Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 20
20 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. ÓTTINN VK) KRABBANN PPTID kifa trllK iflttl- FERD A UNDAN Allflestir sjúkdómar skapa hjá viðkomandi sjúklingi ákveðinn ótta eða kvíða. Það er ekki að ástæðulausu, því hraustur og heilbrigður líkami er undirstaða þess að við getum lifað því sem kallað er eðlilegt líf. Sumir sjúkdómar skapa þó meiri ótta en aðrir og þar er krabbamein sennilega efst á lista. Margir flokka krabbamein undir einn og sama hattinn, en því er ekki aldeilis að heilsa því tegundir þessa sjúkdóms eru mjög mismunandi og lækningamöguleikar mismiklir. Hver tegund krabbameins hefur sín sér vandamál. Hafi sjúklingur fengið þann úrskurð að hann sé með krabbamein, er mjög mikilvægt að hann og hans nánustu fái nákvæma útskýringu hjá lækninum á því hvað sé á ferðinni. Hverjar geta af- leiðingarnar orðið, hverjir eru batamöguleikarnir og hvaða lækninga- aðferðum er beitt og hvernig? Með þvi að hafa þessa hluti nokkurn veginn á hreinu, stendur sjúklingurinn mun betur að vígi andlega, hann veit hvað við er að fást í stað þess að fyllast i- mynduðum og jafnvel ástæðulausum ótta, sem stundum getur orðið takmarkalaus. En ekki hafa allir kjark til að fá spilin lögð á borðið á svo hreinskilnislegan hátt. Fyrstu eftirköstin Margir krabbameinssjúklingar gangast í gegnum mikla andlega erfiðleika fyrst eftir að meðferðinni lýkur. Það fyigir því ákveðið öryggi á meðan á lækningu stendur, að vera undir stöðugu eftirliti færra sér- fræðinga. Þegar því ér lokið ætti flestum að létta, en þannig er því miður alltof sjaldan farið. Þegar sjúklingurinn þarf að fara að taka upp eðlilegt líf að nýju, fylgir því oft þreyta og einhverjar eftirstöðvar. Mörgum hættir til að bendla þessi eðlilegu einkenni við áframhald sjúkdómsins, þó reynt hafi verið að fullvissa um að meðferðin hafi i alla staði gengið prýðilega. Uppskurðir Flestum þykir eðlilegt að gangast undir uppskurð þegar krabbamein er annars vegar. Stundum getur slík aðgerð haft í för með sér einhverjar varanlegar breytingar eins og til dæmis, þegar fjarlægja þarf æxli neðst í ristli eða endaþarmi. Þá þarf að finna aðra útgönguleið fyrir úrgang líkamans og er oftast settur kviðpoki (oft kaliað kolostomi). Um slíka fylgikvilla veit sjúklingurinn fyrirfram og á auðveld- ara með að sætta sig við þá. Og allir taka því sem sjálfsögðum hlut að það faki ákveðinn tíma að jafna sig eftir uppskurð. Tilkynnin^ TIL AUGLÝSEIMDA Vegna aukins álags á auglýsingadeild og í prentsmiðju, eru auglýsendur beðnir að panta auglýsingar og skila handritum og filmum fyrr en áður var, a.m.k. fyrst um sinn: VEGNA MÁNUDAGS VEGNA ÞRIÐJUDAGS VEGNA MIÐVIKUDAGS VEGNA FIMMTUDAGS VEGNA FÖSTUDAGS VEGNA HELGARBLAÐS I VEGNA HELGARBLAÐS II skii á föstudegi fyrír ki. 12.00 skii á föstudegi fyrír kl. 17.00 skil á mánudegi fyrir kl. 17.00 skil á þriðjudegi fyrir kl. 17.00. skil á miðvikudegi fyrir kl. 17.00. skil á fimmtudegi fyrir kl. 17.00 skil á mánudegi fyrir kl. 17.00 ATH. Aukaiitir geta verið í öllum blöðum nema á mánudegi. I Fyrst um sinn verður einungis hægt að prenta fjórlitaauglýsingar í Helgarblaði II (skil í síðasta lagi mánudaga kl. 17.00). ) Tekið er á móti öllum stærri auglýsingum í Síðumúla 8, og sím- inn barer 27022. Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 9—17.30. I SMÁ-auglýsingadeild Dagblaðsins & Vísis er í Þverholti 11 og síminn er 27022. Opið: mánudaga — föstudaga kl. 9—22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 14 — 22 i SMÁ-auglýsingaþjónustan er opin mánudaga — föstudaga kl. 12—22. Laugardaga kl. 9 — 14. SMÁ-auglýsingamyndir eru teknar í Þverholti 11 kl. 11—15 mánudaga til föstudaga. Myndir eru alls ekki teknar um helgar. Geislameðferð Næst á eftir skurðaðgerðum er geislameðferð algengasta lækninga- aðferðin. í dag eru notaðir margvislegir geislar svo sem kobolt, cæsium, radium og fleiri. Allir vita um þá áhættu sem fylgir notkun geislavirkra efna, en þeg- ar þeim er beitt við lækningar, er sjaldan meiri hætta á ferðum en við uppskurð. Geislunum er aðeins beint að sýkta svæðinu og frumueyðandi áhrif þeirra bitna því eingöngu að sýktu frumunum. Geislameðferð fylgir oft þreyta og lystarleysi. Einnig geta ýmis einkenni komið fram innvortis, eftir því hvaða hluta líkamans meðferðin beinist að. Slikir fylgikvillar hverfa þó smám saman eftir að meðferð lýkur. Oft getur tekið heilan mánuð, eða jafnvel meiraað jafnasig. Margir halda að þeir missi hárið við að fara í geislameðferð, en það gerist ekki nema að geislunum sé beint að hársverðinum og vex það oftast eðii- lega aftur. Lyfjameðferð Þegar lyfjum er beitt gegn krabba- meini er um að ræða frumueyðandi efni, sem eyða krabbameinsfrumunum. Stundum er bara notað eitt efni og þá gefið í töfluformi en árangursríkara er að blanda saman mismunandi efnum. Þau eru þá tekin inn nokkra daga í senn með margra vikna millibili. Einnig eru lyf þessi gefin beint með sprautu í æð. Það sem lyfjameðferðin hefur framyfir uppskurði og geisla, er að áhrifin ná yfir allan líkamann. Þannig eyðast einnig sýktar frumur sem jafnvel var ekki vitað um áður. Þetta hefur einnig áhrif á heilbrigðar frumur að vissu marki og því geta fylgt óþægindi. Oftast eru það uppköst og magakviilar, en margir finna einnig fyrir blóðleysi og hármissi. Þetta jafnar sig þó allt að lokinni meðferð. Þreyta og slappleiki eru ekki óalgeng fyrst á eftir, þó flestum takist að lifa nokkurn veginn eðilegu lífi. Hormónameðferð Suma krabbameinssjúkiinga er best að meðhöndla með hormónameðferð. Þá eru annaðhvort tekin inn hormónalyf eða að reynt er að stemma stigu við ákveðinni hormóna- framleiðslu líkamans og þá um leið vexti krabbameinsfrumanna sjálfra. Ef um er að ræða hina eiginlegu kynhormóna, geta fylgt því ákveðin einkenni eftir á, en oftast þó í mjög litlum mæli. Svörvið fréttagetraun 1. Halldóra Bjarnadóttlr. 2. Við Blöndu. 3. Saga. 4. Sveit Búnaðarbankans. 5. Lillar267 krónur. 6. Það var búið að merkja við nafn hans f kjörskrá. 7. Natalie Wood. Hún fór ein út á bát og drukknaði. 8. Davið Oddsson. 9. Þeir höfðu ekkí skilað neinum nefndarálitum frá þingbyrjun. 10. Saudi-Arabiu. 11. 55%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.