Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 15
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. 15 Nú getur þú íengiS______ þinn eigin Ólaí Stephensen fyrir sanngjamt verð. HEIMLAN Með helmings útborgun lœrðu Ólctí Stephensen í 7 daga heimlán. Eí þú ert ekki íyliilega ánœgð með piltinn máttu skila honum aítur gegn fullri endurgreiðslu. AFBORGUNARSKILMÁLAR Þú borgar helminginn út, en eítirstöðvamar með vaxtalaúsum aiborgunum í 6 mánuði. VERÐ Verðið er samkomulagsatriði. Upphœðin greiðist til MS félags íslands, Reykjavík. Ólafur Stephensen Auglýsingar - Almenningstengsl. Auglýsinga- maður af lífi og sál Ef Ólafur Stephensen mætti ráða, þá mundi hann ekki gera annað en segja brandara. Samt er Óli enginn brandarakall. Hann hefur bara svona gaman af að skemmta fólki. Reyndu samt ekki að skemmta honum ef hann er ekki í skapi til að blusta. Með kattargrænum augunum getur hann sent þér svo stingandi augnráð að þér finnst þú vera auli. En þegar hann vill segja sögu þá verða allir að hlusta. Grænu augun hans Óla gera samt meira en að lýsa skapi hans. Þau eru útgangspunktur hans persónulega stíls. Hann klæðist fötum sem passa við grænu augun. Hann mundi reykja græna vindla ef þeir fengjust. Stíll leikur stórt hlutverk í lífi Óla. Hann er búinn að fást við auglýsinga- mennsku frá því hann lauk háskóla- námi í þeim fræðum og í heimi aug- lýsinganna hefur stíll allt að segja. Stíll smitar út í einkalífið. Sjáið bara börnin hans Óla (og Klöru auðvitað líka). Þau eru ltk hvert öðru. Stíll, ekki satt? Þau hjónin aka meira segja á eins bílum. Stíll. Það er meira að segja stíll yfir stríðnislegum rokuhlátrinum hans Óla. Óli Steph. hefur ekki verið orðlagður við íþróttir. Þegar aðrir spila fótbolta, þá spilar hann jass. Þar er hann jafnvígur á píanó og plötuspilara. Óli sá um jassþátt i út- varpinu í gamla daga, i fleiri, fleiri ár, og það þarf ekki að eggja hann lengi til að taka Take Five ef eitthvað instrúment er nálægt. Óli vinnur ákaflega skipulega. Klukkutímum saman á hverjum degi situr hann á fundum með viðskipta- vinum sínum og leggur á ráðin um kynningar og aukna sölu. Það er svo til pottþétt, að þegar hann samdi aug- lýsinguna um sjálfan sig fyrir Vísi þá sat hann við fundarborðið, einsamall. Svo færði hann sig úr einum stólnum yfir í hinn til skiptis, eftir því hvort hann var að tala við sjálfan sig sem kúnni eða auglýsinga- gerðarmaður. Það er eftirsóknarvert að vera í félagsskap Óla Steph. Hann getur verið firna skemmtilegur eða firna fróður, svo jaðrar við munnræpu. Hann má ekkert aumt sjá, nema keppinautana. Félagslyndur er hann með afbrigðum og átti ekkert eftir nema Kvenréttindafélagið, þegar hann gekk i klíkuna í fyrra. Sá félags- skapur ætti að fullnægja félagslynd- inu í bili. En umfram allt: Óli Steph. er auglýsingamaður af lífi og sál. % í)lafur Stephensen. Sá útskeifi senuþjófur Þegar Bessi Bjarnason átti 30 ára leikafmæli var mikið um dýrðir I Þjóðleikhúsinu og þótti sumum nóg um. Enginn maður er óumdeil- anlegur en eitt er víst að Bessi skipar sérstakan sess meðal leikara þjóðarinnar. En er þá ekki hægt að Finna neina snögga bletti á þessum ástsæla gamanleikara íslendinga? Það reyna ýmsir að sjálfsögðu og dómar um Bessa bera þess vott stundum að mönnum hættir til að líta niður á gamanleikara og finnst að list |reirra sé óæðri og ekki eins há- leit og dramatisk hlutverk. Aðrir kvarta yfir nokkurs konar offramboði á Bessa, hann takmarki sig ekki og hætti til að vera fullbillegur; Bessi er í Þjóðleik- húsinu, á hljómplötum, í útvarps- leikrítum, sjónvarpsauglýsingum og i Sumargleðinni. Bessi Bjarnason. Hvað af þessari gagnrýni á rétt á sér og hvað af henni er sprottið af öfund? Við verðum að vera minnug jress að eitt helsta vandamál listamanna á borð við Bessa er það hve þjóðin er fámenn og „markaðurinn” fyrir list þeirra þröngur. En sem betur fer hefur Bessi ekki lokast inni í gryfju einhæfra hlut- verka. Hann er ákaflega tekniskur leikari; kúnstpásur, áherslur og Tilsölu: 35% af /eikara með 55% nýtíngu í boði er: Gottnafn Hekktr hári (farínn að grána í vöng- um) Iiolvo 1982 GL 244 fylgir ásamt 4 hestum fal/t gæðingar) Liðtækur í alls konar leiki Skilyrði: Fáiað halda nafni Gott hey handa hestunum Nógbensíná Vollann 10% aftímanum tíleigin afnota Bindandi tí/boð óskast sem attra fyrst Tilboð merkt „Útskeifur" sendist DB & Vísi. „timing” hefur hann á valdi sínu og yfirleitt er hann vandvirkur leikari. Og Bessi hefur enn á valdi sínu eðlilegar áherslur og hreyfingar, þótt útskeifur sé! Utan sviðs í leik og starfi gengur Bessa blessunarlega vel að vera alltaf sami strákurinn og vonandi duga þeir eiginleikar til þess að halda lengi við enn ótrúlegri æsku hans og lífsþrótti, sem birtist m.a. í lygilegum styrkleika sina og vöðva í námunda við lærliðinn! En það eru tvær hliðar á hverju máli og finnist mönnum stundum að Bessi geti verið billegur er líka á það að líta að sönn list er oftast einföld. -neytandinn. „Þórunn blíð, frjáls og fríð " Henni er óskaplega annt um konur. Hverju það sætir veit ég auðvitað ekki enda hélt ég að það væri einkum hlutverk karlmannanna. Svo er hún litið hrifin af félagsmálum og þá vitaskuld hinum svonefndu kvennamálum. Til að lýsa Þórunni nokkuð má m.a. geta þess að setningin hér á und- an kemur til með að fara hroðalega í taugarnar á henni. Af nefndasetum, sem jafnan fylgja félagslega sinnuðu fólki, er hægt að segja að Þórunn hefur aldrei setið í holræsanefnd og kann það eflaust að stafa af því að sú nefnd hefur aldrei verið til. Annars er ekki að undra að minnst sé á kvennamál. Þórunn á nefnilega fimm væn börn . . . (jæja, eru börnin ekki kvennamál, eða hver ól þau annars upp?). Þrátt fyrir félagsmálaáhuga Þórunnar hafa börnin ekki verið látin éta grýlukerti og poppkorn í öll mál heldur er þeim vel sinnt í móðurgarði. Og það segir sitt. Þá má nefna að Þórunn er kona vinnusöm og vinnur af viti, sem er fá- gætur eiginleiki (meðal kvenna. Þetta er aðeins sett fram til að æsa hana aðeins upp). En nú nenni ég þessu ekki lengur og segi bara eins og er: Þórunn er heilsteyptur persónuleiki, full af fá- gætum þrótti og fær í flestan sjó. Vísa má fylgja með þessu, sem sögð er eftir konu úr Fljótshlíðinni: Þórunn Gestsdóttir. Þórunn blíð frjáls og fríð fælir stríðan trega. Gleður lýði gullbaug hlið gáfuð prýðilega. -neytandinn. Er tí/ sö/u Hef ýmislegt lært éh ekkert tíl hlítar Er sveigjanleg en staðföst smámunasöm en víðsýn Hef síðastíiðinn áratug verið á besta aldri Er brjóstgóð — önnur mál ókunn Hefgóðar uppskriftir í mínum fórum, tilbúin til að nota hvaða krydd sem er Samþykki lága útborgun — eftirstöðvar óverðtryggðar Sá sem kaupir fær ekki köttinn í sekknum — þó ég hvæsi Er alveg makalaus Góð til endursölu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.