Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. STYRKIR til háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1982—83. Styrkirnir eru einkum ætlaðir stúdentum sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídötum til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarhá- skóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.050 flórínur á mánuði í 9 mánuði. — Umsækjendur skulu vera yngri en 36 ára og hafa gott vald á hollensku, ensku eða þýsku. Umsóknir um styrkina, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. janúar n.k. — Umsókn um styrk til myndlistarnáms fylgi ljósmyndir af verkum umsækjanda, en segulbandsupptaka ef sótt er um styrk til tónlistarnáms, — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 24. nóvember 1981. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR óskar að ráða félagsráðgjafa til starfa frá jan. nk. um nokkurra mánaða skeið. Annars konar starfsundirbúningur kemur einnig til greina. Upplýs- ingar um starfið veitir félagsmálastjóri í sima 96-25880. Umsóknir sendist Félagsmálastofnun Akureyrar, pósthólf 367, Strand- götu 19 b Akureyri, fyrir 15. des. nk. Félagsmálastjóri Skip til ísfiskflutninga Okkur vantar skip til fiskflutninga nú þegar og/eða síðar í vetur. Þarf helzt að lesta 100— 150 tonn. Heppilegt verkefni fyrir loðnuskip. Útgerðarmenn sem áhuga hafa á þessum flutningum eru vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur nú þegar. ísienska útflutningsmiðstöðin hf. Eiríksgötu 19, Rvík. Símar 16260 og 21296. Spástefna um þróun efnahags- mála árið 1982 Stjórnunarfélag íslands efnir til spástefnu um þróun efnahagsmála áriö 1982 og veröur hún haldin í Krist- alssal Hótels Loftleiöa fimmtudaginn 10. desember 1981 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 14:00 Spástefnan sett — Tryggvi Pálsson, Stjórnunarfélagi islands. 14:20 Spá um þróun efnahagsmála árið 1982 — Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóöhagsstofnunar. 14:40 Spá um þróun peningamála áriö 1982 — Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seólabanka íslands. 15:00 Álit á þróun efnahagsmála árió 1982 — Valur Valsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðn- ' rekenda. 15:15 Álit á þróun efnahagsmála árið 1982 — Björn Björnsson, viöskiptafræöingur, Alþýöusambandi fslands. 15:30 Kaffi Efnahagslegar forsendur við gerö fjárhagsáætlunar 1982 fyrir: 16:00 Álafoss hf. — Pétur Eiriksson, forsljóri Álafoss hf. 16:10 Samband íslenskra samvinnufélaga — Eggert Ágúst Sverrisson, fulltrúit Sambandi íslenskra samvinnufélaga. 16:20 Flugleiðir hf. — Valgerður Bjarnadóttir, forstöðumaöur hagdeildar Flug- leiða hf. 16:30 Eimskipafélag íslands hf. — Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviös Eimskipafélags islands hf. 16:40 Reykjavíkurborg — Björn Friðfinnsson, framkvæmdastjóri fjármáladeildar Reykjavíkurborgar. 16:50 Almennar umræður. Spástefnan er ætluö framkvæmdastjórum, fjármála- stjórum, starfsmönnum hagdeilda og öörum sem hafa meö höndum áætlanagerð í fyrirtækjum og stofnunum. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. Menning Menning STRANDHÖGG HAGALÍNS Guflmundur G. Hagalfn: ÞAR VERPIR HVfTUR ÚRN Almenna bflkafélagið, Raykjavh, 1981. 158 bls. Hver skyldi hafa trúað því hérna í, gamla daga að maður mundi hafa meira og meira gaman af því að lesa bækurnarhansHagalíns, hann sem þá þegar var allur í fortíðinni, gömlum köllum og kellíngum sem töluðu mál hornstrandafólks sem varla var hægt að skilja svo tiktúrufullt sem það virtist venjulegu djúpfólki — og maður gat ómögulega hugsað sér hvernig það væri hægt að elskast á svona máli. Manni fannst líka þetta fólk (af bókum Hagalíns vel að merkja) feikn alvarlegt og mikill þungi í því, gróft og stirðbusalegt. Höfundur undir- strikaði þessi einkenni með ýmsum tiltektum í stíl, bæði sjaldheyrðum orðum og með því að nefna per- sónurnar oftast fullu nafni, t.d. Hreggviður bóndi Líkafrónsson, hún Arnkatla mín Snorradóttir, eða „Hún Arnkatla þekkti svo vel Messíönu Zakariasdóttur, að hún vissi, að nú væri hennar munnur sem harðlokuð bók.” (82). En nú, árið 1981, finnst manni þessi sérviska Hagalíns sjarmerandi. Tískan er orðin afturhverf Hagalín hefur lifað af sér holskefluna sem reið yfir upp úr striðsárunum. Mig furðar ekki á því að nýju bókinni hans, Þar verpir hvítur örn, sem hann skrifar á áttugasta og fyrsta aldursári, skuli svo vel tekið af gagnrýnendum og væntanlega einnig af lesendum. Tískan er orðin afturhverf. Það vita allir að það er orðið fínt að vera sveitamaður, sérstaklega ef maður hefur flúið borgarmenninguna. Við viljum afturhvarf til náttúrunnar, borða ómengaða fæðu, klæðast fötum úr ekta náttúruefnum, drekka vatn úr lækjum og snæða við kertaljós. Það er heldur ekki lengur smart að heita Lóló eða Anný. Arnkatla og Messíana eru miklui fallegri nöfn. Og eru það ekki einmitt Hornstrandir sem orðnar eru aldingarður íslendinga eftir að allir eru flúnir þaðan? Bókmenntir RannveigG. Ágústsd Og sauðkindin eftirlitslaus Hagalín lýsir fólki og byggðarlagi einhvers staðar á Ströndum og sagan gerist á stríðsárunum, seinni, sennilega undir lok stríðs. Nokkur flótti hefur brostið í liðið og sumir hafa komið sér suður í uppgripin. Þeir sem eftir sitja verða þeim mun ákveðnari að þrauka. Alltaf verða það færri og færri sem fást í göngur og sauðkindin er orðin nær eftirlits- laus á óravíddum heiðanna. Prestlausir eru íbúarnir líka orðnir. Þá berst Hreggviði bónda Líkafrónssyni bréf frá biskupi íslands þar sem hann býður sóknar- börnum í Víknaprestakalli að taka við skoskum presti, Jóni Kormáks- syni kölluðum svo upp á íslenska vísu, sem hlotið hafi sína menntun í Háskóla íslands og hafi upphaflega komið til landsins frá Skotlandi til að kenna landsmönnum íþróttina golf. — Semsagt strandaður maður á fslandi. Freistingar að sunnan Hinn framándi prestur verður hreyfiafl sögunnar. Nú fer fyrst af stað húsfreyja Hreggviðar sem vill að bóndi sinn bregði við skjótt og tryggi sóknarbörnum sálusorgara. í þessum kafia sögunnar leikur Hagalín sér að því að etja saman þeim hjónakornum í mesta bróðerni þó. Konur Hagalíns eru ætíð miklar hetjur. Á meðan bóndi hugsar um hvernig presturinn nýi geti væntanlega útvegað bændum skoska fjárhunda og hrúta leggur húsfreyja hans meiri áherslu á ung- barnaskírn og aðra geistlega þjónustu. Hún nýtur styrks frá tengdamóður sinni, afgamalli, henni Messíönu. Þeirra viðureign iýkur svo að Hreggviður auglýsir safnaðarfund i útvarpi. Á þessum fundi kemur öll sveitin saman og þar er margt um merkilegar persónur. Hagalín setur á svið gamanleik í kirkjunni sem fær sinn þrótt frá undirspili alvörunnar í lífs- baráttunni sem fólkið heyr við harða náttúru, fólksfæð og freistingarnar að sunnan. Grimmur er Hagalín Hagalín nefnir sögu sína Þar verpir hvítur örn og við getum sagt að hann hafi sótt heitið í kvæði Jónasar Annes og Eyjar m.a. vegna þess sem Messíana segir, bls. 27: ,,Það eru fleiri en skáldið, sem rægði hann Breiðfjörð, sem vita það, að hér — reyndar nokkru norðar — hafa í fortíðinni verpt hvítir ernir. Amma mín hafði það eftir ömmu sinni, að þetta hefði alltaf verið góðs viti, já, vitað á hvalreka og gjarnan helzt hent í verstu harðindum. Stundum líka verið fyrirboði hentugra stranda hollenzkra og franskra skipa — Guð alltaf talinn náðugur þeim, sem þar týndu lífi, hungruðum lýð til úrbótar.” Þetta er grimmt hjá Hagalín en stórkostleg útlistun á þeim syndugu hugrenningum fátækra bænda að strand sé guðsblessun. Jónas Hallgrímsson lætur örninn hvíta vera tákn dauðans fyrir farmann en tákn lífs fyrir strandbúann. Svona eru erindi hans um Hornbjarg i ofangreindum kvæðabálki: Yzt á Homströndum hertir Hombjarg og Kópatjöm. Þeir vitaþaö fyrir vestan, þar verpir h vítur öm. Um sumamótt, er sveimar sól yfir norðursióð og þoka sigur um sjóinn. Hann sHur rauður sem blóð. Og öm'mn iHur ekki onó hið dimma haf, og horfír i hkninijómann. Hafskipið sökkur í kaf. Einkennilegur fugl Það er ekki sama hver fuglinn er heitir miðkafli bókar. Þar verða hvörfin i sögunni. Einkennilegur fugl hefur hafst við á leirunum í marga daga og fólk er orðið órótt. Þetta er afskræmi meðal fugla, óbermi að fólki finnst, „. . . hálsinn og nefið, hvort tveggja geysilangt, . . . Svo voru á þessu feiknalangir vængir, en kvikindisafmánin skrokklaus að kalla.” (77). Ekki vil ég taka fram fyrir hendurlesenda, en gaman er að grufla í hvort hér sé kominn stríðs- fuglinn — Þetta reyndist vera hegri sem hafði villst af leið. En fólk óttast að hann muni boða eitthvað illt. Jakob hinn fuglafróði aftekur það. Hins vegar segir Arnkatla: „Hér á nú að hafa sézt hvítur örn.” (82). Útlendum presti skolar á land Það er ekki að sökum að spyrja. Hinn útlendi prestur kemur og sigrar söfnuð sinn með góðri ræðu og skynsamlegu framferði, sem einkum er fólgið í þvi að fjarlægja Olgeir nokkurn Bjarnason, uppreisnar- mann og angurgapa sem lent hafði í seturliðsvinnu og umturnast til sósíalisma eða hvað það nú hét. Hagalín tengir þarna þjóðtrúna um hvita örninn, sem magnar giftusamlegt strand, við baráttusögu Hornstrendinga. En hvernig var það annars með hann séra Jack? Var hann ekki líka hvítur öm sem villtist til Vestfjarða? Ég er orðin svo gleymin. Að baða sig í góðri frásögn En einu gleymi ég ekki. Það er hve unaðssælt það er að baða sig í góðri frásögn, þar sem vísanir tala til manns ef maður þekkir smávegis til íslenskrar menningar (sbr. vísunina um þann sem „rægði hann Breiðfjörð”). Það er svo gaman að fá aðspreyta sig. Og þá kem ég að lokum að máli og stíl. Hugmyndafræðin, söguþráður, plottið — allt þetta er undirskipað stílnum og málinu. í þessari sögu heldur meistari á stílvopni. f sextíu ár hefur hann skerpt vopn sitt. Það er nú orðið flugbeitt. Komið nú þrælar landsprófsins og lesið. Þið sem setið hafið við suðukatla hersins, lesið. Kannski er vígi íslenzkunnar ekki eins sterkt og við höfum hingað til haldið. Þá er tími til athafna áður en við verðum eins og írar. Guðmundur G. Hagalin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.