Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 2
18
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981.
Sjónvarp
Mánudagur
21.desember
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Tommi og Jenni.
20.45 íþróttir. Umsjón: Bjarnii
Felixson.
21.25 Hjákonan. Breskt sjónvarps-
leikrit eftir Pat Hooker. Leikstjóri:
Gareth Davies. Aðalhlutverk:
Clare Higgins, Judy Parfitt og
Bruce Montague. Þegar Meg
uppgötvar, að eiginmaðurinn
hefur enn einu sinni villst af
dyggðum prýddri braut hjóna-
bandsins, ákvcður hún að taka til
sinna ráða — og það fremur
óvanalega. Þýðandi: Dóra Haf-
steinsdóttir.
22.20 Araliískur þrihyrningur.
Bresk fréttamynd um ^standið í
þremur Arabaríkjum, Egypta-
landi, Líbíu og Súdan. Þýðandi og
þulur: Halldór Halldórsson.
22.35 Ormar. Bresk fréttamynd um
próteinframleiðslu úr ormum.
Þýðandi og þulur: Bogi Arnar
Finnbogason.
Þriðjudagur
22. desember
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingarogdagskrá.
20.35 Robbi og Kobbi.
20.40 Víkingarnir. Tíundi og siðasti
þáttur. Hér féll Haraldur
konungur 1066 — árið serfi veldi
vikinganna leið undir lok. Haraldur
harðráði var drepinn í bardaga við
Stanforðabryggjur, og Vilhjálmur
bastarður, kominn af víkingum,
breytti rás sögunnar. Magnús
Magnússon skýrir ráðabruggið,
sem varð upphaf að yfirráðum
Normanna yfir Englandi.
Þýðandi: Guðni Kolbeinsson.
Þulir: Guðmundur Ingi Kristjáns-
son og Guðni Kolbeinsson.
21.20 Refskák. Fjórði þáttur. Voð í
Frakka á veiðum. Fröken Annabel
Lee, skorinorður málsvari
jafnréttis karla og kvenna, er
nýjasta „fórnarlambið”, sem
TSTS fær til að prófa sem
njósnara. Cragoe gefur Wiggles-
worth skipun um að reyna að ná
fullkomnum tökum á þessari fögru
konu og hann er að vonum
ánægður með verkefnið. En
fórnarlamb hans er staðráðið í því
að standast prófraunina (Úr
síðasta þætti). Þýðandi: Ellerl
Sigurbjörnsson.
22.20 Fréttaspegill. Umsjón: Ingvi
Hrafn Jónsson.
22.55 Dagskrárlok.
Kl. 22.20 á mánudagskvöld verflur sýnd stutt fréttamynd frá þrem Araba-
rfkjum og oigum vifl fastlega von á afl sjá þar f orseta Libýu, Gaddafi.
Robbi og Kobbi verfla á skjánum kl. 20.35 á miðvikudagskvöld.
Myndaflokknum um vfkingana lýkur á þriðjudagskvöld, kl. 20.40. Þá segir
landi vor, Magnús Magnússon, frá falli Harakls harflráfla vifl Stanforfla-
bryggjur árifl 1066. Þar mefl leið veldi víkinga undir lok.
Útlaginn
Lolkstjóri: Agúst Guflmundsson.
Leiksndur: Amar Jónsson, Ragnheiflur Steindórsdóttir, Þráinn Karisson.
Framleiflandi: (sfilm.
Sýningarstaður: Austurbaajarbió.
Flestir hafa ábyggilega einhverjar skoðanir áhvernigkvikmynda
eigi fslendingasögur. Það er ekki Ágústi Guðmundssyni sagt til
hnjóðs að hann hefur valið Gísla sögu Súrssonar nokkuð
venjulegan farveg. Myndin leggur lítið upp úr orðum, meir upp úr
athöfnum og persónur eiga því erfitt um sjálfstæði. Þegar höfð er í
huga hin mikla örlagatrú sem lögð er til grundvallar í bókinni, þá er
myndgerð Ágústs síður en svo vitlaus.
Ef frá eru talin byrjunaratriði myndarinnar þá er uppbygging
hennar skýr og til fyrirmyndar. Útlaginn er epísk stórmynd, lifandi
dæmi um stórhug aðstandenda og fagmennsku í kvikmyndagerð.
Kostnaður myndarinnar hrópar á aðsókn áhorfenda og einmitt það
á hún skilið. Ekki fara á þessa mynd með vorkunnsemi sem mótíf,
það er ástæðulaust. Farið frekar með það I huga að Útlaginn er
afrakstur íslenskrar kvikmyndagerðar og íslenskrar menningar, og
ef eitthvað er, betri mynd en flestar erlendar sem sýndar eru í bíóum
borgarinnar.
BLOOK FEUD
Leikstjóri: Lina WertmUiler.
Leikendur: Sophia Loren, Marcello Mastroianni, Ciancario Giannini.
Sýningarstaflun Regboginn.
Hingað til hef ég haft lúmskt gaman af kvikmyndum Linu Wert-
múller. Hver man t.d. ekki eftir hinum léttfyndnu myndum hennar,
„The Seduction of Mimi” og „Seven Beauties”, sem auk þess að
skemmta höfðu beittan og bitran pólitískan boðskap að flytja. Já,
þetta voru fínar kvikmyndir og sannast að segja er hægt að sjá lítil
tengsl milli þeirra og nýju myndarinnar, „Blood Feud”. Pólitiskur
boðskapur er látinn lönd og leið fyrir einhverja epíska átakasögu,
sem þrátt fyrir tilburði verður aldrei annað en rétt aðeins skopleg.
Persónusköpun minnir á teiknimyndasögur (ensk dubbun hjálpar
ekki) og vekja persónur áhuga á sér löngu eftir að myndin er komin
í óefni. Það er leiðinlegt frá því að segja — sérstaklega eftir að
hafa séð eldri myndir — að Lina Wertmuller hefur fallið niður á
meðalmennskuplan, og þrátt fyrir nokkra góða punkta þá er
„Blood Feud” best geymd á báli gleymskunnar.
-öþ
GOING IN STYLE
Leikstjóri: Martín Brest
Leikendur: Georgo Bums, Art Camoy, Lee Strasberg.
Sýningarstaður: Nýja Bíó.
„Going In Style” er talsvert skrýtin og beygluð kvikmynd. Eg fór
að sjá hana til að skemmta mér „ærlega” en hló varla upphátt. Það
þýðir ekki nema eitt; myndinni hefur verið ætlað að vekja mig til
umhugsunar en ekki reyndist það árangur hennar, því nú — nokkr-
um dögum eftir skoðun — hef ég að mestu gleymt myndinni. Hug-
myndin að henni er ekki slæm en enginn óvitlaus gerir heila mynd
úr henni án þess að styðjast við safaríkara handrit, beinskeytt eða I
það minnsta fyndið. Leikararnir Burns, Carney og Strasberg eru
eins og allir vita toppmenn, en fyrir mina parta þá er kröftum þeirra
sóað i þessari kvikmynd, sérstaklega Strasberg. Það má vel vera að
fólk hafi lítið annað aðgera fyrir jólin en að fara í bíó — hvaðveit
ég? — En ef svo vill til að þú, lesandi, hefur tima aflögu á laugar-
dagskvöldið, horfðu þá á sjónvarpið. Ef þú ferð frekar í bió segðu
þá ekki að ég hafi ekki varað þig við.
-öþ
Stutt kynning á þvf athyglis-
verðasta sem kvikmyndahús
borgarínnar sýna
Umsjón:
Örn Þórisson Sólveig K. Jónsdóttir