heild
Heimahjúkrun Heilsugæslu-
stöðvarinnar og Heimilisþjón-
ustu Akureyrarbæjar og nýta
sem best krafta þeirra sem
þjónusta fólk heima fyrir.
Stofnuð verður sérstök deild,
Búsetudeild, sem hefur það
meginmarkmið að veita þjón-
ustu þeim sem þurfa á aðstoð
að halda heima fyrir vegna elli,
sjúkdóma, fötlunar, íjölbura-
fæðingar o.fl. Samingurinn
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, og Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrita samning um yfir-
töku Akureyrarbæjar á rekstri Heilsugæslustöðvarinnar og öldrunarþjónustu. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri, fylgist með.
Akureyrarbær stofnar
Búsetadeild, sem
veitir þjónustu þeim
sem þess þurfa vegna
elli, sjúkdóma,
fötlunar o.fl.
tengist enn fremur yfírtöku
verkefna Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á Norðurlandi
eystra sem gerður var fyrr á ár-
inu.
Með samningnum vill heil-
brigðisráðherra láta reyna á
hvort sveitarfélögin geti sinnt
heilsugæslu og öldrunarþjón-
Mynd: JHF
ustu til jafns við ríkið, jafnvel
betur. Verði niðurstöður þessar-
ar tilraunar og svipaðs þróun-
arverkefnis á Hornafirði já-
kvæðar, er ætlunin að þær verði
hafðar til hliðsjónar við mótun
framtíðarskipunar þessara
mála. GG
Yfírtekur Heilsugæslustöðina og
breytir öldrunarþjónustu
Trúmái
Fjölmenni
hjá Flóka
Fjölmenni
sótti tvær
messur
sem sr. Flóki
Kristinsson
Evrópuprestur
söng í Brússel
og í Lúxem-
borg um hátíð-
arnar. Hann segist vera sáttur
við hvernig starfsemi hins nýja
embættis fer af stað - en verk sé
fyrir höndum að átta sig á því
hver þörfin fyrir starfsemi þessa
í raun og veru sé og hvernig
henni skuli mætt.
„Mér er vel tekið“
„Mér hefur verið sérstaklega
vel tekið hér í Lúxemborg og á
þessum slóðum, sem ég hef far-
ið um síðustu daga,“ sagði sr.
Flóki, þegar Dagur-Tíminn náði
sambandi við hann, þar sem
hann var staddur í Lúxemborg í
gærmorgun. Á aðfangadags-
kvöld söng hann messu í Brúss-
el og síðar í Lúxemborg, á öðr-
um degi jóla. í gær var hann á
leið til Rotterdam, þar sem
hann átti að annast skírn á
laugardag. Flóki er væntanleg-
ur heim næstkomandi mánu-
dag.
„Ég er hér að kynna mér
hvaða prestsþjónustu íslending-
ar hér í Mið-Evrópu vilja þiggja.
Vanda þarf til alls, þegar starf-
semi nýs embættis er sett á
laggirnar," segir sr. Flóki. -sbs
Árskógsströnd Viðskipti
Jólabarnið, María Björk Jónsdóttir, með móður sinni, Ester Önnu
Eiríksdóttur, á fæðingardeild FSA í gær, og lét sér fátt finnast um
allt umstangið. Mynd-.Gg
Jólabarnið fæddist
á Hauganesi
Sannkallað jólabarn
fæddist á Hauganesi í
Eyjafirði á aðfanga-
dagskvöld um klukkan
20.15. Pau Ester Anna Ei-
ríksdóttir og Jón Víkingur
Árnason frá Dalvtk hugðust
eyða aðfangadagskvöldinu
að Ingvörum í Svarfaðardal,
hjá foreldrum Jóns Víkings,
en þegar aðeins forréttar
hafði verið neytt um klukk-
an 19.40 var sýnt að barn
sem þau áttu í vændum vildi
komast í heiminn. Ilaldið
var af stað til Akureyrar en
um það hafði verið talað að
koma við hjá ljósmóðurinni,
Ásu Marinósdóttur í Kálfs-
skinni. Hún var hins vegar
stödd hjá syni sínum á
Hauganesi og þangað var
haldið í skyndi. Þar fæddist
jólabarnið, stúlka sem var
16 merkur og 53 cm, aðeins
tveimur tímum eftir að Est-
er Anna hafði veikst. Á fæð-
ingardeild FSA var svo
komið klukkan 21.30. Til
gamans má geta þess að
fullt tungl var á aðfangadag
jóla, sem á að vera óbrigð-
ult merki um frjósemi og
fæðingar. í gær var einnig
stórstreymt, svo eflaust hef-
ur ekki dregið úr barnsfæð-
ingum enda nokkuð um
sængurkonur á FSA þegar
blm. var þar staddur í gær.
GG
Hlutabréfln fljúga út
Magnús Guðmundsson
framkvæmdastjóri Auðlindar
„Það hefur líka vakið athygli að
ungtfólk, jafhvel milli tvítugs og
þrítugs, er nú í miklu meira mœli í
hópi nýrra kaupenda. “
Stefnir í að 20
þúsund einstaklingar
kaupi sér um 870
milljóna skattaafslátt
í ár. Ungt fólk nú
margt í hópi nýrra
kaupenda.
Fjörinu í hlutabréfasölunni
þessa dagana má hvað
helst líkja við ösina hjá
flugeldasölunum. „Það sem af
er mánuðinum erum við að
selja hlutabréf fyrir 2-3 falt
hærri upphæð en í fyrra. Við
reiknum þó með fjórðungi allr-
ar desembersölunnar á dögun-
um milli jóla og nýjárs, m.v.
reynslu undanfarinna tveggja
ára, eða um 400-500 milljónir í
mánuðinum öllum. Það hefur
líka vakið athygli að ungt fólk,
jafnvel milli tvítugs og þrítugs,
er nú í miklu meira mæli í hópi
nýrra kaupenda, en áður voru
kaupendur fiestir komnir um
eða yfir miðjan aldur,“ sagði
Magnús Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Auðlindar, þegar
Dagur-Tíminn leitaði hjá hon-
um frétta af hlutabréfamark-
aðnum. Hann spáir því að um
20 þúsund einstaklingar muni
kaupa sér hlutabréf á þessu ári,
en þeir gætu þó orðið enn fleiri.
Kaupi þeir allir einfaldan
skammt, þ.e. fyrir 130 þús. kr.,
þýðir það samtals 2,6 milljarða
kaup, sem kosta ríkissjóð 870
milljónir kr. í skattafslátt á
næsta ári, um 220 milljónum
Hið hefðbundna Gamlárs-
hlaup UFA verður haldið
nk. þriðjudag, gamlárs-
dag. Rásmark og endamark
verður við félagsmiðstöðina
Dynheima og skráning fer fram
á sama stað kl. 11-11:45.
Illaupið hefst síðan klukkan 12
og þátttakendur geta valið urn
það hvort þeir hlaupa fjóra
meira en í ár.
Með skatta-
breytingum í ár og
undanfarin ár seg-
ir Magnús að
stjórnvöld hafi ver-
ið að breyta kaup-
hegðun manna.
„Sú stefna að fella
niður skattaafslátt-
inn leiðir til þess
að menn keppast
við að nýta sér
þetta í síðasta sinn. Svipað
gerðist 1990, þegar ákveðið var
að menn yrðu að eiga bréfin í
ákveðinn tíma, að ljöldi kaup-
enda þrefaldaðist á einu ári.“
kílómetra eða tíu kílómetra.
Keppt verður í sex aldurs-
flokkunt og verðlaun eru veitt
fyrir fyrsta sætið í hverjum
fiokki. Allir þátttakendur í
hlaupinu fá jafnframt verð-
launapening og þá verða
vöruverðlaun dregin út. Þátt-
tökugjald er kr. 500.
Akureyri
Gamlárs-
hlaup UFA