Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981.
IMauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í
Vatnsstíg 3, þingl. eign Eiríks Ketilssonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 10. desember 1981
kæl. 14.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á Túngötu 8,
þingl. cign Hendriks Berndsen o. fl., fer fram cftir kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 10. desember 1981 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í
Tómasarhaga 19, þingl. eign Halldóru Helgadóttur, fer fram eftir kröfu
Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 10. desember
1981 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Laugavegi 141, talinni eign Björns Arnórssonar
fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Gjaldheimtunnar i
Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 10. desember 1981 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Holtsgötu 31, þingl. eign Kristjáns Guðmunds-
sonar, fer fram eftir kröfu Arnars G. Hinrikssonar hdl., og Landsbanka
íslands á eigninni sjálfri fimmtudag 10. desember 1981 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
KVIKMYNDAMARKAÐURINN
VIDEO TÆHI. . FILUUR
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 19 (KLAPPARSTÍGSMEGIN)
SÍM115480
Hannyrðaverzlunin Jgf j
Opnað miðvikudaginn 9. desember að Drápuhlíð 1.
Úrval af hannyrðavörum, einnig plötulopi.
Hannyrðaverzlunin Jafi,
Drápuhlíð 1
Stimplagerö
Félagsprentsmiöjunnar hf
Spítalastíg 10 - Sími 11640
Urval af
bílaáklæðum
(coverum)
Sendum
i póstkröfu
Altikabúðin
Hverfisgötu 72 S 22677
Útlönd Útlönd Útlönd
Kosningarí Danmörku:
Hver á að stjórna?
Stóru vandamálin hafa horfið ískugga persónulegra
árása stjórnmálamanna hvers á annan ogkjósendur
virðastáhugalitlirum úrslitin
Danir ganga að kjörborðinu í dag.
Kosningabaráttan hefur talsvert mót-
azt af þeirri staðreynd að hinn al-
menni danski kjósandi er þreyttur á
tíðum kosningum í landinu og telur
litlu skipta hver úrslitin verða. Þetta
hefur orðið til þess að frambjóðend-
urnir hafa gripið til örþrifaráða til að
ná eyrum kjósenda, tónninn í kosn-
ingabaráttunni er grófari en áður hef-
ur þekkzt. Þannig lætur forsætisráð-
herra landsins, Anker Jörgensen, sig
ekki muna um að stimpla andstæð-
inga sem heimska og hættulega.
Á þremur kosningafundum á Jót-
landi i sl. viku gaf forsætisráðherr-
ann tóninn með því að segja að Mog-
ens Glistrup og Framfaraflokkur
hans leiddu hugi manna aftur til
fjórða áratugarins í Þýzkalandi, upp-
gangstíma nasismans. Þetta þótti
flestum of langt gengið, flestir borg-
aralegu flokkanna gagnrýndu um-
mæli forsætisráðherra en Glistrup
sjálfur lét sér hins vegar ekki bregða
og sagði aðeins að forsætisráðherr-
ann væri treggáfaður.
Jörgensen svaraði því síðan með
því að segja að Glistrup væri hrein-
asti þrjótur. Þannig hafa skotin geng-
ið á víxl.
Þegar Anker Jörgensen rauf þing
vegna þess að honum tókst ekki að fá
meirihluta fyrir því í þinginu að
tryggingarfélög, bankar og lifeyris-
sjóðir yrðu skyldaðir til að lána gegn
vöxtum til atvinnuveganna þá gaf
hann jafnframt til kynna að þetta
yrði hið stóra mál kosninganna. Sú
hefur þó ekki orðið raunin á. önnur
mál, sem voru fyrirfram talin skipta
minna máli, hafa orðið til að beina
athyglinni frá þessu stórmáli.
Kristjanía í brennidepli
Eitt þessara mála er Kristjaníumál-
ið. Að undanförnu hafa kröfur Svía
og Norðmanna um að danska ríkis-
stjórnin láti loka frírikinu Kristjaníu
gerzt sífellt háværari og það hefur
orðið til þess að málið hefur dregizt
inn í kosningabaráttuna.
íhaldsflokkurinn hefur einkum
orðið til þess að taka undir gagnrýni
Svía og Norðmanna um að Kristjanía
sé miðstöð fíkniefnaverzlunar á
Norðurlöndum og að fríríkið sé
dönsku þjóðfélagi til háborinnar
skammar. Borgaralegu flokkarnir
hafa krafizt þess að staðnum verði
lokað og hafa lýst því yfir að ef þeir
sigri í kosningunum muni þeir þegar í
stað framkvæma þetta markmið sitt.
Jörgensen forsætisráðherra hef-
ur hins vegar lýst því yfir að hann og
flokkur hans hafi ekki uppi nein
áform um að láta loka staðnum þótt
þeir viðurkenni nauðsyn þess að
hreinsa þar til og sporna gegn fíkni-
efna- og eiturlyfjaverzlun.
„Önnur lönd skulu ekki ákveða
hvort við höfum Kristjaníu eða
ekki,” hefur forsætisráðherra sagt.
„Viðskulum heldurekki blandaokk-
ur i stefnu Svíþjóðar í kjarnorkumál-
um, Svíar eiga sjálfir að ákveða hvort
þeir loka kjarnorkuverinu í Barse-
báck eða ekki.”
Síðara atriðið nefndi Jörgensen
vafalaust í þeim tilgangi að koma í
veg fyrir að vinstri flokkarnir geri
Barsebáck að stóru máli í kosninga-
baráttunni.
Kannanir spá Jörgensen
miklu fylgistapi
Það eru sem sé ýmis mál þessarar
tegundar sem sett hafa svip sinn á
kosningabaráttuna, en ekkert eitt
mál hefur náð því að geta kallazt
aðalmál kosninganna. Kjósendur
vita að fjárhagur þjóðarinnar er bág-
borinn og atvinnuleysi mikið, en um-
ræða um þessi stóru vandamál þjóð-
arinnar hefur horfið í skuggann fyrir
per.sónulegum árásum stjórnmála-
mannanna hvers á annan..
Áhugi kjósenda fyrir því hver
komi til að mynda næstu ríkisstjórn
sýnist lika í lágmarki. Hvort sem það
verður hægri eða vinstri, ríkisstjórn-
arskipti eða ekki, það mun ekki leiða
til neinna markverðra breytinga á
dönskum efnahag. Sú er skoðun stórs
hluta dönsku kjósendanna.
Margt bendir þó til þess að ný.rík-
isstjórn kunni að taka við eftir kosn-
ingar. Samkvæmt skoðanakönnun-
um mun Anker Jörgensen og Jafnað-
armannaflokkur hans tapa miklu
fylgi. Kannanir benda til að jafnaðar-
menn tapi 78% fylgi og allt að 14
þingsætum.
Slíkum spádómum tekur Jörgen-
sen með jafnaðargeði enda er stór.
hluti stuðningsmanna hans á þeirri
skoðun að flokkur hans hafi aðeins
gott af því að fara i stjórnarandstöðu
um hríð. Þar við bætist að Jörgensen
hefur ekki mikla trú á skoðana-
könnunum.
„Við jafnaðarmenn erurri ekki
óvanir því að fá slæma útreið í
skoðanakönnunum rétt fyrir kosn-
ingar,” segir hann. „Fyrir kosning-
arnar 1979 var okkur spáð 32% fylgi
en við fengum 38%. Nú er okkur ým-
ist spáð 33% eða 31%. Kannski fáum
við 39%.
Henning Christophersen, leiðtogi Vinstri flokksins, og Anker Jörgensen forsætis
ráðherra.
(§3)
Gunnlaugur A. Jónsson
skrifarfráLundi:
Poul Schlúter, formaður Ihaldsflokksins.
íhaldsmenn segjast aftur á móti
trúaðir á niðurstöður kannananna,
enda yrðu þeir sigurvegarar kosning-
anna ef úrslit kosninganna yrðu á
sama veg og þar.
Vandi borgaraflokkanna
Poul Schliiter, formaður íhalds-
flokksins, fer heldur ekki dult með
bjartsýni sína á því að borgaraleg rík-
isstjórn hafi tekið við völdum fyrir
jól. En þó svo færi að íhaldsmenn
bættu við sig miklu fylgi, eins og
kannanir benda til, þá er vandi borg-
araflokkanna ekki úr sögunni.
Gömlu borgaralegu flokkarnir koma
tæpast til með að geta myndað ríkis-
stjórn án þátttöku Framfaraflokks
Mogens Glistrup og þykir það ckki
fýsilegur kostur.
Þar við bætist að Poul Schlúter og
Henning Christophersen, fyrrum ut-
anríkisráðherra og leiðtogi Vinstri-
flokksins, vilja báðir sitja í forsæti
þeirrar ríkisstjórnar og óttazt er að
hvorugur þeirra geti unnt hinum að
setjast í stól forsætisráðherra.
Ef ríkisstjórnarskipti eiga að verða
möguleg verða litlu flokkarnir á
hægri vængnum einnig að vera með í
dæminu. Það vita þeir og eru þegar
teknir að setja fram kröfur. Hætt er
því við að myndun ríkisstjórnar geti-
reynzt erfið að loknum kosningum.
GAJ/JÞ