Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981.
II
Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf
RotschieM barón og frú: Ekki á
fíæöiskerí stödd þrátt fyrir þjóönýt-
ingu.
Frakkar
eru
öfund-
sjúkir
Meðal þeirra fyrirtækja sem Mitter-
rand Frakklandsforseti hefur ákveðið
að láta þjóðnýta erRotschieidbankinn í
París, sem rekinn hefur verið af hinni
þekktu og auðuguRotschieldí jölskyldu
í 164 ár. Fjölskyldan er að vonuni mjög
óhress með þessa ákvörðun og segir
talsmaður hennar, Guy de Rotschield
barón, að þetta sé í annað skipti sem
rikið reyni að eyðileggja ævistarf hans.
— Rotschieldfjölskyldan er búin að
fá nóg af því að starfa i Frakklandi,
segir hann. — Og það er ekki bara
vegna nýju sttjórnarinnar heldur einnig
vegna þess sem dæmigerðast er í fari
landsmanna minna, öfund.
Rotschield barón hyggst svara þjóð-
nýtingunni með því að flytja úr landi
með allt sitt hafurtaks, sem hvorki er
fátt né smátt, þar sem hann er einn
auðugasti maður landsins.,
Lotte
Lenya
látin
Nýlega lézt í New Yorkborg leik- og
söngkonan Lotte Lenya, 83 ára að
aldri.
Lotte Lenya varð þekkt á þriðja ára-
tugnum fyrir túlkun sína á hlutverkum
í leikritum Bertolts Brechts og náði hún
heimsfrægð er kvikmynd var gerð eftir
Ótrúleg
frjósemi
kúh
verskrar
móöur
Kínversk stjórnvöld reyna
aö berjast móti offjölgun í
landinu með því að hvetja fólk
til að eiga ekki meira en tvö
börn. En ekki láta allir þegnar
alþýðulýðveldisins það sér að
kenningu verða. Að minnsta
kosti ekki kona nokkur í Hei-
iongjiang-fylki. Hún er orðin
fimmtíu ogfimm ára gömul og
ófrísk rétt einu sinni.
Áður hefur hún átt sex sinn-
urri þríbura, fjórtán sinnum
tvíbura og þrettán sinnum
bara svona eitt venjulegt barn.
Þetta lásum við i norsku blaði,
en seljum það ekki dýrar en
við keyptum.
Lotte Lenys: Þóttí frábœr Brecht-
lelkkona.
handriti Breachts aðTúskildingsóper-
unni.
Hún giftist tónskáldinu sem samdi
lögin í Túskildingsóperunni, Kurt
Weill, og flúðu þau saman frá Þýzka-
landi undan nasismanum. Settust þau
fyrst að í París en síðar í New York.
Kurt Weill lézt árið 1950 en Lotte
Lenya lék eftir það í mörgum eftir-
minnilegum kvikmyndum, eins og t.d.
Cabaret og From Russia with love. Sl.
föstudagskvöld sýndi íslenzka sión-
varpið leikrit Tennessee Williams, Vor j|
Róm, þar sem Lotte Lenya fór m’eð
hlutverk greifafrúar.
VORUM AÐ TAKA UPP
HANDUNNIN
INDVERSK
TEPPI
Opið í öllum
deildum:
mánud,-
miðvikud.
9-18,
fimmtud. 9—20,
föstud. 9-22 Jón Loftsson hf. __________________
og laugard. 9—16. Hringbraut 121 Simi 10600
JIB I
E □ C D J JJ I
LDLúCi
** «* m k i ** w •.* i * i k
TEPPADEILD
Þaö varheitti Evrópu og þvi eöiilegt að fólk vœri lóttklætt igöngunni.
Friðarganganf81 sem rammi
fyrir franska klámmynd
Friðargangan 1981, sem vakti
heimsathygli sl. sumar, hefur nú
tekið á sig óvæntan blæ sem
rammi fyrir franska klámmynd,
Unaðssemdir í tjaldbúðum. Sýn-
ir upphaf myndarinnar göngu-
fólkið halda innreið sína í París
með Búddamunka í fararbroddi.
Annars eru aðalsöguhetjurnar
frönsk hjónaleysi sem taka þátt i
byrjun göngunnar, íklædd bað-
fötum af smæstu gerð og með
bakpoka. En ósköp leiðist þeim
gangan. Hópurinn slær upp
tjaldbúðum og sýnir það atriði
raunverulegt göngufólk önnum
kafið við að elda mat og undir-
búa sigfyrir nóttina.
Göngufólkið móða, frönsku
hjónaleysin, bæta sér upp leið-
indi dagsins með hugmyndarík-
um kynmökum í tjaldi sínu.
Daginn eftir ákveða þau að
hætta þátttöku í göngunn, og
halda áfram upp á eigin spýtur.
Eftir það kemur gangan lítið við
sögu og sver myndin sig í ætt við
venjulegar klámmyndir.
Frönsku kvikmyndatöku-
mennirnir höfðu notfœrt sér
sumarhitann í Evrópu og mynd-
að friðargöngufólk léttklætt
með aðdráttarlinsum. Lögðuþeir
sérstaka áherzlu á að ná mynd-
um af norrænum fegurðardís-
um. Þátttakendur eru að vonum
mjög óánægðir með þessa mis-
notkun á friðargöngunni en ekki
er talið að unnt sé að banna sýn-
ingar á myndinni.
Þetta tillegg friðargöngunnar
til klámmyndaiðnaðarins upp-
götvaðist ekki fyrr en myndin
var sýnd í París. Var norskur
stúdent á meðal sýningargesta
og varð heldur betur undrandi er
hann þekkti marga landa sína á
meðal „leikenda".
Lamparog
gjafavörur
ímiklu úrvafí
Opið afía iaugardaga tiljóla
Sendum í póstkröfu
RAFBÚÐ VESTURBÆJAR
SÓLVALLAGÖTU 27. - SÍM112470.