Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Page 9

Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Page 9
 SÖGUR 0 G SAGNIR Laugardagur 28. desember 1996 - 9 Skáli frá söguöld, samkvæmt hug- mynd Valtýs Guðmundssonar sem kvað vera fullrómantísk til að standast gamlan veruleika. Gólfið er troðin moid. Langeldar eru með hellusteinum í kring. í rjáfrinu eru Ijórar, sem reyk á að leggja upp um. Langpallar með hásæti, sínu hvorum megin. Konur sátu oft á þverbekkjum. Borð voru lítil og voru tekin upp eftir að menn höfðu matast. Drykkir voru bornir inn í skapakeri og var ausið úr því í horn og bikara. Skálinn var aðal- drykkjustaðurinn í veislum. upp fang honum. Fór drykkurinn niður í hálm. Björn reiddist og varð málóði, kvað Geirmund vera snáp mikinn og laust með hnefa sínum á nasir honum, svo að blóð flaut um hann allan, og mœlti illt við. [Snápur er auli]. Þorgils varð fljótastur til upp að hlaupa og þreif upp dýrshorn [nautshorn] mikið og þungt af bún- aði silfurs og steina og setti mill- um herða Birni, svo hann steyptist áfram og kom niður á ennið, og var þar undir kerið, er hann hafði haldið á. Skeindist hann á enninu, en kerið brotnaði allt í sundur. Þorgils vildi Ijósta annað, en Berg- ur tók hann. Brynjólfur hljóp þá upp og allir hans menn, slíkt hið sama Eiríkur og bœndur með hon- um. Var Þorgils þar í lið. Hélt þá maður á manni. Brynjólfur var hinn reiðasti. Eiríkur mœlti til Brynjólfs: „- Geymið þið, bóndi, að hark þetta semist, og er það yðar sœmd og allra þeirra, er hér eiga hlut að. “ Brynjólfur mœlti: „Lítill vani hefir það hér verið, að menn vœru barðir í híbýlum mínum. “ Þá mœlti Árni: „Lítið á hitt, bóndi, hver fyrstur barði, og er það siður yðar Sygna að drekka, þar til að enginn veit, hvað af sér hœfir [sé sómasamlegt]. En Birni koma þetta eigi fyrr að höndum en von var. “ Lögðu nú margir gott til. Árni mœlti þá enn: „Það er betra að hér er enginn maður sak- aður, er fyrir það gott um að tala, og fórum fyrst að sofa, en tali um þetta á morgun, þegar menn eru ódrukknir. Mun oss á öllum einn veg sýnast. “ Eiríkur stóð vel undir þetta og margir aðrir. Fóru menn þá að sofa. Það gekk eftir að næsta dag, þegar víman var runnin af köpp- unum, að þá sættust þeir og urðu ekki eftirmál. Síðan settust bænd- ur, húskarlar og hirðmenn og ís- lenska skáldið Gunnar aftur að drykkju og drukku út jólin. Hér er lýst einu kvöldi þegar jóladrykkja stóð hvað hæst að nor- rænum sið. Menn urðu saupsáttir og gáfu pústra og aðrir gengu á milli. Sumir drukku yfír sig og var gert að drekka víti og aðrir höfðu allt á hornum sér yflr því að ölið væri ekki nógu sterkt. Þá var farið að skenkja vín og urðu margir illa fullir. Herbragð að vera edrú ó nýársnótt Á jólum árið 1241 hélt Gissur Þorvaldsson fjölmennt jólaboð að Tungu. Þar var Ólafur Svartsson og Þorkell sonur Þorsteins frá Hól- um, Bersi hvíti og Gissur glaði og enn fleiri vinir úr Hrunamanna- hreppi og Biskupstungum. Boðið var upp á heitt mungát, sem var áfengt heimabrugg og blandaður mjöður, sem var öl. Átta aftan jóla, sem var gamlárs- dagur, var alþýðudrykkja að Tungu, sem sagt almennur drykkjuskapur, en stóð samt stutt. Á nýársnótt lögðust heimamenn og gestir í Tungu til svefns í her- klæðum, því frést hafði að Órækja Snorrason væri á leið úr Borgar- firði með mikið lið. Gissur og boðs- gestir hans riðu því um nóttina til Skálholts að hitta Sigvarð biskup. Órækja ætlaði að grípa Gissur og hans menn drukkna og ósjálf- bjarga í jólagleðinni, eða áramóta- gleðinni, eins og drykkjan myndi vera kölluð á vorum dögum. Á Lyngdalsheiði, á leið til Tungu, gripu menn Órækju Auð- unn koll og sögðu hann vera njósnarmann Gissurar. Við yfir- heyrslu sagði hann Gissur og fjöl- mennt gestalið hans hafa verið í Tungu í gærkvöldi. Kollur sagði fjölmenni í jólaboði Gissurar og þar væri boðið upp á heitan mjöð og mungát. Þá urðu menn Órækju kátir og hrópuðu: „Drekki þeir og drekki þeir og bíði vor svo.“ En það fór á annan veg, eins og sagt var frá. Síðan börðust Borg- firðingar og Árnesingar algáðir og lemstruðu hver annan, eins og ís- lendinga er siður. Gleðileikir og skrípasýningar Rúmum þrem öldum eftir að Þorgils skarði drakk jólaöl og barði bruggarann á Sogni og Giss- ur plataði Órækju með því að spara áfengisþambið á gamlárs- kvöld 1241 og bjargaði lífi sínu og manna sinna með því að vera edrú á nýársnótt 1242, skrifar Oddur Einarsson biskup lýsingu á drykkjusiðum og gleðskap landa sinna í íslandslýsingu. Ilann segir frá sagnalestri, sið- legum kveðskap og dönsum og þeim samkvæmum sem hann telur skemmtileg og hugþekk. Síðan vík- ur hann að fornum háttum: Hins vegar ber að gæta þess, að þessir dansleikir voru miklu líðari áður fyrr, og ekki aðeins hafðir til að gleðja gesti, heldur voru þeir oft tíðkaðir af heima- mönnum sér til skemmtunar. Og svo mjög voru eyjarskeggjar sólgn- ir í þá, að á vissum tíma árs streymdi mikill Jjöldi karla og kvenna í hverju héraði til vissra staða, á heilagra manna vökum, eins og almennt er kallað, og þar œrsluðust þau heilar nœtur, að vanda Bakkusardýrkenda, ef svo má segja, við að dansa og hafa þess í milli í frammi aðra gleði- leiki og skrípasýningar. Því hvað á ég að kalla það annað, þegar það er vitað mál, að í samkundum af þessu tagi var mikið um fáránleg- ar, blautlegar og lostafullar at- hafnir og sér í lagi afmorskvœði, en í þeim er sálinni búið nokkurt skaðrœði. Lostafull brunakvœði Því svo sem kvœðin sjálf eru haglega samsett og lystileg í sjálfu sér þeim, sem á hlýða, þannig eiga þau einnig greiða leið að hugum manna, ekki síst ef þeim er sam- fara hugþekkur kveðskapur. Og því meir sem þau eru mönnum til skemmtunar, þeim mun sterkari á- hrifum ná þau, œsa upp og hrífa með sér og smjúga inn í merg og bein með nokkrum hœtti, og kynda upp alls konar loga í brjóstum manna, og brenna þá aumlega upp, sem veikgeðja eru og að eðl- isfari hneigjast fremur að öðrum til óleyfilegra nautna. Vegna þess- ara áhrifa sinna eru þessi losta- fullu kvœði nefnd brunakvœði á vora tungu, og á samlíkingin sannarlega ekki illa við. Heldri manna samdrykkjur Þá gerir Oddur biskup grein fyrir afstöðu kirkjuyfirvaldanna og telur mikinn mun á heiðnu siðleysi og afkáraskap og kristilegri og heiðvirðri skemmtan. Hann telur að kvikfjárræktin færi sveitafólki mikla ánægju og sé hún yndi þess og eftirlæti. Það þarf ekki á annarri skemmtun að halda. Þá er að frétta af því hvað höfð- ingjarnir höfðust að: Heldri menn iðka auk annars tíðar samdrykkjur og skemmta sér gagnkvæmt með virðulegum veisl- um, og er þar engin hverdags kurteisi á ferð. En áður eru allar stofur og skálar skreytt tjöldum og reglum fyrir veisluna og veislu- borðið búið hreinum og myndar- legum borðbúnaði og dýrindis bús- áhöldum. Og skorti eitthvað þar á, bœta húsráðendur það upp með einstakri góðmennsku, einlœgni, Ijúfmennsku og kurteisi, sem og öll hjú og þeir, sem um beina ganga með mikilli þjónustulipurð, sem einnig koma þannig fram, að einskis œringjaskapar eða fljót- fœrni verður vart, hvorki til orðs né œðis, né velsæmið skert vitund- ar ögn. Og ef einhver hemur sig ekki og verður eitthvað á, er það leiðrétt von bráðar með virðuleik, og góðvild veislugesta lœtur það sem ógert. Ofboðslegt samsull En það bæri nýrra við á Fróni að allir væru orðnir svo guðsvolað- ir að skemmta sér einvörðungu við kvikfjárrækt og siðsöm og náttúru- laus veisluhöld. Biskup heldur á- fram íslandslýsingu sinni, sem er skrifuð fyrir útlendinga og er ekki ósvipuð því sjálfshóli sem ferða- mannabransi nútímans notar í sín- um auglýsingum og bæklingum. Þannig er ein aðalskemmtun í slíkum veislum fólgið í hœverskum og glaðlegum samrœðum, en samt er ekkert slakað á ýtrustu hátt- semi. Og ég fœ ekki séð, hvað gœti verið vítavert í þessum veislusið- um þjóðar vorrar, ef í hinum venjulegu samdrykkjum gœtti nokkru meiri stillingar og hófs, heldur en til þessa hefur verið hjá sumum. Kannski er það af löngun til að vera haldnir meiri en aðrir, að þeir ekki einasta ofhlaða heið- virða veislugesti með ofboðslegum skálum [sbr. vítin á Sturlungaöld], heldur hafa líka gaman af að of- bjóða þeim með óheppilegu og ó- vœntu samsulli og samblöndun víns, mjaðar og öls, einkum ef ein- hverjir eru hraustari við drykkj- una, þangað til hvorki fótur né hönd né tunga fœr gegnt hlutverki sínu. En fyrir slíkum og þvílíkum landssiðum tjáir ekki annað en beygja sig og sœtta sig við þá, ef menn vilja ekki vera taldir óhefl- aðir, einstrengingslegir og ókurt- eisir. En að sama skapi sem ís- lendingar eru rausnarlegir og höfðinglegir í veislum sínum, þannig eru þeir líka friðsamir og gefa ógjarna tilefni til sundurlynd- is. Öðru nœr. Hvenœr sem ein- hverjum hitnar í hamsi og þeim lendir saman í rifrildi og stymp- ingum, annaðhvort vegna þess að þeir eru þannig að eðlisfari eða að þeir hafi tekið full ríflega til drykkjunnar umfram vana sinn og misst taumhald á sér og villst frá siðseminni, þá reyna allir hinir óðara að sefa þá með öllum til- tœkum ráðum og mýkja, svo að ekki verði úr handalögmál eða vopnaviðskipti. Og er veislunni lýkur svo um síðir, er hún talin því ágœtari sem hún er fjölmennari, og fer hver til síns heima og er leystur út með silfurbikurum eða hestum eða skrautreiðtygjum og söðulklæðum, eða einhverjum öðrum heiðursgjöf- um. Eru vinir og nánir kunningjar, venslamenn og frœndur eigi ósjaldan sœmdir slíkum gjöfum, en þó framar öllu við hátíðlegar festar og brúðkaup, en þar er aö landshefð allt með meiri glœsibrag og virðuleik en ella, svo að ekki er hvikað um hársbreidd frá heill- andi örlœti, kurteisi og velsœmi, svo sem landssiður býður. En hvarvetna ber þó af hœverska, kurteisi og hófsemi kvenna, því svo er hófsemi þeirra mikil í neyslu víns og öls, auk annarra dyggða, að enginn fœr glapið þœr til að bergja meira á en nauðsynlegt er til að svala hóf- lega þorstanum. Hér fer biskup mjúkum orð- um um veislugleðina, en verður að viðurkenna að meðal höfð- ingja er drykkjuskapur óhófleg- ur, slagsmál algeng og menn bera vopn hver á annan, þegar áfengið stígur þeim til höfuðs. Ilér er gripið niður í jóla- drykkju og veislusiði á 13. og 16. öld og satt best að segja sýnist ekki mikill munur á. Og beri menn hátterni íslendinga þá og um áramótin á þessari öld og veislusiðina saman, er kannski ekki mikill munur á. Jólin voru drukkin út þá og núna er gamla árið drukkið út með tilheyrandi gleðskap og samkvæmissiðum. Samantekt OÓ

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.