Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Qupperneq 5
Jlagur-'ðlimtmt
Laugardagur 28. desember 1996 - 5
RITSTJÓRNARSPJALL
Gæsalappagóðæri
Birgir Guð-
mundsson
aðstoðarritstjóri
skrifar
Kunningi minn einn spurði
mig að því hvort ég teldi
ekki að landsmenn
myndu ekki verða seinni í því í
ár en venja hefur verið að
skjóta upp fhigeldum. Ég sá
ekki hvers vegna það ætti að
vera, en forvitnaðist hjá honum
frekar um ástæðu spurningar-
innar. Jú, sagði hann, nú verð-
ur Heimir ekki með áramóta-
ávarp og viðbúið að menn verði
þá ekki eins snöggir að tína til
raketturnar og fara út að gera
sig klára fyrir miðnætur-
flugeldaveisluna! Ég leit á þetta
sem brandara hjá honum, enda
er ég einn af fáum í mínum
kunningjahópi sem hef hlustað
á ræðuna hjá Heimi til enda.
Margt nýtt
Hitt er ljóst að eitt og annað
verður með nýju sniði í ára-
mótaávörpum sjónvarpsins.
Nýr útvarpsstjóri og nýr forseti.
Hvort tveggja spennandi mál.
En það verður sami forsætis-
ráðherrann. Þó Davíð sé fyrir
nokkru hættur að flytja „kafíi-
pokaræöur" við hátíðleg tæki-
færi, þá kemur hann sífellt á
óvart. Hver hefði t.d. trúað því
að hann væri það innblásna
trúarskáld sem hann hefur sýnt
sig vera síðustu daga? Að þessu
sinni verður að gera ráð fyrir
að nýr og bjartsýnni tónn verði
í forsætisráðherranum en oft
áður. Hann hefur jú formlega
lýst því yfir að góðærið sé kom-
ið og vandinn sem menn standi
frammi fyrir sé þensluvandi
miklu frekar en samdráttar-
vandi.
Og víst er að hjá okkur
mörgum hefur þenslan kvatt
dyra nú um jólin, ekki síst
þensla í mittismálum, sem aftur
hefur orðið til að belti hafa ver-
ið víkkuð til að mæta óhóflegri
neyslu. Sannkallað góðæri, eða
hvað?
Jólakvíðinn
Því er ekki að neita að það hef-
ur aðeins spillt fyrir ánægjunni
af óhóflegri og áhyggjulausri
neyslu yfir hátíðisdagana að
rétt fyrir jólin bárust miklar
fréttir af því að líknarsamtök og
kirkjunnar þjónar töldu sig
sjaldan eða aldrei hafa orðið
vara við eins víðtækan og mik-
inn jólakvíða eins og nú. Það
sem sérstaka athygli vakti í
þessum fréttum öllum var að
jólakvíðinn var ekki nema að
hluta til rakinn til þess að menn
höfðu lent í tilfinningalegum
hremmingum, sem ýfðust upp
um jólin, eða þá að skammdeg-
ið olli mönnum erfiðleikum.
Slíkt hefur verið þekkt lengi.
Það sem nú var áberandi í
fréttum var fjárhagslegur jóla-
kvíði. Þúsundir fjölskyldna virð-
ast vera í þeirri stöðu að þær
treysta sér ekki til að komast ó-
Mæðrastyrksnefndir hafa verið styrktar með ýmsu móti af einkaaðilum fyrir jólin.
studdar í gegnum nútíma jóla-
hald og leita því á náðir ýmissa
hjálparfélaga, kirkjunnar eða
félagsmálastofnana.
Fríkirkjupresturinn
Sumt af þessu fólki er eflaust ó-
gæfufólk, en hins vegar hefur
komið fram að stór hluti þess
er venjulegt launafólk eða fólk
sem þarf að draga fram lífið á
atvinnuleysis- eða öðrum bót-
um. Sr. Cecil Haraldsson frí-
kirkjuprestur sagði í einhverj-
um fréttatímanum fyrir jólin að
góðærið virt-
ist einfaldlega
ekki hafa náð
til nærri allra,
og farið fram-
hjá flestum
þeim sem við
þrengstan
kost bjuggu
fyrir. Stórir
hópar væru
búnir að ná
tökum á að
draga fram
lífið frá degi
til dags, en
hins vegar færi fjárhagurinn
allur úr skorðum ef eitthvað
sérstakt, s.s. jólahátíðin, gengi í
garð. Hann sagði það hafa verið
sagt ár eftir ár, að þessi hópur
væri að stækka, enda væri þetta
farið að hljóma eins og klisja.
Því miður væri þetta bara satt.
Upplýsingar frá Mæðrastyrks-
nefndum út um land og félags-
málayfirvöldum virðast stað-
festa það.
Innangæsalappa
Samkvæmt þessu er eðlilegra
að hafa „góðærið", sem gengið
er í garð, innan gæsalappa og
vísa til þess sem gæsalappagóð-
æris. Sem góðæris sumra en
ekki allra. Þarafleiðandi má
líka búast við að það sé allstór
hópur sem mun ekki láta brott-
hvarf áramótaávarps Heimis
Steinssonar hafa áhrif á það
hvort þeir fara 20 mínútunum
fyrr eða seinna út að skjóta upp
flugeldum. Sá hópur skýtur ein-
faldlega ekki upp flugeldum.
Kaupmenn
og flugeldasal-
ar bera sig
ekki illa í
þeirri vertíð
sem nú stend-
ur yfir og hef-
ur staðið yfir
um skeið. ís-
lendingar virð-
ast því vera að
kaupa í a.m.k.
jafn ríkum
mæli og áður,
ef ekki enn
ríkari. Góðær-
inu, jafnvel þó það sé
gæsalappagóðæri, er því ekki
hægt að afneita með öllu. Hins
vegar er nauðsynlegt að kort-
leggja með einhverjum hætti
hverjir það eru sem ekki fá sinn
sanngjarna skerf af þjóðarkök-
unni.
Vantar mælistiku
Það þarf að slá einhverri hlut-
lægri mælistiku á hversu stór
þessi hópur er og hvers vegna
hann er í þessari stöðu. Þó til-
finning presta, félagsmálayfir-
valda og líknarstarfsmanna fyr-
ir vandamálinu sé verðmæt vís-
bending um að eitthvað sé að,
þá þarf annað og meira að
koma til til þess að umræðan
geti orðið skynsöm og upp-
byggjandi. Það þarf einfaldlega
að gera víðtæka lífskjarakönn-
un, sem nær til þessa hóps,
þannig að hægt sé að vega og
meta hvaða úrræði standa til
boða. Sumpart er hér eflaust
um kjara-
samningamál
að ræða og
því kannski
eðlilegt að
málið yrði
tekið upp í
samningum á
vinnumark-
aði. Hlutfalls-
leg hækkun
lægstu launa
umfram önn-
ur laun í þjóð-
félaginu er þó
að verða svo
útslitin plata á þeim vettvangi,
að ótrúlegt verður að teljast að
um slíkt verði samið í frjálsum
samningum að óbreyttu. Fé-
lagsmálaráðherra, sem er ráð-
herra vinnumála, hefur þó lýst
því yfir opinberlega að það
þurfi að stórhækka lægstu laun-
in. Er kannski einhvers frum-
kvæðis í þessum efnum að
vænta úr ráðuneytinu? Það
væri í það minnsta jákvætt
skref að Páll Pétursson félags-
málaráðherra beitti sér fyrir
því að þessi fátæktarmál yrðu
kortlögð með skipulegum hætti,
þannig að menn yrðu betur í
stakk búnir að skilja umfang
vandans og eðh. Slíkt þarf ekki
að kosta mikla peninga. Það er
einfaldlega bráðnauðsynlegt að
fá einhverja haldbæra grein-
ingu á því hvers konar góðæri
gæsalappagóðæri er.
Margur hefur allt...
Það er til fræg saga af þeim
Agli Jónassyni
á Húsavík og,
ef ég man rétt,
Helga Hálf-
danarsyni, þar
sem þeir settu
saman vísu i
sameiningu
eftir að hafa
séð myndar-
legan kven-
mann ganga
hjá. Annar
sagði: „Heyrðu
vinur, hafðu ei
hátt, / hér er
gæs að vappa.“ Þá svaraði hinn:
„Margur hefur allt sitt átt / inn-
an gæsalappa.“
Vissulega er það varla stór-
mál þó einhverjir eigi ekki fyrir
flugeldum á gamlárskvöld og
varði lítið um hvort Heimir
Steinsson flytur áramótaávarp
eða ekki. Hitt er verra að um-
bera, ef það er stór hópur fólks
sem á allt sitt innan gæsalappa
góðærisins.
Samkvæmt þessu
er eðlilegra að hafa
„góðærið“, sem
gengið er í garð,
innan gæsalappa og
vísa til þess sem
gæsalappagóðæris.
Það þarf einfaldlega
að gera víðtæka
lífskjarakönnun,
sem nær til þessa
hóps, þannig að
hægt sé að vega og
meta hvaða úrræði
standa til boða.