Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981.
17
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Hann hlaut
að deyja
Ný bók eftir
Francis Clifford.
Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú
frá sér nýja bók eftir Francis Clifford
og er það 14. bókin sem út kemur á ís-
lensku eftir hann.
Breskur kaupsýslumaður, Simon
Loader, er að dauða kominn úr lungna-
krabba. Hann yfirgefur fjölskyldu,
vini og atvinnu og sest að á friðsælli
eyju við strönd Spánar. Þar verða á
vegi hans: launmorðingi, vændiskona,
nautabani, nunna, prestur og mis-
heppnaður lögregluforingi. Leiðir
þessa sundurleita hóps þræðast saman
með dularfullum hætti, uns kemur að
örlagastundinni.
„...Tveir þjóðvarðliðar birtust
skyndilega í ljósgeislanum með riffla
um axlir... Loader fann stingandi verk í
brjóstinu. . . Skot sundraði framrúð-
unni. Hendur hans hrukku af stýrinu.
Bíllinn rann út af veginum. Loader var
klesstur milli stýrisins, og hurðarinnar.
Höfuðið hékk aftur, augun voru opin,
varirnar hreyfðust ekki...
„Enginn höfundur lýsir eins vel og
Clifford samspili haturs og ótta, samúð
og mannlegum tilfinningum... Mögnuð
sp>ennubók... Stórkostleg.” — London
Spectator.
„Efnið tekur mann heljartökum.”
— The Scotsman.”
„Hraði og spenna frá fyrstu til síð-
ustu blaðsíðu.” — The Times Literary
Supplement.
Bókin er 188 bls. Skúli Jensson
þýddi bókina. Hún er prentuð og bund-
in i Prentverki Akraness hf.
Njósnanetið
Ný bók eftir
Gavin Lyall
Komin er út hjá Hörpuútgáfunni á
Akranesi ný bók eftir enska metsölu-
höfundinn Gavin Lyall. Bókin heitir
Njósnanetið og kom fyrst út í Bretlandi
haustið 1980. Þetta er nútíma njósna-
saga. Breska leyniþjónustan, CIA-
njósnarar og KGB-menn eru á fullri
ferð.
Umsagnir um bókina:
„Frábær njósnasaga.” — The Times
„Ein af þeim allra bestu.” — Daly
Telegraph.
„Hjá Lyall er allt á fullri ferð.” —
Punch.
„Höfundurinn kann þá list að halda
lesandanum i spennu.” — Daily Tele-
graph.
„Kaldrifjaðir njósnarar... vel smurðar
skammbyssur.”— Evening Standard.
Gissur Ó. Erlingsson þýddi bókina,
sem er 204 bls. Hún er prentuð og bund-
in í Prentverki Akraness hf. Prisma
teiknaði kápuna.
Sjómannsævi
endurminningar
Karvels ögmundssonar
Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hef-
ur gefið út bókina Sjómannsævi —
endurminningar Karvels Ögmundsson-
ar skipstjóra og útgerðarmanns, skráð-
ar af honum sjálfum. Karvel Ögmunds-
son er löngu landsþekktur maður, afla-
sæll skipstjóri og dugmikill útgerðar-
maður sem markað hefur spor sín I
sögu sjávarútvegsins á íslandi. Hann er
fæddur og uppalinn á Snæfellsnesi við
kjör og kringumstæður sem eru svo
ólíkar því sem fólk býr við í dag, að í
raun tilheyrir saga bernsku hans og
æsku fornöldinni til. í bók sinni segir
Karvel frá hinni hörðu lífsbaráttu í
æsku sinni, þar sem hver dagur var bar-
átta fyrir því að hafa I sig og á, en samt
sem áður undi fólk vel við sitt og not-
aði stopular tómstundir sínar til margs-
konar menningarstarfsemi, sem ekki
var hvað síst fólgin í því að hinir eldri
og reyndari miðluðu hinum yngri af
reynslu sinni og þekkingu og sögðu
þeim sögur liðins tíma. Karvel
Ögmundsson hefur haft opinn hug og
hann hefur gott minni, þannig að þær
sögur og sagnir sem hann heyrði í
bernsku komast óbrenglaðar til skila i
bók hans, og að þeim er mikill fengur.
Bókin Sjómannsævi er sett, umbrot-
in, filmuunnin og prentuð í Prentstofu
G. Benediktssonar, en bundin hjá Arn-
arfelli hf. Kápa bókarinnar er unnin af
Sigurþór Jakobssyni, og byggir hann
ma. á mynd eftir Áka Gránz af hinu
forna Brekknauppsátri á Snæfellsnesi.
ERUN6POULSEN
Tákn ásiarinnar
Tákn ástarinnar
eftir Erling Poulsen
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent
frá sér nýja bók eftir danska rithöfund-
inn Erling Poulsen. Bókin heitir Tákn
ástarinnar og er 6. bókin i flokknum
„Rauðu Ástarsögurnar”.
Ást, spenna og leyndardómar ein-
kenna sögur hins vinsæla danska höf-
undar Erling Poulsen. Tákn ástarinnar
er 200 bls. Skúli Jensson þýddi. Prent-
verk Akraness hf. hefur annast prentun
og bókband.
Flýgur fiskisaga
eftir Hrafn Gunnlaugsson
Hrafn Gunnlaugsson hefur sent frá
sér nýja bók — smásagnasafn sem
hann nefnir Flýgur fiskisaga. Er þetta
fimmta bókin sem út kemur frá hendi
höfundarins. Smásögumar í bókinni eru
tólf að tölu misjafnlega langar. í kynn-
ingu bókarinnar segir m.a.:
„Flýgur fiskisaga sver sig um margt í
ætt við fyrri verk höfundarins, bæði
fyrri skáldskap hans og kvikmyndir.
Efniviðurinn er oftast hversdagslegur
veruleiki, sem höfundur blæs lifi í með
sínu sérkennilega hugntyndaflugi og
skopskyni, stundum sannkölluðum
gálgahúmor.
Flýgur fiskisaga er pappírskilja 210
bls. að stærð. Bókin er unnin i ísafold-
arprentsmiðju og útgefandi er Al-
menna bókafélagið.
Kaupmenn — Kaupfélög
GLÆSILEGT ÚRVAL SPÁNSKRA LEIKFANGA
ÆF ÆT
UR STALI Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI
Línustýrður lögreglubíll með sírenu o.fl.,
38 x 16,5 x20,5cm.
Útsöluverð ca 395,-
Ingvar Helgason
Vbnarlandi iSogamýri 6
simi 33560
Varahlutaverslurv Rauöageröi Simar: 84510 & 84511
Línustýrður sjúkrabill m/sjúkrabörum o.fL,
38x16,5x21,5.
Útsöluverð ca 579,-
Fjarstýrður Mercedes, fjórhjóladrrfinn, m/ljós-
um, 53 x25x26, cm.
Útsö/uverð ca 1.285,-
Línustýrð lest með sírenu o.fl.,56,5x39x9 cm.
Útsöluverð ca 380,-
Línustýrður SOS-hjálparbíll m/björgunarbáti,
38 x 16,5x21,5.
Útsöluverð ca 579,- <
Stórkostleg eldhús með öllum heimilis-
tækjum, 65x37x29,5 cm.
Útsöluverð ca 479,-