Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Sorpiðsafnast
fNewYork
40 þúsund smálestir af úrgangi
og rusli hafa hrannazt upp á
strætum New York eftir vikulangt
verkfall öskukallanna. Ruslapok-
um hefur verið hlaðið í tveggja
metra háa hauga fyrir utan
verzlanir og matsölur.
Waldorf-Astoríahótelið hefur
gripið til þess að koma sínu rusli
fyrir uppi á þaki en borgaryfirvöld
hafa látið fjarlægja rusl sem þykir
hættulegt heilsu fólks.
Um 200 öskukallar eru í
verkfallinu, en 400 einkafyrirtæki
standa að sorphreinsuninni í New
York.
Geimfarar
heiðraðir
Reagan Bandaríkjaforseti
heiðraði í gær geimfarana tvo sem
flugu geimskutlunni í síðasta
májiuði. Joe Engle og Richard
Truly hlutu DS-heiðurspeninga sem
forsetinn afhenti þeim við hátíðlega
athöfn í Hvíta húsinu. —
Geimfararnir gáfu forsetanum silf-
urminnispening um flug þeirra.
Lloydsbætirfyrir
NatalieWood
Metro-Goldwyn-Mayer, kvik-
myndafélagið sem vann að gerð
myndarinnar „Brainstorm”, þegar
aðalleikkonan í myndinni, Natalie
Wood, drukknaði í síðustu viku,
mun gera kröfu til bóta hjá Lloyds-
tryggingarfélaginu í London.
Kvikmyndin mun hafa verið
tryggð hjá Lloyds fyrir 10 milljónir
dollara.
Stjórnarkreppa
íBelgíu
Baudouin, Belgíukonungur,
hefur falið Wilfried Martens,
fyrrum forsætisráðherra í stjórn
kristilegra sósíalista, að reyna
myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Martens er þriðji stjórmnála-
maðurinn sem konungur felut
stjórnarmyndun eftir þingkosning-
arnar 8. nóvember. — Hann var
forsætisráðherra 5 samsteypu-
stjórna, sem sátu frá því 1979 og til
april í ár.
Drápu
skólastelpur
Sovézka hernámsliðið i
Afganistan drap fimm skólastúlkur
og særði tólf alvarlega þegar
nemendur í skóla í Mazar Sharif
(við sovézku landamærin) fóru í
mótmælagöngu gegn boðum um að
klæðast vestrænum fatnaði.
Telpurnar höfðu hrópað slagorð
eins og ,,Lifi Islam” og,,Allah er
mikill”, eftir því sem llóttamenn
frá Afganistan segja við komuna til
Pakistan.
SmiR UBYA
UM LÍF REAGANS?
Reagan Bandaríkjaforseti segir, að
fyrir liggi sannanir fyrir því að
Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu,
hafi sigað manndrápurum á hann og
fleiri háttsetta embættismenn Banda-
ríkjastjórnar.
Á fundi með blaðamönnum í gær var
Reagan spurður hvað hann vildi segja
um þau ummæli Gaddafis að Reagan
væri „vitlaus, lyginn og barnalegur”,
þegar hann héldi því fram, að Líbýa
hefði sett flugumenn til höfuðs
honum.
,,Ég mundi ekki trúa orði af því sem
hann segir ef ég væri þið,” sagði
Reagan. „Við höfum sannanir, og
hann veit það.”
Lengra var ekki farið út í þá sálma
og ekki skýrt frekar hverjar þessar
sannanir væru. Forsetinn kvaðst ekki
hafa tekið neinar ákvarðanir um
sem taldir eru hafa komið til Banda-
ríkjanna fyrir rúmri viku.
Bandarísk blöð héldu því fram í gær
að 'eyniþjónustan hefði upplýsingar
um tíu manna sveit flugumanna sem
sett hefði verið á laggirnar til þess að
ráða Reagan eða nánustu ráðgjafa hans
af dögum. Á listanum yfir þá sem
Gaddafi er sagður vilja feiga eru m.a.
Alexander Haig utanríkisráðherra og
Caspar Weinberger varnarmálaráð-
herra.
Öryggisvarzla hefur verið efld um
forsetann og helztu ráðherra hans.
Haig utanrikisráðherra er meðal
þeirra sem þurfa að vera varir um sig á
meðan morðsveitin leikur lausum hala.
hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Libýu,
eins og bann við olíukaupum þaðan.
Alríkislögreglan, FBI, leitar nú
dyrum og dyngjum að flugunönnunum,
M
Reagan segist hafa sannanir fyrir
tilræðisáætlunum Gaddafis.
13 FL0KKAR
MED USTA í
RÆNDU LÍBÝUVÉL
YFIR ÍTALÍU
Tveir skothvellir heyrðust um borð í
libýsku farþegavélinni sem ræningjar
neyddu til þess að fljúga frá Beirútflug-
velli í morgun en ekki er vitað hvert
þeir stefna henni.
45 farþegar eru um borð í vélinni á
valdi ræningjanna sem tóku við stjórn-
inni þegar þotan var stödd yfir Ítalíu í
gær, á leið frá Zurich til Tripóli.
Neyddu þeir flugstjórann til þess að
fljúga til Líbanon.
Þeir leyfðu barnshafandi konu og
tveim börnum að yfirgefa vélina meðan
hún beið I fimm klukkustundir í Beirút.
Einn talsmanna herskárra Shiite-
múslima sagði Reuterfréttastofunni að
ræningjarnir krefðust þess að
múhameðstrúarprestur, sem hvarf í
Líbýu fyrir rúmum þrem árum, yrði
Iátinn laus.
Síðast sást i morgun til farþegavélar-
innar þar sem hún var stödd yfir Aþenu
en henni var neitað um lendingarleyfi
þar.
DÖNSKU K0SN-
INGUNUM
Danir ganga til þingkosninga i dag en
ekki er búizt við róttækum breytingum
á hlutföllum flokkanna.
Gert er ráð fyrir að sósíaldemókratar
tapi mestu fylgi en verði samt sem áður
stærsti þingflokkurinn. Er ekki séð
fyrir að vinstri eða hægri flokkar nái
meirihluta og eins liklegt að Danir búi
áfram við minnihlutastjórn.
Þetta eru sjöttu þingkosningar Dana
á tíu árum en til þeirra var boðað að
þessu sinni þegar efnahagsstefna
stjórnar Anker Jörgensens forsætisráð-
herra og sósíaldemókrata var felld í
vetur.
Efnahagsamálin eru aðalkosninga-
málið en Danir búa við mikla verð-
bólgu, eilífan óhagstæðan viðskipta-
jöfnuð, 105 milljarða d. króna skuld
við útlönd og 9% atvinnuleysi.
13 stjórnmálaflokkar bjóða fram
lista til kosninganna og hefur hver sína
eigin patentlausn á reiðum höndum við
efnahagsvanda þjóðarinnar.
Herða róður
gegn Einingu
Ræðubrot, slltin úr samhengi, voru spiluð 1 útvarpi og sjónvarpi í allan gærdag.
Spiia hljóðupptökur með ræðubrotum Walesa og
fleiri af lokuðum fundum
Pólskir ráðamenn hafa hrundið af
stað heiftúðugri áróðursherferð gegn
Einingu, hinum óháðu verkalýðssam-
tökum, og halda þeir þvi fram að sam-
tökin stefni að eyðileggingu kommún-
istarikisins.
í allan gærdag hömruðu úvarp og
sjónvarp á útdráttum úr ræðum
Walesa, leiðtoga Einingar, og ýmissa
félaga hans sem efuðust um tilgang
þess að eiga frekari viðræður við
kommúnista.
í aðalfréttum sjónvarpsins í gær-
kvöldi voru sýndar myndir af Pólverj-
um við dagsins annir, á meðan rödd
Waiesa heyrðist lýsa komandi
árekstrum og segja að hann hefði aldrei
treyst kommúnistum.
Þessi ræðubrot munu hafa verið
tekin upp á lokuðum fundi forystu-
manna Einingar í Radom í síðustu
viku. Segja höfundur þeirra að til-
vitnanirnar séu allar slitnar úr sam-
hengi.
í Moskvu segir Tass-fréttastofan, að
ástandið í Póllandi hafi fariö versnandi
síðustu daga, og heldur því fram Eining
stefni að því að komast til valda og
brjóta niður stjórnskipulag Póllands.
Pólskir fjölmiðlar hafa eftir Walesa
að hann hafi sagt á fundinum í
Radom: „Árekstur er óhjákvæmilegur.
Þeir hafa gefið okkur langt nef frá upp-
hafi.” — Heyrðist segulupptaka þar
sem Walesa heyrðist segja að það hefði
verið skyssa hjá sér að fylgja hóf-
semdarstefnu.
Fréttaskýrandi sjónvarpsins sagði:
„Nú vitum við að yfirlýsingar Einingar
um að vilja ekki ná völdum voru aðeins
til að dyljast.”
í annan stað skýrir pólska frétta-
stofan PAP frá því að Marian
Jurczyk, leiðtogi Einingar í hafnar-
bænum Szczecin, hafi verið ákærður
fyrir róg gegn ríkinu en hann hefði
kallað pólska kommúnista svikara.