Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 3
Hvað er á seyði umhejgina
Hvaðeráseyði um helgina
Kirkjustarf
Kór Dómkirkjunnar
f ly tur jólasöngva
Á mánudagsköld mun Kór Dómkirkjunnar í
Reykjavík flytja jólasöngva. Stjórnandi kórsins er
Marteinn H. Friðriksson og mun hann einnig leika á
orgel. Flutt verða verk eftir Bach, Brahms,
Praetorius, o. fl. Tónleikarnir hefjast kl. 10 í Dóm-
kirkjunni og er aðgangur ókeypis.
Jólasöngvar í
Langholtskirkju
í kvöld, 18. des kl. 23.00 syngur Kór Langholts-
kirkju jólalög og sálma i kirkjuskipi Langholts-
kirkju.
Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum
framlögum í orgelsjóð. Selt verður heitt kakó í hléi.
Ástæöa er til að hvetja fólk til að klæða sig vel.
Kór Langholtskirkju.
Ensk jólamessa
í Hallgrímskirkju
Sunnudaginn 20. desember kl. 16.00 verður í
HallKrímskirkiu ensk jólamessa. Dr. theol Jakob
Jónsson predikar. Allir velkomnir.
Messur
STÖKK AF STAÐ MED MYNDAVÉLINA
ÞEGAR MERKIR ATBURDIR GERDUST
Ljósmyndir f rá Reykjavík á árunum 1921-1953 til sýnis í Listasafni ASÍ
f Listasafni ASÍ við Grensásveg
hefur verið opnuð merkileg sýning á
ljósmyndum frá Reykjavík, eftir
Skafta Guðjónsson.
Skafti eignaðist fyrstu ljósmynda-
vélina sína árið 1921. Þá var hann 19
ára gamall og bókbandslærlingur í
ísafold. Hann varð fljótt ágætis ljós-
myndari. Þótt hann hefði ljós-
myndun aðeins sem tómstunda-
gaman þá hegðaði hann sér líkt og
nútíma-fréttaljósmyndarar. Ef eitt-
hvað var að gerast í bænum, þjóð-
höfðingjaheimsókn, kröfuganga,
iþróttaviðburður, jarðarför, þá var
Unnið að undirbúningi fyrir afhjúpun styttu Leifs heppna í Skólavörðuholti árið
1932. Ein af myndum Skafta.
hann þotinn út að myndsetja atburð-
inn. Og myndir hans af hernáminu
1940 eru einstakar í sinni röð.
í myndunum hans má líka sjá tizk-
una hjá Reykvíkingum milli heims-
styrjalda og hvernig ungir menn áttu
að vera á svipinn ef þeir vildu ekki
kallast sveitalegir.
Loks höfðu skipin og Reykjavíkur-
höfn mikið aðdráttarafl fyrir Skafta.
Alls eru 104 myndir á sýningunni.
Hún er opin til og með 3. janúar frá
2—10 alla daga nema aðfangadag,
jóladag og gamlársdag,
-IHH.
Fjórði sunnudagur i aðvenlu.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í
safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. .10.30 árd.
[Skáiaguösþjónusta i safnaöarhcimilinu kl. 2. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnaguósþjón-
usta kl. 11 árd. í Breiðholtskóla. Sr. Lárus Halldórs-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA: Jólasöngvar fjölskyldunnar
kl. 11. Kórar Breióagerðis- og Fossvogsskóla syngja
og börn úr Fossvogsskóla flytja helgileik. Almennur
söngur og jólasaga eftir Ingólf Jónsson frá Prests-
bakka. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr.
Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í
safnaðarheimilinu v/Bjarnhólastíg kl. 11. Guðþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11. Barnakór ur Snæ-
landsskóla syngur jólalög. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
DÓMKIRKJAN: KI. 11 barnaguösþjónusta. Sr.
Þórir Stephensen. Lúðrasveit Laugarnesskóla leik-
ur, stjórnandi Stcfán Þ. Stephensen. Sr. Hjalti Guð-
mundsson les jólasögu. Dómkórinn syngur, organ-
leikari Marteinn H. Friðriksson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Þor-
steinn Bjömsson messar.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur:
Barnasamkoma i Hólabrekkuskóla kl. 2. Sunnudag-
ur: Bamasamkoma í Fellaskóla kl. 11. Sr. Hreinn
Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Les-
messa með altarisgöngu kl. 2. Sr. Halldór S. Grön-
dal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Fjölskyldumessa kl. 2. Fermingar-
böm flytja jólaguðspjallið í helgileik. Barnakór
Austurbæjarskóla syngur. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Ensk jólaguðsþjónusta kl. 4. Dr. Jakob Jónsson
predikar. Þriðjudagur 22. des.: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30, beðiö fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Börn úr Æfingaskóla K.H.Í. syngja og leika á hljóð-
færi. Kl. 22 jólasöngvar við kertaljós. Biskup ís-
lands, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur hugvekju,
Mjög hagstætt verð
og góðir greiðsluskilmálar
Verzlið þarsem úrvalið er
mest og kjörin bezt
Trésmiðjan
Dúnahúsinu
íðumúla 23
Sími 39700
"
íslenzk
borðstofusett
Veljum
íslenzkt
veljum vandað
Lítið inn og skoðið
okkar mikla húsgagnaúrval
kirkjukór og organisltfytja aðventu- og jólasöngva
úr Litlu orgelbókinni eftir JJS. Bach. Prestarnir.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna&amkoma i Kárs-
nesskóla kl. 11 árd. Jólatónleikar i Kópavogskirkju
kl. 2 á vegum Tónlistaskóla Kðpavogs. Sr. Ámi
Pálsson.
LAUGARNESKIRKJA: Jólasöngvar f jölskyídunn-*
ar kl. 11. Barnakór Laugarnesskóla syngur. Lesin
jólasaga. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. Jólasöngv-
ar kl. 2. Kór Melaskóla syngur undir stjórn Helgu
Gunnarsdóitur. Unglingar i æskulýðsfélagi kirkj-
unnar sýna helgileik. Sr. Frank M. Halldórsson.
*£ELJASÓKN: Barnaguösþjónusta i ölduselsskóla
kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta að Seljabraut 54 kl.
10.30. Fluttur verður jólaleikur. Sdknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma kl. 11
árd. i Félagsheimilinu. Sr. Frank M*Halldórsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Altaris-
ganga. Organleikari Sig. Ísólfsson. Prestur sr.
Kristján Róbcrtsson.
NÝKOMIÐ -
NÝKOMIÐ
Teg.1496
loðfóðraflir
Litir: blátt og kakígrænt
Stærðir: 36-46
Verö kr. 389,-
Póstsendum
ilmt
Laugavegi 89. Sími 22453. Austurstræti 6. Sími 22450.
Teg.1205
Loðfóðruð vaðstigvól
Litir: blótt og gult
Verð:
St. 24-27 kr. 125,-
St. 28-33 kr. 135,-
St. 34-37 kr. 145,-
Teg.1501
Loðfóðruð leðurstígvél
Litur: Millibrúnt
Stærðir: 36-41
Verð kr. 550,-
Teg.1502
Loðfóðruð nylon/vinyl
með rennilás.
Litir: blétt, brúnt og
kakigrænt.
Stærðir: 36-41
Verð kr. 398,-
Teg.647
Loðfóðruð kvenstigvél
Litur: ólivugrænt leður
Verð kr. 548,-
Dökkbrúnt rúskinn
Verð kr. 498,-
Stærðin 36—41
Teg.1206
Vaðstigvél m/lausu
svampfóðri
Litir: rautt/svart, gult/svart
St 24-27 kr. 135,-
St. 28-33 kr. 145,-
St. 34-37 kr. 155,-
Teg.7009
MOONBOOTS
Litir: blátt og rautt
m/hvitum sólum