Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Page 36
íslenzkir eiturlyfjasjúklingar f Danmörku eru færri en talið var:
HLBÚNIR AD TAKA
FÓLKK) í MEÐFERÐ
—segir Ólaf ur Ólafsson landlæknir
„Við höfum enga staðfesta tölu
um fjölda íslenzkra fikniefnasjúkl-
inga í Danmörku en það er ljóst að
þær sögusagnir sem gengið hafa um
tugi eða hundruð manna eru
ímyndun. Sumir hafa nefnt töluna tíu’
en það er engan veginn staðfestur
fjöldi,” sagði Ólafur Ólafsson land-
læknir i samtali við DV í morgun, en
á vegum embættis hans hefur undan-
farið farið fram könnun á þessum
málum.
Að sögn Ólafs er þétta liður í
stærri athugun sem verið er að gera,
að ósk forsætisráðherra, á fíkni-
efnaneyzlu hér á landi og á skýrsla
um málið að vera tilbúin öðru
hvorum megin við áramótin. Er ljóst
nú þegar að hún kemur til með að
kalla á aðgerðir vegna þessara mála
en ekki vildi Ólafur tjá sig um hverjar
þær gætu orðið.
„Þetta fólk sem verið er að tala um
I Danmörku eru heróinneytendur og
aðrir sem leiðzt hafa út í þyngri efni,
vandamál sem við höfum ekki þurft
að fást við hér ennþá. En ég tel það
víst ef hópurinn er ekki stærri en
þetta þá séum við tilbúnir til að taka
við fólkinu og veita því þá meðferð
sem til þarf á okkar geðsjúkrahúsum,
Kleppi og Vífilsstöðum,” sagði
Ólafur.
Ekki vildi hann kannast við að
Danir væru farnir að vísa þessu fólki
gagngert úr landi nema þeim sem
fengið hefðu á sig dóma og verið
sendir heim samkvæmt læknisráði.
Könnun landlæknisembættisins er
unnin af Sigmundi Sigfússyni geð-
lækni og Hauki Ólafssyni félags-
fræðingi en þeir hafa leitað upplýs-
inga og samráðs við dönsk félags-
og heilbrigðisyfirvöld, auk þeirra
íslenzku aðila sem hafa haft með
þessi mál að gera í Kaupmannahöfn.
-JB.
Stúlkan komin til meðvitundar
Unga stúlkan, sem varð fyrir likams-
árásinni í Þverholti á föstudagskvöld er
komin til meðvitundar. Líðan hennar
er sæmileg eftir atvikum, samkvæmt
upplýsingum, sem DV fékk á gjör-
gæzludeild Borgarspítalans í morgun.
Þórir Oddsson, vararannsóknarlög-
reglustjóri rikisins, sagði i morgun að
greiðlega gengi að yfirheyra árásar-
manninn, Hallgrím Inga Hallgrímsson.
Þórir vildi ekki tjá sig um andlegt
ástand árásarmannsins, sagði það hlut-
verk geðlækna. Á myndinni eru skúr-
arnir við Þverholt þar sem stúlkan
fannst aðfaranótt laugardags. Á inn-
felldu myndinni er árásarmaðurinn,
Hallgrimur Ingi Hallgrímsson, 28 ára
gamall. Hann á lögheimili að Þverholti
18e.
Árásarmálið í Þverholti:
DV-mynd S/Innfellda myndin Mbl.
Til ítarlegrar umræðu í útvarpslaganefnd:
neiri en Ríkisútvarpið
fái rétt til útvarps
—verði ákveðnum skilyrðum fullnægt
„Þetta er afar flókið mál og mikl-
ar umræður hafa orðið í útvapslaga-
nefnd hvort veita skuli öðrum aðilum
en Rikisútvarpinu leyfi til útvarps-
reksturs. Það hefur ennþá engin
niðurstaða orðið varðandi þetta at-
riði, en mikið verið um það fjallað,”
sagði Markús Á. Einarsson, for-
maður útvarpslaganefndar, sem
menntamálaráðherra skipaði, er DV
ræddi við hann í morgun.
Markús skilaði stuttri yfirlits-
skýrslu fvrir hönd nefndarinnar um
störf hennar til menntamálaráðherra
um sl. helgi og kemur þar m.a. fram
að hún hefur komið saman 8 sinnum,
en enn er geysimikið verk óunnið.
Eins og kom fram hjá Markúsi hefur
mikill tími hjá nefndinni farið í frum-
umræður um rétt til útvarps.
í yfirlitsskýrslu nefndarinnar segir
m.a.: ,,í öðru lagi er til umræðu í út-
varpslaganefnd að fleirum en Ríkis-
útvarpinu verði veittur réttur til út-i
varps að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum.” Markús sagði að mikið væri
enn óunnið en ljóst væri að nefndin
myndistarfaötullegaáfram. -SSv.
Srfálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 8. DES. 1981.
SamningamáHn:
Tíðirfundir
en litlar
fréttir
Lítið þokast í samkomulagsátt hjá
þeim félögum sem eftir eiga að semja.
Fundur í deilu mjólkurfræðinga hefur
verið boðaður klukkan tvö í dag hjá
ríkissáttasemjara, en mjólkurfræðing-
ar hafa boðað verkfall frá og með 14.
des.
Sjómenn koma til sáttasemjara
klukkan 10 í fyrramálið og klukkan
fjögur á morgun er boðaður fundur í
deilu BHM og ríkisins.
Viðræðunefndir BSRB og ríkisins
hittast í dag og verður það annar
fundur þeirra um samninga en deilu
þeirra hefur enn ekki verið vísað til
sáttasemjara. -KS.
Nístingskaltáfram:
Kufdinn
kemur beint
f rá norður-
pólnum
Ekkert útlit er fyrir að veður breytist
mikið til batnaðar á næstu dögum. Bú-
ast veðurfræðingar við kulda fram að
helgi, ef ekki lengur.
Guðmundur Hafsteinsson veður-
fræðingur sagði í viðtali við DV í
morgun, að þessi mikli kuldi stafaði af
hvassri norðanátt. Bærist loftið beint
frá norðurpólnum og suður með strönd
Grænlands. Það væri því yfir ís alla
leiðina til íslands, en næði aldrei í
hlýjan sjó til að volgna svolítið.
Sagðist Guðmundur óttast að kalt
yrði í veðri fram að helgi, að minnsta
kosti. Dagurinn í dag og á morgun yrðu
trúlega hinir köldustu á þeim tíma, en
engan veginn væri séð fyrir endann á
norðanáttinni. -JSS.
Loki
Sagt er að fangar á Litla
Hrauni sóu látnir horfa á
sjónvarpið á hverju kvöldi
og ku það vera liður í refs-
ingunni.
Iskalt
Seven
hressir betur.