Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Side 17
Ptgur-®tmhm
Laugardagur 28. desember 1996 -17
Vatnsberinn
Vatnsberinn á fínt ár í
vændum. Kynlífið verður
töluvert viilt og bryddað
upp á ýmsum nýjungum sem
hugnast vatnsberafólki afar vel,
en þeir eru þekktir fyrir að taka
áhættu. Þá er það afgreitt og
hvað er eftir? Jú, peningamál-
in. Allir vilja verða ríkir en
vatnsberar leggja þó minna upp
úr því en margur annar, enda
liggja lífsgildi þeirra í æðri
metnaði. Miðbik ársins er þó
uppgangstími í fjármálum en
það eru engar líkur á að vatns-
berinn kunni að nýta sér þau
færi þannig að sennilega verður
hann jafn staurblankur í árslok
og eftir steiktu karfaflökin í
kvöld. Þó er það ekkert víst,
hver er sinnar kæfu smiður eins
og margoft hefur komið fram,
að minnsta kosti hjá kjötiðnað-
armönnum Fransk-íslensks eld-
húss. Að öðru leyti má spá því
fyrir vatnsberafólki að ljóta
fólkið haldi áfram að vera ljótt,
sæta gengið láti eitthvað á sjá
og þurfi að sparsla og lyfta húð-
inni í leit að eilífri æsku,
heimskir verði það áfram og þú
haldir áfram að lifa. En það er
einmitt stærsta ævintýrið.
Fiskarnir
Fiskar eru dularfullt fólk
enda liggur það í hlutar-
ins eðli að þeir hafa ekk-
ert erindi hér uppi á yfirborð-
inu, heldur ættu að svamla í
sjónum. Þetta er svo ofboðslega
ömurlegur húmor að nú er
strax búið að auka vanlíðan
þína, ágæti fiskur, og það áttu
hreint ekki skilið. Að öðru: Ein-
stæðir — eða sjálfstæðir eins og
lúserarnir sem enginn vill eiga
og virðast alls ekki geta gengið
út vilja kalla sig — munu fá
a.m.k tvö tækifæri til að breyta
hjúskaparstöðu sinni, veldur
hver á heldur. Annað verður í
mars og hitt í október. Af hjóna-
fólki er það að segja að skilnað-
ir verða sem endranær en þó er
miklu algengara að hjónabönd-
in styrkist og dafni og máttu
sum þeirra vel við því. Það er
bjart yfir börnunum í merkinu
en þó er sýnt að strákur í
Breiðholti verður að venja sig
af því að klóra sér í rassinum,
það gæri farið illa þegar hann
fullorðnast og rambar kannski
inn á 22, blessaður sakleysing-
inn. Hommar gætu misskilið
táknmálið og viljað hamast í
honum fram á morgun, slíkt má
bara ekki gerast. En það er nú
önnur saga.
Hrúturinn
Hrútar eru töffarar í eðli
sínu og það hefur verið
erfitt fyrir margt karl-
mennið í merkinu að upplifa þá
mjúku línu sem viðgengist hef-
ur í þjóðfélaginu um hríð. Nú
þykir hrútnum nóg komið, karl-
menn munu berja sér á brjóst
og setja upp pungbindi ógurleg
úr hlébarðaskinni. Ekki sjá
stjörnurnar afleiðingar þessa
fyrir. Konurnar í merkinu munu
engum pungbindum skrýðast
en þær munu ná upphefð í
vinnu, enda kominn tími til.
Valkyrjur allra landa sameinist
í baráttu gegn kúgun og yfir-
gangi, strækið ef þess þarf, ykk-
ar tími er runninn upp. Eins er
enn ógetið. Það eru horfur á að
ný áhugamál skjóti upp kollin-
um innan hrússanna og sjá
stjörnurnar fyrir sér stóraukinn
áhuga á dvergakasti. Samfara
verkalýðsbaráttunni gæti verið
taktískt að þrýsta á lagabreyt-
ingu sem heimilar handföng á
þessum litlu vinum okkar. Það
er svo miklu betra að kasta
þeim þannig.
Nautið
Naut eru af mörgum talin
leiðinlegt fólk en svo er
ekki raunin sbr. spá-
mann einn frábæran sem er í
þessu merki. (Nú mega sætar
ljóskur hringja og spyrja: Viltu
vera memm?) Hvað um það,
rök má færa fyrir því að nautnir
skipi veglegan sess hjá þessari
dýrategund og á það sérstak-
lega við um mat, drykk og kyn-
líf. Engin breyting verður á
þessum fýsnum á nýja árinu og
mun margt nautið breytast í
holdanaut ef það passar ekki
hvað fer ofan í það. Leti er
mörgu nautinu í blóð borin og
þeim til hughreystingar sem
búa yfir þessum ágæta mann-
kosti, er hægt að fullyrða að hór
verður engin breyting á. Fyrir
því er hægt að skála, strax. Eitt
er varðar námsmenn sérstak-
lega: Þeir verða fúllbræt í ár.
Tvíburarnir
Tvíbbar sikk og alveg klikk.
Þessa byrjun hafa þessar
klofnu verur lesið
margsinnis í spá sinni og verð-
ur framhald á. Annars eru
tvíbbar í sérstöku uppáhaldi hjá
stórum hluta himintunglanna,
þeir eru flóknir, tilfinningaríkir,
óáreiðanlegir, útsmognir: allt
sem getur prýtt menn og konur.
Árið í ár verður mun betra en
það síðasta, en eins og vana-
lega lenda tvíbbarnir í
einhverjum vandræðum vegna
hormónaflæðis. Áliugi á félags-
störfum vex og í mars er tilval-
inn tími að skella sér út í pól-
itfk. Að öðru leyti er ljóst að
það mun rigna á tvíbbana í maí
og þeir munu sofa illa aðfara-
nótt 18. október. En það er
kominn tími á nýjan tann-
bursta. Fleira er ekki við ykkur
að segja, enda geriði aldrei eins
og ykkur er sagt og er það vel.
Krabbinn
Krabbadýrin hafa þá sér-
stöðu meðal dýrahrings-
ins að þetta fólk fæðist
þegar bjart er allan sólarhring-
inn og hvítvoðungarnir alast
upp í endalausu sólskini. Fyrir
vikið leita fullorðnir krabbar
löngum aftur í tímann og sækja
í sviðsljósið eftir að þeim verður
ljóst að endurheimt æskunnar
og notalegra mömmubrjósta-
soga undir miðnætursól er von-
laus. Árið í ár verður afar gott
fyrir stjórnendur og áhrifafólk í
þjóðfélaginu. Andhetjur fá líka
tækifæri til að rífa sig upp úr
aumingjaskapnum. Peningar
munu leika í höndunum á
kröbbunum en ytri velgengni
hefur mögulega áhrif á einkalíf-
ið og mun margur fagurkerinn
losa sig við ljótan maka og fá
sér nýjan og yngri. Það er í lagi.
Ljónið
Skrýtið að konungur dýr-
anna, ljónið, skuli vera í
hvorugkyni á íslensku. Nei,
bara smá pæling, en þetta er
fólkið sem við hin óttumst öll og
virðum innst inni. Árið 1997
verður magnað fyrir ljón og
dæmast þau langflottust fyrir-
fram. Þessu er þó hægt að
klúðra, t.d. með því að gleyma
að stjörnuspá af þessu tagi er
ekki byggð á vísindalegum nið-
urstöðum heldur hugsuð sem
dægradvöl (eins og hið glað-
væra blað Morgunblaðið birtir á
hverjum degi undir sinni spá).
Ljónin munu láta sérlega mikið
að sér kveða seinni hluta ársins
og verður forfrömun í starfi
innan seilingar. Listafólk verður
í góðum gír, einkum tónlistar-
fólk, en pípulagningarmenn
gætu orðið dálítið blúsaðir í
september. Ástarlífið: Þitt mál
alfarið en ekki himintunglanna.
Við tökum ekki þátt í því.
Meyjan
Hér segir af fólki sem fer
oft einna minnst fyrir í
þjóðfélaginu á ytra borði
en mýsnar sem læðast geta ver-
ið skæðar. í ár kastar meyjan af
sér hamnum og dansar nakin í
gegnum lífið, afar sexí oft á tíð-
um. Samfara þessu verður tölu-
verð breyting á vináttusam-
böndum, en það er í lagi enda
hafa meyjarnar umgengist ein-
tóma hálfvita í seinni tíð.
Heilsufar verður almennt gott
en þó eru streitumerki á lofti
rétt fyrir sumarfrí. Meyjan
verður dugleg að ferðast og
kynnist skemmtilegu fólki er-
lendis. Að lokum má geta þess
að tækniöldin kemur æ meir við
sögu meyjunnar, og mun marg-
ur festast í ólöglegri möskva-
stærð á Internetinu.
Vogin
Ekki ósvipað tvíbbunum
gengur þú, kæra vog, oft
út í daginn á rauðum skó
á vinstri fæti en bláum á hægri.
Þetta er líf þitt í hnotskurn og
við það þarftu að búa. Vogir
sveiflast upp og niður í orðsins
fyllstu merkingu á nýja árinu,
a.m.k þær konur sem kynnast
talíuaðferðinni í kynlífinu — af-
ar skemmtileg aðferð það og
má lesa um hana í fyrstu bók-
um Péturs Gunnarssonar. En
lífið er meira en losti. Vogin
þarf að taka á nokkrum vanda-
málum sem í fyrstu virðast
hversdagsleg en gætu vaxið ef
ekki verður að gert. Eitt beinist
að vinnufélaga sem óneitanlega
er dálítið klárari en þú og hann
er vís með að valta yfir þig ef
þú gerir ekki eitthvað í málinu.
Án þess að stjörnurnar vilji
skipta sér of mikið af þessu,
væri taktískt að ná í nokkrar lýs
(er ekki eitthvað til á heimavist
MA) og koma reglulega fyrir í
höfuðfati þessara samstarfs-
manna. Annars verða veraldleg
gæði almennt þokkaleg á árinu
og greindarvísitalan hækkar
um tvö stig hjá fullorðnum en
ívið meira hjá þeim sem yngri
eru.
Sporðdrekinn
Það er hér sem rómantíkin
mun blómstra í ár. Sporð-
drekar verða fyrir mjög
miklum og góðum áhrifum í til-
finningalífinu og verður eldur-
inn stundum svo mikill að nálg-
ast sviða. Það er í lagi fyrir þá
sem hafa ekkert annað fyrir
stafni, en margur launa- og
námsmaðurinn mun verða
þungur upp á morgnana í
skammdeginu eftir hlýjar strok-
ur prinsa og prinsessa sem áð-
ur voru körtur og froskar.
Nokkuð verður aukinheldur um
að fyrrverandi kærustupör taki
upp þráðinn með þokkalega
góðum árangri. Hvað er fleira í
kortunum? Sporðrekar hafa
alltaf þótt vinnusamir og eru
góðir til flestra verka, ekki síst
skítverka. Nokkrir fara offari í
metnaði sínum og er full
ástæða til að vara við efri blóð-
þrýstingsmörkunum. Sérstak-
lega í febrúar.
Bogmaðurinn
Einelti hefur létt af þessu
merki í síðustu tíð
stjörnuspár Dags-Tímans
og sakna margir bogmenn þess
tíma þegar þeir voru rifnir upp
daglega von hintem og sagt að
naga grýlukerti. Það eitt og sér
segir töluvert um sérstakt geðs-
Iag þessa fólks en nýja árið
mun verða bogmönnum miklu
betra en þeir eiga skilið. Orsök-
in er ekki síst allt þetta góða
fólk sem stendur því næst og
mæla stjörnurnar með því að
bogmenn tileinki mökum, börn-
um, dýrum og vinum (fer sam-
an í mörgum tilfellum) nýja árið
og þakki í verki stuðninginn á
Iiðnum árum. Ef stjörnunum
skjátlast ekki mun Hemmi
Gunn vera bogmaður og sá ást-
sæli leiðtogi fær hér sérmeð-
ferð: Sextugsaldurinn fer afar
vel í þig Ilemmi okkar allra,
enda ertu eldgömul sál sem
þrífst best á fullorðinsárum. Þú
verður óvenju opinn, yndislegur
og einlægur á nýja árinu og
auðvitað í stuði.
Steingeitin
Steingeitur eru stóískar í
eðli sínu og hægt að
treysta þeim betur en öðru
fólki. Engin breyting verður á
þessu á nýja árinu en með
auknum áherslum á hið mann-
lega, munu þessi eðlisþættir
skapa steingeitinni auknar vin-
sældir. Kiðlingar merkisins
munu landið erfa og steingeit-
arbörn verða mjög farsæl á
flestum sviðum nema hástökki.
Jens í merkinu er hvorki barn
né fullorðinn og víst er að hann
er þreytandi greyið, en mun
reglulega skjóta upp kollinum á
árinu 1997. Hann verður góður
í kúluvarpi. Eitt heilræði mættu
geiturnar hafa í huga þegar
framtíðin er skoðuð: Það er
þörf á að poppa svolítið upp út-
litið. Betri íjárfestingar en ný
föt og almennt útlitslegt dekur
er varla hægt að hugsa sér, þar
sem maðurinn er það sem aðrir
halda að hann sé. Áfram ísland.
Bless.