Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 2
2 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Að þessu sinni bregður Helgarblaðið út af þeirri venju að einskorða sig við íslenskar bækur og dregur úr púss- inu sænska skáldsögu, sem kemur út í íslenskri þýðingu frá Iðunni nú fyrir jólin. Þessi skáldsaga heitir Anna og Kristján og er eftir Áke Leijonhufvud, hálffertugan rit- höfund, sem ,,sló ígegn "með bókinni íheimalandi sínu á síðasta ári. Hann hafði sent frá sér nokkrar bœkur áður, en Anna og Kristján var hans fyrsti verulegi höfundar- sigur. Sænskum gagnrýnendum kom saman um að bókin væri skyldulesning hverjum þeim er byggi með annarri manneskju. Sagan segir enda frá hjónum í ótraustu hjónabandi sem geta þó ekki slitið sig hvort frá öðru. Höfundurinn lætur þau bæði segja söguna til skiptis, þannig að sjónarmið bœði karls og konu fái að njóta sín. En það er annað og meira en kynferðið sem skilur þau að því Anna er úr verkalýðsstétt, Kristján af borgaralegu velferðarheimili. Þar liggur annar vandi. Og mitt í átök- um hjónanna verður dóttir þeirra að horfa upp á sálar- stríð foreldra sinna, barsmíðar og hatrammar deilur. Bókaforlagið Iðunn gaf okkur leyfi til að birta kafla úr byrjun bókarinnar. Anna hefur orðið: Það byrjaði sem sagt með veislunni. En það var ekki min sök, að hún var mislukkuð frá upphafi til enda. Þannig varð það. Þegar Kristján kom aftur frá ráðstefnunni i Jamtlandi, var hann i ömurlegu skapi. Eitthvað hafði farið úrskeiðis þar. Ég veit ekki hvað. Hann segir mér ekkert. En nú vildi hann hafa venjulegt, normalt fólk i kringum sig og ekki kraðak af júristum, eins og hann komst að orði. Við höfðum ekki boðið heim fólki, siðan við fluttum inn i ibúð- ina. Og reyndar ekki svo langt aftur, sem ég man. Það er vist ekki skrltið. Kristján vildi bara hafa fólk I kringum sig, þegar hann variskapi til þess.Eiginlega fyrirleithann það. Honum var að- eins áfram að upphefja sjálfan sig. Nú bauð hann vinum sinum heim. Það var þessi venjulega kllka, skólafélagar Kristjáns og starfsfélagar og kunningjar, sem við höfðum haft samband við svo árum skipti, án þess að nálgast hvert annað nokkuð. Ég gat ekki varist þvi að furða mig á þvi (þótt ég sé hætt þvi nú) hversu ópersónulegur tónninn var i veisl- um okkar. Það var eins og allir segðu akkúrat þvert á það sem þeim fannst, ef þeim fannst þá -yfirleitt eitthvað. Fólk setti upp veraldarvanan óþolandi svip. Ég var i þann veginn að bila I fyrsta skipti þegar ég uppgötvaði þetta. Sjálf á ég að venjast nánum og hlýjum mannlegum samskiptum heiman frá mér. Vist var ömur- legt I hverfinu i grennd viö Spfir- vagsgatan (það kemur kökkur upp i hálsinn á mér, þegar ég hugsa um lyktina af steiktri sild i ganginum, alltaf steikt sild og stöku sinnum eitthvað annað. hvitkálsspúpa?). En hversu erfitt sem það var, létum við okkur hafa það, þegar þörf var á. Og það var oft. Enginn setti sig á há- an hest. Eðá misminnir mig? Er ég að blekkja sjálfa mig? Ég veit það ekki. Nú skal ég segja frá veisl- unni. Það var á dimmum og ömur- legum laugardegi I febrúar. Reyndar var það afmælisdagur Kristjáns. Um morguninn haföi ég farið á markaðinn með Söndru. Við keyptum það, sem við átti að éta, tómata, icebergs- salat, avocados og nokkrar lasnar púrrur. Þegar við komum heim, hafði Kristján lagt á borð, með papp- irsdúk og sérviettum i sjálflýs- andi lit, hreint sjúklegur litur. Ég sagði ekkert. Hann ekki heldur. Það hafði verið svona allar göt- ur slðan hann kom heim frá Jamtlandi. Við sátum hvort um annað. Hvorugt vildi vera fyrra til að byrja rifrildið. Við fórum með Söndru til foreldra minna. Ég fór á bilnum til Limhamn, þar sem þau hafa keypt sér litið hús. I garðinum er alltaf lag af kalkryki frá sement- verksmiðjunni. Vitanlega voru þau forvitin. Það má margt segja um foreldra mina, en þeim þykir vænt um mig. A sinn hátt. Nú vildu þau vita, hvernig þetta gengi hjá Kristjáni og mér. Þeim hafði skilist að þar væri ekki allt i sómanum. Ég fór undan i flæmingi, þvi að ég vildi ekki tala um það, meðan Sandravar með. Við skildum með léttum faðmlögum, og ég lofaði að koma og sækja hana daginn eftir. Ég skammaðist min. 1 mörg ár hef ég fundið til sektarkenndar gagnvart foreldrum minum. Hvers vegna? A heimleiðinni hafði ég opið fyrir útvarpið. Það var fjöl- skyldudagskrá. Konan sem rætt var við, hafði barist alla tið fyrir sig og sin börn. Maðurinn hennar var alkóhólisti. Þau höfðu skilið en flutt þrivegis saman aftur. Hún rak lltinn söluturn og i hvert skipti sem hann fór frá henni, ákvað hún að bjarga sér sjálf. En i hvert skipti, sem hann kom aft- ur, féll hún fyrir honum á ný. Ég hlustaði með heitri kennd á hana. Ég keyrði alltof hratt. Snjórinn barst i stórum flygsum yfir veg- inn. Vegurinn var launháll. Ég gat ekki hætt að hugsa um þessa frásögn. Hún hringsnerist i höfð- inu á mér. Ég vissi ekki, hvort hún sefaöi mig eða æsti mig upp. Ég hugsaði. um kvöldið i kvöld og veisluna og skyndilega ákvað ég að gera dálitiö, sem ég hafði lengi slegið á frest — án þess ég vissi, hvort það stæði I samhengi við það sem ég hafði heyrt i út- varpinu. Ég ætlaði að segja Kristjáni frá Raymond. Þvi var lokið núna. Hann gat ekki beðið tjón af að heyra sann- leikann. Ég ætlaði að segja honum allt. Viðurkenna, að ég hefði drýgt hór, framiö hjúskaparbrot, elsk- að bæði aftan frá og framan og á alla enda og kanta. Þetta var ögr- un. Ég ég segði allt af létta myndi loftið þar með hreinsast. Svona hugsaði ég. Svo hugsaði ég um draum, sem mig haföi dreymt um nóttina. Draumar minir eru margir og litskrúðugir. Oftast man ég þá að morgni. Ég reyni að túlka draumana, með mismun- andi árangri. Mér finnst þeir ráða yfir llfi minu á einhvern alveg sérstakan hátt. En þessi var erfiður viðureignar. Hann var drungalegur, kæfandi, bergmál- aði þungu endurkasti og óþolandi óskiljanlegur. Mig dreymdi, að höfuð, hendur og fætur heföu skroppið saman i blóöuga kjöt- klumpa, rétt eins og á mynd eftir Francis Bacon. Ég vaknaði renn- blaut af svita og hafði óljósa til- finningu fyrir þvi, að ég hefði hrópað upp yfir mig i sömu andrá. En Kristján svaf rólega. Yfirleitt segi ég engum drauma mina. Ég sagði heldur ekki frá þessum. Kristján hefði hvort eö var ekki skilið hann. Hann hefði bara leitt hann hjá sér. Þegar ég kom heim gerði ég allt það sem ógert var eftir vikuna, þvi að enginn annað gerir það. Ég bjó um rúmin, ryksugaði, svo að mestu óhreinindin sæjust ekki, þvoði gólf og fór út með ruslið. Það er alltaf ég, sem geri það, Kristján lætur ruslapokana standa þangað til þeir fara að lykta. Og þá fer hann ekkf einu sinni með þá. Kviðinn sem fylgdi hugsuninni um kvöldið framund- an, kvaldi mig, það lá við borð mér væri óglatt. Klukkan hálfsex var ég búin. Kristján var þá kom- inn i sparifötin og gekk fram og aftur, eins og eggjasjúk hæna. Ég spuröi, hvort hann gæti ekki að minnsta kosti sest niður. Hann leit á mig algerlega tómu augna- ráði og spurði hvað ég hefði verið að segja. Ég stillti mig i tvær sekúndur, áður en ég grýtti afþurrkunar- klútnum i hausinn á honum. Og eins og f jandinn næði á honum öll- um tökum öskraði hann og bölsót-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.