Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Qupperneq 3
Konur á Hótel Vík Samtökin, sem nú vinna að kvenna- framboði í Reykjavík, hafa fengið Hótel Vík við Austurvöll til afnota. Að sögn þeirra kvenna, sem unnu nú um helgina við að koma húsnæðinu í nothæfara ásand, ríkir mikil ánægja með húsið, það er mjög hentugt og býður upp á ótal möguleika. Fyrirhugað er að hafa þarna „opið hús” til kynningar starfseminni, ýmist með fastri dagskrá eða frjálsum umræðum. í bígerð er að koma upp barnagæzlu og leik- og föndursvæði til þess að öll fjölskyldan geti lagt leið sína áhyggjulaust í húsið. Eins og fyrr var getið, hófu konurnar strax að koma húsnæðinu í be'tra horf nú um síðustu helgi og var verið að þvo og mála sleitulaust. Enn er þó mikið verk framundan og ættu allir þeir, sem áhuga hafa á kvennframboðinu að leggja lið eftir beztu getu. Að sögn þeirra, sem voru við vinnu, þegar blaðamann bar að garði, vantar ekki aðeins sjálfboðaliða, heldur einnig; innanstokksmuni, málningu o. m. fl. Unnið verður í Hótel Vík eftir kl. 16 alla daga á næstunni og „hingað eru aliir velkomnir” var sagt að lokum. -MS. Franskur lúxus Fimm manna, framhjóladrifinn, fimm gíra, vél 1600 cc, elektrónísk digitalklukka, barnalæsingar á hurð- um, útvarp, litað gler, rafmagnsrúð- ur og vökvastýri. Alft þetta fyrir ca kr. 164.946,- á götuna og til afgreiðslu NÚÞEGAR Ifökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 DAGBLAÐID& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. Harpa hf. í miklum byggingaframkvæmdum Reisir fimm hæða stórhýsi — á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar Málningaverksmiðjan Harpa hf., stendur í miklum bygginga- framkvæmdum um þessar mundir. Er fyrirhugað að reisa stórhýsi á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Verður byggingin fimm hæðir, 800 fermetra að stærð. Magnús Helgason, framkvæmda- stjóri Hörpu hf. sagði í viðtali við DV, að verksmiðjanhefði fengið byggingar- leyfi fyrir mánuði. Væri nú búið að grafa grunninn og mótauppsláttur hafinn. Aðspurður um hvort verksmiðjan hygðist nýta allt húsnæðið undir eigin starfsemi, sagði Magnús að svo yrði ekki í byrjun. Sölu- og skrifstofustarf- semi yrði fiutt um leið og byggingin yrði tilbúin, en verksmiðjan þyrfti ekki á öllu húsnæðinu að halda strax. Stærð þess hefði verið ráðin með framtíðar- þarfir í huga. Magnús kvaðst ekki vilja nefna neinar tölur i sambandivið bygginga- kostnað. „Við lifum á svo miklum verðbólgutimum, að það þjónar engum tilgangi að nena neinar tölur,” sagði hann. Áætlað er, að ljúka við byggingu stórhýsisins í apríl 1983, en það er byggingarfélagið Ós hf., sem hefur framkvæmdirnar með höndum. -JSS. 1982-GLS Tannlæknastofa innréttuð í Heilsugæzlustöð Dalvíkur Unnið er við að innrétta aðstöðu fyrir tannlækni í nýrri heilsugæzlustöð á Dalvík.Er reiknaðmeð að því verki Ijúki í byrjun næsta árs. Meginhluti heilsugæzlustöðvarinnar var tekinn í notkun fyrir um það bil ári, en þar eru lækningastofur til húsa. Auk tannlæknastofunnar er eftir að innrétta þjálfunaraðstöðu. Tannlæknir á Dalvik er Rúnar Lund og hefur hann verið á Dalvík allt síðan 1974. Hafa því Dalvíkingar ekki átt í þeim erfiðleikum við að útvega sér tannlæknaþjónustu, sem mörg smærri bæjarfélög hafa þurftað glimavið. -GS/Akureyri. Stöðu- mæla- sektin í 30-kall Litlu, snotru, grænu miðarnir sem æpa stundum á okkur um stöðumæla- sekt, hækka í verðgildi eins og annað. Frá og með áramótunum verða þessar sektir hækkaðar úr tuttugu í þrjátíu krónur. Og fleira hækkar. Afnot af bílastæðinu við Tollstöðvarhúsið sem kosta það sama hvort heldur stanzað er stutt eða lengi . verða hækkuð úr fimm krónum í sjö. Stöðumælagjöld verða óbreytt, að minnsta kosti fyrsta kastið. -JB. VK) TELJUM að notaðir VOLVO bflar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum VOLVO 245 GL ÁRG. '79 ekinn 60 þús., beinsk. kr. 130.000,- VOLVO 245 GL ÁRG. '77 ekinn 62 þús., sjálfsk. kr. 110.000,- VOLVO 244 DL ÁRG.' 81 ekinn ll þús., beinsk. kr. 140.000,- VOLVO 244 GL ÁRG. '80 ekinn 28 þús., sjálfsk. kr. 160.000,- VOLVO 244 GL ÁRG. '80 ekinn 34 þús., beinsk. kr. 148.000,- VOLVO 244 DL ÁRG. '80 ekinn 21 þús., beinsk. kr. 125.000,- VOLVO 244 GL ÁRG. '79 ekinn 45 þús., beinsk. kr. 120.000,- ; VOLVO 244DLÁRG.' 78 ekinn 43 þús., beinsk. kr. 105.000,- 35200 VELTIR SUÐURLANDSBRAUT16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.