Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 17
DV — HELGARBLAÐIЗ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981.
17
Rithandargreining í Helgarblaðinu
Litlir stafír og
belgrítaðir
siðasta pennadrátts: Hreinn og beinn,
fjörug hugsun, framgirni.
— Stafirnir hafa mismunandi halla,
sumir eðlilegir, aðrir lóðrcttir eða
hallast jafnvel aftur fyrir sig:
Tvískipt eðlisfar, oft duttlungafullt
og veiklað, reikar milli tilfinninga og
skynsemi.
—Stafirnir e og r cru hærri en þeir
ættu að vera samanborið við aðra iitla
stafi: Stærilæti, sjálfsálit, eigingirni.
—Stafurinn d hefur langan legg upp
og stóran belg: Hégómagirni,, kenjar,
ímyndunarveiki.
— Litla d hefur lítinn belg eða
öfugan, þ.e. dreginn til baka inn í
legginn: Ber vott um greind og
menningarbrag. Siðfágun og skáldlegt
hugarflug, bókhneigð.
Látum það nægja að sinni. Því var
lofað í síðasta blaði, að ftú yrði tekið
fyrir fyrsta rithandarsýnishornið og
greint. Þetta verður þó því miður að
bíða næstu helgar og er beðið forláts á
þvi. En sem sagi næst ljúkum við við
litlu stafina og skoðum eitt sýnishorn.
Skriffinnur
Að þessu sinni lítum við á belgritaðt
stafi og síðan á litlu stafina. (Belg-
ritaðir stafir eru ósköp einfaldlega þeir
stafir, sem hafa belgi!) Þeir varpa ljósi
á hvort eigandi skriftarinnar er hug-
sjónamaður eða háfleygur, hvort hann
hefur verslunarhæfileika, fjör,
athyglisgáfu og skipulagshæfileika.
Þau einkenni, sem leitað er eftir eru:
— Belgrilaðir stafir ná lengra upp
fyrir línuna en niður fyrir: Hugsjóna-
gáfur og ímyndunarafl. Bendir til and-
legrar náttúru. Þetta einkenni sést oft í
rithöndum presta og andlegrar stéttar
manna. Ef skriftin hallast verulega að
auki, eru einkennin enn sterkari.
— Belgirnir ná lengra niður fyrir en
upp fyrir: Persóna sem er meira gefin
fyrir veraldlega muni en andlega starf-
semi. Hæfileikar til starfa og líkamlegt
fjör.
Hæð belgjanna jöfn, bæði upp fyrir
og niður fyrir línuna: Jafnvægi hins
líkamlega og andlega. Hefur skipulags-
hæfileika.
— Belgritaðir stafir stuttir og renna
saman, stutt verður á milli linanna:
Þetta ber vott um fremur óljósan
hugsanagang og kemur oft fram í
orðaskorti til að láta i ljós skoðanir.
Gleymir oft erindum sinum og er utan
við sig.
Litlu stafirnir
Þá snúum við okkur að litlu stöfun-
um. Að þessu sinni verður ekki getið
allra einkennanna, því að þau eru svo
ótal mörg og verða sum að bíða næstu
helgar.
— Litlu stafirnir eru einfaldir og
skýrir: Náttúrulegt viðmót, hæverska
og hispursleysi.
Skrautlegir: Tilgerð, heimtufrekja.
Stafirnir líkjast prentstöfum: List-
rænt eðli, skáldlegar tilfinningar,
smekkvísi, frumleiki.
—Stafirnir líkjast söngtáknum:
Maður sem hneigður er til tónlistar.
— Líkjast lölustöfum, t.d. g líkist
9, b líkist 6, y líkist 7 o.s.frv.:
Sparnaður og hagsýni, glöggt auga
fyrir tölum, talnaminni.
— Stafirnir eru ritaðir án fyrsta og
SÖLUTURN
á besta stað í bænum við umferðaræð. Upplagt fyrir sam-
hent hjón og ýmsir möguleikar í rekstri.Lysthafendur sendi
nöfn, heimilisfang og símanúmer til Dagblaðsins og Vísis
fyrir 10. des. merkt: „Söluturn 777.”
KIRKJUFÉLAG PIGRANESPRESTAKALLS __—1
Basar, kökusala \
09 fíóamarkaður \g33L-g
verður í Safnaðarheimilinu við Bjarnhóiastíg —-
iaugardaginn 5. desember ki. 2 e.h. nefndin