Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981.
5
DV-mynd: Friðþjófur.
Sigurveig á staðnum þar sem skurðurinn var.
Góð þjónusta
á Selfossi
Á Selfossi búa 3400 manns.
Félagsstarfsemi er mikil og flest félög
starfa að líknar- og menningarmálum
og tala verkin þar um.
Verzlanir á Selfossi éru um 30 að
mér er sagt enda verzlunarþjónusta
eins og bezt verður á kosið.
Kaupfélag Árnesinga tók nýlega í
notkun nýtt og flott verzlunarhús.
Þar þarf fólk ekki að opna dyrnar
heldur opnast þær sjálfkrafa þegar
fólk nálgst þær. Er að þessu mikið
hagræði, þegar fólk heldur á pokum
og ýmsum bögglum.
Fjórir bankar eru hér og stutt á
milli þeirra. Spurði ég ung hjón sem
nýlega heimsóttu okkur hjónin, hvort
þetta væri ekki fullmikið. Þau sögðu
að þetta væri þvert á móti
bráðnauðsynlegt og bað ég þau að
nefna dæmi því sönnunar. Þau
sögðust vera nýbúin að byggja sér
einbýlishús og fengu auðvitað banka-
lán. Þegar að því kom að vixillinn í
fyrsta bankanum féll, gátu þau ekki
alveg staðið í skilum. Þá var farið
næsta banka og fengið lán fyrir því
sem á vantaði og svona koll af kolli.
Svoleiðis gátu þau staðið í skilum
bæði við bankana og smiðina sem
byggðu fyrir þau húsið.
-Regina.
SLYSAGILDRA
Á LAUGAVEGI
Hún Sigurveig Guðmundsdóttir, 10
ára gömul Kópavogsmær, átti sér
einskis ills von, er hún labbaði niður
Laugaveg sl. þriðjudag. En samt fór
það nú svo að hún handleggsbrotnaði
þennan dag.
Á gangstétt á horni Klapparstígs og
Laugavegs, við veitingahúsið Kirnuna,
var þennan þriðjudag skurður, sem
starfsmenn Pósts og síma höfðu grafið.
Tvær trébrýr höfðu verið lagðar yfir
skurðinn, hlið við hlið. Þær voru hins
vegar ekki fastar saman. Til að komast
leiðar sinnar þurftu gangandi vegfar-
endur að fara yfir aðra hvora brúna.
,,Ég var búin að stíga á aðra brúna
og ætlaði að stíga yfir á hina. Þá kom
fullorðinn maður og steig á hina brúna
en þá færðist brúin til,” sagði Sigur-
veig í samtali við DV.
Brúin færðist semsagt til i sömu
mund og Sigurveig hugðist stíga á
hana. Hún steig því í tómt, féll
harkalega fram fyrir sig, handleggs-
brotnaði og marðist auk þess nokkuðá
lærum.
Þessi fullorðni maður hjálpaði
henni og hringdi á sjúkrabil.
Faðir Sigurveigar er hins vegar
óhress með hvernig aðstæður voru
þarna á þessari fjölförnu leið.
Víst er að margir geta verið honum
sammála. Hægur vandi ætti að vera að
ganga svo frá hlutunum að saklausir
borgarar þurfi ekki að falla í slysa-
gildrur. Og allra sízt á gangstétt á
Laugavegi.
-KMU.
NÝTT Á ÍSLANDI YFIR 20 TEG. AF STÁLBÍLUM FRÁ AMERÍKU
LEIKFANGAHÚSK) SKÚLAVORÐUSTÍG 10. - SfM1 14806.
Ljósin í lagi
- lundin góð
Slík áhrif hafa
rétt stillt Ijós
í umferóinni.
mÉUMFERÐAR
Uráð
VANITY FAIR
Sloppur,
Utir: rautt,
ryOrautt,
dökkbiátt,
vínrautt.
Stœrðir: MogL,
Kr. 512,85.
Náttkjóll
Utir: dökkblátt,
ferskjulitur.
Stnrðir: S, M, L.
Kr. 259,75.
Undirkjóll
PÓSTSENDUM
* SÍM113577 /
MIÐ BÆJAR MARKADIJ RINN
'VANITY FAIR