Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Side 4
4 - Laugardagur 28. desember 1996
JDagixrÆímímt
PJÓÐMÁL
JOagur-fJmróm
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvaemdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.
Lausasöluverð
Prentun:
Grænt númer:
Dagsprent hf.
Eyjólfur Sveinsson
Stefán Jón Hafstein
Birgir Guðmundsson
Marteinn Jónasson
Strandgötu 31, Akureyri,
Garðarsbraut 7, Húsavík
og Þverholti 14, Reykjavík
460 6100 og 563 1600
ritstjori@dagur.is
1.600 kr. á mánuði
kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja
800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639
Fátækt fólk
í fyrsta lagi
„Við hljótum að horfa á Austurvöll," sagði biskupinn
yfir íslandi þegar hann var spurður hvað væri til ráða
fyrir fátækt fólk, sem ekki hefði efni á að halda jól og
Ufa lífinu eins og flestir aðrir. „Pað er mikil fátækt á
Akureyri," sagði kona frá Mæðrastyrksnefnd í blaða-
viðtali. Fríkirkjupresturinn f Reykjavík var spurður í
útvarpi hvað hann segði við fátækt fólk sem leitaði
ásjár. „Látið í ykkur heyrast," var svar prestsins. Allt
þetta mæta fólk og margir aðrir segja enn ein jólin:
„Þörfin fyrir aðstoð hefur aldrei verið meiri."
Skyldi það vera tilviljun að fyrir þessi jól setja stór-
verslanir upp leitarhlið og öryggisverði við útganga?
Allir vilja taka þátt í veislunni, en hún er ekki öllum
opin. f efnahagslægðinni undanfarin ár var mjög hart
gengið að mörgum heimilum, sem nú virðast ætla að
sitja föst eftir þegar barist er um hlut í góðærinu. Ef
trúa má sálusorgurum, liknarfélögum og félagsmála-
frömuðum, eru margir sem eru andlega, líkamlega og
efnahagslega þrotnir að kröftum eftir erfið ár. Við
skulum átta okkur á því að ef við dæmum hluta þjóð-
arinnar til mun verri lífskjara en allan þorra almenn-
ings, mun okkur illa farnast.
í þriðja lagi
Með nýja fiárlagafrumvarpinu lækka skattleysismörk-
in í raun, sem þýðir að tekjulágir byrja fyrr að greiða
skatta. Velferðarbætur til öryrkja og gamalmenna
fylgja ekki verðlagi. Hvorugt boðar gott fyrir þá sem
berjast í bökkum. Hver er hin pólitíska sýn stjórnar-
herranna fyrir þá sem verst standa? Nú bíðum við
eftir áramótaávarpi forsætisráðherra. Forseti íslands
hefur hingað til ekki talið eftir sér að nota hátíðleg
tækifæri til að minnast á mikilvæg þjóðfólagsmál.
Stjórnmálaleiðtogar koma fram um áramót og ræða
það sem þeim er efst í huga. Erum við svo heimsk og
ósanngjörn að búa hér til viðvarandi fátækt með öll-
um tilheyrandi vandamálum í blússandi góðæri?
V
Stefán Jón Hafstein.
________________________y
Á að halda áfram með ávarp útvarpsstjóra
í Sjónvarpinu á gamlárskvöld?
Þór
Jakobsson
veðurfrœðingur
s
Eg minnist inni-
haldsríkra ann-
ála sem Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason flutti á
gamlárskvöld. Þegar
hann hætti störfum,
fannst mér enginn geta
komið í hans stað og
það hefur sannast með
árunum. Ávarpið getur
einnig komið á hent-
ugri tíma, þegar minna
er umleikis í þjóðlíflnu
en á þessu kvöldi.
Helgi
Pétursson
markaðsstjóri
Samvinnuferða-
Landsgnar
Pétur Guðfinnsson
er fullfær um að
ávarpa þjóðina ef
hann vill. En það er
hins vegar spurning
um hvort þessi gamli
liður í dagskránni hef-
ur gengið sér til húðar.
♦
♦
Ásta
Sigurðardóttir
sjúkraliði og
bajarfulllrúi
á Akureyri
Þetta hefur tilheyrt
RÚV frá upphafi
og er fastur liður.
Því er ég þeirrar
skoðunar að við eigum
að halda áfram með
þennan dagskrárlið.
Hins vegar veit ég ekki
um neinn sem hlustar
á þetta - nema fólk
sem er ófært um að
fara út fyrir hússins
dyr.
Steingrímur
Hermannsson
seðlabankastjóri
Ef ávörpin eru
góð, á að halda
því áfram. Mér
finnst að svo hafi oft
verið hjá forstöðu-
mönnum þessarar
stofnunar, sem þjóðin á
sameiginlega. Áfstaða
mín í þessu efni veltur
á því hvert efnisinni-
hald ávarpanna er.
Skoðanasmíð
„En svo rennur það upp fyrir
mönnum, kannski á leið um
miðhálendið á jeppunum sín-
um, að megnið af þessu landi
eiga nokkrir illa rakaðir bænda-
kurfar, ekkjur og piparkerling-
ar í sveit. ...þá tekur skoðana-
smíðin allt í einu upp félagslega
eignarréttarhugmynd, nánast
kommúnisma, og segir: Er ekki
bara betra að við eigum þetta
öll saman."
- Gunnar Karlsson, sagnfræðingur í DV
í gær.
Spilað með
„Bankarnir eru í auknum mæli
að leiðast út í spáspilamennsku
með almannafé, á verðbréfa-
og gjaldeyrismörkuðum og á
meðan er fátækt í landinu að
aukast gríðarlega."
- Ástþór Magnússon, Friði 2000 í DV í
gær.
Norðlenskir eyjamenn
„Yfirgnæfandi meirihluti fólks í
félaginu eru Norðlendingar,
sem hafa komið til Eyja vegna
vertíðar og gifst innfæddum.“
- Fréttir í Vestmanneyjum um átthaga-
féiög.
Borðað hugsunarlaust
„Refurinn er bara mjög góður
ef maður hugsaði ekki mikið á
meðan maður borðaði ...mýsn-
ar í foréttinum voru ágætar og
í eftirmat var refaeistnaterta.“
- Álfhildur Jónsdóttir í Vestra um ref-
átsveislu á Patreksfirði.
Nauðugir viljugir
Nýlega hermdu fréttir að íslensku
ríkisbankarnir eignast tvær fast-
eignir á viku vegna nauðungar-
sölu hjá fólkinu í landinu. Ekki er þó
öllu til skila haldið og ætla má að fs-
landsbanka og Sparisjóðunum séu
slegnar hlutfallslega jafn margar eign-
ir. Þá eru ótaldir lífeyrissjóðir og lána-
sjóðir ýmiss konar, fjárfestingasjóðir,
kaupleigur og löggiltir okurkarlar af
ýmsu tagi. Húsnæðisstofnun rfkisins á
veð í flestum íbúðum landsins og opin-
berar Gjaldheimtur ríkissjóðs hafa ekki
látið sinn hlut eftir liggja við nauðung-
arsölur og gjaldþrotaskipti. Einstak-
lingar og fyrirtæki eignast svo hka fast-
eignir á þennan hátt eins og gengur.
Líklega er því nærri lagi að ein fast-
eign skipti um eigendur við nauðung-
arsölu og aðrar þvinganir á hverjum
virkum degi og jafnvel um helgar.
Þetta eru hörmuleg tíðindi og enginn
nýr sannleikur fyrir þá sem fylgjast
með Iífsbaráttunni hjá hinum hluta
þjóðarinnar. Næstum daglega verður
því ein íslensk íjölskylda að axla skinn-
in og finna sér nýtt heimili. Fara á ver-
gang í velferðarþjóðfélagi. Rífa sig upp
með rótum og flytja nauðug með börn
og gamalmenni á milli skólasvæða,
héraða, jafnvel landsfjórðunga og
stundum í íjarheg lönd.
Oft er nauðungarsalan hluti af
stærri harmleik á borð við gjaldþrot og
missi aleigunnar. Brostnar vonir og
væntingar leggjast þungt á fólk og
leiða oft til heilsutjóns og jafnvel
dauða. Börnin ganga
niðurlút í skólann og
finna sárt til þess að
vera annars flokks
þegnar. Enginn mað-
ur er samur eftir að
láta eigur sínar
nauðugur og sárin
gróa seint eða aldrei. Andúðin vex á
kerfum þjóðfélagsins og biturleikinn
situr eftir ævilangt. Því er spurt hér og
nú um áramót:
Hverjum þjónar að selja stöðugt of-
an af fólki? Hverjum líður betur þegar
heilar fjölskyldur flytja seinni tíma
hreppaflutningi á hverjum degi? Batn-
ar hagur þjóðfélagsins ef þegnarnir
lenda á vergangi? Vitaskuld ekki. ís-
land er fjölskylduþjóðfélag og hér býr
fleira fólk en íjölskyldurnar fjórtán
sem eiga landið og miðin. Öll þessi
röskun á stöðu og högum mylur niður
venjulegt fjölskyldufólk og rífur þar
með upp rætur þjóðfélagsins.
Geta ekki bankar, sjóðir og okur-
karlar fengið sitt pund án þess að
senda allt þetta fólk á vergang? Má
ekki breyta skuldum
fólksins og semja svo
við lánardrottna að
afborganir nemi
leigufjárhæðinni sem
fjölskyldari borgar
annars á frjálsum
markaði? Hlífa
þannig fjöjda fóiks og einkum börnum
við auðmýkjandi nauðungarsölu. Er
ekki öllum þessum sérkennilegu sjóð-
um í þjóðfélaginu betur varið til að
treysta grunn Ijölskyldunnar áður en
lengra er haldið?
Best er þó að höggva, að rótum
vandans og skilja að fjárhag atvinnu-
reksturs og fjölskyldu með lögum.
Heimilið er sameign fjölskyldunnar, en
ekki einkaeign foreldranna. Tryggja
verður rétt barnanna í fjölskyldunni og
þau missi ekki heimili sitt þó atvinnu-
rekstur eða fjárfestingar foreldranna
gangi ekki upp. Allar þessar lánastofn-
anir verða framvegis að taka áhættu
eins og aðrir í þjóðfélaginu og lána út
á hlutafé eða vonina í atvinnurekstrin-
um á hverjum tíma. Lána út á andlitið.
Það gengur ekki lengur að leggja
heimilin undir.
Hitt er svo annað mál og vert að
skoða. Hverjum selja bankar og sjóðir
allar eignirnar sem þeir leysa til sín
við nauðungarsölur hvers konar? Á
hvaða verði og kjörum? Er fótur fyrir
bæjarslúðri um að sumir geri betri
kaup en aðrir? Að klókum mönnum
hafi tekist að gera hörmungar náunga
síns að skipulagðri tekjulind? Þetta
þarf allt saman að skoða ofan í kjölinn
og er verðugt verkefni fyrir félags-
máladeildir í háskólum eða samba;ri-
lega hópa.
Tökum á nauðungarsölunum og þá
getur næsta ár jafnvel orðið gleðilegt!
(Ljgeíx
Manneó