Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 2
2
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Háskóla-
kennarar
búnirað
fá þak yf ir
höfuðið!
Kennarar við Háskóla íslands hafa
nú fengið þak yfir höfuðið fyrir mötu-
neyti í hádeginu, tómstundastarf á
kvöldin og ekki síst Háskólaklúbbinn,
sem í rauninni varð til með þessari að-
stöðu. Er þetta í fyrsta sinn sem há-
skólakennararnir hafa samastað til þess
að stinga saman nefjum í sínum hópi.
Þeir kalla þessa aðstöðu Skólabæ,
eftir samnefndu timburhúsi. Skólabær
háskólakennara er í húsinu Suðurgötu
26, á miðhæð, en hinn eiginlegi Skóla-
bær er lítið hús ofar í brekkunni. Bæði
þessi hús fékk Háskólinn að gjöf fyrir
nokkrum árum frá hjónunum Margréti
og Jóni Ólafssyni hæstaréttarlög-
manni. Margrét er nú látin, en Jón býr
á efstu hæðinni í Suðurgötu 26.
Skólabærinn á miðhæðinni hefur nú
verið innréttaður til þeirra nota, sem
áður er getið. Þar geta kennarar fengið
léttar, heitar máltiðir í hádeginu, en
ekki komast þó að nema 20—30 kenn-
arar í hverju hádegi. Fastir kennarar við
Háskóla íslands eru á hinn bóginn ná-
lægt 180 talsins og stundakennarar eru
nokkuð hundruð.
„SÖNGVARAR ERU
ALLTAF UNGIR"
— Söngplata með Jóhanni Konráðssyni og Krisfni
Þorsfeinssyni komin á markaðinn
„Söngmenn eru alltaf ungir i anda,
þeir eldast aldrei, þeir bara deyja,”
sagði söngvarinn okkar þjóðkunni,
Jóhann Konráðsson, á blaðamanna-
fundi, þar sem kynnt var hljómplata
hans og Kristins Þorsteinssonar, sem
Tónaútgáfan á Akureyri hefur gefið
út. Þeir léku á alls oddi á fundinum,
Kristinn og Jóhann, og létu það
ekkert á sig fá, þótt þeir eigi sam-
eiginlega hátt í 140 ár að baki. Létu
þeir sig ekki muna um að taka lagið
fyrir blaðamenn og Kristinn lék
undir.
Á A-hlið plötunnar syngja Jóhann
og Kristinn 9 lög við undirleik Guð-
rúnar píanóleikara, dóttur Kristins.
„Þessi lög voru tekin upp í Ríkisút-
varpinu 1964, á meðan við vorum
syðra á söngferðalagi með Geysi. Við
notuðum tímann á meðan beðið var
eftir ferð til Selfoss,” sagði Jóhann.
„Við æfðum þessi lög hér heima og
nutum til þess aðstoðar Guðrúnar
dóttur minnar. Sungum við þessi lög
á skemmtunum víðsvegar um
Norðurland, bæði fyrir og eftir
suðurferðina,” sagði Kristinn þegar
hann minntist liðins tíma. „Ég sagði
við Kristin: Nú notum við tímann
og förum niður á Skúlagötu og
syngjum fyrir útvarpið. Ertu vitlaus
strákur, svaraði Kristinn, en við
fórum nú samt,” sagði Jóhann og
hló við, um leið og hann klappaði
kumpánlega á öxlina á Kristni.
Lögin sem Jóhann og Kristinn
syngja hafa sum hver áður komið út
á plötu, sem ekki hefur verið fáanleg
undanfarin ár. Má þeirra á meðal
nefna „Upp á himins bláum boga”,
sem er titillag plötunnar og „Hrislan
og lækurinn”, sem bæöi nutu og
njóta enn mikilla vinsælda. Upplýsti
Jóhann það á fundinum, að eitt sinn
hefði hann sungið þetta ljúfa lag Inga
T. Lárussonar við lækjarniðinn hjá
hrislunni á græna balanum þar sem
Páll Ólafsson kvað ljóðið forðum.
Var Jóhann þá á ferð í Hallorms-
staðarskógi til að syngja á skemmtun
í Atlavík.
ÁB-hlið plötunnar eru einsöngslög
með Jóhanni. Eru það gamlar upp-
tökur, þær elstu allt frá 1947.
Tóngæðin eru ekki þau sömu og nú
er. Þá var segulbandið ekki komið til,
en þess í stað var söngur tekinn upp á
þar til gerðar lakkplötur og allar að-
stæður voru frumstæðar. „Hljóð-
neminn stóð eins og djásn á miðju
gólfi. Síðan prófuðu þeir sig áfram
með hversu langt frá honum kæmi
bezt út að ég stæði. Þegar það var
fundið var sett hvítt strik á gólfið við
tærnar á mér. Þar varð ég að gjöra
svo vei að standa eins og negldur ogj
mátti ekki líta til hliðanna á meðan á
WöO IO
MIKIÐ ÚRVAL, VERÐ
OG TÆKI VIÐ ALLRA HÆFI
ÁRMÚLA 38 (Selmúla meginl 105 REYKJAVÍK
SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366
Mögulegt er að halda þarna fámenna
fundi og sinna tómstundastörfum að
kvöldinu, til dæmis að tefla og spila.
Þá er Félag háskólakennara með opið
hús síðdegis á fimmtudögum og föstu-
dögum fyrir félagsmenn og gesti, og er
þar kominn Háskólaklúbburinn.
í þessum Skólabæ er einnig ætlunin
að taka á móti gestum Háskólans við
ýmis tækifæri.
Nýjar innréttingar eru vandaðar.
Húsgögn eru í bland gömul og ný. Má
nefna birkistóla úr hátíðasal Háskól-
ans, sem gerðir hafa verið upp og eru í
einu herberginu. í annað herbergi er
kominn einn af leðurstólunum úr búi
Einars Benediktssonar skálds og er
búið að gera þann stól upp. Þar koma
önnur leðurhúsgögn úr bú: Einars, sem
Háskólinn á, þegar lokið verður við að
gera þau upp. Loks er að nefna að
Listasafn Háskólans lánar myndir á
veggina.
Skólabær í Suðurgötu 26 var opn-
aður í siðasta mánuði og ríkir ánægja
með hann í röðum háskólakennaranna,
þótt þeim finnist að vísu drjúgur spöl-
urinn í hádegismatinn, að minnsta
kosti í norðangarranum.
Nafnið á hinum eiginlega Skólabæ er
til komið vegna þess að næsta hús fyrir
ofan hann var á sínum tíma Hólavalla-
skóli.
-herb.
upptöku stóð,” sagði Jóhann, þegar
hann rifjaði upp aðfarirnar, þegar
söngur hans var fyrst numinn á
hljómplötu.
Þessar lakkplötur voru síðan spil-
aðar aftur og aftur í Ríkisútvarpið,
en þegar segulbandið kom til sögunn-
ar var efnið fært af plötunum yfir á
spólur. Nú er búið að koma söng
Jóhanns af þessum böndum yfir á
hljómplötu á ný. Jóhann var
spurður hvernig það hafi borið til, að
hann fórí fyrstu upptökurnar 1947.
„Ég var nýkominn af sjónum
þegar þetta var og byrjaður að syngja
með Karlakór Akureyrar. Hafði ég
notið tilsagnar hjá Sigurði Birkis,
þeim elskulega og ágæta manni, sem
opnaði mikið fyrir mér. 1947 fór ég
suður með sr'. Pétri Sigurgeirssyni,
núverandi biskupi, til að syngja þar á
æskulýðssamkomum. Þórarinn
Guðmundsson spilaði undir hjá mér
á þessum samkomum. Að lokinni
einni þeirra sagði hann við mig. „Nú
fer ég með þig niður í útvarp
strákur.” Er maðurinn orðinn vit-
laus, hugsaði ég með mér, en undir
niðri hafði ég náttúrlega gaman af
þessu og fór í upptöku. í útvarpshús-
inu kynntist ég mörgum ágætum
drengjum, sem síðar reyndust mér
vel,” sagði Jóhann.
Fritz Weisshappel leikur undir hjá
Jóhanni í þeim 8 íslenzku einsöngs-
lögum, sem hann syngur á plötunni.
Má þeirra á meðal nefna „Ætti ég
hörpu” og „Vor” eftir Pétur Sig-
urðsson og „Dísa” eftir Þórarin
Guðmundsson.
GS/Akureyri.
ÞAU FARA VEL í HENDI ... Á
sambyggðu útvarps- og segulbandstœkin frá JM.JL W W JTTL
Suðurgata 26 er virðulegt þriggja hœð hús á horni Suðurgötu og Kirkjugarðsstlgs,
við Gamla Kirkjugarðinn. Ofar i brekkunni, á bak við, er hinn eiginlegi Skóiabœr og
þar ofar var Hólavallaskóli.
Einn úr hópi háskólakennara, Gisli
Jónsson prófessor, settist i leðurstól
Einars Ben. fyrir okkur Eisismenn. Stól-
arnir nœr voru áður í hátiðasal
Háskóians.
Þegar við Visismenn litum við I Skóla-
bœnum í Suðurgötu 26 voru kennararað
tínast að matarborði I hádeginu. Kunn
andlit komin.
(Visismyndir: GVA.)
Krístinn og Jóhann tóku lagið fyrír blaðamenn
ftWvoÖ440
ö880
A.iv''*
CS<>b0